Þriðjudagur, 30. desember 2008
Enginn vildi evru - eða hvað?
Enginn vill evru - nema Íslendingar - eða hvað ?
Talsmenn myntbandalags Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst alltaf verið menn draumanna, þ.e. draumóramenn. Þessi nýi draumur hinna svokölluðu Evrópumanna - draumurinn um sameiningu Evrópu - tók við af gömlum draumi margra eldri Evrópumanna, en sem þó og með ofsahraða, breyttist í næstverstu hrollvekju allra tíma hinn fyrri helming síðustu aldar. Embættismenn, vissir stjórnmálamenn og vissir atvinnurekendur áttu sér þennan nýja draum um nýtt sameiningartákn fyrir betri blómum í högum hinnar stríðshrjáðu og þreyttu gömlu Evrópu. Því já, gömul og þreytt er hún að verða blessunin hún Evrópa okkar. En núna er jafnvel þessi nýi draumur einnig farinn að fölna all verulega.
Sumir menn hagfræðinnar eiga sér einnig þennan sama draum og takið hér vinsamlegast eftir orðinu sumir. Orðið sumir þýðir yfirleitt sumir, nema þegar það er misnotað. En það undarlegasta er þó að það hefur aldrei verið almenningur eða þegnarnir sjálfir sem hafa átt sér þennan draum um sameinaða Evrópu. Landamæri þjóða gilda nefnilega einnig fyrir menningu þeirra. Innrásir eru innrásir, sama hvort þær eru gerðar með skriðdrekum, orðum eða pennastrikum. Það er nefnilega svo að hin eina raunverulega bylting sem hefur komið frá fólkinu sjálfu í Evrópu var hin fræga bylting sem kom neðan frá og sem fór mjög friðsamlega fram. Hér er ég að tala um fall kommúnismans í Evrópu - bylting sem loksins kom frá fólkinu sjálfu. En kommúnisminn var þjóðfélagsleg bylting sem upphaflega kom að ofan og var dregin eins og lambhúshetta yfir hausa þegna Evrópu. Þessi bylting kom úr hausum menntamanna og embættismanna. Í dag hefðu þessir menn kanski verið kallaðir Evrópusinnar því boðskapur þeirra hefði náttúrlega verið all flóknari, þróaðri og meira spunninn en hann var í byrjun 20. aldar, því öll erum við börn okkar tíma, við verðum víst að muna það.
En hvað varðar hina nýju pólitísku mynt Evrópu - því pólitísk er myntin evra fyrst og fremst - þá hafa þeir sem borga brúsann, þótt undarlegt megi virðast, aldrei verið talsmenn fyrir þessu þjóðþrifamáli fyrrverandi forseta Frakklands, François Mitterrand og aðstoðarmanns hanns, Jacques Delors. Þeir sem vita eitthvað um tilurð evrunnar vita að hún varð til í einskonar fjárkúgunarferli Frakka gegn Þjóðverjum þegar sameina átti austur- og vestur Þýskaland í eitt ríki. Að frumkvæði Frakka skilyrtu Bandamenn sameiningu Þýskalands því skilyrði að löndin gengju saman í efnahagslegt hjónaband í myntbandalagi.
Frá því þetta gerðist þá hafa sumir, en þó ekki allir, nágrannar þessara styrjaldarhrjáðu þjóða ákveðið að taka sömu pilluna, en þó við sjúkdómi sem var og er ímyndaður. Þessi hugsanavilla er eins og að segja: "ef nágranni minn gengur með hækjur þá vil ég einnig ganga með hækjur". Ég vil fá sama sjúkdóm og nágrannar mínir til þess að geta gengið með hækjur. Ég vil vera eins og hinir í götunni.
Tíminn mun svo dæma þetta sem enn eina þráhyggjuna á borð við gullfætur, silfurfætur og flest önnur þau tiltök í stórpólitík sem dregin eru eins og lambhúshettur yfir höfuð þegnanna - af þeim sér betur vitandi mönnum. Við ættum þó alltaf að muna að suðumark fólksmassa er alltaf hættulegast þar sem sameiningin er hve mest. Sagan segir okkur að það sé þar sem ný þjóðernisleg átök brjótast fyrst út og sem svo hæglega geta breytst í borgarastyrjaldir, ef jarðvegurinn er nógu hagstæður og ef vonbrigðin eru nógu mikil og sterk. Vonbrigðin sem svo oft koma þegar embættismenn og stjórnmálamenn geta ekki afhent þá vöru sem lofað var.
