Sunnudagur, 27. september 2009
Vika 39 | Þrjár milljónir óseldra íbúða á Spáni núna? Barroso formaður Evrópusambandsins "er spilltur"
Stuttar en oft daglegar fréttir úr Glugganum á www.tilveraniesb.net
VIKA 39 2009
VIKULEG SAMANTEKT
Föstudagur 25. september 2009
Ein yfirskrift G20 fundarins í Pittsburgh í Bandaríkjunum er sú að framfarir hafi orðið í sambandi við umbætur á Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (AGS) á þessum fundi. Að sögn fyrrverandi yfirhagfræðings AGS, prófessor Simon Johnson, þýða þessar umbætur aukið vægi atkvæða nýmarkaðslanda á kostnað ríkra landa. En menn ættu þó ávalt að muna að Vestur-Evrópulönd hafi yfirgnæfandi vægi í AGS og þá helst af sögulegum ástæðum. Simon segir að Frakkar og Bretar standi í vegi fyrir skynsamlegum umbótum á AGS og séu hræddir við að missa sæti sín í framkvæmdastjórn AGS. Simon Johnson segir að réttast væri að ganga bara hreint til verks þannig að AGS væri hreinlega flutt til ESB Brussel. Simon hefur áður sagt eftirfarandi um AGS; The managing director of the I.M.F. is very powerful, with a great deal of authority and discretion, and has always been a European in effect, appointed by European governments to represent their interests". Þýðing; "Framkvæmdastjóri Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins - sem er mjög valdamikil staða og sem veitir mikil völd og leynd - hefur alltaf verið Evrópubúi - í reynd útnefndur af ríkisstjórnum í Evrópu til að vera fulltrúi hagsmuna ríkisstjórna í Evrópu"; Baseline Scenario | Bloggfærsla
Lánsfé til spænskra fyrirtækja lætur á sér standa þrátt fyrir 10 ára aðild Spánar að myntbandalagi Evrópusambandsins. Í viðtali við breska blaðið The Telegraph segir Jamie Dannhauser hjá Lombard Street Research að tölur seðlabanka myntbandalagsins sýni að 60% fyrirtækja á Spáni hafa verulega skertan eða engan aðgang að nýju lánsfé og er lánabeiðnum þeirra beinlínis synjað alveg. Dannhauser segir að Spánn eigi við svipuð efnahagsvandamál að etja og Bretland en munurinn sé hinsvegar sá að Spánn hefur ekki lengur sjálfstæða mynt eins og Bretland hefur og getur því ekki látið neina sjálfstæðra mynt undir eigin peningapólitík og gengisstefnu taka á sig versta skell kreppunnar. Blaðið heldur því fram að Spánn sé ekki í kreppu lengur heldur sé landið fallið ofan í eiginlega depression sem er ennþá alvarlegra ástand en það sem við í daglegu tali köllum "kreppu" - og sem mig skortir gott og lýsandi íslenskt orð yfir, því miður.
Ný útlán til heimila og fyrirtækja úr bankakerfi Spánar hafa verið fallandi eða stopp síðastliðið ár (mynd; Edward Hugh, Euro Watch). Eini geirinn á Spáni sem eykur við lántökur (skuldasöfnun) er hið opinbera sem þarf að fjármagna ríkisútgjöld og skuldir. En hvort og hvenær seðlabanki ESB mun verða neyddur til að hætta að fjármagna spænska ríkið eru ýmsir farnir að velta fyrir sér. 18,5% atvinnuleysi var komið á Spáni í júlí; Telegraph | Euro Watch
Fimmtudagur 24. september 2009
Hrunið í landsframleiðslu Írlands á milli ársfjórðunga stoppaði á öðrum fjórðungi ársins miðað við þann fyrsta. Staðan á milli fyrstu tveggja fjórðunga þessa árs er því óbreytt. Á milli ára féll landsframleiðsla Írlands um 7,4% á þessum öðrum fjórðungi ársins sem hagstofa Írlands tilkynnti um í dag. Á fyrsta fjórðungi ársins hrundi landsframleiðsla Írlands um 9,3% á milli ára. Hrunið í landsframleiðslu Írlands á fyrstu sex mánuðum ársins er því 8,35% á milli ára. Sé þetta borið saman við samdrátt landsframleiðslu á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins - hann var 5,5% - sést að samdráttur í landsframleiðslu Írlands var um helmingi meiri á sama tíma. Útflutningur frá Írlandi jókst um 0,2% á milli fjórðunga eftir að hafa dregist saman í samfleytt 18 mánuði. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig ganga muni að ná írska kafbátnum upp frá hafsbotni aftur; Hagstofa Írlands | Bloomberg
Stærsti niðurskurður ríkisútgjalda í sögu Hollands mun verða að raunveruleika ef ríkisstjórn Jan Peter Balkenende fær að ráða. Forsætisráðherrann boðar hvorki meira né minna en 20% niðurskurð á útgjöldum hollenska ríkisins, hækkun ellilífeyrisaldurs upp í 67 ár, niðurskurð á stuðningi ríkisins til fjölskyldna og heimila, takmörkun á fjölda innflytjenda og ættingjum þeirra til Hollands. Þingmaðurinn Geert Wilders leggur til 1000 evru skatt á konur með höfuðbúnað múslíma á almannafæri. Þjóðarframleiðslu Hollands er spáð 5% samdrætti á þessu ári, 8% atvinnuleysi mun renna upp, skuldir ríkisins munu vaxa um 50% og verða 66% af þjóðarframleiðslu landsins.
Í engu landi Evrópusambandsins var eins mikið af fólki í hlutastarfi eins og í Hollandi, samkvæmt seinustu tölum hagstofu ESB. Af öllum sem höfðu vinnu í Hollandi voru 46,8% í hlutastörfum árið 2004. Samkvæmt tölum OECD frá 2006 voru 66% kvenna í Hollandi í hlutastörfum sem gerir að verkum að fjöldi vinnustunda á hvern vinnandi þegn í Hollandi var sá lægsti meðal allra landa OECD. Árið 2006 vann hver lifandi Íslendingur að meðaltali um 1530 tíma árinu en hver Hollendingar vann aðeins 1007 tíma á því ári. Á sama ári voru hæstu jaðartekjuskattar láglaunafólks í Hollandi 55%, eða þeir fimmtu hæstu í 30 löndum OECD. Há tíðni hlutastarfa gæti hugsanlega útskýrt frekar lágar uppgefnar opinberar atvinnuleysistölur frá Hollandi undanfarin mörg ár. Eitthvað meiriháttar hlýtur að vera að fyrst skera á niður útgjöld hollenska ríkisins um heil 20%. Þar að auki þarf Holland af gæta þess að brjóta ekki í bága við reglur myntbandalags Evrópusambandsins um að halli á rekstri ríkissjóðs megi ekki fara yfir 3%; Le Monde | OECD
Þetta snýst ekki um efnahagsmálin kjáninn þinn. Það eru aðeins nokkrir dagar til kosninga í Þýskalandi en kjósendur virðast ekki hafa áhuga á málum eins og 5 miljón atvinnuleysingum á næsta ári, ríkisskuldum yfir 80% af þjóðarframleiðslu, fækkunar ungs fólks og minnkunar vinnuafls sem mun bryðja grundvöll tekna ríkissjóðs framtíðarinnar í mél og á sama tíma gangsetja tímasprengju undir almannatrygginga- og heilbrigðiskerfinu í þessu stærsta hagkerfi Evrópusambandsins, sem eldist hraðar en nokkuð annað í Evrópu. Nei, kjósendur hafa mestan áhuga á lágmarkslaunum og að þak sé sett á laun til yfirmanna - og auðvitað á persónulegum vinsældum frambjóðenda.
Ungir innflytjendur gætu verið partur lausnar á yfirvofandi öldrunarvandamálum þýsku þjóðarinnar, en svo er ekki því þeir innflytjendur sem koma til Þýskalands eru fjórum sinnum líklegri til að detta út úr menntaskóla, snúa sér tvöfalt oftar að glæpastarfsemi og verða tvöfalt oftar atvinnulausir en þeir innfæddu. Við erum land sem hefur aldrei gert upp á milli innflytjenda, segir Wolfgang Schäuble innanríkisráðherra. En er þá ekki bara kominn tími til að gera einmitt það, svona áður en allt fer á hausinn og enginn verður þar eftir til að borga brúsann?; WSJ | Á hvorn veginn féll Berlínarmúrinn?
Miðvikudagur 23. september 2009
Hagnaður banka í Slóvakíu á fyrsta helmingi ársins dróst saman um helming. Hagnaður minnkaði svona mikið fyrst og fremst vegna þess að Slóvakía tók upp evru sem gerði rekstur bankana dýrari og veltan féll mikið vegna tekjumissi af gjaldeyrisviðskiptum. Efnahagskreppan kemur svo í öðru sæti segir Stefan Frimmer talsmaður stærsta banka Slóvakíu, Slovenská Sporiteľňa. Ferðamannaiðnaður hefur einnig liðið undan upptöku evru í Slóvakíu. Nágrannar með aðra mynt s.s. frá Póllandi, Ungverjalandi og Tékklandi koma síður í heimsókn eftir að Slóvakía skipti um mynt hjá sér.
Landsframleiðsla Slóvakíu dróst saman um 5,6% á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við síðasta ár og um 5,3% á öðrum ársfjórðungi, einnig miðað við síðasta ár. Samdráttur í landsframleiðslu Slóvakíu á fyrstu sex mánuðum ársins varð því næstum sá sami og hann varð á sama tíma á Íslandi (5,5%). Atvinnuleysi í Slóvakíu mældist 12% í júlí og var það sjötta mesta í Evrópusambandinu. Meira atvinnuleysi í júlí mældist aðeins í þessum löndum ESB - Spánn 18,5% - Lettland 17,4% - Litháen 16,7% - Eistland 13,5% - Írland 12,5%; Slovak Spectator hér | og hér | tengt: Evruþátttaka lækkar lánshæfni Slóvakíu
Rekstrarleyfi fimm grískra tryggingafélaga sem tryggja 1,2 milljón viðskiptavini í Grikklandi voru inndregin í gær. Félögin gátu ekki uppfyllt lágmarkskröfur um eiginfjármagn. Saksóknari var kallaður til eftir að eitt félagið reyndi að leysa kröfur um eiginfjármagn með 550 milljón evru gúmmítékk; Ekathimerini
Hinum efnahaglega örvunarpakka þýsku ríkisstjórnarinnar virðist ætla að takast að tryggja endurkjör ríkisstjórnar Angelu Merkel þann 27. september næstkomandi. En efnahagsráðgjafastofnun þýsku ríkisstjórnarinnar, IWH Institute, segir að sá bati sem örvunarpakkanum tókst að ná fram muni einmitt ekki duga til mikils annars er að tryggja sigur ríkisstjórnarinnar í kosningunum. Stofnunin segir að atvinnuleysi muni hækka hratt eftir kosningar og neysla muni dragast saman í takt við að örvunarpakkar ríkisstjórnarinnar enda líf sitt. Svo virðist sem 1,5% eyðsla þjóðartekna Þýskalands það sem af er ársins hafi keypt ríkisstjórninni 0,3% hagvöxt á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta, eftir að landsframleiðsla Þýskalands er hrunin um 6,4% (fj1) og 7,1% (fj2) á milli ára eða um 6,75% á fyrsta hálfa árinu miðað við fyrsta helming síðasta árs.
Búist er við að örvunarpakkinn nái einnig að kreista fram 0,8% vöxt á þriðja ársfjórðungi ársins miðað við þann fyrri. Þá væri landsframleiðsla ársins í Þýskalandi ekki hruninn nema um þau ca. 6% á milli ára eins og ríkisstjórnin sjálf gerir ráð fyrir. Þetta er þó versta efnahagshrun meiriháttar lands í heiminum öllum. Engin stór lönd virðast ætla að fara eins illa út úr kreppunni eins og Þýskaland mun gera.
En nú eru örvunarpeningarnir búnir og IWH segir að næsta dýfa þýska hagkerfisins taki við (double dip recession). Fjármálaráðherrann Peer Steinbrück segir að það versta sé ekki enn búið í Þýskalandi. Um 70% allra vinnandi manna í Þýskalandi vinna hjá litlum og millistórum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki óttast að lánveitingar banka þorni upp eftir kosningar og að þau lendi því í lánsfjárþurrð. Samtök þýskra banka (BDB) segja að það muni taka Þýskaland 3-4 ár að ná landsframleiðslunni upp aftur eftir samdráttinn. Angela Merkel hefur áður sagt að Þýskaland þoli ekki að taka á sig meiri skuldir vegna kreppunnar því öldrunarvandamálum þýska hagkerfisins mun bráðum slá ofaní hagkerfið af fullum þunga. "Það er ekki hægt að leggja meiri skuldir á komandi kynsjóðir því þær verða svo fámennar" sagði kanslarinn - fámennar sökum þess hve þýskar konur hafa fætt fá börn marga undanfarna áratugi; Bloomberg
Þriðjudagur 22. september 2009
95.000 færri Finnar höfðu atvinnu í ágúst mánuði miðað við ágúst í fyrra. Atvinnuleysi mældist 8,8% í Finnlandi í ágúst og atvinnuþáttaka hafði lækkað í 68,7% sem hlutfall af heilarvinnuafli landsins á aldrinum 15 til 64 ára sem var í atvinnu. Loforð síðustu ríkisstjórnar Finnlands um að skapa 100.000 ný störf á árunum 2003 til 2007 báru þann árangur að ríkisstjórninni tókst ekki að búa til eitt einasta nýtt starf á því tímabili. Frederik I. Pedersen sem er hagfræðingur hjá danska Arbejderbevægelsens Erhvervsråd og hinn danski meðlimur í ELNP (European Labour Network for Economic Policy), sem er hugveita tengd verkalýðsfélögum í ESB, sagði í fyrra að eitt af Lissabon 2000 markmiðunum Evrópusambandsins hafi verið, og sé enn, að ESB væri orðið samkeppnishæfasta hagkerfi heims árið 2010.
Til að svo gæti orðið þá þyrftu meðal annars 70% af öllu fólki á aldrinum 15-64 ára að hafa atvinnu. 60% af konum þyrftu að hafa atvinnu og 50% af báðum kynjum á aldrinum 55-64 ára þyrftu að hafa atvinnu. Það er ekkert útlit fyrir að þetta markmið náist, segir Pedersen. Það eru ekki einu sinni tveir af hverjum þremur, eða 66% á aldrinum 15-64 ára, sem eru í atvinnu í ESB núna. Aðalástæðan fyrir því að svona er komið, sagði Frederik I. Pedersen, er að efnahagsskilyrði voru óhagstæð árin 2002 til 2005 og þá stoppaði alveg allur vöxtur í atvinnutækifærum og atvinnu almennt. En aðalástæðan fyrir að efnahagsskilyrði urðu óhagstæð var sú að peningapólitík ECB var of hörð. Löndin þorðu ekki að gera neitt til að auka atvinnu og hagvöxt vegna þess að þau voru hrædd við að lenda í vandræðum með að uppfylla ESB-kröfuna um að það megi ekki vera meiri halli á opinberum útgjöldum en sem nemur 3% af þjóðarframleiðslu ; Hagstofa Finnlands | Helsinki Times | Berlingske
Útflutningstekjur Þýskalands drógust saman um 23,5% á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við sama tímabil á síðasta ári. Sala til Rússlands féll um 38,9%. Sala til Bretlands féll um 27,8% og um 26,5% til Bandaríkjanna. Sala til annarra ESB landa féll um 24,3% og um 22,7% til annarra evrulanda. Innflutningur til Þýskalands féll um 18,2% á tímabilinu miðað við síðasta ár; Hagstofa Þýskalands
Fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, segir að bankakerfi Þýskalands sé ennþá í mikilli kerfislægri hættu vegna fylkisbankakerfis Þýskalands (Landesbank system) sem er í eigu fylkisríkisstjórna Þýskalands. "Það þarf að hraða enduruppbyggingu bankakerfisins"; Bloomberg
2100 miljarða evrulán til atvinnuhúsnæðis í ESB og þar af 200 miljarðar með veði í fjárstreymi atvinnuhúsnæðis (CMBS) munu reynast atvinnuhúsnæðiseigendum og lánastofnunum erfið viðureignar þegar að endurnýjun og framlengingu þessara skuldbindinga kemur. Í Bretlandi hafa aðilar markaðarins þegar vakið athygli seðlabanka Bretlands á þessu máli því mikið af lánunum eru nú þegar komin fram yfir umsaminn tíma og því lent í vanefndum í bankakerfi Bretlands. Endurnýjun lánanna í t.d. Bretlandi valda áhyggjum því útlit er fyrir að þessi hluti fasteignamarkaðar verði þar með neivætt eigiðfé fram til 2017 og í 120 miljarða punda fjársvelti; FT
Þrjár milljónir óseldra íbúða á Spáni núna? Þetta er niðurstaða eins fremsta greiningarfyrirtækis á sviði fasteigna á Spáni, R. R. de Acuña & Asociados í Madríd. Það eru 1,67 milljón íbúðir og hús til sölu á spænska fasteignamarkaðinum. Þessu til viðbótar koma 327.000 eignir í bygginu. Þessu til viðbótar koma svo 1,098 milljón eignir sem búið er að veita 53 miljarða evru lán útá, en sem eru ekki ennþá settar í gang í byggingu, en verður þó að vera lokið við innan næstu 24 mánaða, samkvæmt byggingareglum Spánar. Bankar hafa sem sagt þegar veitt 53 miljarða evru lán til byggingaverka sem eru ekki ennþá hafin.
Svo í klemmu hjá aðilum fasteignamarkaðar á Spáni - söluaðilum, bönkum, sparisjóðum og fjárfestum - eru 3,1 milljón stykki fasteignir sem allar eru að leita að kaupendum. Um 75% af núverandi byggingaverktökum á Spáni munu verða gjaldþrota á næstu 5 árum. Jafnvel sú tala er of lágt metin ef ríkisstjórn Spánar er að verða þurrausin af peningum til örvunar hagkerfisins. Þeim upplýsingum hefur þegar verið lekið að 700.000 manns munu bætast við röð atvinnulausra á Spáni í október og nóvember ef ríkisstjórninni tekst ekki að finna fjármagn til að framlengja þeim örvunaraðgerðum sem nú þegar eru komnar í framkvæmd. Sumir hagfræðingar gera ráð fyrir 25% atvinnuleysi á Spáni um næstu páska, um 30% og þar yfir við áramótin 2010/11 og óvíst er hvort talan muni stoppa þar; AFOE | Myndir Variant Perception; raunvextir húsnæðislána og raunstýrivextir í verðhjöðnun á Spáni | Tengt efni frá Variant Perception The Hole in Europe's balance sheet | eldri frétt Kranarnir á Spáni benda mest í átt að gjánni | bloggfærsla um þetta efni.
Mun ESB aðild Svíþjóðar hjálpa Svíum í kreppunni núna? Því hefur svo oft verið haldið fram á Íslandi að aðild Svíþjóðar að ESB hafi hjálpað Svíþjóð í stóru bankakreppunni þar í landi árið 1992. En þá féll landsframleiðsla Svíþjóðar aðeins um 1,3% á ári í þrjú ár. Samkvæmt fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, er kreppan núna versta efnahagskreppa Svíþjóðar í okkar lifitíma. Þetta sagði hann þegar fjárlög Svíþjóðar voru kynnt á dögunum. "Dramatísk aukning" verður í atvinnuleysi sem mun fara upp í 11,4% á næsta ári. Samdráttur í landsframleiðslu mun verða 5,4% á þessu ári í heild, en búist er við 0,6% hagvexti á næsta ári. En þetta er þó minni samdráttur en verður í evrulöndunum Þýskalandi og Finnlandi á þessu ári. Svo varla er hægt að segja að evruaðild hefði hjálpað Svíum hér. Sennilega hefði kreppan einungis orðið ennþá erfiðari fyrir Svía hefðu þeir haft evru sem gjaldmiðil, því sú er reynsla Finna núna í keppunni. Þar var samdráttur landsframleiðslu á fyrstu 6 mánuðum ársins miklu meiri (-8,5%) en í Svíþjóð (-6,95%) og því miklu verri í báðum löndum en á Íslandi sem er ekki með í ESB (-5,5%). Svo virðist sem atvinnuleysi í Svíþjóð (sjá mynd byggða á gögnum frá AGS) hafi aldrei lækkað verulega aftur eftir að þeir gengu í ESB í byrjun ársins 1995. Árin 1981 og 1982 starfaði ég í Svíþjóð en þá var atvinnuleysi þar um 3% og hélst svo lágt og jafnvel enn lægra frá 1980-1990, auðvelt var þá að fá þar atvinnu; Berlingske
Mánudagur 21. september 2009
Saga tveggja kreppuferla. Hagfræðingarnir Barry Eichengreen og Kevin H. ORourke hafa tekið saman merkilegan samanburð á kreppuferlinu núna miðað við hrun stóru kreppunnar sem hófst árið 1929 (the Great Depresson). Þeir uppfæra þennan samanburð öðru hvoru. Mynd; samdráttur í magni heimsviðskipta þá og núna. Í greininni sést að ekki er hægt með öryggi að gera ráð fyrir að tímabundinn bati augnabliksins leiði til varanlegs bataferlis og að samdrætti sé þar með lokið að fullu. Stóra hrun-ferlið niðurávið í 1929 kreppunni var alls ekki bein lína niður á við. Þar komu fyrir 3-4 stórar uppsveiflur sem þó aðeins entust í 4-6 mánuði þar til hinn stóri yfirgnæfandi trend sveiflunnar niður á við náði yfirhöndinni aftur; A Tale of Two Depressions
Nei þýðir nei segir í lesendabréfi á Jyllands Posten í dag. "Af hverju er svona erfitt fyrir ESB að skilja nei." Fyrst sögðu Frakkar nei, svo sögðu Hollendingar nei við þessari nýju stjórnarskrá ESB. En svo kom ESB og lagði make-up á stjórnarskránna og gaf henni nýtt nafn, Lissabon sáttmálinn. En þetta gékk heldur ekki í gegn á Írlandi, þeir sögðu nei við smínkinu. En heldur ekki á Írlandi hlustaði ESB á fólkið. Írar eru því látnir kjósa aftur um nákvæmlega það sama . . JP
Söguspegillinn - Wall Street Journal 16. september 1930; Dow vísitalan er 236.62 -3.72 (1.5%). Kosningaúrslit eru komin frá Þýskalandi. Flokkur þjóðarsósíalista (nasistar) fékk 107 þingsæti miðað við 12 þingsæti í síðustu kosningum. Kommúnistar fengu 76 þingsæti miðað við 54 áður. Sósíaldemókratar fengu 143 þingsæti. Þeir sem fylgdust með kosningunum eru að sögn ánægðir með að kommúnistar fengu ekki fleiri þingsæti. Róttækir flokkar virðast hafa unnið á vegna efnahagskreppunnar. Kommúnistar eru í slagtogi með Moskvu á meðan þjóðarsósíalistar eru and-lýðveldissinnar, and-þingræðislega sinnaðir, and-samfélag-þjóða sinnaðir, and-Gyðinga sinnaðir, and-kapítalistískir og aðhyllast myndun öfgafulls einræðis með sósíalistískum eiginleikum; news from 1930 blog | Mynd; atvinnuleysi og kosningafylgi nasista Brad DeLong | Músik Julian Fuhs Orchester - Tango from Berlin 1930
José Manuel Barroso formaður Evrópusambandsins "er spilltur" segir ESB-þingmaður Dansk Folkeparti, Morten Messerschmidt. Hann segir að Barroso hafi nýlega heimsótt írska bæinn Limerick þar sem Dell Computer sagði upp 2.400 manns í byrjun þessa árs. Í ferðatöskunni hafði Barroso meðferðis ávísun uppá 110 milljón danskra króna sem hann deildi út til fyrrverandi starfsmanna Dell. Morten Messerschmidt segir að þetta hafi verið gert til þess að kaupa atkvæði í komandi kosningum á Írlandi um hina nýju stjórarskrá Evrópusambandsins. Hann segir þetta í trássi við reglur um ríkisstyrki og því ólöglegt. Messerschmidt ætlar að taka málið upp á þingi. Írar verða þvingaðir til að kjósa aftur um nýju stjórnarskránna í næsta mánuði. Samkvæmt mati Evrópusambandsins kom ekki rétt út úr þeim kosningum sem fóru fram á Írlandi síðasta sumar um nákvæmlega sama hlut. Því þurfa Írar að kjósa aftur - um sama hlutinn; dr.dk | Eldri frétt; Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland | Grein; Valdataka Brussel
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Hvað Meðlima-Ríki fjárfesti mest í Húsbygginu á Spáni síðustu ár veistu það Gunnar?
Þeir á Kanarí sögu mér í fyrra að Spánverjar að þeir væru allrir orðnir svo menntaðir og innflutt lið inni nú allt manuelt. Bylting hefur orðið í almennum kennsluháttum Spánverja á síðust árum miðað við lýsingu Spánskrar Kennslukomu á greind almennra barna Spánverja fyrir 20 árum.
Júlíus Björnsson, 28.9.2009 kl. 05:31
Sæll Júlíus og takk fyrir innlitið
Það eru mest spænskir fjárfestar og byggingaaðilar sem standa fyrir þessum byggingum. Vonin var að selja húsnæðið til útlendinga, Spánverja og svo til útleigu til aðfluttra sem þó virðast á förum eða eru nú þegar farnir til síns heimalands (Rúmenar og Austur Evrópubúar). Fregnir berast af nýjum lestarleiðum með enga farþega og lestir sem stoppa á tómum stoppistöðum, jafnvel í ríkra manna hverfum í kringum Madríd.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2009 kl. 14:39
Er Spánverja búnir að gleyma því að fjöldaferðamanniðnaður byggðist upp á því að lífskjör voru svo lág á Spáni. Nú er þetta mest ellilífeyris þegar sem maður sér þarna sem lifa sparlega í samræmi við hnignandi lífeyriskerfi á Norður slóðum Spánverja.
Júlíus Björnsson, 28.9.2009 kl. 16:10
jæja nafni minn og Júlíus, þetta er að gera sig, hérna er röffmix með gíta og 2 min hljómborðssólói
Kúkum á kerfið
sandkassi (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 00:15
Klapp klapp klapp klapp, Gunnar minn nafni.
Þetta kalla ég framfarir maður!
Mun geyma þetta á góðum stað í tölvunni, í stofunni, á símanum, í bílnum og inni á baði þegar harðnar í . . tja hvað ætti maður að segja . . í í afturhaldinu :)
Kærar þakkir
Góðar kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2009 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.