Leita í fréttum mbl.is

Versta verðhjöðnun síðan 1933 hafin í Evrópusambandinu

Langvarandi verðhjöðnun hafin í löndum Evrópusambandsins?

Verðlagsvísitala Írland maí 2009Verðlagsvísitala húsnæðis og fleira Írland maí 2009

Vísitala neysluverðs á Írlandi heldur áfram fallinu í hinum neikvæða hluta mælistiku verðlags samkæmt fréttum frá hagstofu Írlands í dag. Frá því í maí á síðasta ári mælist verðhjöðnun nú 4,7% á Írlandi á 12 mánaða tímabili. Þetta er mesta fall í öllum löndum ESB og það mesta sem mælst hefur síðan 1933 á Írlandi. Samkvæmt ummælum varaforseta seðlabanka evrusvæðis - Lucas Papademos í janúar 2009 - eru líkurnar á verðhjöðnun á evrusvæði núll. En það sem gerst hefur frá því Papademos talaði þarna í janúar er þetta hér: 

  • Írland - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
  • Spánn - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
  • Þýskaland - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
  • Belgía - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin

Enginn hagvöxtur mun koma á evrusvæði fyrr en í fyrsta lagi á næsta eða þar næsta ári. Sem afsökun fyrir seinagangi, hiki, hægum og litlum vaxtalækkunum í janúar síðastliðnum, sagði seðlabanki evrusvæðis einnig að það kæmi hagvöxtur á evrusvæði núna í sumar eða í haust. En heldur ekki það mun reynast rétt hjá seðlabanka Evrópusambandsins. Raunvextir á Írlandi eru nú mjög háir, mikill óstöðugleiki í verðlagi ríkir þar og einnig í fleiri löndum evrusvæðis. Allt þetta þrátt fyrir síendurtekin stöðugleikaloforð frá ESB og seðlabanka þess í meira en áratug. Ótímabær stýrivaxtahækkun á síðasta ári mun nú standa sem enn eitt kennslubókardæmið í endalausri röð mistaka við hagstjórn evrusvæðis. Evrusvæðið er eitt lélegasta hagvaxtarvæði heimsins 

Fyrri færsla 

Samdráttur í útflutningi Þýskalands að ná falli íslensku krónunnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Skortur á verðbólgu getur verið stórt og mikið vandamál

vantar inflation

Tvennir tímar ? Eða þeir sömu?

Áróðursmynd fyrir verðbólgu árið 1933

Gunnar Rögnvaldsson, 11.6.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eru komnar fram einhverjar kenningar um hvernig megi snúa þessu ES:EU hruni við? Ef svo hvenær búst menn við því að slíkt gerist?

Íslendingar eru nú með nánast öll egg í ES körfunni og samvæðing af þeirri gráðu að efnahagslegt ástand hér hlýtur að ráðast að mestu leyti af ákvörðunum Nefndar ES. Hussein Obama og Angela Merkel koma fram stutt í spuna.

Júlíus Björnsson, 11.6.2009 kl. 18:14

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Júlíus.

Það er ekkert sem getur snúið hnignun Evrópusambandsins við. Það er of seint að hugsa um það núna.

Það eina sem gildir er að halda sig burtu frá Evrópusambandinu. Burtu frá sjúkdóminum Eurosclerosis. Ísland verður að koma sér efnahagslega brut frá þessu svæði því hér verður ekkert að hafa nema stöðnun, hnignun og volæði uppgjafahagkerfa hins gamla tíma.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.6.2009 kl. 19:33

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Því miður þá er of stórhluti Íslendinga  [furðumenntamenn]  að velta sér upp úr  hefðbundnum væntingu byggðum á úreltum upplýsingum. Þeir sem verða ekki gáfaðri eftir á líður ekki vel að fylgjast með  viðbrögðunm hér á landi.

Smá glöggvun: Ari er með 100.000 í laun eftir 50 ára launabaráttu.

Fær 30% skerðingu. Laun eftir sátt 70.000. 

5 árum síðar þá eru laun hans 91.000.

Þvílíkt launaskrið launin hafa hækkað um 30% síðan í sæst var.

Aumingja þeir sem kunna ekki meira.

Júlíus Björnsson, 11.6.2009 kl. 21:10

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hætturnar á sjóndeildarhringnum eru enn meiri "tollamúrar" í formi niðurgreiðslna. Hættan sem snýr að okkur er líka raunveruleg í þessu samhengi, en etv. ekki þó á óunnum fiski, óunnu áli,....hrávöru (vísdóms molar sem ég stel frá þér Gunnar). Hættan snýr þó að hátækni iðnaðinum, en þar eru þó málin erfiðari fyrir tollmúrasmiði, því fyrirtæki í hátækni- og hugbúnaðargeiranum eru svo alþjóðleg. Það er gríðarlega erfitt að slíta einstaka hluti í sundur í formi niðurgreiðslna, því erfitt getur reynst að greina hvað ríkin væru í raun að niðurgreiða.

En enn á ný mun krónan skila sínu, því ef fer, eins og óhjákvæmilegt virðist, að verðhjöðnun hefst á okkar helstu mörkuðum, þá skilar veik króna okkur tæki til aðlögunar. Þá á ég ekki þó við veikingar eins og Icesave samningur myndi veikja hana, heldur eðlileg aðlögun að markaðsþörfum okkar.

Haraldur Baldursson, 14.6.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband