Leita í fréttum mbl.is

Gríski harmleikur gærdagsins

úr glugganum 

 

70 ára L-laga efnahagskreppa myntbandalags Evrópusambandsins.  

 Myntbandalagið sekkur

 

Gríski harmleikur gærdagsins, þegar Fitch lækkaði lánshæfnismat gríska ríkisins niður í BBB+ var svo umfangsríkur, yfirgnæfandi og ógnvekjandi að ég hef ekki náð að melta þetta ennþá. Þetta gerðist mun hraðar en ég átti von á (mjög swift eins og herra Obama segir svo títt). En þetta er meiriháttar áfall fyrir Grikkland, gríska banka, gríska fjármálamarkaðinn og svo einnig fyrir allt myntbandalagið og fyrir Íra. Eins og vandamál Íra væru ekki nóg fyrir. Núna er hætta á smitunar áhrifum fyrir þau lönd sem standa illa á evrusvæði og fyrir allt bankakerfi evrusvæðis. Ég læt mér nægja í bili að benda á nokkrar vefslóðir sem birtust í gærkvöldi í kjölfar þessarar lækkunar Fitch á lánshæfni gríska ríkisins. Ekki geta Grikkir prentað sína eigin peninga, svo mikið er víst. A- er lægsta lánshæfnismat sem seðlabanki Evrópusambandsins samþykkir sem tryggingu (e. collateral) gegn fyrirgreiðslu. Spurning er því hvort bankar Grikklands muni getað notað skuldabréf gríska ríkisins sem tryggingu (veð) þegar þeir reyna að sækja sér nauðsynlega fyrirgreiðslu hjá seðlabanka ESB þegar seðlabankinn byrjar að loka lúgu bráðavaktar? Þetta gerðist mjög óvænt og það sem er verst er að Fitch setti Grikkland á neikvæða listann sem þýðir að þeir munu líklega fella lánshæfnismatið ennþá meira á næstunni. Hvað gerist næst?  

Hér er komið upplagt tækifæri fyrir ríkisstjórn Íslands til að draga til baka umsókn Íslands í Evrópusambandið. Svona andlits-björgunartæki (e. face saving device) fást ekki öllu ódýrari nú um daga. Best er að gera þetta strax. Það kostar minnst. Nóg er að skrifa fjórar línur á bréf sem útskýrir af hverju hætt er við vörukaupin, með tilvísun til gang mála í Grikklandi (downgrade x 2), Portúgal (downgrade x 2), Írland (downgrade x 3) og svo að evran hafi ekki gagnast Finnlandi neitt því þar er efnahagssamdráttur mestur á Norðurlöndunum öllum. Lang langsamlega mestur. Evran féll ofan á Finnland. Svo er hægt að spakra Icesave boltanum til baka til dómstóla ESB, þar sem það á heima, því nú er ekki lengur hægt að kenna Íslandi um að bankakerfi ESB sé að hrynja. ESB annaðist það mál alveg sjálft. Ríkisstjórn Íslands hefur ekkert leyfi eða umboð til að spila fjárhættuspil með efnahag landsins og allra Íslendinga. 
 
Grikkland, Írland og Finnland eru þau sönnunargögn sem sýna svo kristaltært að ekkert skjól eða gagn er innan myntbandalagsins. Reyndar er þetta alveg þveröfugt, því myntbandalagið virkar sem gasklefi á efnahagslegar framfarir og hagvöxt þeirra landa sem eru innan þess - og lítill vandi er að sprengja sjálfan sig í loft upp sem land inni í þessum gasklefa hagkerfanna. Seðlabanki Evrópusambandsins hefur verið mjög hjálplegur við að aðstoða löndin við að fremja svona sjálfsmorð innan myntbandalagsins með því að skaffa þeim neikvæða raun-stýrivexti árum saman. Nú munu Danir aldrei samþykkja að sleppa eject hnappinum sínum. 
 
Fleiri stuttar fréttir í glugganum
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Leifi mér að vitna hér í greinina í Businessweek.

"" A London investment banker is betting on the continued decline of prices for Greek bonds in the short term, while simultaneously waiting for the right time to start buying the securities again. He jokes: "If someone has €1,000 in debt, he has a problem. If someone has €10 million in debt, his bank has a problem. And the bank, in this case, is Europe." ""

Það sem vantar í myndina hjá þessum bankamanni er að "Europe" prentar evrur og er því ekki venjulegur banki ganvart skuldaranum. "Europe" ætti því geta leyst þenna vanda en innbyrðis reglur ríkjasambandsins koma hinsvegar í veg fyrir þá lausn málsins. þetta kallar einfaldlega á sameiginleg efahagstjórn alls evru svæðisins og það er sennileg eina raunhæfa lausn vandans.

Í raun held ég að það séu bara tvær "góðar" leiðir færar út úr þessari klemmu fyrir Evrusvæðið. Leggja niður Evruna eða sameina alla efnahagstjórn á svæðinu.

Og takk kærlaga fyrir gangnavinnuna Gunnar.

Guðmundur Jónsson, 9.12.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það má kannski líka segja þetta svona.

ECB og EU eru tæknilega komin með alla efnahagsstjórn á evrusvæðinu í geng um valdið til að geta skorði aðildarlíkin niður úr snörunni með því að veita afslátt á reglum um framúrkeyrslu á fjárlögum. Við færumst hættulega nærri þessari snöru með icesave skuldinni hennar Jóhönnu.

Guðmundur Jónsson, 9.12.2009 kl. 09:09

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Guðmundur

Já. Þetta er eitt að því sem ég hef verið að segja hér í 18 mánuði. Myntin og myntbandalagið hefur ekkert með efnahagsmál að gera. Myntin var einungis tálbeita sem var notuð til að fá ríkisstjórnir ESB um borð í stórpólitískt verk sem er sameingin Evrópu í eitt sambandsríki (federal sate).

Glysgjarnir og einfaldir stjórnmálamenn margra landa ESB keyptu þessa hugmynd því það hékk mynt á spýtunni. Þetta var eitthvað nýtt. Annars hefðu þeir ekki keypt hugmyndina.

Göran Persson sagði að "sænska fólkið hefði ekki gengið í neitt komandi sambandsríki Evrópu því það hefði sænska fólkið aldrei samþykkt". En því miður Göran. Þú varst einfeldningur. Þú ert núna um borð í skipi sem þú ræður engu um hvert siglir.

Það þættu fréttir til næsta bæjar ef Seðlabanki Íslands neitaði að taka við skuldabréfum íslenska ríkisins sem veðtryggingu af bönkum og fjármálastofnunum gegn fyrirgreiðslu úr bankanum. Þetta mun náttúrlega aldrei gerast því Seðlabanki Íslands ER íslenska ríkið. Hann hefur beint og himneskt samband við alla íslenska skattgreiðendur og öll auðæfi Íslands. Hann er ekki plat-seðlabanki. Hann getur töfrað fram peninga beint út úr tómu lofti ef þörf krefur.

Þess vegna er eigin mynt og eigin seðlabaki ein af grundvallar forsendum sjálfstæðis Íslands. Myntin okkar, krónan, er órjúfanlegur hluti af sjálfstæði Íslands. Þetta er algerlega fundamentalt. Þetta er "where the rubber meets the road". Þyngdarlögmál sjálfstæðis þjóðar okkar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.12.2009 kl. 11:11

4 Smámynd: Kalikles

Miðstéttin hverfur í þessum "evrustormi"!        

Kalikles, 9.12.2009 kl. 15:27

5 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Vinir mínir á Krít 2007.

Ég man ekki eitt tilfelli þar sem ég ræddi stöðuna við Krítverska vini mína að þeir segðu ekki eitthvað á þessa leið: Helvítis Evran, bara að við hefðum enn myntina okkar. Þá hefði ekki allt hækkað svona mikið!

PASOK flokkurinn, vinir Samfylkingar doktoruðu hagtölurnar til að geta tekið upp Evru.

Þeir horfðu upp á ND játa syndir og borga sektir til EU. Núna eru þeir nýkomnir aftur til valda, eins og maðurinn sem lagt var á að hann yrði svo gamall að hann gæti séð afleiðingar sinna vondu ráða.

Kolbeinn Pálsson, 9.12.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband