Leita í fréttum mbl.is

Enn er ruglađ í besta Weimar stíl

Grein Kolbrúnar Bergţórsdóttur blađamanns

Blađamađur Morgunblađsins, Kolbrún Bergţórsdóttir, skrifar í pistli sínum í Morgunblađinu í dag ađ ţađ sé óábyrgt ađ Sjálfstćđisflokkurinn taki ekki ţátt í verknađi Samfylkingarinnar sem gengur út á ađ ţvinga lýđveldiđ Ísland inn í hiđ komandi stórríki Evrópusambandsins, sama hvađ ţađ kostar Ísland. Hún segir ţetta ţví Sjálfstćđisflokkurinn hafi á sínum tíma gengist fyrir ţví ađ Ísland gékk í Atlantshafsbandalagiđ NATO. Ţetta bandalag er samvinna ţjóđa um varnarmál og varnir gegn hćttum sem yfirleitt eru framleiddar í suđupottum andlýđrćđislegra ríkja og ríkjasambanda

Ţessa skođun blađamannsins ćttu menn kannski ađ skođa í ljósi málshöfđunar viđskiptavinar á hendur skóla einum í Bandaríkjunum. Ţar höfđar fyrrum nemandi mál á hendur skólans vegna ţess ađ hann fékk ekki atvinnu međ ţví ađ veifa prófskírteini frá skólanum framan í atvinnumarkađ Bandaríkjanna. Ég hef alltaf sagt ađ menntun sé alls ekki ávísun á góđa vinnu. Menntun er einungis ađgöngumiđi ađ sumum inngöngudyrum vinnumarkađarins. Ađ fá góđa atvinnu krefst meira en prófskírteinis

Ţegar blađamenn eru farnir ađ líkja ţátttöku í NATO viđ inngöngu í Evrópusambandiđ, ţá er ekki von á góđu fyrir ennţá fleiri skóla en ţennan eina ţarna í Bandaríkjunum sem nú verst ásökunum frá atvinnulausum nemanda. Ásökunum um ađ hafa límt falska vörulýsingu utaná vörur skólans

Blađamađurinn veit ađ ţađ hafa veriđ gengnar 1000 kröfugöngur fyrir úrsögn Íslands úr NATO. Ţćr eru gengnar vegna ţess ađ menn vita vel ađ ţađ er hćgt ađ segja sig úr NATO. Enginn NATO dómstóll er til og engin NATO stjórnaskrá er í smíđum neinsstađar. Engin NATO mynt rćđur efnahag NATO landanna. Engin eru völd NATO yfir neinu á Íslandi. Heldur ekki auđlindum ţess. NATO er samvinna. Samvinna krefst ekki dómstóla ţví vandamál samvinnu eru leyst í gegnum samvinnu og ekki fyrir dómstólum. Ţau eru ekki leyst í EF-dómstólnum sem hefur lokaorđiđ yfir lagasetningu allra leppríkja í ESB. Evrópusambandiđ rćđur nefnilega yfir Evrópusambandinu, svo einfalt er ţađ

Ţađ er ţessvegna mjög óábyrgt ađ halda öđru fram. Ţađ er í allra hćsta máta óábyrgt ađ ljúga Ísland inni í hiđ nýja sambandsríki Evrópu, United States of Europe. Viđ ţurftum ekki ađ ganga í Bandaríkin til ađ vinna saman međ NATO. Alls ekki. Engum datt ţađ í hug og allra síst Sjálfstćđisflokknum, ţví ţá vćrum viđ einfaldlega ekki međ í neinu NATO í dag  

The Illustrated Road to Serfdom Planners

Ef ábyrgir blađamenn gćta ekki ađ sér í dag ţá er verulegt hćtta á ađ Weimar lýđveldi ţeirra hafni á endanum inni í fjórđa ríkinu. Hafni mađur ţar kemst mađur aldrei lifandi út ţađan aftur. Fyrsta tilraun Evrópusambandsins til lýđrćđis hefur mistekist gersamlega, alveg eins og Weimar lýđveldiđ mistókst einmitt svo ömurlega. Ţađ ţýđir ekkert ađ skýla sér á bak viđ vörumerkingu skóla eđa veifa prófskírteinum. Heimska er og verđur hćttuleg og allar áćtlanir um annađ breyta ţar engu um. Viđ vitum ţađ núna. Ţađ er ţví engin afsökun til fyrir svona afglöpum blađamanna. Blađamenn verđa ađ hćtta í Weimar lýđveldinu sínu. Nóg er komiđ og alveg sérstaklega eftir hiđ frćga 100% gengisfall Jóns Baldvins Hannibalssonar í Mogganum í gćr. Sýniđ frekar ábyrgđ, ţađ vćri nefnilega gott fyrir Ísland

Kćra Kolbrún, Sjálfstćđisflokkurinn er til fyrir Ísland, ekki fyrir Brussel. Ţú ert örugglega velkomin ţar inn eins og allir eru sem unna sjálfstćđi lands okkar. Kannski ćtti ég sjálfur ađ ganga ţar inn líka og sýna ţar međ Kolbrúnu gott fordćmi

Ég vona ađ Morgunblađiđ taki ţví ekki illa ađ ég birti grein Kolbrúnar blađamanns hérna efst í ţessum pistli   

Fyrri fćrsla


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ţađ er mikil synd ađ horfa upp á jafn vandađ blađ og Morgunblađiđ sannanlega var stefna svona hratt til glötunar. Nú stefna ritstjórnar ţess gerir fólki eins og mér ókleift ađ réttlćta ţau mánađarlegu útgjöld sem áskrift fylgja. Ég vona svo sannarlega ađ vorrhreingerning verđi flýtt fyrir komandi haust og blađiđ taki upp hlutlausari stefnu í stćrsta máli lýđveldissögunnar. Lagist hallamáliđ á ritstjórnarskrifstofunni myndi ég halda upp á ţađ međ ţví ađ endurnýja áskriftina.

Haraldur Baldursson, 9.8.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Guđbjörn Guđbjörnsson

Gunnar:

Samkvćmt nýlegri skođanakönnun Fréttablađsins voru 46% sjálfstćđismanna hlynntir ađildarviđrćđum og 54 % andsnúnir. Ég starfa mikiđ innan flokksins og ţekki mikiđ af sjálfstćđismönnum og ţetta er í samrćmi viđ ţá tilfinningu, sem ég hef fyrir ţessu máli innan Sjálfstćđisflokksins.

Ef viđ tökum síđan ţessa skođanakönnun Andríkis, sem gladdi svo mjög andstćđinga ESB ađildar fyrir nokkrum dögum, ţá má einnig lesa ýmislegt út úr ţeim tölum.

Í fyrsta lagi er ljóst ađ ESB ađild nýtur minni vinsćlda núna vegna deilunnar um Icesave samningana og ţađ getur ekki komiđ nokkrum manni á óvart. Ţetta mun breytast nokkru eftir ađ samkomulagiđ hefur veriđ undirritađ međ sterkum fyrirvörum.

Ef viđ lítum á ískalt á niđurstöđur ţessarar skođunarkönnunar:

Spurt var: Ert ţú hlynnt/ur eđa andvíg/ur inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ.

Niđurstöđur urđu ţćr, ađ

„mjög hlynnt“ reyndust vera 17,1%,
„frekar hlynnt“ 17,6%,
„frekar andvíg“ voru 19,3% og
„mjög andvíg“ 29,2%.
„Hvorki né“ sögđust 16,9% vera.


34,7% eru mjög hlynnt eđa frekar hlynnt

48,5%  eru mjög andvíg eđa frekar andvíg ESB ađild.

16,9% eru óákveđin.

Sé ađeins tekiđ miđ af ţeim sem ákveđna afstöđu tóku eru 58,3% frekar eđa mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ, en 41,7% frekar eđa mjög hlynnt. 

Könnunin var gerđ dagana 16. til 27. júlí 2009 - ţegar Icesave deilan stóđ sem hćst. Ţátttakendur voru 1273 í úrtakinu. Af ţeim svöruđu 717 og svarhlutfall var ţví 56,3%.

Ef ég man rétt - en ég man ađ ţetta bar á góma í ađferđafrćđi í félagsvísindadeild Háskóla Íslands - ţá held ég ađ könnun sé ađeins marktćk ef um 70% ţátttaka er í henni. Af ţessum sökum ţá held ég ađ könnun sé vart marktćk, en segjum sem svo ađ hún sé ţađ, ţá held ađ á ţessum tímapunkti sé ţessi niđurstađa ekki fjarri lagi.

Vandamáliđ er ađ 43,7% tóku ekki afstöđu til spurningarinnar og ađ 16,9% af ţeim 56% sem tóku afstöđu eru óákveđin.

Ég er ţeirrar skođunar - og ţetta byggir á tilfinningu minni, sem sjaldan hefur svikiđ mig - ađ ţeir sem tekiđ hafa einarđa afstöđu gegn ESB ađild, muni ekki skipta svo glatt um skođun. Ţannig ađ ţađ fylgi sem ţiđ andstćđingar hafiđ sé mjög tryggt. Ţađ er gott fyrir ykkur.

Ég hef hins vegar viss um ađ ef ađildarsamningurinn verđur góđur - sem ég á fastlega vona á - ţá muni langstćrstur ţeirra 44%, sem ekki tók afstöđu í könnun Andríkis, skila sér til ESB ađildarsinna. Ţađ sama er ađ segja um ţau 16,9% ţeirra sem sögđu hvorki né í skođanakönnuninni. Ţetta fólk er hreinlega nćr ţví ađ segja já en nei!

Ţegar ég skođa tímasetningu skođanakönnunarinnar, hversu fái svöruđu og hversu margir svöruđu hvorki né, er ég mjög sáttur viđ ţessa útkomu og túlka hana í raun sem sigur fyrir ESB ađildarviđrćđusinna. 

Guđbjörn Guđbjörnsson, 9.8.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Bjarni Harđarson

pistlar kolbrúnar eru sorglegir og líka fyrir ţađ ađ sama kolbrún tekur síđan viđtöl viđ bćđi esb-sinna og esb-andstćđinga um máliđ sem hún er raunar alfariđ vanhćf til vegna barnalegra fordóma sinna gagnvart esb andstćđingum.

Bjarni Harđarson, 9.8.2009 kl. 20:06

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ég hef hins vegar viss um ađ ef ađildarsamningurinn verđur góđur - sem ég á fastlega vona ..."

Einhvern veginn, á ég von á, ađ ađildarsamningur verđi lýstur góđur, af samningamönnum Samfylkingarinnar.

Eftir allt saman, var Icesave samningurinn lýstur góđur. Eftir ţau ósköp, er vart ađ vćnta annars stimpils.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2009 kl. 20:12

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Guđbjörn Guđbjörnsson skrifađi: "Ég starfa mikiđ innan flokksins og ţekki mikiđ af sjálfstćđismönnum og ţetta er í samrćmi viđ ţá tilfinningu, sem ég hef fyrir ţessu máli innan Sjálfstćđisflokksins."

Mér sýnist ţú nú starfa mest utan flokksins Guđbjörn, enda er ţađ kannski vel ţví enginn ţar kaus ţig

--------------------------------------------------- 

Ţakka ykkur annars fyrir innlitiđ. 

Já mér finnst ţetta Weimar ástand á fjölmiđlum Íslands vera alvörumál. Ţetta volćđi virđist einnig hafa smitast dálítiđ inn í hausa almennings, enda ekki furđa eftir 769.365 blađsíđur međ ropi baugsmiđla í öllum húsum landsins árum saman ásamt 20 milljón watta sendistyrk TASS fréttastofu Evrópusambandsins á Ríkisútvarpinu, sem ţar međ framdi sjálfsmorđ međ innvortis gengisfellingu og gengisblćđingum í Jón Baldvinsstíl. Ţessi stofnun gengur núna eins og beinagrind um samfélagiđ og rukkar inn stefgjöldin fyrir Evrópusambandiđ í Brussel. Ţetta er međ ólíkindum og alger skandall

En ađ líkja saman NATO og ESB er bara einföld heimska. Svo ţađ er alveg fyrirgefanlegt

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2009 kl. 20:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband