Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Fumble tumble - Iceland did what?

Fréttin um lán Rússlands til Seðlabanka Íslands sperrir upp eyrun um allan heim. Núna er þetta "headline" út um allann heim. Ef vesturlönd ætla að kyrkja hagkerfi Íslands . . . tja . . þá . . . gerum við okkar ráðstafanir.  Ring . . ring . . ring . . ring  - hello! . . já þetta the US State department . . . get ég fengið að tala við herra . . .

 

Sever too busy  


Stungið upp í smjattpattana

Kæru Íslendingar

Sökum þess hve mikið afhroð öll Evrópa beið á fjármálamörkuðum í dag megnuðu fjölmiðlar hér í Danmörku ekki að sjóða nema smágraut úr fréttum dagsins frá Íslandi. Menn megnuðu einfaldlega ekki að gleypa meira en alla Evrópsku súpuna í einu. Það slettist smávegis út úr skálinni, en það var samt ekki banvænt.

Munið það kæru Íslendingar að lang flestir af þeim bönkum sem eru farnir á hausinn í heiminum voru mjög heilbrigðir og velreknir bankar. Ég er sannfærður um að sama gildir um íslenska banka. En þegar það geisar hræðsla um að svarti dauði ríki á fjármálamörkuðunum þá þolir markaðurinn ekki að apótekinu með öllum bólusetningarlyfjunum sé lokað vegna þess að apótekið sé svo hrætt um að smitast af þeim sem vilja fá bólusetningu. Þar að auki þá lifa bankar á því að lána út peninga. En þeir þora því ekki núna, og eru því einnig þar með að éta sjálfa sig upp innanfrá.

Baráttukveðjur til okkar allra


Mesta fall allra tíma í kauphöllinni í Kaupmannahöfn

Það segir sitt um hamfarirnar á fjármálamörkuðum Evrópu í dag að dagurinn í dag er sá dagur sem hlutabréf í kauphöllinni í Kaupmannahöfn féllu mest í sögu kauphallarinnar. Aldrei hafa hlutabréf í kauphöll Kaupmannahafnar fallið svo mikið á einum degi. 115 miljarðar danskar krónur voru klipptar af virði 20 stærstu hlutabréfa á C20 vísitölunni.

Þýskaland: Þar ríkir næstan örvænting um að hugsanleg fall Hypo Real Estate (einn af hornsteinum þýska fjármálakerfisins) geti breytt sig eins og hringar í vatni ef illa fer. Staðan er enn óviss. Ríkisstjórn Þýskalands vinnur hörðum höndum að því að bjarga málum. Hypo Real Estate féll -34,09% á DAX listanum í kauphöllinni í Frankfurt

Evran: Dagurinn í dag er sennilega sá erfiðasti í sögu evru sem gjaldmiðils

BNA: Dow Jones: ef fallið á þessari hlutabréfavísitölu nær um það bil 1100 stig innan sama dags þá verða viðskiptin stöðvuð. Þegar þetta er skrifað er fallið 703 stig. Algjör örvænting ríkir.

Hvað skyldi þessi dagur verða kallaður í framtíðinni? Geislavirki mánudagurinn ? 

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu: Euroland - Indices 


Danska ríkisstjórnin og bankarnir gangsetja neyðaráætlun

Danska ríkisstjórnin, seðlabankinn og viðskiptabankarnir hafa komið sér saman um neyðarpakka til handa dönskum fjármálastofnunum. Nánari frétta er að vænta á morgun. Hlutirnir gerast hratt. Það er varla tími til að fara út á hlað að pissa. Uppfært: Nákvæmari fréttir er að finna hér: 735 milljarða neyðarsjóður Dana

Það nýjasta er að það eru bankarnir sjálfir sem fá að borga brúsann fyrir neyðaráætlunina uppá samtals 30 miljarða danskar krónur. Það var Lene Espersen atvinnumálaráðherra Danmerkur (íhaldsflokkurinn) sem lyfti skammbyssunni og þvingaði bankana undir þeirri dáleiðslu að samningaborðinu

Uppfært mánudag 17:48: allt útlit ef fyrir að danskir bankar muni velta mestu af kostnaðinum við neyðarpakkann yfir á viðskiptavinina, enda varla aðrir möguleikar því árferði sem nú hefst. Enn er þó óvíst um afdrif þessa björgunarpakka og óvíst er hvort ESB muni samþykja hann eins hann er á borðum ráðamanna í dag.

Byrjunareinkenni í Svíþjóð?

Peningakerfi sænska bankakerfisins fraus á fimmtudaginn. RIX er nafnið á greiðslukerfi sænska seðlabankans og sænsku viðskiptabankana og er notað til að sjá öllum viðskiptabönkum í Svíþjóð fyrir fjármagni og til að senda fjármagn á milli bankana og einnig sem greiðslukerfi. Þetta kerfi tæmdist á fimmtudaginn og var ekki hægt að ljúka greiðslum á venjulegan hátt. Það var ekki fyrr en eftir að seðlabanki Svíþjóðar greip inn að hægt var að ljúka greiðslum dagsins. Seðlabankinn vildi þó ekki viðurkenna að þeir hafi þurft að setja dælurnar í gang. Peningarnir gufuðu kanski bara upp? Auðvitað hét það RIX, hvað annað?

Þorvaldur 

Þetta kemur hvað svo sem Þorvaldur segir (saggð ann)


Fjármálakreppan klýfur evruland. Evran í hættu

Tilraunir frönsku ríkisstjórnarinnar til að koma á sameiginlegum björgunaraðgerðum til handa fjármálastofnunum á evrusvæði enda að líkindum í andvana fæðingu eftir að Þýskaland hefur lýst yfir að landið mun ekki bjarga fjármálastofnunum annarra landa

10 þýsk frostmörk

Í viðtali við Wall Street Journal segir Peer Steinbrück fjármálaráðherra Þýskalands að fjármálkreppan sé mest bandarískt málefni og að ríkisstjórnir Evrópu séu að ofgera málunum með þessum tilraunum til samhæfðra aðgerða. "Vægt sagt þá er Þýskaland mjög varfærið í öllum þeim málum sem ýta undir tilurð svona sam-evrópskra stórverkefna. Öllum löndum er frjálst að hugsa á þessum nótum, en Þýskaland mun ekki hafa áhuga á þessu". Þýsk yfirvöld eru því mótfallin öllum sam-evrópskum aðgerðum svipuðum þeim sem Bandarísk stjórnvöld voru að gangsetja til handa Bandarískum fjármálastofnunum

Þess er hægt að geta hér í leiðinni að nýlega björguðu bandarísk yfirvöld risa-tryggingafélaginu AIG frá því að lenda í þroti. Þetta tryggingafélag tryggir skuldbindingar evrópskra stórbanka að andvirði 300 miljarða dollara. Svo líkur eru á að hér hafi Bandaríkjamenn bjargað evrópskum stórbönkum frá gjaldþroti því eins og staðan er nú hefðu þessir evrópsku bankar varla getað fundið það fjármagn sem til þurfti til að uppfylla kröfur fjármálayfirvalda, eða fundið nýjan tryggingaaðila. Peer Steinbrück segir þýsk að yfirvöld hafi ekki áhuga á sameiginlegu evrópsku fjármálaeftirliti þó svo að landið styðji samhæft regluverk.

"Alveg eins og bankarnir treysta ekki hvor öðrum þá treysta yfirvöld ESB-ríkjanna ekki hvor öðru núna", hefur Berlingske Business eftir evrópskum embættismanni 

Þýskar evrur eftirsóttar

Evran mynttegund í útrýmingarhættu?

Sú gjá sem klýfur afstöðu Frakka og Þjóðverja til þessa máls afhjúpar stórt burðarþolstap evru sem sameiginlegrar myntar. Seðlabanki evru (ECB) hefur ekki það fjármagn á bak við sig sem gæti tryggt fjármálastofnanir í erfiðleikum. Þær munu því riða til falls án hjálpar frá ECB. Hinn stóri mismunur á afföllum við framboð og útgáfu skuldabréfa þeirra ríkisstjórna sem eru aðilar að myntsamstarfinu er að eyðileggja fjármögnunarmöguleika þeirra ríkja sem mest þurfa á ódýru fjármagni að halda. Hætta er á að evra sé mynttegund í útrýmingarhættu þegar horft er á hana til framtíðar og jafnvel á næstunni. Sem dæmi má nefna að einhliða ákvörðun Írlands um að ábyrgjast innistæður og ýmsar skuldbindingar írskra fjármálastofnana að upphæð sem nemur tvöfaldri landsframleiðslu Írlands er ekki til þess fallin að auka traust á evru. Hvað ef allar evruþjóðirnar gerðu það sama? Þá væri evran svo að segja gjaldþrota sem mynt, því hver á að borga brúsann? Það er ekki til sameiginleg skattalöggjöf í ESB eða á evrusvæði. En sameiginleg skattalöggjöf er forsenda þess að fjármálamarkaður evru geti virkað sem skal. Þessu verður því að koma á sem fyrst. Eins og er þá nema skattar í ESB 40% af landsframleiðslu ESB svæðisins. Þetta hlutfall er um 29% á Íslandi.

Frakkar hefja björgunaraðgerðir á húsnæðismarkaði

Franska ríkið segist ætla að kaupa 30.000 tómar íbúðir sem eru í bygginu í Frakklandi. Þetta er gert til að koma franska húsnæðismarkaðinum til hjálpar, en þessi markaður á í erfiðlekum í Frakklandi sem víðar í ESB. Franska ríkið ætlar einnig að bjóða fram meira af byggingalóðum í ríkiseign. Einnig á að auka framboð á húsnæðislánum með því að lækka greiðsluhæfniskröfur til lánþega. Þetta mun þýða að þrefalt fleiri geta sótt um lán. Þetta gæti orðið athyglisverð tilraun og sérstaklega ef hún er skoðuð í ljósi umdirmálslánana í Bandaríkjunum. Skattar sem hlutfall af landsframleiðslu í Frakklandi eru einna hæstir í heiminum.

Þessar aðgerðir minnka enn frekar allar líkur á að fjármálastofnunum í evrulandi verði komið til hjálpar með sameignlegum aðgerðum og eru enn fremur einungis til þess fallnar að auka ásakanir evrulanda á milli. Stjórnmála- og bankamenn óttast keðjuverkandi áhrifa í evrulandi þegar stórbankar með starfsemi í mörgum evrulöndum fara í þrot. Svoleiðis stórslys myndu leiða til kerfislægrar kreppu sem myndi taka enn fleiri stofnanir með sér í fallinu

Fjármálastofnanir riða til falls 

Undanfarna daga hafa stjórnendur stórra banka komið í sjónvarp og fréttamiðla til að fullvissa alla um hversu vel fyrirtæki þeirra stæðu. Engu að siður hafa þær orðið fjármagnsþurrð að bráð - einungis nokkrum dögum síðar. Þessi staða fjármálastofnana er því óþolandi fyrir fjármálageirann í heild. Heilbrigðir og velreknir bankar eru neyddir í þrot

PROD0000000000228683

Prudent Investors segist ekki kaupa bréf neinna fjármálastofnana í Evrópu því evrópskir bankar séu í nákvæmlega sömu stöðu og bræður þeirra í Bandaríkjunum. Þeir geta ekki sett verð á margar egnir og því gæti bókhald þeirra og eignfjárstaða gefið ranga mynd af stöðu bankana. Enginn fjárfestir vill kaupa hlut í fjármálastofnum sem getur ekki sagt hvers virði hún er. Þetta gerir málið ennþá flóknara fyrir bankana. Þeir geta varla sótt sér nýtt fjármagn á fjármálamörkuðum því enginn veit hvers virði þeir eru á meðan það er ekki hægt að setja verðmiða á allar eignir bankana því markaðurinn fyrir þessar eignir er horfinn. Gufaður upp í kreppuþoku þar sem enginn sér neitt í réttu ljósi því það ríkir öngþveiti og örvænting

Evran var ekki hönnuð með svona ástand fyrir augum. Ef allir vandræða-fjármunir verða afskrifaðir niður í núll og vöxtur peningamagns í umferð er tvöfalt hærri en verðbólga þá mun verðbólguvandamál evru verða langvarandi. Verðbólga á evrusvæði er vanmetin og opinbert matvæla og vöruverð er of lágt uppgefið því þar eru ekki inní allar hinar miklu hækkanir á opinberum gjöldum til fyrirtækja og neytenda og hinn opinberi geiri er mjög mjög stór á evrusvæðinu

"Já, Evrópa er dottin ofaní efnahagsleg vandræði og ég er hissa á hversu hratt það gerðist", segir Prudent Investor. Þetta verður prófsteinn fyrir ESB því ESB hefur ekki áður lent í svipuðum vandamálum. Þetta mun leiða til aukinnar þjóðernishyggju því hingað til hafa þjóðirnar getað varist ýmsum utanaðkomandi vandamálum með því að hafa virk landamæri. En það hafa löndin ekki lengur því evran virðir engin landamæri og allir sitja því saman í sama leka bátnum

Vitnað í: Banking Crisis Divides Eurozone - Future Of Euro?  


Var Finnland kanski ekki nógu stórt?

Fjármálaráðherra Finnlands, Jyrki Katainen, er mjög óánægður (ekki-ánægður) með að það skyldi einungis hafa verið vildar-klúbbur evru sem var boðið að koma á neyðarfund um þá fjármálakreppu sem er nú að færast frá undirbúningsstigi og yfir á framkvæmdastigið í hagkerfi evrulanda, og sem var haldinn í París í gær. París er í Frakklandi. Þessi fundur mistókst algerlega vegna ósamstöðu í vildarklúbb evru. Það munu því ekki koma neinar sameiginlegar björgunaraðgerðir til handa fjármálastofnunum í ESB - svipaðar þeim sem Bandaríkjamenn voru að gangsetja. Hvert land verður því að sjá um sig sjálft í ESB. Seðlabaki evru (ECB) hefur ekki heimild eða fjármagn til að bjarga fjármálastofnunum í ESB. Hlutvek ECB er einungis að sjá til þess að peningakerfi evrulanda virki og að verðlag haldist stöðugt. En eins og flestir vita þá helst verðlag yfirleitt mjög stöðugt þegar enginn hefur efni á að kaupa neitt að ráði.

Finnar voru ekki spurðir álits á hvað ætti að gerast með banka- og hagkerfi lands þeirra sem heitir Finnland og er í norð-austurhluta evrusvæðis. Þetta er fjármálaráðherra Finnlands ekki-ánægður með.

Eins sumir vita þá heitir mynt Finnlands evra. En Finnar eru kanski einungis með finnskar evrur á meðan vildar-klúbbur evrusvæðis er með alvöru evrur?

Jyrki Katainen finnst það léleg hugmynd að það séu einungis Nicolas Sarkozy, Gordon Brown, Angela Merkel og Silvio Berlusconi sem ræða aðgerðir til að bjarga evrulöndum frá afleiðingum fjármálakreppunnar, að þetta sé málefni sem viðkemur öllum evrulöndum og í raun allri Evrópu

Henry Kissinger sagði einu sinni þetta um ESB

"When I want to call Europe, I call who?"

 

Til að fræðast meira um Finnland þá er hægt að hlaða hér niður "Nordisk statistisk årsbok 2007"  frá Norden.org. Þar er hægt að sjá að flatarmál Finnlands er 338 þúsund ferkílómetrar, og er því aðeins minna en flatarmálið á þýsku evrunni. En það telur víst ekki í þessu samhengi, er það? Hvert yrði flatarmál Íslands í þessu samhengi? "Iceland who?"

Heimildir:

Finsk finansminister surmuler

Kritik mot EU-möte om finanskris


Nú er það þjóðhollustan sem ræður

Þó svo að ég hafi ekki mikið álit á Samfylkingunni þá trúi ég því ekki að óreyndu að hún noti þetta tækifæri til að stinga skambyssuhlaupinu upp í Alþingi og taki sjálfstæði íslenska lýðveldisins sem gísl í þessu máli. Það yrðu endalok Samfylkingarinnar því núna er ekki rétti tíminn til að taka pólitíska gísla. Ef Samfylkingin skilur þetta ekki þá skilur hún ekki alvöru þess máls sem bíður úrlausnar, og ætti því ekki að sitja í ríkisstjórn við núverandi aðstæður

