Leita í fréttum mbl.is

Enn er ruglað í besta Weimar stíl

Grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns

Blaðamaður Morgunblaðsins, Kolbrún Bergþórsdóttir, skrifar í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag að það sé óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn taki ekki þátt í verknaði Samfylkingarinnar sem gengur út á að þvinga lýðveldið Ísland inn í hið komandi stórríki Evrópusambandsins, sama hvað það kostar Ísland. Hún segir þetta því Sjálfstæðisflokkurinn hafi á sínum tíma gengist fyrir því að Ísland gékk í Atlantshafsbandalagið NATO. Þetta bandalag er samvinna þjóða um varnarmál og varnir gegn hættum sem yfirleitt eru framleiddar í suðupottum andlýðræðislegra ríkja og ríkjasambanda

Þessa skoðun blaðamannsins ættu menn kannski að skoða í ljósi málshöfðunar viðskiptavinar á hendur skóla einum í Bandaríkjunum. Þar höfðar fyrrum nemandi mál á hendur skólans vegna þess að hann fékk ekki atvinnu með því að veifa prófskírteini frá skólanum framan í atvinnumarkað Bandaríkjanna. Ég hef alltaf sagt að menntun sé alls ekki ávísun á góða vinnu. Menntun er einungis aðgöngumiði að sumum inngöngudyrum vinnumarkaðarins. Að fá góða atvinnu krefst meira en prófskírteinis

Þegar blaðamenn eru farnir að líkja þátttöku í NATO við inngöngu í Evrópusambandið, þá er ekki von á góðu fyrir ennþá fleiri skóla en þennan eina þarna í Bandaríkjunum sem nú verst ásökunum frá atvinnulausum nemanda. Ásökunum um að hafa límt falska vörulýsingu utaná vörur skólans

Blaðamaðurinn veit að það hafa verið gengnar 1000 kröfugöngur fyrir úrsögn Íslands úr NATO. Þær eru gengnar vegna þess að menn vita vel að það er hægt að segja sig úr NATO. Enginn NATO dómstóll er til og engin NATO stjórnaskrá er í smíðum neinsstaðar. Engin NATO mynt ræður efnahag NATO landanna. Engin eru völd NATO yfir neinu á Íslandi. Heldur ekki auðlindum þess. NATO er samvinna. Samvinna krefst ekki dómstóla því vandamál samvinnu eru leyst í gegnum samvinnu og ekki fyrir dómstólum. Þau eru ekki leyst í EF-dómstólnum sem hefur lokaorðið yfir lagasetningu allra leppríkja í ESB. Evrópusambandið ræður nefnilega yfir Evrópusambandinu, svo einfalt er það

Það er þessvegna mjög óábyrgt að halda öðru fram. Það er í allra hæsta máta óábyrgt að ljúga Ísland inni í hið nýja sambandsríki Evrópu, United States of Europe. Við þurftum ekki að ganga í Bandaríkin til að vinna saman með NATO. Alls ekki. Engum datt það í hug og allra síst Sjálfstæðisflokknum, því þá værum við einfaldlega ekki með í neinu NATO í dag  

The Illustrated Road to Serfdom Planners

Ef ábyrgir blaðamenn gæta ekki að sér í dag þá er verulegt hætta á að Weimar lýðveldi þeirra hafni á endanum inni í fjórða ríkinu. Hafni maður þar kemst maður aldrei lifandi út þaðan aftur. Fyrsta tilraun Evrópusambandsins til lýðræðis hefur mistekist gersamlega, alveg eins og Weimar lýðveldið mistókst einmitt svo ömurlega. Það þýðir ekkert að skýla sér á bak við vörumerkingu skóla eða veifa prófskírteinum. Heimska er og verður hættuleg og allar áætlanir um annað breyta þar engu um. Við vitum það núna. Það er því engin afsökun til fyrir svona afglöpum blaðamanna. Blaðamenn verða að hætta í Weimar lýðveldinu sínu. Nóg er komið og alveg sérstaklega eftir hið fræga 100% gengisfall Jóns Baldvins Hannibalssonar í Mogganum í gær. Sýnið frekar ábyrgð, það væri nefnilega gott fyrir Ísland

Kæra Kolbrún, Sjálfstæðisflokkurinn er til fyrir Ísland, ekki fyrir Brussel. Þú ert örugglega velkomin þar inn eins og allir eru sem unna sjálfstæði lands okkar. Kannski ætti ég sjálfur að ganga þar inn líka og sýna þar með Kolbrúnu gott fordæmi

Ég vona að Morgunblaðið taki því ekki illa að ég birti grein Kolbrúnar blaðamanns hérna efst í þessum pistli   

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er mikil synd að horfa upp á jafn vandað blað og Morgunblaðið sannanlega var stefna svona hratt til glötunar. Nú stefna ritstjórnar þess gerir fólki eins og mér ókleift að réttlæta þau mánaðarlegu útgjöld sem áskrift fylgja. Ég vona svo sannarlega að vorrhreingerning verði flýtt fyrir komandi haust og blaðið taki upp hlutlausari stefnu í stærsta máli lýðveldissögunnar. Lagist hallamálið á ritstjórnarskrifstofunni myndi ég halda upp á það með því að endurnýja áskriftina.

Haraldur Baldursson, 9.8.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar:

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins voru 46% sjálfstæðismanna hlynntir aðildarviðræðum og 54 % andsnúnir. Ég starfa mikið innan flokksins og þekki mikið af sjálfstæðismönnum og þetta er í samræmi við þá tilfinningu, sem ég hef fyrir þessu máli innan Sjálfstæðisflokksins.

Ef við tökum síðan þessa skoðanakönnun Andríkis, sem gladdi svo mjög andstæðinga ESB aðildar fyrir nokkrum dögum, þá má einnig lesa ýmislegt út úr þeim tölum.

Í fyrsta lagi er ljóst að ESB aðild nýtur minni vinsælda núna vegna deilunnar um Icesave samningana og það getur ekki komið nokkrum manni á óvart. Þetta mun breytast nokkru eftir að samkomulagið hefur verið undirritað með sterkum fyrirvörum.

Ef við lítum á ískalt á niðurstöður þessarar skoðunarkönnunar:

Spurt var: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Niðurstöður urðu þær, að

„mjög hlynnt“ reyndust vera 17,1%,
„frekar hlynnt“ 17,6%,
„frekar andvíg“ voru 19,3% og
„mjög andvíg“ 29,2%.
„Hvorki né“ sögðust 16,9% vera.


34,7% eru mjög hlynnt eða frekar hlynnt

48,5%  eru mjög andvíg eða frekar andvíg ESB aðild.

16,9% eru óákveðin.

Sé aðeins tekið mið af þeim sem ákveðna afstöðu tóku eru 58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt. 

Könnunin var gerð dagana 16. til 27. júlí 2009 - þegar Icesave deilan stóð sem hæst. Þátttakendur voru 1273 í úrtakinu. Af þeim svöruðu 717 og svarhlutfall var því 56,3%.

Ef ég man rétt - en ég man að þetta bar á góma í aðferðafræði í félagsvísindadeild Háskóla Íslands - þá held ég að könnun sé aðeins marktæk ef um 70% þátttaka er í henni. Af þessum sökum þá held ég að könnun sé vart marktæk, en segjum sem svo að hún sé það, þá held að á þessum tímapunkti sé þessi niðurstaða ekki fjarri lagi.

Vandamálið er að 43,7% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar og að 16,9% af þeim 56% sem tóku afstöðu eru óákveðin.

Ég er þeirrar skoðunar - og þetta byggir á tilfinningu minni, sem sjaldan hefur svikið mig - að þeir sem tekið hafa einarða afstöðu gegn ESB aðild, muni ekki skipta svo glatt um skoðun. Þannig að það fylgi sem þið andstæðingar hafið sé mjög tryggt. Það er gott fyrir ykkur.

Ég hef hins vegar viss um að ef aðildarsamningurinn verður góður - sem ég á fastlega vona á - þá muni langstærstur þeirra 44%, sem ekki tók afstöðu í könnun Andríkis, skila sér til ESB aðildarsinna. Það sama er að segja um þau 16,9% þeirra sem sögðu hvorki né í skoðanakönnuninni. Þetta fólk er hreinlega nær því að segja já en nei!

Þegar ég skoða tímasetningu skoðanakönnunarinnar, hversu fái svöruðu og hversu margir svöruðu hvorki né, er ég mjög sáttur við þessa útkomu og túlka hana í raun sem sigur fyrir ESB aðildarviðræðusinna. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.8.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

pistlar kolbrúnar eru sorglegir og líka fyrir það að sama kolbrún tekur síðan viðtöl við bæði esb-sinna og esb-andstæðinga um málið sem hún er raunar alfarið vanhæf til vegna barnalegra fordóma sinna gagnvart esb andstæðingum.

Bjarni Harðarson, 9.8.2009 kl. 20:06

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ég hef hins vegar viss um að ef aðildarsamningurinn verður góður - sem ég á fastlega vona ..."

Einhvern veginn, á ég von á, að aðildarsamningur verði lýstur góður, af samningamönnum Samfylkingarinnar.

Eftir allt saman, var Icesave samningurinn lýstur góður. Eftir þau ósköp, er vart að vænta annars stimpils.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2009 kl. 20:12

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Guðbjörn Guðbjörnsson skrifaði: "Ég starfa mikið innan flokksins og þekki mikið af sjálfstæðismönnum og þetta er í samræmi við þá tilfinningu, sem ég hef fyrir þessu máli innan Sjálfstæðisflokksins."

Mér sýnist þú nú starfa mest utan flokksins Guðbjörn, enda er það kannski vel því enginn þar kaus þig

--------------------------------------------------- 

Þakka ykkur annars fyrir innlitið. 

Já mér finnst þetta Weimar ástand á fjölmiðlum Íslands vera alvörumál. Þetta volæði virðist einnig hafa smitast dálítið inn í hausa almennings, enda ekki furða eftir 769.365 blaðsíður með ropi baugsmiðla í öllum húsum landsins árum saman ásamt 20 milljón watta sendistyrk TASS fréttastofu Evrópusambandsins á Ríkisútvarpinu, sem þar með framdi sjálfsmorð með innvortis gengisfellingu og gengisblæðingum í Jón Baldvinsstíl. Þessi stofnun gengur núna eins og beinagrind um samfélagið og rukkar inn stefgjöldin fyrir Evrópusambandið í Brussel. Þetta er með ólíkindum og alger skandall

En að líkja saman NATO og ESB er bara einföld heimska. Svo það er alveg fyrirgefanlegt

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband