Þriðjudagur, 9. júní 2009
Samdráttur í útflutningi Þýskalands að ná falli íslensku krónunnar
Útflutningur og iðnaðarframleiðsla Þýskalands
Það komu nýjar tölur yfir útflutning og iðnaðarframleiðslu Þýskalands núna áðan. Hrunið heldur bara áfram og hefur útflutningur Þýskalands nú dregist saman um 28,7% frá því í apríl 2008. Fallið í mars mánuði til apríl mánaðar 2009 er 4,8%. Enginn botn virðist vera að myndast undir hruni útflutnings frá Þýskalandi ennþá, fallið heldur bara áfram. Fyrir Þýskaland þýðir þetta að samdráttur í þjóðarframleiðslu Þýskalands heldur bara áfram því meira en 50% af þjóðartekjum Þýskalands koma frá útflutningi. Þetta hrun útflutnings er þá að verða svipað og gengisfall íslensku krónunnar frá því í apríl 2008. Íslenska krónan hefur fallið um 32% gagnvart Þýskalandi á þessum tíma. Svo kemur hér rúsínan í krónuendanum: útflutningur Íslands hefur aukist um 10,9% á sama tíma. Geri önnur hagkerfi og aðrir gjaldmiðlar betur!
Iðnaðarframleiðsla Þýskalands heldur áfram að hrynja og dróst saman um 1,9% frá því í mars mánuði og um heil 22% frá sama mánuði síðasta ár. Að fall útflutnings og framleiðslu skuli bara halda áfram hefur komið mörgum illilega á óvart. En bara ekki mér. Það er oft sagt að Þýskaland sé sjálf vélin í evrusvæðinu
Íslenska krónan heldur áfram að vinna dag og nótt við að bjarga efnahags Íslands
Hér til sönnunar eru tölurnar frá Hagstofu Íslands sem hægt er að bera saman við hrun hagvaxtar í ýmsum öðrum löndum og sérstaklega miðað við lönd Evrópusambandsins. Hvar værum við stödd án sveigjanleika íslensku krónunnar núna?
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 1387440
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Þýskaland er svo gríðarlega mikilvægt land í Evrópu. Það er engin smá jarðskjálfti þegar svona risi hóstar, hvað þá þegar hann fellur á kné eins og núna. Ég sé ekki hvernig þeir eiga að snúa þessu við. Fjármagnið er ekki til staðar, því Þýski-Samruninn hefur verið svo dýr, að það er engin afgangur. Þjóðstjórnin (því það er hún með stærstu flokkan í stjórn CDU+SPD) ætti að gefa svigrúm til erfiðra ákvarðana, en núna....
ESB líður fyrir þessa þróun og það þarf þokkalegt tonnatak til að halda Evrunni á lífi
Haraldur Baldursson, 9.6.2009 kl. 15:58
Sæll Haraldur og takk fyrir innlitið
Þetta er ótrúlegt, en þýska Quelle Karstadt smásölu- og póstversluanrgrúppan fór í greiðslustöðvun í dag. Þetta er 43.000 manna fyrirtæki. Ekkjan sem átti Quelle eftir mann sinn varð ríkasta kona Evrópu á Quelle.
Já eins og horfir er Þýskaland að éta upp hagnaðinn á viðskiptajöfnuði sínum.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2009 kl. 17:40
Þetta er óþægileg tilfinning að horfa upp á svona hrun. Í tilfelli Íslands var um að ræða miklu hraðari þróun, en við erum samt "fyrirmyndin" að því sem er að skella á Evrópu núna. Í afneitun vildi ég ekki trúa því að það sem er að gerast í Þýskalandi, gæti gerst þar.
Ég óttast að tollamúrar rísi núna hratt, utan sem innan bandalaga.
Haraldur Baldursson, 9.6.2009 kl. 18:17
Auðvitað dregst útflutningur saman. Nema hvað. Glóbal efnahagslegur samdráttur remember ? Halló !
Innflutningur dregst saman líka. En Evran haggast ekki. Hún haggast bara ekki. Eins og að stökkva vatni á gæs slíkir smámunir eins og einhver samdráttur í Germaní.
"Hvar værum við stödd án sveigjanleika íslensku krónunnar núna?"
Vá ! Við værum kannski ekki í deep sjitt ?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2009 kl. 20:51
Ómar: Það kom nokkuð vel fram þarna að útflutningur Íslands hefur aukist um heil 10,9% þrátt fyrir hinn svokallaða „Glóbal efnahagslegur samdráttur remember ? Halló !“
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:48
íslenska krónan þ.e. gengismunaviðskipti áttu mikinn þátt í þeim vanda sem við erum í núna. En eftir að Hrunið er orðið þá er krónan skjól,alla vega fyrir hagsýsluna og náttúrulega líka gerði sem við erum læst inn í.
Það hefði ekki gengið að lækka laun allra um marga tugi prósenta eins og raunverulega var gert með krónunni.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.6.2009 kl. 00:54
Salvör,
IKR hjálpar okkur á stundum sem þessari, það er alveg rétt. Krónan gerir það mögulegt að stilla hagkerfið af (þó ekki sársaukalaust) miðað við innri stöðu þess á hverjum tíma. Ytri staða kemur þarna lítið við sögu en þó alltaf eitthvað (það eru nefnilega allt breytur í hagfræði).
Eftir því sem tekst að stoppa í götin í hagkerfinu eftir bankahrunið ætti IKR að styrkjast og þar með launin að lagast miðað við erlenda gjaldmiðla. Hættan sem menn standa frammi fyrir er þó önnur og erfiðari.
Að öðru,
Stóra hættan fyrir Evrópu er nefnilega sú að Evran sé búinn að rugla innviði markaðarins í Evrópu vegna þess að það er alls ekki sama staða allstaðar en allflestir notast við Evru og það vita allir að í ESB er "bannað" að hallmæla Evrunni og allir verða að dásama hana sem lausnina á vandanum og það sem kemur í veg fyrir öll vandamál, ef fólk í ESB fæst ekki til að trúa þessu er hætt við að kerfið hrynji til grunna.
Það er nefnilega svo að þegar eitthvað verkefni er of stórt til að meðhöndla þá verður að brjóta það upp í undir-verk og vinna á því svoleiðis. Evran er hins vegar óniðurbrotið verkefni sem engan vegin er hægt að ná utan um. Þegar allt kemur svo upp á yfirborðið er kannski ekki möguleiki til að rétta af skaðann því verkið er runnið út á tíma og langt yfir kostnaðaráætlun.
Án Evru væri staðan kannski önnur og betri í Evrópu þ.e. kerfin gætu stillt sig af miðað við eigin stöðu og annarra en væru ekki bundin saman í einn skó þó ólík séu.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 07:02
Ég átta mig ekki alveg á þessu. Þú segir að útflutningur Íslendinga hafi aukist um 10,9% frá því í apríl 2008. Það hlýtur þá að vera mælt í íslenskum krónum - eða hvað? Ef það er raunin þá er í raun um samdrátt að ræða. Ekki hef ég heyrt að við seljum meira af áli og fiski nú heldur en í fyrra.
Svo má geta þess í framhjáhlaupi að skuldir þýskra heimila og fyrirtækja hafa ekki hækkað um tugi prósenta síðastliðið eitt og hálfa ár eða svo. Verðlag er einnig nokkuð stöðugt þannig að það hefur ekki kreft eins illilega að þjóðverjum eins og íslendingum í kreppunni. Lengi lifi krónan eða þannig.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.6.2009 kl. 07:03
Helgi Viðar
.
Hagstofa Íslands er ekki fædd í gær frekar en hagstofur allra hinna landanna sem mæla hagvöxt sem aðrar hagtölur. Það er búið að hreinsa verðbólgu út úr krónutölunum (já Ísland er með gjaldmiðil sem heitir króna) og 10.9% er prósentubreytingin á milli tveggja tímapúnkta = á milli ára, alveg eins og mælingin á hruni útflutnings Þýskalands er.
Gengi gjaldmiðla hefur ekkert með þessar tölur að gera frekar en hjá öðrum þjóðum. Hver þjóð notar sinn gjaldmiðil, eins og alltaf.
Það er því ekki hægt að snúa þessu á hvolf eins og menn reyna með svo mörg önnur málefni á Íslandi núna. Verðmæti útflutnings hefur aukist um 10,9% á milli 1.fj 2008 og 1.fj. 2009 á meðann hann hefur hrunið um 28,7% í Þýskalandi.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 07:20
Ég minni á að tæplega fimmtungur (1/5) af hagkerfi Eystrasaltsríkjanna er að hverfa núna í járngreipum ERM.
Fyrir Letta sjálfa verður ein af afleiðingunum til dæmis lokun 29 af 52 sjúkrahúsa Lettlands. Ómars Bjarkan efnahagslíkanið virkar því mjög vel.
Þessutan bendir vaxandi margt og mikið til þess að hagkerfi Þýskalands muni hverfa að einum tíunda hluta til á þessu ári (10%). Ekki er þó allt bankakerfi þess lands gjaldþrota sökum fjárglæfra og villimennsku, nema þá ef væri i hinum mörgu Landesbönkum allra fylkja Þýsklands sem sjá um heildsölumarkað peninga í Þýskalandi og sem eru náttúrlega í ríkiseigu (hvað annað) og hafa komið bankakerfi Þýskalands í þá stöðu að vera "insolvent" (lifandi dauðir bankar sem geta ekki lánað út peninga)
Seðlabanki evrusvæðis (ECB) er að verða ómerkur orða sinna með öllu. Í byrjun ársins sagði ECB að vöxtur myndi koma seinni hluta þessa árs. Því væri ekki ráðlegt að lækka vexti strax. Árangur: vöxtur mun ekki koma þetta árið og ekki næsta og heldur ekki þar næsta árið
Varaforseti ECB, Lucas Papademos, sagði núna í janúar að það væri 0,00% líkir á að það kæmi verðhjöðnun á evrusvæði. Hún er komin!
Það veður fróðlegt að fylgjast með málefnum myntbandalagsins á næstunni. Hagvöxtur mun þar heyra fortíðinni til
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 07:49
Ég leyfi mér að benda aftur á kynningu Simon Johnson sem m.a Lucas Papademos hlýddi á þarna í janúar mánuði 2009: The Likely Future of the Eurozone. Vinsamlegast takið eftir hlutfalli skuldbindinga íslenska bankakerfisins miðað við þjóðarframleiðslu á blaðsíðu 7.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 08:03
tips: Fyrir þá sem hafa áhuga á efninu "hagfræði og heimskreppan" þá er hér ókeypis kennslustund með Simon Johnson frá því í desember 2008. Þetta er að mörgu leyti athyglisverður fyrirlestur (smella á videoið þarna efst til hægri á síðunni): Simon Johnson provides an update on the crisis worldwide, including the recent bailout of Citigroup
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 08:15
Sæll Gunnar,
Því miður er þessi samanburður þinn á breytingu í útflutningsverðmætum milli Þýskalands og Íslands óraunhæfur því ekki er notuð sama mælistika í þessum löndum. Tölurnar frá Þýskalandi sýna raunsanna mynd af breytingunni en það gera þær ekki á Íslandi, a.m.k. ekki ef bera á þær saman við lönd á evrusvæðinu.
Í grófum dráttum þá féll íslenska krónan um 70% gagnvart Evru og verðbólga mældist um 20% á tímabilinu milli þessara ársfjórðunga sem þú berð saman. Þetta þýðir að krónurnar sem sína verðmætaaukninguna eru u.þ.b. 50% verðminni í samanburði við Evru að teknu tilliti til verðbólgu á 1. ársfjórðungi 2009 en hún var á sama ársfjórðungi 2008. Við fáum því fleiri krónur fyrir útflutninginn nú heldur en í fyrra. Því miður fáum við ekki fleiri Evrur eða Dollara nú fyrir útflutninginn en í fyrra enda hefur orði verðfall á fiski og áli erlendis á síðasta ári, en þó ekki mælt í íslenskum krónum. Ef þessar verðmætatölur frá Hagstofunni væru reiknaðar í Evrum þá kæmum við sennilega síst betur út en þjóðverjar hvað samdrátt í útflutningstekjum varðar.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.6.2009 kl. 09:54
Ok Helgi.
Samkvæmt þér, þá eru tölur um prósentubreytingar í verðmæti útflutnings á milli tímabila á Íslandi ekki sambærilegar við tölur prósentubreytinga í verðmæti útflutnings á milli tímabila annarra landa. Það eru einmitt þessar tölur frá Hagstofunni sem fara inn til t.d. IMF og í Eurostat gagnabankann og eru notaðar í alþjóðlegum samanburði. Hvað er að, ef ég mætti spyrja?
Hvað hefur gengi með þetta mál að gera? Mynt Þýskalands hoppar og skoppar gagnvart öllum gjaldmiðlum heimsins á hverjum degi eins og aðrir gjaldmiðlar. Tölur þínar um gengisfall krónunnar eru kolvitlust reiknaðar úr (öfugar). Krónan hefur fallið um 32% gagnvart evru á þessum tíma (nb.: -32%). Ef breytingar í verðmætum útflutnings og á verðmætum allra annarra hluta væru reiknaðar svona kolrangt úr þá væri t.d. útflutningur Þýskalands næstum því horfinn núna.
Þú ert að blanda inn í þetta spurningunni um hver kaupmáttur útflutningsrekna er í hinum ýmsu gjaldmiðlum. Það er allt allt önnur spurning, miklu víðtækari og næstum því ekki skilgreinanleg og kemur akkúrat þessum samanburði alls ekki við. Kaupmáttur þjóðartekna er allt allt annað og flóknara mál.
En Þjóðverjar sakna sem sagt 28,7% útflutningsverðmæta sinna eins og er. 28,7% peninganna er horfinn. Þökk sé meðal annars of háu gengi gjaldmiðils Þýskalands. Það komu 28.7% færri evrur í kassann (á föstu verðlagi). Á Íslandi komu 10,9% fleiri krónur í kassann (á föstu verðlagi)
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 10:48
Annars skil ég ekkert í þér að mæra íslenska krónu sem hefur verið hluti hagstjórnarvandans í mörg ár og okkar helsti hagstjórnarvandi nú um stundir. Íslenska krónan þjónar ekki íslenskri þjóð nema að hún endurspegli stöðu hagkerfisins á hverjum tíma, en það hefur hún ekki gert. Síðustu ár hefur hún verið allt of sterk og þar með ýtt undir skuldasöfnun og neyslu á kostnað útflutningsatvinnuveganna. Nú er hún hins vegar allt of veik og ætlar þar með allt lifandi að drepa. Jafnvel útvegsmönnum finnst nóg komið og þá er nú mikið sagt.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.6.2009 kl. 10:51
Helgi
Það er aðeins einn vandi sem er að plaga þjóðarbúskap Íslands núna=> afleiðingar af of miklu lánstrausti erlendis frá (of miklum trúverðugleika á Íslandi) sem gerði bankakerfi Íslands kleift að vaxa eins og gorkúla í höndum gorkúlu-bankastjórna og gorkúlu-fjármálaeftirlits
Það var ekki íslenska krónan sem gerði þetta. Það voru bankamenn Íslands og Fjármálaeftirlit Íslands.
Þetta voru þrír bankar (Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn) sem eru að koma þjóðinni á kaldan klaka undir verndarvæng Fjármálaeftirlits Íslands. Krónan hefur ekkert gert af sér. Þessir bankar bjuggu einnig til verðbólgu Íslands sem svo þröngvaði Seðlabankanum að grípa til örþrifaráða (samkvæmt þeirri peningastefnu sem var ákveðin af Alþingi með lögum um Seðlabanka Íslands).
=========
Ergo:
==========
1) Kaupþing - stjórendur og eigendur hans
2) Glitnir - stjórendur og eigendur hans
3) Landsbankinn - stjórendur og eigendur hans
4) Fjármálaeftirlitið - og stjórendur þess
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 11:09
Þetta með fall gjaldmiðilsins fer sjálfsagt eftir því hvenær gengisstaðan er tekin. Sennilega færð þú út 32% ef miðað er við lok tímabilsins enda feldu bankarnir krónuna hressilega lokadaganna til að uppgjörið liti betur út.
Viðskipti okkar við útlönd fara fram í erlendri mynt og eru svo umreiknuð í krónur. Ég tel hins vegar fullvíst að viðskipti þjóðverja við útlönd fari að stæstum hluta fram í Evrum. Sveiflur á gengi Evru hafa því lítil sem engin áhrif á útflutningsverðmæti þeirra. Það sama verður ekki sagt um okkur. Fall gjalmiðilsins skilar okkur því ekkert meiri raunverðmætum í útflutningi, aðeins fleiri reiknuðum krónum. Ef skuldir þjóðarbúsins væru að stæstum hluta í íslenskum krónum þá færi þetta frábært, en þær eru því miður að stæstum hluta í erlendri mynt.
Niðurstaðan er því að við fáum færri Evrur/Dollara í kassan til að borga sífellt hækkandi skuldir okkar í sömu myntum sem er vont.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.6.2009 kl. 11:24
" ... útflutningur Íslands hefur aukist um heil 10,9%..."
Pétur, trúðirðu Gunnari ??
Annars kíki ég stundum á bloggið hans. Hann grefur oft upp athyglisverðar greinar frá útlöndum sem fróðlegt er að kíkja á.
Hinsvegar er etv athyglisverðast hvaða ályktanir hann dregur af greinunum. Það er oft ansi skrautlegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 11:28
Krónan hefur ekkert sjálfstætt líf og er því ekki vandamál í sjálfu sér. Vandi henner er hins vegar hve lítil verðmæti standa á bak við hana í alþjóðlegum samanburði sem gera hana viðkæma fyrir sveiflum og að auðveldum leiksoppi þeirra sem vilja nýta sér þennan veikleika. Nú er búið að eyðileggja krónuna með því að veðja allt of miklu á hana. Svona er ekki hægt að fara með stóra gjaldmiðla. Bankar í Þýskalandi geta ekki fellt Evruna sér til hagsbóta eins og þeir íslensku gerðu við íslensku krónuna.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.6.2009 kl. 11:54
Með öðrum orðum: Vegna smæðar krónunnar í opnu alþjóðlegu hagkerfi getur of margt og of margir haft óeðlileg áhrif á gengi hennar til tjóns fyrir þjóðina.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.6.2009 kl. 12:30
Ef teknar eru árstíðaleiðréttar tölur á milli sömu ársfjórðunga á milli ára (fj. -4) (muna: ekki á milli ársfjórðunga fj.-1) þá er hækkun útflutning enn meiri eða 11,3% miðað við sama fjórðung síðasta ár. Sjá slóð á birtingu Hagstofunnar: (tölurnar frá Hagstofu Íslands)
Þýskaland:
After exports stabilised in March, they got worse again in April, much worse. German exports declined by 4.8% month on month during April, and by 28.7% year-on-year, which the FT points out is the worst fall since the 1950s. Industrial production also fell in April, by 1.9%. These are really terrible figures. No green shoots here. (Hagstofa Þýskalands nýjar tölur)
Gengisþróun ISK/EUR fyrir sama tímabil
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 12:51
Helgi
Þá ætti það sama að gilda um alla aðra smærri gjaldmiðla.
En þegar evran féll árið 1999-2000 um álíka og íslenska krónan er fallin núna, eða um 30%, var það þá vegna þess að hún var svona lítill gjaldmiðill Helgi? (sjá: Ónýtir gjaldmiðlar). Nei auðvitað ekki. Hún féll vegna vantrausts. Þegar allir aðilar í sama markaði verða loksins sammála um eitthvað þá skiptir engu máli hversu stór gjaldmiðillinn er. Upphæðirnar eru bara stærri og aðilar markaðarins eru næstum óendanlega fleiri. Frá 2000 til 2007 hefur evran svo hækkað aftur um 100% gagnvart dollar. Það er alls ekki gott fyrir flest lönd evrusvæðis. Við sjáum m.a. árangur þessa í atvinnuleysis- og útflutningstölum evrulanda núna - þegar allra síst er þörf á því. Evran er því miður einskonar leiksoppur spákaupmennsku gjaldeyrismarkaða. Mynt án höfuðs og hala.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 13:11
Á 1. ársfjórðungi 2008 féll gengi ISK um 31% gagnvart Evru
Miðgengi EUR 3.01.2008 92,39
Miðgengi EUR 15.02.2008 97,98
Miðgengi EUR 31.03.2008 121,28
Í lok 1. ársfjórðungs 2009 hafði ISK fallið um önnur 34% frá því á sama tíma og árið áður.
Þegar svo reiknað er frá ársbyrjun 2008 er fallið heil 76% gagnvart EUR á 15 mánaða tímabili.
Miðgengi EUR 2.01.2009 169,16
Miðgengi EUR 16.02.2009 146,92
Miðgengi EUR 31.03.2009 163,08
Til einföldunar ætla ég að leyfa mér að nota gengið frá því um miðjan febrúar til að mæla gengisbreytinguna milli ára fyrir 1. ársfjórðung og þá kemur út 50% hækkun á EUR gagnvart ISK.
Miðað við sama magn og verð í EUR hafa útflutningverðmæti aukist um 50% milli ára í krónum talið og þá á eftir að taka tillit til verðbólgu.
Lánskjaravísitala fyrir mars 2008 282,3
Lánskjaravísitala fyrir mars 2009 334,8
Lánskjaravísitala hækkar því um 18,6% á sama tímabili.
Gengi EUR 15.02.2008 reiknað upp skv. verlagshækkun upp í 116,20
Aukning á föstu verðlagi ætti því að vera 26% miða við sama magn og verð í EUR.
Hagstofan reiknar þessa breytingu 11% sem þýðir mun upp á 15% sem hlýtur því að vera u.þ.b rýrnun í útflutningsverðmætum milli ára fyrir 1. ársfjórðung í Evrum reiknað svo borin séu saman epli og epli.
Þó svo að hinir stóru gjaldmiðlar sveiflist líka gagnvart hver öðrum þá felur það ekki í sér sömu gengisáhættu fyrir þegna og fyrirtæki þeirra landa eins og fyrir íslendinga með sína krónu sem engir treystir lengur.
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.6.2009 kl. 18:25
Kæri Helgi.
Þetta er kennt í grunnskólum. Prósentu-breytingar
fyrsta dæmi þitt á að vera: => (92-121)/121 = (-24%) en ekki +31%.
Ef allir markaðir og hagstofur reiknuðu verð- og tölubreytingar eins og þú gerir þá stæði hvergi steinn yfir steini og allt væri lok og læs alltaf.
Athugaðu að ekkert getur lækkað um 100% án þess að verða að engu. En hlutir geta hinsvegar hækkað endalust. Ef um fall er að ræða þá færðu út tölu með mínus í formerki á reiknivélinni þinni.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 19:02
Kæri Gunnar,
Ég er ágætlega mentaður í stærðfræði en þér tekst ágætlega að snúa hlutunum á haus. Ef EUR hækkar í verði í ISK úr 92 í 121 þá hefur hún hækkað um 29 ISK þá reiknast það sem 31% hækkun. 29 * 100 / 92 = 31,52
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.6.2009 kl. 20:07
Já mikið rétt hjá þér kæri Helgi.
En þá ertu að tala um allt annan hlut en verðfall. Þú ert þá að tala um hversu mikið meira þú þarft að greiða fyrir það sem þú ert að kaupa. Þú ert því að tala um verðhækkun en ekki verðlækkun. Prófaðu svo að reikna hve mikið virði þess sem þú áttir við tímapúnkt_1 hefur fallið í verði miðað við tímapúnkt_2.
Önnur dæmi um prósentubreytingar.
Hlutabréf X hækkar úr 100 í 200. Það á sér stað 100% hækkun. Svo falla þau aftur niður í 100. Þau falla þá um 50%. Ef þau féllu um 100% þá væru þau núll. Þetta virðist flækjast fyrir mörgum. Þú ert ekki einn um það.
Annað dæmi sem oft blekkir marga þegar um prósentubreytingar er að ræða: Hlutabréf eða mynt X lækkar um 90% þ.e. úr 100 í 10. Þetta er hríðfall um heil 90%. Svo hækka þau aftur um um 200%. Margir verða oft ansi glaðir við þá frétt. En þau eru samt aðeins á verði 30 eftir þessa 200% hækkun.
Sem sagt: það verður að fylgja reglunum þegar talað er um prósentubreytingar. Annars er ekki hægt að tala saman. Þetta verður alltaf að reiknast eins út. Fall eða aukning í öllum löndum og yfir alla hluti. Það var svona sem hagstofa Þýskalands reiknaði út fall útflutning og sömu aðferð notar Hagstofa Íslands og sömu aðferðir nota gjaldeyrismarkaðir.
Í leiðinni: engin þjóð umreiknar útflutning sinn yfir í aðra gjaldmiðla. Þjóðhagsreikniningar eru alltaf í eigin mynt því annars væri þeir ekki þjóðhagsreikningar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2009 kl. 20:56
Já það var rangt að tala um fall gagnvart Evru í þessu sambandi því þá eru 24% rétt. Ég er í raun að tala um hækkun á verði Evru í ISK sem aftur hækkar útflutningsverðmætið í ISK.
Ég er í sjálfu sér ekki að gagnrýna þjóðhagsreikninga Hagstofunar heldur samanburð þinn við þá þýsku þar sem mér finnst þú vera að bera saman epli og appelsínu. Hið mikla fall ISK gerir samanburðinn óraunhæfan að mínu mati. Bæði fiskur og ál hafa fallið í verði á erlendum mörkuðum og ekki hefur aukið magn bætt upp það tap þannig að við fáum minna fyrir útflutninginn en áður rétt eins og Þjóðverjar.
Vissulega gangast það okkur að nokkur leyti krónan skuli falla í núverandi ástandi því það hjálpar til við aðlögun hagkerfisins úr innflutnings- fyrir í framleiðsluhagkerfi. Fallið er hins vegar orðið of mikið og skuldaaukningin í ISK því orðin nánast óbærileg fyrir fyritæki og fjölskyldur.
Hátt gengi Evrunar veldur útflutningsgreinunum á Evrusvæðinu miklum vandræðum enda var henni spáð falli í byrjun 2009 af Dönskum bönkum hausið 2008 ef ég man rétt. Trúin á evrusvæði hlýtur því að fara að minka og gjaldmiðillinn að gefa eftir nema að menn finni engan betri gjaldmiðil fyrir fjármagnið.
Sú vara sem skapar Þjóðverjum hvað mestar útflutningstekur eru nýjir bílar sem hafa hrunið í sölu um svo að segja allan heim. Það kemur því mjög illa við þá. Ætli fiskurinn hafi ekki vinninginn hér fram yfir álið, en það kemur okkur til góða því allir þurfa jú að borða.
Ég tel hins vegar að við séu betur sett með EUR til framtíðar en ISK þó svo að ég sé enginn sérstakur aðdáandi Evrópusambandsins.
Kveðjur
Helgi Viðar Hilmarsson, 10.6.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.