Allt hefur sinn rétta tíma. Sama hvort menn eru með eða á móti ESB-aðild. Nú er það þjóðhollustan sem ræður. Þeir sem skorast undan hollustunni verða sviðnir og brenndir á steðja sögunnar. Núna er ekki rétti tíminn til að kynda fleiri bál undir þjóðinni

ESB aðild hefur EKKERT með þetta mál að gera. EKKERT

Hlaðborðið er lokað 


mbl.is Aðeins í örugga höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galdraálög Moody's

Góðann daginn kæru lesendur - já, sólin kom upp aftur 

Wolfgang Münchau, sem skrifar oft fyrir Financial Times í Bretlandi og Þýskalandi, lét þau skrifuðu orð falla einhversstaðar í gær, að tvískinnungur Moody's væri nú orðinn alger. Eins og þið kanski vitið þá er það Moody's sem er yfirkennari hans (fyrrverandi?) hátignar fjármála okkar. Moody's gefur okkur einkunnir fyrir hve vel eða illa við hegðum okkur í fjármálum sem þjóðfélög eða stórfyrirtæki.

Saga Wolfgang Münchau var sú að núna er bandaríska ríkið að undirbúa innspýtingu 700 miljarða bandaríkjadollara inn í fjármálakerfi Bandaríkjanna. Þeir eru búnir að ráðfæra sig við Moody's um hvort þetta muni hafa áhrif á lánshæfnismat Bandaríkjanna sem skuldara. Nei alls ekki segir Moody's. En nokkrum dögum seinna gerir íslenska ríkið hið sama en munurinn er sá að þetta fer fram í litlu landi úti í miðju Atlantshafi. Hvað gerist þá? Jú íslenska ríkið er fellt á prófi Moody's og fær ekki lengur þær topp einkunnir sem það hafði áður - lánshæfinsmat íslenska ríkisins er lækkað og vextir á lánum ríkisins gætu hækkað. Ekkert hefur breytst á Íslandi miðað við síðast annað en það að ríkið gerðist hluthafi í banka. Er þetta sá framtíðarheimur efnahagsmála sem á að byggja framtíð Íslands á - fjármálum? Varla. En í tilefni af þessu þá langar mig að benda á þessa góðu og uppbyggjandi umræðu sem fer fram hér (ég lofa: þarna er ekkert um galdrapappíra, sambönd eða e-merki): Fréttir í boði B autt autt autt s?

Smá point úr þessari umræðu sem hugsanlega er umhugsunarvert

 

Eitt get ég þó bent á sem er ekki ennþá inni í þessari góðu umræðu. Ein af skemmtilegustu atvinnugreinum sem hægt verður að vera í á næstu áratugum verður landbúnaður. Af hverju? Jú vegna þess að hann er ekki skuldsettur og bankarnir hafa ekki megnað að koma nálægt honum til að troða uppá hann gagnslausu fjármagni, skuldsetningu og jólatrjám. Þetta ættu sumir að hafa á bak við eyrað. EN - og aftur - EN, aftur á móti þá mun staða bankareksturs á næstu áratugum verða eins og staða landbúnaðarins var á undanförnum áratugum: eitt stórt illa launað "skítajobb" sem ekkert verður uppúr að hafa. Bankageirinn er einfaldlega ofvaxinn og mun eiga um mjög sárt að binda í langan tíma. Here we come landbúnaður. Klár til að takast á við nýja framtíð! - innanlands sem utanlands 

 

Samkvæmt þeim fréttum sem renna inn í stríðum straumum í fjármálakreppunni hér í ESB þá virðist ríkisábyrgð Íra ætla að lenda í smá vandræðum. Meira um bakgrunn þess máls hér: Stuttar evru-fréttir: evran hrynur og óttast er um framtíð hennar. UPPFÆRT: Þjóðverjar treysta einungis þýskum evruseðlum 


Stuttar evru-fréttir: evran hrynur og óttast er um framtíð hennar. UPPFÆRT: Þjóðverjar treysta einungis þýskum evruseðlum

Evran hefur nú hrunið um tæp 6% gagnvart dollar það sem af er stöðugleika þessarar viku

Írland gefur nú út ríkisábyrgð fyrir öllum innistæðum viðskiptavina í írskum bönkum og skuldbindingum þeirra. Þessi ábyrgð nemur meira en 200% af þjóðarframleiðslu Írlands. Þetta gera Írar með því að stinga sogrörinu ofaní hausinn á Angelu Merkel og þýskra sparifjáreigenda, - séð með þýskum augum. Þetta mun ekki mælast vel fyrir í Þýskalandi, svo mikið er víst. Fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, hefur bent Írum á að þeir hafi ekki samþykki evrulanda fyrir þessum aðgerðum  

Írar virðast þó ætla að skilja þá erlendu banka sem eru starfandi á Írlandi útundan í þessari ríkisábyrgð. Því er Danske Bank hræddur um að missa alla kúnna sína í National Irish Bank, sem bankinn keypti árið 2005, yfir til þeirra keppinauta sem njóta ríkisábyrgðar. Danske Bank hefur kvatað við samkeppnisyfirvöld ESB en þau neita að svara fyrirspurnum bankans. Allt útlit er fyrir að Danske Bank verði látinn borga fyrir þessa ábyrgð á Írlandi. Svona er samkeppnin í ESB

Seðlabanki ESB ákvað að breyta ekki vöxtum á evrusvæði í dag. Sem afleiðing hrynur evra því flestir eru nú sannfærðir um að ESB sé á leiðinni inn í verstu efnahagskreppu svæðisins í manns minnum, og það með kröftugri og hjálpsamri aðstoð seðlabanka ESB og sameiginlegar myntar evrusvæðis

Þýskar evrur eftirsóttar

Aðilar á skuldabréfamörkuðum á evrusvæði aðvara nú yfirvöld á evrusvæði um að það misræmi sem alltaf er að aukast á milli skuldabréfaútgáfu ríkisstjórna á evrusvæði geti þýtt endalok myntbandalagsins í núverandi og komandi efnahagslegu hrakningum, því eitureignir (toxic assets) bankakerfis evrulanda eru miklu meiri og verri en þær eitruðu eignir sem nú eru að grafa undan fjármálastofnunum í Bandaríkjunum. Einnig benda þeir á að húsnæðisskuldir heimilanna í mörgum löndum evru séu mun meiri og erfiðari viðfangs en húsnæðisskuldir heimila í Bandaríkjunum og að fasteignamarkaður þessara landa sé að hrynja. Um 35% af öllum heimilum í Bandaríkjunum skulda ekki neitt í húsnæði sínu. Ef ekkert verður gert til að koma bankakerfi evrulanda til hjálpar gæti komandi eldstormur á fjármálamörkuðum evrusvæðis brennt grundvöllinn undan evru

Í viðtali á CNBC Europe snemma í morgun sagði forstjóri árangursríkasta vogunarsjóðs Evrópu að það myndi ekki líða á lögnu þar til menn færu að grandskoða útlit evruseðla og neita að veita þeim evruseðlum viðtöku sem ekki væru gefnir út af þýska seðlabankanum. Um ríkisábyrgð Íra sagði hann að ef hann væri Þjóðverji þá myndi hann heimta þýska markið til baka, strax.

PS: ef allir þeir taugaveikluðu Íslendingar sem eru búnir að flytja efni sín yfir á evru-gjaldeyrisreikninga í íslenskum bönkum myndu selja allar evrurnar sínar í einu, og flytja þær aftur yfir í íslenskar krónur, þá væri kanski hægt að flýta fyrir að þessar tvær stöðugu myntir gætu kysst hverja aðra á miðri hraðleið - íslenska krónan á uppleið og sogrör Íra á niðurleið. Panic is not a strategy.

Uppfært:

Það sem forstjóri vogunarsjóðsins var að tala um í morgun virðist vera farið að gera vart við sig í Þýskalandi nú þegar. Sjá viðhengda PDF skrá. Þýskir bankakúnnar skila inn þeim evuseðlum sem eru ekki prentaðir í Þýskalandi og heimta þýska seðla í staðinn. Satt að segja hafði mér ekki dottið í hug að þetta væri nú þegar orðið að raunveruleika. En já, í verðmætakreppu getur allt gerst. Þetta undirstrikar einungis alvöru þeirrar fjármálakreppu sem ríkir núna og sem hæglega virðist geta breytst í peningakreppu (value crisis) hvenær sem er 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gengið: samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins við útlönd batnar mikið

Kæru lesendur.

Það eru alltaf tvær hliðar á sömu krónunni, alveg eins og það eru tveir dálkar í bankabókinni: innlögn (debet) og úttekt (kredit). Eins er það með gengi gjaldmiðla. Gengið sýnir hvernig staða þjóðarbúsins við útlönd er hvað varðar innflutning og útflutning. Mikið er rætt um svokallaða gengisvísitölu. Hún er eitthvað sem menn eiga að vita hvað er en sem fæstir gera sér grein fyrir hvað er. Hjá flestum þjóðum er gengisvísitala notuð til að mæla samkeppnishæfni útflutningsgreina þjóðarinnar við útlönd. Þessi útflutningur getur verið vörur eða þjónusta. En hjá Íslendingum er þessi gengisvísitala að mestu notuð sem mælikvarði á samkeppnishæfni útlanda við Ísland, en ekki sem mælikvarði á samkeppnishæfni Íslands við útlönd. Þetta er náskylt hugsuninni um að bankar séu heildsöluverslanir þar sem maður sækir peninga, að bankar séu eingöngu peningabúðir. En bankar taka einnig á móti innlánum, þú lánar bankanum peninga og bankinn borgar þér peninga fyrir þennan greiða. Þetta er hægt

Þeir sem framleiða vörur og þjónustur og selja til útlanda búa núna við góðar aðstæður. Þeir geta tekið miklu hærra verð fyrir afurðir sínar vegna þess að gengið er lágt og mjög samkeppnishæft. Þeir geta jafnvel tekið miklu hærra verð í íslenskum krónum. Fyrir þessa aðila gildir því að hamast við steðjann á meðan aðstæður eru svona hagstæðar. Þeir þurfa því oft að ráða fleira fólk í vinnu og því er síður hætta á að það þurfi að koma til atvinnuleysis við þær aðstæður sem nú ríkja. Nema náttúrlega að maður hafi innréttað hagkerfi sitt svoleiðis að allir vinna við að kaupa vörur frá útlöndum og ekki selja neitt að ráði til útlanda af þeim athöfnum sem fram fara innan í landinu

Gengisvísitala segir ekki til um hve mikið einn ákveðinn gjaldmiðill hefur hækkað eða lækkað gagnvart íslensku krónunni, eða öfugt. Til dæmis þá hefur íslenska krónan fallið um 40% gagnvart evru síðan í ágúst 2006. Gagnvart bandaríkjadollar hefur krónan lækkað um 32% frá því í júlí 2006. Á meðan hefur dollari til dæmis lækkað um 25% gagnvart evru frá því í mars 2006 og fram til júlí núna í sumar. En þá byrjaði dollar að hækka aftur. Svona gengur þetta, upp og niður og fram og til baka. Alveg eins og evra féll um 30% gagnvart dollar samfleytt í 22 mánuði á árunum 1999-2001. Þá voru íbúar á evrusvæði æfir af reiði

Ban(k)arekstur

Marc_Faber

Það var athyglisvert viðtal við Svisslendinginn Marc Faber á Bloomberg í morgun. Hann sagði að best stöddu bankar í heimi væru núna í Asíu, að þeir stæðu eins og "klettar". Af hverju er þetta svona, spurði fréttamaðurinn? Jú sagði Marc, - "þeir voru of heimskir til að skilja afleiður og CDS" (credit default swap)

Þess ber að gæta að Marc Faber er yfirleitt ósammála öllum og oft mjög svartsýnn maður. En viðtölin við hann eru aldrei leiðinleg, og stundum slær þögn á þá fréttamenn sem tala við hann, þeir eru ekki vanir svona beinskeyttum svörum. Hér er eitt þessara viðtala - frá því í mars mánuði þessa árs: Marc Faber on Bloomberg March 2008


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband