Leita í fréttum mbl.is

Skipafréttir: Ríkisstjórn Íslands er sokkin

Ráðgjafanefndir ríkisstjórnar Íslands hafa sökkt henni í höfninni í Reykjavík. Stjórninni var sökkt af ótta við að hún hefði ekki haldið sjó ef siglt væri

Ísland hefði aldrei fundist og byggst ef þessi ríkisstjórn hefði átt að finna og nema landið. Þá lægju skipin ennþá sem undirlægjur í höfninni í Noregi og væru orðin að gjalli. Alveg eins og þessi ríkisstjórn er núna

Tvær tómar nefborholur forsætisráðherra Íslands eru nú útblásnar, tæmdar og hreinsaðar. Loftið leikur um bæði nef hennar aftur. Fyrir- og eftir kosninganefin. Nefborar forsætisráðherra hafa verið leigðir út til allra undirráðherra ESB í nefstjórn hennar

Fjármálaráðherra Íslands opnar með heilbrigðisráðherra sínum nýja göngudeild fyrir pólitískan geðklofa. Báðir hafa fengið þar varanlega hælisvist fyrir stefnu flokksins. Stofnunin er til heimilis við Almannagjá númer tveir kommar og núll

Ríkisútvarpið mun ekki útvarpa frá helför ríkisstjórnar því það framdi sjálfsmorð. Enginn myndi hvort sem er trúa að um raunveruleika væri að ræða eftir afskræmingu hans í höndum hins sjálfsmyrta ríkisútvarps

Fyrir hönd

Vesalinga Íslands

Neðanmálsmynd úr tímaritinu Fjármagnarinn sem sprakk; árgangur 2005:

Nýja hagkerfi Íslands “Þið hafið ekki séð nema helminginn ennþá”

Nýja hagkerfið

the President of Iceland Ólafur Ragnar Grímsson at the Walbrook Club, London 3rd May 2005 

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar


Þú ættir að fara á fund lækna og leita þér aðstoðar


Einar Gunnar Birgisson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Einar, er til lækning við vinstri stjórn ? Þetta er heimsfrétt.

Haraldur Baldursson, 5.8.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er líka heimsmet !

Gunnar Rögnvaldsson, 6.8.2009 kl. 00:40

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Gunnar, ég hef ekki hugmynd um hver þú ert. En af bullinu frá þér að dæma virðist ekki vera mikið á milli eyrnanna. Sittu sem fastast í Danmörku og hættu að skipta þér af því sem er að gerast á Íslandi. Við á gamla landinu eigum eftir að spjara okkur, þú mátt halda áfram að vera aftaníoss Sjáálfstæðisflokksins og erindreki, sá flokkur hefur hvort sem ekkert lært af þeim hörmungum sem hann kom landinu í með dyggum stuðningi Framsóknarflokksins.

Hafðu það sem best í Danmörku, við munum undir rösklegri forystu Jóhönnu og Steingríms komast upp úr hinum fúla frjálshyggjupytti Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 6.8.2009 kl. 09:44

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Margt er skrýtið í kýrhausnum enda sést það vel á skrifum Sigurðar

Jón Sveinsson, 6.8.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Jón Sveinsson

Mikið myndum við spjara okkur vel án hyskisins í ríkistjórn og Sigurðar

Jón Sveinsson, 6.8.2009 kl. 16:51

7 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jæja Jón, það voru víst "góðir" tímar þegar Davíð/Sjálfstæðisflokkurinn og Halldór/Framsóknarflokkurinn bjuggu til fjármálabóluna með frjálshyggjusukkinu.

Stóðu þeir sig ekki vel í því?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 7.8.2009 kl. 09:32

8 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Við skulum allavega þakka það, að eftir 18 ára stjórn D og B þá var ríkissjóður nánast skuldlaus.  Ég byði ekki í stöðuna ef svo hefði ekki verið.

Sigríður Jósefsdóttir, 8.8.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband