Mánudagur, 27. apríl 2009
Alþýðuhreyfingin gegn ESB-aðild Danmerkur krefst rannsóknar
Vilja að löggjafahlutverk Evrópusambandsins verði rannsakað
Eftir að nýleg athugun í Þýskalandi hefur leitt í ljós að 84 prósent af þeim lögum sem sett voru í Þýskalandi frá 1999 til 2004 komu frá Evrópusambandinu, krefst danska Folkebevægelsen mod EU at rannsakað verði hve mikið Evrópusambandið ráði yfir lagasmíði Danmerkur. "Eins og við upplifum þetta þá hefur ESB fyrir löngu farið yfir strikið. Við sjáum hvað eftir annað að ESB og EF-dómstóll þess hefur krafist að lög danska þingsins séu ógild og lög og reglur ESB séu sett í staðinn og yfir dönsk lög - að ósk Brussel".
Það þóttu talsverð tíðindi í Danmörku þegar aðalforstjóri hins árangursríka danska og alþjóðlega fjárfestingarbanka Saxo-Bank gékk í Folkebevægelsen mod EU. Hann sagðist leggja "mannorð sitt að veði" í baráttunni gegn því að Danmörk taki upp mynt Evrópusambandsins, evru . "Við viljum ekki að "afdalamenn" í mið og suður Evrópu stýri peningamálum dönsku þjóðarinnar. Þau mál eru of mikilvæg til að setja í vald annarra en okkar sjálfra". Í efnahagsspá Saxo Bank fyrir árið 2009 gerir bankinn ráð fyrr að Ítalía geri alvöru úr hótunum sínum og yfirgefi myntbandalagið
Fyrir nokkru gerði breska Bruges Group úttekt á því hvort Bretland gæti ennþá talist sjálfsætt og fullvalda ríki (sjá: mynd). Útkoman var neikvæð
Sjá einnig:Er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki?
Eistland kemst ekki með í myntbandalag ESB fyrr en 2013
Þetta segir lánshæfnismatsfyrirtækið Fitch's rating. Eistland gékk í ESB fyrir 5 árum síðan þ.e. árið 2004. Gangi spá Fitch's eftir mun það taka Eistland 10 ár að komast inn í myntbandalag ESB. Lánstraust Eystrasaltsríkjanna þriggja - Lettland, Litháen, Eistland - er nú svipað og lánstraust íslenska ríkisins, sem þó stendur með hrunið bankakerfi í maga sínum. Ekki eru þó bankakerfi þessara ríkja hrunin, ennþá. En munurinn er sá að íslenska ríkið er að tæma magann og þá mun magapína íslenska ríkisins hætta
Fitch's rating heldur því fram að Evrópusambandið muni standa fast á öllum inntökuskilyrðum inn í myntbandalagið því sambandið sé hrætt við að hleypa þar inn nýjum löndum sem eiga á hættu að brotna niður undan hinum efnahagslega og pólitíska sársauka sem því fylgir að uppfylla skilyrðin. Þetta gæti leitt til þess að löndin vilji yfirgefa myntbandalagið aftur og það gæti haft þær afleiðingar að önnur lönd taki uppá því sama
Fitch believes that the EU authorities remain disinclined to "premature" euro adoption for fear that a country might subsequently find itself unwilling or unable to bear the economic and political cost of adjustment within the euro area, and even possibly seek to leave it, triggering contagion to other countries within the single currency (sjá einnig: Nýja Argentína er í ESB og heitir að minnsta kosti Lettland)
Á mannamáli myndi þetta þýða að ESB óttist hrun myntbandalagsins ef svona aðstæður skyldu koma upp. Þegar myntbandalagið var stofnað uppfyllti aðeins eitt land öll inntökuskilyrðin, svo núna er Evrópusambandið hugsanlega orðið reynslunni ríkara
Öll undirbúningsvinnan við evru var hastverk og lítið sem ekkert var farið eftir skoðunum akademískra hagfræðinga og sérfræðinga á forsendum og skilyrðum fyrir því að svona myntsamstarf gæti heppnast vel. Werneráætlunin frá 1970 var því tekin fram aftur, eftir að hafa verið kistulögð árum saman, stílfærð og sett í framkvæmd. Aðeins eitt land af ellefu uppfyllti öll upptökuskilyrðin þegar ákveðið var hvaða lönd gætu tekið upp evru, nefnilega Lúxemburg, en Werneráætlunin er verk Pierre Werner fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemburgar (sjá: Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru)
Forstjóri Jyske Bank sammála Saxo Bank um ókosti evru
Forstjóri Jyske Bank, Anders Dam, hefur einnig lýst yfir að hann telji Danmörku best borgið utan myntbandalags Evrópusambandsins. Jyske Bank er næst stærsti banki Danmerkur. Í ræðu sinni fyrir framan evru-nefnd danska þingsins hellti forstjórinn sér yfir röksemdafræslu forsætisráðherra Danmerkur. Hann benti á að fjármálakreppan væri yfirvöldum á evrusvæðinu sjálfum að kenna. Hann benti á að sænska ríkið, sem stendur alveg fyrir utan myntbandalagið, nýtur mun betri og lægri vaxtakjara á lánsfjármörkuðum en öll þau lönd sem eru í myntbandalaginu, þar með talið Þýskaland sjálft (neikvæður vaxtamunur/spread við Þýskaland). "Það kæmi mér ekki á óvart að markaðurinn álykti sem svo að sænska ríkið sé betri skuldari, til legnri tíma litið, en löndin í myntbandalaginu vegna þess að Svíþjóð hefur sína eigin mynt". Þessi mynt Svía, segir Anders, gerir það að verkum að Svíar hafa betri verkfæri til að tryggja að skattatekjur - og þar með greiðslugeta sænska ríkisins - þorni ekki upp í takt við að atvinnuástand versni og útflutningur stoppi vegna lélegrar samkeppnishæfni sem kemur þegar lönd ráða engu um gengi og vaxtastefnu gjaldmiðla sinna.
Í lok ræðu sinnar sagði Anders Dam: "Forsætisráðherrann segir okkur að allir sjái að það kosti að standa utan við myntbandalagið. Þá segi ég: ekkert jafnast á við góða hagstjórn - og ég heiti ekki Allir ". Hér er myndbandið með ræðu Anders Dam: Anders Dam kritiserer regeringen til euro-høring
- Evruþátttaka lækkar lánshæfni Slóvakíu
- Evruaðild mun ekki bjarga efnahag Eistlands
- Evra: Frankenstein fjármála
Fjölmiðlarnir unnu Alþingiskosningar á Íslandi: sigur RÚV
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 24
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 440
- Frá upphafi: 1389060
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 250
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Gunnar hafðu þakkir fyrir gott innlegg.
Í ljós spár um neikvæðan hagvöxt innan Evrópu Sameingarinnar næstu 2 árin, í það minnsta, og fallandi gengis þýsks iðnvarnings [ekki sömu gæði og áður og sókn ASÍU], þá mun verða lítið um súrefni á því svæði, ekki satt.
Júlíus Björnsson, 27.4.2009 kl. 14:54
Gunnar! Hættu nú!
Þú hagar þér eins og alvöru Íslendingur 2003-2007. Já, eða íslenskur fjölmiðill 2000-2008. Trúa því sem þú vilt, og finna sannanir á internetinu eða í dagblöðum fyrir því.
Þú vitnar í forstjóra dansks banka (og kallar hann aðalbankastjóra).
Þú ákveður sjálfur að kalla bankann "árangursríkan", án þess að hafa hugmynd um bókhald þeirra.
Síðan vitnar þú í efnahagsspá þessa banka og kemur "þeirra" skoðun á framfæri að Ítalía muni gera að alvöru úr hótunum sínum og yfirgefi myntbandalagið.
Ef þú gerðir vinnu þína betur, myndi ég nenna að lesa meira en þennan litla kafla sem ég las í dag.
Málefnið er alvarlegt fyrir þjóðina okkar, og þess vegna er ekki þörf á neinum hræðsluáróðri. Og ef þér finnst að hræðsluáróður sé í lagi, vandaðu þig þá betur.
Sjálfur er ég fullviss um kosti og galla EU fyrir Ísland, en ef þú heldur þínu bulli svona áfram, bý ég til eigin síðu sem sér um að koma þínum málefnum í samhengi og og jafnvel leiðrétta ýmislegt/allt sem þú skrifar.
Valgeir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:44
Ekki "Alþýðuhreifingin ....." heldur Þjóðarhreyfingin eða Landsflokkurinn gegn ESB. Eins og orðið alþýða er notuð á íslenska tungu stjórmála í Alþýðuflokkur og Alþýðubandalagið, eru réttara að þýða folket sem þjóðin. Folkebevægelse eru ekki stéttbundin samtök, heldur samtök þar sem IQ ið er hærra en í öðrum stjórnmálasamtökum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.4.2009 kl. 04:55
Þakka ykkur innleggin
Já Vilhjálmur. Þetta var stórt vandmál, þetta orð. Ég grubblaði lengi yfir þessu en ákvað að nota "alþýðu" því þá myndi ég ná í feiri lesendur sem vita ekkert nema það sem íslenska ESB-lobbýið hefur sagt þeim um hve vextir eru vaxtalausir í ESB og hve vel gengur að fá meðbyr sem blæs alltaf í áttina til Brussel á hjólastígum í ESB.
Svo var einnig það vandamál að Danir sjálfir myndu ekki þýða þetta sem þjóðarhreyfingu. Svo ég ákvað að láta þetta koma þeim til góða. Þeir myndu þýða þetta sem "Folkebevægelse"
- hmm, hvað sagði ég eiginlega?
Humphrey! hvar ertu?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 05:28
Að mínu mati og orðabókar Sigfúsar Blöndal [Íslensk -Dönsk] er "Folket" útlagt alþýðan. Eins og það var notað alþýðan og höfðingjarnir [forræðisstéttin] gera saman þjóðina. Stjórnmállega miðað við útlensk stjórnmál var alþýðuflokkur í upphafi tengdur sósíalistum og vinstri helmingur hans bandalagið kommúnistum. Sem hafa svo "þróast" [hvað varðar nafngiftir allavega]og kalla sig nú SamFylkingingu og Vinstri Græn.
Þjóðverjar [frumbyggjarnir] eru agaðir og þolinmóðir og nákvæmir og lítt hrifnir að greiða vaxtaskatta. Lánastofnanir eru líka agaðar og þolinmóðar og nákvæmar. Sem skilar lítill eftirspurn og lágum vöxtum.
Það mundi engin þýskur banki lána þorra Íslendinga á þessum einkavinaforsemdum sam hafa gilt á Íslandi svo lengi sem elstu menn muna.
Lágir vextir eða endalausar lánafyrirgreiðslur er umhverfi sem einkavina fyrirtækja rekstur hefur haft að reynsluskóla hér á landi. Enda bera flestir sem koma þar að verki því vitni.
Sá heldur sem á veldur. Það eru mennirnir með ákvörðunum sínum sem skapa trúverðugleika síns lánshæfis. Margt smátt gerir eitt stórt. Árinni kennir illur ræðari.
Sagan er söm við sig eins og manneskjan kreppur og farsóttir eru lögmál sem kemur og fer.
Landmæri og sjálfbærni voru svörin hjá forfeðrum vorum sem fóru norður frá Afríku í ár daga.
Þeir hæfust lifa: það kalla ég greind.
Hvað margar Íslenskar kennitölur verðið fordæmdar, öðrum í framtíðinni víti til varnaðar, fyrir að hafa sólundað sjóðum alþýðunnar.
30 ára lán byggja á 30 ára framsýni þess sem lánar og mátt sama lánardrottins til að tryggja uppskeru sína. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Hvaða útlendingur fjárfestir í komandi kynslóðum. Syndir feðranna koma niður á börnum. Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn.
Júlíus Björnsson, 28.4.2009 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.