Leita í fréttum mbl.is

Ég skora á alla sjálfstæðismenn Íslands að kjósa

Kæru Íslendingar

Núna er runninn upp sá tími sem kemur yfirleitt ekki þegar kosið er um málefni hér í Evrópusambandinu. Þú skalt fara út í dag og kasta atkvæði þínu á íslenskan stjórnmálaflokk. Á flokk sem ber hag Íslands fyrir brjósti sér

Sjáðu kæri lesandi. Málin eru nefnilega þannig að þú átt ekki landið Ísland. Það er landið sem á þig. Þannig er það að vera Íslendingur. Þetta rann upp fyrir mér þegar ég eftir 25 ára dvöl í ríki Samfylkingarinnar í ESB var uppi í Hvalfirði að tína bláber í fyrra. En eiginlega var það systir mín sem benti mér á þetta. En ég vissi að þetta var rétt þegar hún sagði þetta við mig.

Olíumálverk: Þórdís Rögnvaldsóttir 

Í dag skaltu fara út og kjósa Ísland. Þér verður ekki boðið uppá að kjósa aftur líki þér ekki úrslitin. Ísland er sem betur fer ekki í Evrópusambandinu þar sem kosið er aftur og aftur þangað til það kemur "rétt" út úr kosningum

Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd. En Samfylkingin í ESB vill ekki að þú fáir að vita þetta

Njóttu kosta Íslands  

Njóttu þess að á milli Íslands og Evrópusambandsins er hálft Atlantshaf og heill Norðursjór sem verndar Ísland. Þetta hefur oft komið sér afskaplega vel og aldrei háð Íslandi. Njóttu þess að þurfa ekki að búa í sama herbergi og 80 milljón Þjóðverjar og 60 milljón Frakkar, ásamt öllu því lausa sem fylgir í túnfæti margra landa gömlu og þreyttu Evrópu. Sérstaða Íslands er mikill kostur. En Íslandi fór fyrst að vegna vel eftir að landið varð sjálfstætt og fullvalda ríki. Vöðvar frelsisins þola ekki spennitreyjur á borð við Evrópusambandið. Þá visna þeir og hverfa

Þetta er ekki svona hér hjá okkur í Evrópusambandinu. Ef löndin hefðu notið þessara kosta einstakrar landlegu Íslands, hefðu margar þjóðir Evrópu aldrei gengið í Evrópusambandið. Ekki gengið í ESB til þess eins að láta reka kosningaúrslit ofan í sig aftur og aftur þangað það til það kemur rétt út úr þeim fyrir suma

Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn 

Kjóstu því landið þitt. Þú vilt ekki að aðrir eignist landið þitt, því þá eignast þeir þig í leiðinni. Sjálfur kaus ég Sjálfstæðisflokkinn. Ég gerði það eftir að vinur minn á Íslandi hafði tekið persónulegt loforð af nýjum formanni flokksins um að flokkurinn myndi ávalt halda áfram að vaka yfir sjálfstæði og fullveldi Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn er og verður sjálfstæðisflokkur Íslands. Skyldi þér ekki hugnast að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þá bendi ég á Frjálslynda flokkinn og Vinstri Græna sem eru ekki landsölu flokkar. Ég hef að minnsta kosti valið að trúa því. En það er trú Íslendinga á landinu okkar sem hefur alltaf flutt fjöll þegar á þarf að halda. Núna er sá tími 

En menn ættu þó alltaf að muna að blessuð mannskepnan er þannig innréttuð að hún vaknar á morgnana og fer fram úr rúminu í þeirri von að henni vegni aðeins betur í dag heldur en í gær. Að uppskeran verði ekki minni í dag en í gær - og jafnvel meiri. Þetta er eðli mannsins. Ef manninum finnst hver dagur enda á því að honum ávannst aðeins minna í dag en í gær, þá mun maðurinn halda sig í rúminu (sjá ESB). Sem víti til mikils varnaðar eru flest ríki með of mikilli og ráðandi vinstrimennsku, - og Evrópusambandið. Þau eru víti til vanraðar því þau vinna oftast á móti þessari frumþörf mannsins

Ég vona svo sannarlega að við þurfum ekki öll að breiða upp fyrir haus eftir þennan kosningadag. Ég er alls ekki viss um að allir stjórnmálamenn og því síður kjósendur þeirra skilji þetta. Skilji þetta ekki fyrr en eftir langa rúmlegu

Gefðu þjóðríki Íslands atkvæði þitt 

Þjóðríki er fyrirkomulag sem er best. Það er staðreynd. Ég hvet því alla sjálfstæðismenn til að kjósa. Ekki kasta frá þér atkvæði á myllu niðurbrots þjóða

Blómin munu vaxa í garði Íslands á ný, sannaðu til. Ekki gefast upp þó á móti blási um stundarsakir

 

ESB-frétt dagsins:

Spánn: atvinnuleysi mælist nú 17,4% 

Fyrri færsla:

WSJ: Afturganga vandamála þýska Weimar lýðveldisins? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er merkilegt hvað fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.

Þeir sem kjósa Ísland kjósa EKKI sjálfstæðisflokkinn.

Af hverju býrðu ekki sjálfur á draumalandinu???

Ragnheiður (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 01:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Ragnheiður og takk fyrir innlitið

Einhver verður að segja mönnum frá hvernig umhorfs er innanborðs í Galdrabandalagi Samfylkingarinnar ESB. Það verður að forða því að Ísland okkar gangi í þetta einsflokka ólýðræðislega skrímsli sem er að taka á sig mynd stórríkis Evrópu. Framtíðar ríki fátæktar og armæðu.

Það verður að forða því að Ísland gangi í Samfylkinguna að eilífu, því það er aldrei hægt að komast úr úr henni aftur. Það sem Samfylkingin er að segja Íslendingum um ESB er flest ósannindi og skammlaus ódýr hræðsluáróður. Selt eins og nýju föt gamla keisarans í Evrópu.

Ef þú vilt kaupa af mér kofann hér þá get ég flutt fyrr heim í draumalandið mitt og þitt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 02:25

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:16

4 identicon

Afram Vinstri Grænir og vinnum þennan leik.

hóhó. Nú verður gaman. D-menn leggjast í vetrar dvala.

Petur (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 06:25

5 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Gunnar þakka þér fyrir skrif þín sem eru snörp eins og venjulega.  Alltaf fróðlegt að lesa síðuna þína enda kemur þú venjulega með vinkil inn í umræðuna sem ekki er vinsæll á meðal fjölmiðlamanna.

Þetta er allt saman rétt hjá þér í dag nema með Vinstri græna.  Þú getur alls ekki treyst þeim í þessu máli vegna hótana þeirra í garð þjóðarinnar um að fara í samstarf með Samfylkingunni að loknum kosningum (sjá nánar hér).

Helgi Kr. Sigmundsson, 25.4.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gefðu þjóðríki Íslands atkvæði þitt 

Heyr Rögnvald!

SE: Sameinuð [meginlands]  Evrópa er óformlega hrunin efnahagslega. Ósjálfbær og Ósamkeppnisfær gagnvart öðrum risum um hráefnisöflun. Nýbúagenin munu ekki bjarga Deyjandi frumbyggjasstéttinni. 

Ef ekki verður búið að innlima Ísland innan tveggja ára þá losnum við alveg örugglega við regluverkið sem við skrifuðum undir fyrir um 18 árum.  

Ísland getur aftur orðið land almennra einstaklingstækifæra nokkuð sem flestir á meginlandi Evrópu hafa aldrei kynnst í gegnum aldirnar.

Bestu almenn lífskjör eru Íslensk markmið í sjálfum sér: giltu fram til 1994. Lámarkslífskjör eru ekki þakkar verð, nema menn þekki ekkert annað.

Júlíus Björnsson, 25.4.2009 kl. 12:24

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sælla er að gefa en þiggja. Æ sé gjöf að gjalda.

Júlíus Björnsson, 25.4.2009 kl. 12:25

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég kvitta með kærum þökkum Helgi og sendi kveðjur mínar bestu til ykkar fyrir Vestan.

Þessu með VG er hér með komið á framfæri og játa ég gjanran uppá mig sömu efasemdum. En þetta er von mín. Kanski bregst hún.

Sigurður Gunnarsson hefur rétt fyrir sér. ESB er slæm hugmynd sem er orðinn sjúkdómur og vandræðabarn sem enginn losnar við aftur án þess að kála sér í leiðinni. Snýkjudýr virka stundum svona.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 12:34

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Júlíus.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 12:36

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Marteinn. Vissulega áhyggjuefni

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 12:43

11 identicon

Ég hef nú verið í mörgum Evrópulöndum og verð ekki var við annað en þær þjóðir sem eru í ESB séu bærilegar sáttar við sinn hlut. Þær halda altént þjóðegum einkennum sínum, kannski miklu betur en áður. Danir eru t.d. miklu þjóðlegri en Íslensingar hafa verið til skamms tíma. Bjartur í Sumarhúsum vildi vera sjálfstæður og engum háður, það endaði með skelfingu. Enginn er nefnilega eyland, allra síst Íslendingurinn.

i (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:53

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Engin veit hvað átt hefur fyrr enn misst hefur. Litli ljóti andarunginn er önnur saga.

Júlíus Björnsson, 25.4.2009 kl. 14:10

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Gunnar. Í bloggi mínu í dag hvet ég alla ESB-andstæðinga að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda.  Hef ALDREI treyst kommúnistum frekar en krötum. Vinstri grænir fara fyrir FÖLSKU
FLAGGI í Evrópumálum meðan þeir svara því EKKI hvort þeir
samþykki aðildarviðræður. En aðildarviðræður þýða á mannamáli
umsókn að ESB.  

Svo bara gleðilegt sumar Gunnar og takk fyrir samskiptin á liðnum
vetri.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.4.2009 kl. 14:13

14 identicon

Það verður líklega haldið í átt að Brussel á þessu kjörtímabili. Hvort að við förum með hraðlest eða ekki ræðst af því hversu valdamikil Samfylkingin verður.

Ef að ferlið verður hægt og vandað og tækifæri gefast til vitrænnar umræðu þá kemst lestin ekki á leiðarenda. Ég kaus VG fyrst og fremst í þeirri von að það tryggi hægt ferli og einnig í þeirri von að ekki verði allt gefið eftir í Icesave málunum og því öllu saman til þess að styggja ekki Evrópu, sem Samfylkingin væri vís með að gera.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:21

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

VG Hans myndi ég aldrei treysta. Þetta er sósíaliskur öfgaflokkur og
í raun MJÖG and-þjóðlegur eins og Samfylkinginn. Enda vilja þeir
ekki svara grundvallarspurningunni um aðildarviðræður. Já eða nei! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.4.2009 kl. 14:32

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er Íslendingur í húð hár jafngildir því að segja skýrt nei við áframhaldandi arðráni lánastofnanna Evrópu.

Þó ég hafi danskar rætur og hafi fæðst í Danmörku  þá er ég Íslendingur á Íslandi vegna minna Íslensku róta og uppeldis innrætingar í góðum landog þjóðar siðum.

Hinvegar þegar Danir og Íslendingar eiga í keppni er gott að geta aldrei tapað.

Best er að skuld sem minnst og byggja heimili sitt á bjargi. Rækta sinn eigin garð gefur bestu uppskeruna.

Júlíus Björnsson, 25.4.2009 kl. 14:51

17 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég kaus :

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
  2. Ólöf Nordal, alþingismaður
  3. Birgir Ármansson, alþingismaður
  4. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur
  5. Sigríður Ásthildur Andersen, lögfræðingur
  6. Gréta Ingþórsdóttir, MA-nemi og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra
  7. Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur
  8. Sveinbjörn Brandsson, læknir
  9. Steingrímur Sigurgeirsson, stjórnsýslufræðingur
  10. Pjetur Stefánsson, myndlistamaður

Haraldur Baldursson, 25.4.2009 kl. 16:42

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

HB er ekki svo galinn, ég á eftir að kjósa.

Júlíus Björnsson, 25.4.2009 kl. 17:27

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér einnig Guðmundur Jónas.

.

Og þakka þér Haraldur og Hans

.

Þetta er verður spennandi

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 20:40

20 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

SIGUR LÝÐ RÆÐIS

Kosningavaka ríkis RÚV 2009

Ekki byrjaði það vel - og ekki ætlar það að enda hér

SIGUR RUV.002 

 Hneyksli 

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband