Þriðjudagur, 1. desember 2009
0,00 BANDALAGIÐ
Engar evru-gjafir frá myntbandalaginu til Grikkja
Grikkland verður látið sigla sinn sjó skrifaði Wolfgang Münchau í grein sinni í Financial Times í gær. Í dag eru það skuldir Dubai sem brenna á vörum þeirra fjárfesta sem hafa fjármagnað nokkrar píramídabyggingar Dubai. En hvað með Grikkland og þá sem hafa keypt skuldir gríska ríkisins? Í byrjun þessa árs skaust skuldaálag á skuldabréfum gríska ríkisins upp á loft himna. Ef gríska ríkið ætlaði að selja skuldabréf á fjármálamörkuðum þá þýddi þessi himnaför skuldaálagsins að gríska ríkið varð að greiða miklu hærri vexti - áhættuþóknun - svo fjárfestar væru viljugur til að kaupa skuldir af gríska ríkinu. Þessu hafði gríska ríkið varla efni á. En þá kom einn fjármálaráðherra Þýskalands fram á sjónarsviðið og sagði eina setningu. Hann sagði að evrusvæðið myndi koma ríkjum þess til hjálpar í neyð. Markaðurinn trúði þá á orð þýska fjármálaráðherrans. Himnaför skuldaálagsins hægði á sér
Engar raunverulegar ráðstafanir voru þó gerðar til að láta gjörðir fylgja máli og ræðu herrans frá Þýskalandi. Engir samningar voru gerðir, engum sáttmálum var breytt, ekkert var gert annað en talað. Núna er enn verri staða komin upp. Fjárlagahalli í Grikklandi reyndist vera fjórum sinnum verri en Grikkir höfðu sagt umheiminum
En í þetta skiptið eru aðrar blikur á lofti segir Münchau. Evrusvæðið mun ekki koma Grikklandi til hjálpar því evrusvæðið er líka í miklum vandræðum. Trúverðugleiki þess er í húfi. Það mun fyrst og fremst reyna að hugsa um sig sjálft og bjarga sjálfu sér. Það mun fórna Grikklandi. Ekkert mun látið ógert til að bjarga myntbandalaginu frá því að lenda í þeirri sömu aðstöðu sem Grikkland er í núna, þ.e. með allt niðrum sig hvað varðar fjármálin. En átti þetta að geta gerst? Átti ekki allt að vera svo fullkomið hjá þeim ríkjum sem eru í myntbandalaginu?
Samkeppnislega séð er Grikkland komið útaf landakortinu því virkt gengi landsins hefur hækkað svo mikið sökum innri hækkana, eða rétta sagt, sökum bættrar samkeppnisaðstöðu Þýskalands gagnvart Grikklandi. Það er jú í kringum Þýskaland sem allt snýst og miðast við í hinu svo kallaða myntbandalagi ESB. Grikkland getur ekki fellt gengið til að leiðrétta samkeppnishæfni landsins útávið og innávið í myntbandalaginu. Því mun þetta háa og virka gengi þvinga Grikkland ennþá nær ríkisgjaldþroti því tekjur (skattalindir) ríkisins eru að þorna upp. M.ö.o greiðslugeta Grikklands fer ört þverrandi
Hvað mun gerast næst? Jú forráðamenn evrusvæðis munu þvinga Grikkland inn í arma Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, segir Münchau í greiningu sinni. Þá verður nefnilega auðveldara að fá Grikki til að samþykkja fullkomna Brusselvæna umturnun á samfélagi þeirra. Samþykkja djúpan og grunnleggjandi uppskurð á fjármálum ríksins. Heiftarlegan niðurskurð, mölvun, brot og svo endurhæfingu með Brussel-hækjur á öllum fjórum fótum Grikklands á eftir
Skyldu Grikkir ekki vera farnir að sjá eftir gömlu grísku drachma myntinni sinni? Sú mynt hafði gagnast þeim frá árinu 1100 fyrir Krists burð og fram til ársins 2001 eftir fæðingu Krists. Í heil þrjú þúsund eitt hundrað og eitt ár. Núna hafa Grikkir haft evru í heil 0,008 þúsund ár og þetta er árangurinn? Yfirvofandi ríkisgjaldþrot? Þýskir verðbólguöfgamenn vaðandi á stígvélunum yfir Grikki? Ja hérna
Gríska þjóðin er alls ekki undirbúin undir þær hamfarir sem verða þvingaðar uppá þjóðina í gegnum leppstofnun ESB, þ.e. í gegnum kröfur AGS via ESB. Því þannig verður þetta matreitt ofan í grísku þjóðina þegar að þessu kemur. Þjóðinni hafði nefnilega verið lofað hinu algerlega gagnstæða í nýafstöðnum þingkosningum. Þjóðinni var lofað bættri opinberri þjónustu og bættri velferð. Því mun "AGS segir, AGS krefst, AGS mælir með" fara afskaplega illa í þjóðina og stilla stjórnvöldum á milli steins og sleggju. En það er einmitt það sem ESB óskar eftir segir greinarhöfundurinn. ESB sér gjarnan að það komi til stjórnmálakreppu, því þá mun AGS nefnilega renna betur ofaní alla
Það fer að verða spurning hvort ekki sé kominn tími til að stofna nýtt ráð eða jafnvel ráðuneyti í ESB-samsteypunni; þ.e. nýlenduráðuneyti Evrópusambandsins! En þá vaknar auðvitað upp sú áhugaverða spurning - og auðvitað aðeins fyrir embættismenn ESB í Brussel - hver á að verða fyrsti nýlendumálaráðherra Evrópusambandsins? Þetta myndi kalla á nýjan lokaðan hádegisverðarfund með greifum, furstum, barónessum og herra von And. Allt að gerast hér
Ef þetta reynist rétt - og ég er sannfærður um að ekkert verður látið ógert til að reyna bjarga kjarna myntbandalagsins frá þeim hremmingum sem bíða Grikklands - þá er með réttu hægt að segja að minna en ekkert gagn hafi verið í myntbandalaginu fyrir Grikki. Minna en ekki neitt. Ekkert gengi, ekkert hægt að gera til að koma sér á flot aftur. Fullkomið strand. Fullkomið núll. Grikkur við Grikki. Miklu verra en bjölluat; FT
Fyrri færsla
Svörin við efnahags- og stjórnmálagetraun síðustu helgar: Rétt svar er Írland (uppfært)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 1390766
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
takk fyrir
Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 17:58
Þetta er áhugavert sem þú skrifar Gunnar. Hvers vegna skyldi Brussel ekki bjóða Rússum aðgang að Evrópusambandinu?
Gústaf Níelsson, 1.12.2009 kl. 23:48
Gunnar ert þú með þessari grein að halda því fram að ESB muni heldur ekki virka sem alsherjarlausn fyrir okkur?
Sigurður Þorsteinsson, 2.12.2009 kl. 08:12
En hverjum er þetta að kenna Brussel eða Aþenu? Þetta sýnir bara að ESB er bandalag sjálfstæðra ríkja sem þurfa að standa sig og geta ekki sett allt á sjálfstýringu og vonað að aðrar þjóðir reddi þeim.
ESB er engin töfralaus og menn þurfa að standa sig ef þeir ganga í klúbbinn en þar eru líka lönd sem spjara sig vel t.d. Holland.
Þjóðir sem ætla að haga sér eins og Grikkir og Íslendingar í fjármálum eiga ekkert erindi inn í ESB. Það er best fyrir svoleiðis lönd að standa fyrir utan bandalög og hafa sinn eigin haftagjaldmiðil sem þau geta fellt og fellt til að bjarga sér fyrir horn á meðan þau halda í pilsfaldinn á AGS.
Andri Geir Arinbjarnarson, 2.12.2009 kl. 10:07
Takk fyrir þetta Gunnar. Benelúx löndin eru þannig staðsett að ekkert nema náttúruhamfarir geta spillt fyrir þeim innan ESB. Það er ekki að ófyrirsynju að löndin sem eru í útjaðri ESB lenda í tómu basli.
ESB setur þjóðunum reglur sem þau verða að fara eftir, reglur á ESB forsendum en henta ekki endilega öllum þeim þjóðlöndum sem eiga samt að fara eftir þeim.
Auðvitað fóru Grikkir geyst, eins og við, en er ekki alltaf verið að tala um "skjólið" sem okkur veitist við inngöngu í ESB. Ef "skjólið" virkar ekki fyrir Grikki, þá efast ég stórlega um að það virki fyrir okkur.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.12.2009 kl. 12:27
Þakka ykkur öllum fyrir innlitið.
Eins og ég sagði. Að taka verkfærin af löndunum eyðileggur þau. Evrópusambandið er félagsskapur ríkja sem hafa flest öll haft massíft atvinnuleysi öll síðastliðin 30 ár. Ekkert hefur áunnist við ESB. Ekkert. Hagvöxtur hefur verið einn sá lélegasti í heiminum á evrusvæðinu áratugum saman. Þetta myntbandalag drepur allan hagvöxt. Convergence ferilið eyðilagði mikið. EMS eyðilagði ennþá meira og EMU mun svo rústa restinni.
Reyndar ætti að skýra þennan félagsskap uppá nýtt: Atvinnuleyis- og stöðnunarbandalag Evrópu. Eða "Hið efnahaglega öryrkjabandalag Evrópu". Hið komandi stórríki fátæktarinnar. Þessutan þá eru þeir að útrýma sjálfum sér, því svo fáir vilja fæða börn inn í þetta ömurlega samfélag þeirra. Konur eru æfilöngu í verkfalli eins og í Japan. Þær vilja ekki fæða börn inn í þetta afdalamanna samfélag.
Varðandi Holland Andri
Hollendingar hafa ekki næga atvinnu og hafa ekki haft hana áratugum saman. Alltaf þegar kafað er dýpra í tölur ESB landa þá kemur í ljós að helmingur þeirra er fals og restin eru lygar og heilaþvottur.
Stærsti niðurskurður ríkisútgjalda í sögu Hollands mun verða að raunveruleika ef ríkisstjórn Jan Peter Balkenende fær að ráða. Forsætisráðherrann boðar hvorki meira né minna en 20% niðurskurð á útgjöldum hollenska ríkisins, hækkun ellilífeyrisaldurs upp í 67 ár, niðurskurð á stuðningi ríkisins til fjölskyldna og heimila, takmörkun á fjölda innflytjenda og ættingjum þeirra til Hollands. (þingmaðurinn Geert Wilders leggur til 1000 evru skatt á konur með höfuðbúnað múslíma á almannafæri)
Þjóðarframleiðslu Hollands er spáð 5% samdrætti á þessu ári, 8% atvinnuleysi mun renna upp, skuldir ríkisins munu vaxa um 50% og verða 66% af þjóðarframleiðslu landsins. Og þó er ekki er allt bankakerfi Hollands á hausnum þó svo að hluti þess sé bust í þroti. En bíðið bara þangað til ECB fer að draga lausafé örvæntingarhjálparinnar til baka. Þá mun sjást hverjir voru að synda allberir.
Í engu landi Evrópusambandsins var eins mikið af fólki í hlutastarfi eins og í Hollandi, samkvæmt seinustu tölum hagstofu ESB. Af öllum sem höfðu vinnu í Hollandi voru 46,8% í hlutastörfum árið 2004. Samkvæmt tölum OECD frá 2006 voru 66% kvenna í Hollandi í hlutastörfum sem gerir að verkum að fjöldi vinnustunda á hvern vinnandi þegn í Hollandi var sá lægsti meðal allra landa OECD.
Árið 2006 vann hver lifandi Íslendingur að meðaltali um 1530 tíma árinu en hver Hollendingar vann aðeins 1007 tíma á því ári. Á sama ári voru hæstu jaðartekjuskattar láglaunafólks í Hollandi 55%, eða þeir fimmtu hæstu í 30 löndum OECD. Há tíðni hlutastarfa gæti hugsanlega útskýrt frekar lágar uppgefnar opinberar atvinnuleysistölur frá Hollandi undanfarin mörg ár.
Eitthvað meiriháttar hlýtur að vera að fyrst skera á niður útgjöld hollenska ríkisins um heil 20%. Þar að auki þarf Holland af gæta þess að brjóta ekki í bága við reglur myntbandalags Evrópusambandsins um að halli á rekstri ríkissjóðs megi ekki fara yfir 3% - svo hér eru það "verðbólgu & stöðugleika fetiishistar" Þýskalands sem ráða ferðinni líka.
Humpf!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2009 kl. 13:19
Grikkland verður aldrei þýskt.
Gríska þjóðin er ekki þýsk og verður aldrei þýsk.
Sama er að segja um PIIGS löndin öll. Þessi skóstærð Þýskalands og Frakklands passar ekki öllum. Svo einfalt er þetta. En nú er of seint að gera nokkuð.Það er engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs.
Svona fer þegar útópíu draumar embættis- og stjórnmálamanna fá að ráða förinni.
Þetta er grafalvarlegt mál. Þetta myntbandalag mun rústa hagsæld í Evrópu. Öllu verður fórnað til að reyna að halda því saman.
Sjáið svo gengi evrunnar. Það hangir í lofbelg upp á himninum fyrir ofan Brussel. Himnastigi peningayfirvalda evrusvæðis nær ekki upp. Gengið er á leiðinni til tunglsins.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2009 kl. 13:49
Gunnar,
Það er vandlifað í þessum heimi. Glasið er hálftómt erlendis en hálffullt á Íslandi. Auðvita er evran engin töfralausn eins og ég segi en er raunverulegt að ganga út frá því að við getum byggt upp nýtt hagkerfi hér ein og óstudd og að krónan verði hinn nýi svissneski franki í framtíðinni.
Ein ástæða þess að Svisslendingar eru ekki áfjáðir í evruna er að þá þyrftu þeir að hækka vexti. Danir og Svisslendingar eru í raun með evru nema að nafninu til en munurinn er að hagstjórn Svisslendinga er betri og nýtur meira trausts þess vegna geta þeir haldið vöxtum fyrir neðan evruna en þurfa þó að selja frankann stíft til að hann hækki ekki upp úr öllu valdi. Danir eru ekki alveg í sama klúbbi. Noregur er með olíuna og þá eru bara Svíar og Bretar eftir. Þetta eru í raun einu löndin með sjálfstætt fljótandi gengi í Evrópu í dag. Ekki hafa þau neinn áhuga á Íslandi. Svo við endum alltaf á sama stað, annað hvort höfum við haftakrónu hér næstu 10-20 árin eða stefnum að upptöku evru.
Andri Geir Arinbjarnarson, 2.12.2009 kl. 14:19
Sæll aftur Andri
Af hverju ertu að bendla evru eða myntbandalagið við hugtakið LAUSN. EMU er ekki lausn. EMU er einka-hækja Frakka og Þjóðverja. Hún er EKKI lausn, hún er afleiðing. Hún er (eða á að vera) svona eins og Beta Interferon var hugsað fyrir M.S sjúklinga. En enginn veit hvort hún um virka á sjúklingana Frakkland og Þýskaland. Sjúku menn Evrópu.
Evran er kominn í heiminn fyrir tilstuðlan Frakka. Hún var ein af skilyrðunum Bandamanna fyrir sameiningu Þýskalands. Hún er það næst besta eða næst versta sem þessi tvö lönd komast af með. Þetta er annað farrými hagkerfa. Second class.
Að ætla að taka upp evru þegar maður heitir ekki Frakkland eða Þýskaland er svona eins og smástrákur sem loksins kemst í næstu götu gamla hverfis síns og sér að allir ganga þar um með hækjur. Hann fer heim og segir við mömmu sína: Mamma! ég vil fá hækjur eins og hinir. "Allir eru með hækjur".
Það vegakerfi sem Davíð Oddsson og ríkisstjórn hans byggði handa íslensku þjóðinni var afskaplega gott vegakerfi. Það verður ekki lagt niður þó svo að nokkrir ökumenn bankakerfisins hafi ekið um það dauðadrukknir á ofsahraða. Þetta er það vegakerfi sem hefur skilað Íslandi mestri hagsæld og velmegun. Það er þetta vegakerfi sem þjóðin vill aka á áfram. Þjóðin vill ekki hálf-ónýtt vegakerfi ESB sem hefur reynst Evrópu svona illa í 100 ár. Hún vill ekki ESB.
Það eina sem vantar núna er að fá gamla yfirmann vegagerðarinnar til að koma aðeins aftur og taka til í umferðarráðinu sem situr nú að sumbli með ökumönnum bankakerfisins. Það þarf að taka í hnakkadrambið á þeim. Þeir sem sitja í jarðýtum vegagerðarinnar núna eru algerlega próflausir. Þeir hafa hatað þessar græjur vegagerðarinnar alla sína æfi. Ekkert gert annað en að hata. Þeir hafa þó ekkert annað nýtt boðið neinum. Það eina sem þeir hafa að bjóða er að fá leyfi til að klöngrast upp í gömlu græjurnar hans Davíðs. Núna sitja þeir þarna í þungavinnuvélinni og ýta á alla takka bandvitlaust. Þeir kunna ekki neitt á græjurnar. Enda eru þeir komir út í sjó.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2009 kl. 15:54
Það liggur við að hægt sé að segja að ríkisstjórnin sé að reyna að moka yfir þjóðina. Þeir eru próflausir á ýtunni og það þarf að stoppa þá strax!
Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2009 kl. 16:10
Gunnar,
Ergo, haftakrónan er framtíðin segir þú. Þetta er möguleiki en mun unga kynslóðin kaupa þetta? Getur hún treyst að þetta verði gjaldmiðill sem hægt er að treysta á og spara til elliáranna og eiga gott ævikvöld.
Ansi er ég hræddur um að nokkuð margir muni hins vegar kjósa að flytja úr landi, sækja sér menntun þar og starf. Svo verður gaman að bera sama þá sem spara til elliáranna erlendis í evrum og hina sem verða eftir á Íslandi. Svarið fæst því miður ekki fyrr en um 2050 en hægt er að taka veðmál á þetta. Hverjar eru líkurnar á að Ísland komi betur út? 1:8?
Andri Geir Arinbjarnarson, 2.12.2009 kl. 16:20
Andri
Sækja sér atvinnu erlendis. Hvar?
Það er 43% atvinnuleysi hjá ungmennum á Spáni. Það er enga vinnu að fá í ESB og hefur ekki verið þar að fá síðastliðin 30 ár.
Það 30-50% atvinnuleysi hjá nýútskrifuðu háskólafólki í Danmörku. Dóttir mín er þjóðhagfræðingur frá Árósa Uni, hún býr í París núna, og er búin að vera atvinnulaus þar síðan hún missti vinnuna hjá Kaupþing greiningu á Íslandi síðasta vor. Hún fékk þó loksins smá vinnu í síðustu viku. Loksins. Hvað ertu að tala um Andri? Tengdasonur minn er fjármálaverkfræðingur úr besta skóla Frakklands. Hann komst einungis í þennan skóla af því að pabbi hans er sæmilega efnaður. Annars væri hann núll og nix því það eru engin námslán í Frakklandi. Þú myndir ekki vilja vita hver laun hans eru hjá BN Paribas og svo vinnutíminn maður! Þau sjást aldrei. Þetta er þrælakista. Stór hluti árgangs hans er ennþá atvinnulaus. Hvað ertu að tala um? Þau ungu skötuhjúin eru sennilega á leiðinni til Bandaríkjanna því það er næstum ógerningur að eignast börn í Frakklandi og stunda vinnu samtímis. Þ.e. ef maður er kona. Það eru engin barnaheimili í landinu. Þetta er ónýtt samfélag fyrir konur. Handónýtt.
Sonur minn er með pólska kærustu. Hún vonar að þau flytji til Íslands. Hún er atvinnulaus og háskólamenntuð heima í Póllandi og bíður eftir honum á meðan hann er skiptinemi í San Francisco. Þar vinnur hann fyrir húsaleigunni með því að standa í búð á kvöldin. Hann virðist geta fengið alla þá vinnu sem hann óskar þarna. Allt virðist ennþá hægt í USA ef maður vill. Foreldrar hennar í Póllandi hafa það ekki gott. Faðir hennar kemur heim tvisvar á ári, hann siglir á skipi. Hún vinnur 70 tíma á viku hjá hinu opinbera í Póllandi fyrir næstum ekki neitt. Heitasta ósk þeirra er að börnin þeirra komist frá Póllandi og þurfi ekki að búa þar í framtíðinni. Þvílík framtíðarsýn fyrir landið sitt! Þetta er grátlegt.
Auðvitað munu gjaldeyrishöfin verða afnumin. Þetta tekur tíma því bankakerfi Íslands hrundi því miður undir fjármálaeftirliti Samfylkingarinnar. Fallið var rosalegt. Svona óstjórn fárra manna má ekki gerast aftur og mun aldrei fá að gerast aftur.
Taktu á þínum stóra Andri og hættu þessu barnalega voli. En þetta mun kosta svita og tár. En við munum hafa þetta af. Sannaðu til.
Það eina sem þarf að passa vel og vandlega er að Ísland gangi aldrei í ESB og að Icesave verði ekki samþykkt. Það má ekki gerast. Það má ekki leggja Ísland niður með því að ganga í ESB. Það er bannað.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2009 kl. 16:56
Það er enga vinnu að fá í ESB og hefur ekki verið þar að fá síðastliðin 30 ár.
Þetta er ekki rétt staðhæfing.
Hitt er rétt að það er erfitt fyrir ungt fólk að fá vinnu í Frakklandi og á Spáni þess vegna er ekki þverfóta fyrir Frökkum í London. Atvinnumarkaðir eru að taka við sér. Hins vegar verður að segjast eins og er að íslensk starfsreynsla er ekki alltaf tekin gild erlendis, sérstaklega á þetta við bankamenn. Heilbrigðisstarfsfólk og iðnaðarmenn eru í betri málum svo og tölvunarfræðingar.
Auðvita viljum við að Ísland rísi úr öskustónni en okkur greinir á um leiðir.
Andri Geir Arinbjarnarson, 2.12.2009 kl. 17:17
Andri
Síðastliðin 32 ár hefur atvinnuleysi í Danmörku aðeins farið undir 6% í fjögur ár. Þ.e.a.s í 4 ár af 32 árum! Er þetta gott?
Atvinna er EKKI að taka við sér í ESB. Atvinnuleysi hækkaði í 25 af 27 löndum ESB á milli september og október (nýjustu tölur).
Atvinnuleysi í ESB núna
Atvinnuleysi í ESB hefur ekki verið hærra síðan byrjað var að mæla atvinnuleysi í ESB löndunum í byrjun 1980's. Aldrei áður hafa 15,6 milljón manns verið atvinnulausir í ESB. Þetta er mesti fjöldi síðan mælingar hófust.
Í Danmörku hafa 120.000 manns yfirgefið vinnumarkaðinn frá 2008. 70.000 þeirra fóru beint inni í atvinnuleysistölur og restin fór inn í kassa geymslur hins opinbera til að fegra nú tölurnar aðeins útá við.
Atvinnuleysi á eftir að hækka mikið í viðbót í ESB því fjármálamarkaður ESB virkar ekki. Bankar lána ekki peninga til fyrirtækja því bankarnir eru á hausnum ásamt viðskiptavinum sínum sem stunda útflutning því evran þeirra er loftbelgur og ósamkeppnishæf. Bankarnir hamstra lausafé til að búa sig undur double whammy. Og ofaní þetta allt mun ECB svo fara að loka gluggunum og þá mun nú verða kátt á hjalla í evru öryrkjabandalagi 16 þjóða sem geta ekkert annað gert en að horfa aðgerðalaus á hamfarirnar. Ekkert gengi, engin virk peningastjórnun. Ekkert.
En sem sagt. Atvinnuleysi ESB er krónískt hátt og mun alltaf verða hátt því ESB og EMU eyðileggur hagvöxt. Varanlega.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2009 kl. 18:15
Hæfur meiri hluti ræður öllu í EU. Ennfremur ræður fjármálalegu hæfur meiru hluti mestu. Þjóðverja er stærstu hluthafar í flestum fjármálastofnunum EU. Þess vegna er gott að skulda sjálfum sér.
Útlendingar virðast hafa unnið Bankasamkeppnina sem opnast hér um 1995.
Aðferðin var að drekkja samkeppni aðilunum í gæðalánum. Sitja svo einir að öllu saman.
Skuldsetningum fóru að mestu í fjárfestingar utan heimamarkaðar [Íslands] og í opinberar þjónustuframkvæmdir: kemur vel út í hagstjórnaskýrslum hvers árs mælir ótryggar þjóðartekjur.
Júlíus Björnsson, 2.12.2009 kl. 23:47
ég fæ hroll við þessa lesningu, þar sem að ég er handviss um að ALLT OF FÁIR LESA ÞETTA.....það þarf að koma þessum upplýsingum til þeirra sem eru að gefast upp og ætla að falla á sverð Evru og ESB/AGS vegna þreytu.
Mikið af fólki talar um að flytja í burtu í dag, þar sem að skatta og álöguumhverfi okkar vekur ugg í brjósti. Því miður eru fáir að einblína á lausnir heldur eyða öllum sínum kröftum í að horfa til baka.
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 09:39
Það er betra að lesa þetta blogg þegar þú ekki ekki að predika yfir kórnum.
Þetta er eflaust ekki svo galið - láta evrópskt velferðarkerfi greiða menntuninna og fara svo að vinna í bna. Sleppur við ofurhá námslán á eflaust ágætislaunum. Það er allavega merki um hámörkun eigin nytja.
Upp á vinnu og atvinnuleysi í bna þá er þetta gagnlegar upplýsingar
atvinnuleysi eftir demógrafíu
atvinnuleysi eftir landsvæðum
Það væri gott að sjá svipað kort yfir ESB löndin. Því það er leiðinlegt að sjá alhæfingar um svo stórt landsvæði, sem er nokkuð fjölmennara en USA.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 14:59
Öflugur Gunnar – lætur ekki kveða þig í kútinn, félagi!
Mjög er hún athyglisverð þessi grein þín um Grikkland ...
Og nú ætla ég að bera það undir þig, sem einhver var að segja við mig, þ.e. að vegna gengismála borgi sig ekki lengur að tína ólífur í Grikklandi og á Spáni – það svari ekki kostnaði. Er þetta rétt?
PS: Andri Geir er leynt og ljóst og þó aðallega leynt (sýnist mér) að mæla með innlimun í Evrópuyfirráðabandalagið. Sorglegt hlutskipti – hans þ.e.a.s.
Jón Valur Jensson, 4.12.2009 kl. 03:06
Gunnar og Jón Valur,
Segjum svo að Icesave og ESB verði fellt. Hvað þekur þá við? Hver er framtíðarsýnin? Sviti og tár?
Ég er opinn fyrir að heyra rökin sem mæla með þessari leið en hingað til hef ég ekkert heyrt nema upphrópanir og þjóðernisrembing.
Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af ESB eða spillingarbænum Brussel en það er þó skömminni skárri en spillingin og úrræðaleysið á Íslandi. Auðvita er það ömurlegt að þurfa að taka afstöðu út frá afstæðu mati á spillingarstigi. En svona er heimurinn í dag og betra að viðurkenna það en að stinga hausnum í sandinn.
Andri Geir Arinbjarnarson, 4.12.2009 kl. 08:41
Ertu, Andri Geir, að segja, að íslenzka þjóðin sé ófær um að hrinda af sér spilltum ráðamönnum? Hlakkarðu ekki til að sjá skýrsluna frá rannsóknarnefnd Alþingis, sem Páll Hreinsson talaði svo skorinort fyrir í gær og ætlar að birta (í 9 bindum) á netinu í febrúar? En hvenær hefur Evrópubandalagið bjargað atvinnumálum einstakra landa, aflétt atvinnuleysi eða lagt af sína eigin spillingu? Og ertu í alvöru fylgjandi afsali löggjafarréttinda okkar og fullveldis til Brussel? Viltu ekki auglýsa það þá á eigin neti? Við getum líka tekið það að okkur, ef þú kýst það heldur.
Og hvenær er verið ástæða til að hrópa á strætum, ef ekki þegar sjálfstæði þjóðar er í hættu?
Jón Valur Jensson, 4.12.2009 kl. 09:30
Að fella Icesave væri það bezta sem gæti "komið fyrir okkur" í bráð. Við eigum ekki að borga þetta og getum vel haldið þessu frá okkur með því að afsala okkur ekki dómsvaldi úr landi. Þeir, sem ímynda sér, að við yrðum fyrir viðskiptabanni, tala glórulaust og án umhugsunar. Jafnvel Argentína hefur náð sér að mestu og staðið af sér mótaðgerðir, sem síðan hættu, þótt þar væri um skýrar vanefndir að ræða, en líka óviðráðanlega skuldastöðu.
Jón Valur Jensson, 4.12.2009 kl. 09:34
Jón Valur,
Því miður ef ég enga trú á að Íslendingar geti eða vilji hrinda af sér spilltum ráðamönnum einfaldlega vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er flæktur í þeirra net og flestir á Íslandi eiga sinn starfsframa klíkuskap að þakka. Líkurnar á að þessi skýrsla Páls verði hvítþvottur eru yfirgnæfandi. Það verður hins vegar athyglisvert að sjá hvaða áherslur verða í þessari skýrslu, það segir líklega meir en innihaldið.
Andri Geir Arinbjarnarson, 4.12.2009 kl. 09:42
Ég hef engar áhyggjur af því, að þetta verði neinn hvítþvottur.
Svo ber öllum skylda til að standa með sjálfstæði lýðveldisins.
Jón Valur Jensson, 4.12.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.