Það sem lofað var þegar pólitískri mynt Evrópusambandsins var ýtt úr vör
Evran átti að skila okkur sem búum hér í Evrópusambandinu því sem næst gulli og grænum skógum. Frægastir og vinsælastir voru spádómar hagfræðings nokkurs sem er kenndur við rósina. Þessi hagfræðingur er þó ekki kenndur við hana Eddu Rós okkar á Íslandi, nei nei - og heldur ekki við fullt af rósum uppi í rúmi a la Piaf style. Nei, hagfræðingurinn heitir bara Andrew Rose og ritgerð hans, Ein mynt - einn markaður (One Money, One Market) er hið áhrifamesta skrifverk allra tíma um hin geigvænlegu væntanlegu jákvæðu efnahagslegu áhrif sameiginlegrar myntar Evrópusambandsins. Samkvæmt þessu riti áttu viðskipti á milli evrulanda að þrefaldast (300%) og sem afleiðing átti evrusvæðið að verða ríkast. Það er kanski vegna þessarar ritgerðar Andrew Rose að forystuembættismenn Evrópusambandsins sömdu Lissabon 2000 marmið Evrópusambandsins, rétt fyrir síðustu aldamót (hér er hægt að lesa um þau markmið og hvernig Evrópusambandinu gengur að ná þessum markmiðum:(Breytt mynd af ESB - höfuðstefna)). En hve tíminn líður hratt segi ég bara. Það eru semsagt 10 ár síðan evran var sett í umferð. Síðan þá hefur þetta gerst:
Þjóðverjar harma ennþá missi gjaldmiðils síns, D-mark. Þjóðverjar voru alltaf ánægðir með þessa mynt sína. Hún var þeirra eigin mynt. Almenningur í Þýskalandi er ekki ánægður með evru og vill fá sína eigin mynt aftur.
Ítalía hefur ekki efni á að hafa evru sem gjaldmiðil lengur og hefur raunar aldrei haft efni á því. Allt gengur illa á Ítalíu og almenningur á Ítalíu kennir evru um ófarir lands síns. Það sama gerir einnig forsætisráðherra Ítalíu.
Spánn naut þó viss efnahagslegs uppgangs frá því evran kom. En þetta er því miður næstum einungis efnahagslegur uppgangur sem átti sér stað á húsnæðismarkaði Spánar og sem var afleiðing alþjóðlegs flæði fjármagns sem fyllti flest lönd heimsins með bólufjármagni. Fyrir Spán eru afleiðingarar m.a þær að núna sitja þeir uppi með allt að eina miljón tómar og óseldar nýbyggðar íbúðir sem enginn vill kaupa. Þetta tifar núna eins og tímasprengja undir fjárhag Spánar og bankakerfis evrulanda. Það er núna búið að loka á fjármagnsflæði til spánska bankageirans inni í miðju evrusvæði. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri á Spáni er núna um 28-30% og atvinnuleysi allra er um 13% og mun að líkum fara uppí 22-24%, eins og það var frá 1992 til 1998, þegar niðurtúr hagkerfis Spánar mun botna árið 2010 eða 2011.
Grikkir höfðu aldrei efni á evru og hafa það ekki enn. Þeir þurftu að fórna miklu af lífsgæðum almannaheillinnar til þess að geta tekið upp evru árið 2002. Þær óeirðir sem við sjáum í Grikklandi í dag eiga m.a. rætur sínar að rekja til þeirra fórna sem þurfi að færa í almannaheilla-kerfi Grikklands á altari inngönguferlisins inn í nýju myntina. Niðurskurður á almannaheilli var það heillin. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri í Grikklandi er núna um 22-25%. Jú jú, það hlýtur að vera gott fyrir Grikkland að hafa núna sterkan gjaldmiðil. En það er bara eitt stórt vandamál kæru lesendur. Sterka myntin gerir hagkerfi Grikklands gersamlega ósamkeppnishæft. Er gott að hafa mynt sem bregst svona við áföllum? Þegar útflutningsmarkaðir evrulanda hrynur, hvað gerir sameiginlega myntin þá til að hjálpa þegnunum? Jú hún HÆKKAR! Hún gerir lífið ennþá verra fyrir þegnana! Til hvers á maður að hafa svona mynt? Uppá punt? Gjaldmiðillinn á að þjóna fólkinu og ekki að virka sem háborg eða himnaríki fyrir spákaupmenn gjaldeyrismarkaða.
Vonirnar um meiri og stærri verslun og viðskipti á milli evrulanda urðu einnig að dufti á þessum fyrstu 10 árum evru. Núna er það mat bjartsýnustu hagmanna að verslun og viðskipti á milli evrulandanna hafi einungis aukist um 5-15% á þessum 10 árum. En þá spyr ég: hvað hefur verslun og viðskipti á milli allra landa í hinni miklu hnattvæðingu undanfarinna 10 ára vaxið mikið? Er það ekki miklu meira en þetta? Er þessi 5-15% aukning ekki einungis afleiðing af því sem gerst hefur UTAN evrusvæðis? Sumir hagmenn taka svo djúpt í árinni að verslun og viðskipti hafi alls ekki aukist neitt eða jafnvel minnkað (Philip R. Lane: The Real Effects of European Monetary Union)
Mynd: í Evrópusambandinu er það fólkið sjálft sem er að verða hin mikilvægasta og að því er virðist næstum hin óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópu í útrýmingarhættu. Ungu fólki fækkar svo hratt og mikið. Um þetta er m.a. fjallað í nýrri bók sem er í smíðum hjá hagfræðingnum Edward Hugh sem ber nafnið: Population, the Ultimate non-Renewable Resource?
Núna nýtur efnahagur Breta góðs af fallandi gengi pundsins. Pundið bregst við breyttum efnahagsaðstæðum á eðlilegan hátt og Bretar munu ekki halda sumarfríin sín í evrulandi á meðan gengi evru er ekki tengt við raunverulegar efnahagsaðstæður þar í löndum. Það sama gera Svíar og Norðmenn því þessi lönd hafa mynt sem er beintengd við efnahagsaðstæður og virkar fyrst og fremst fyrir þegnana í þessum þjóðfélögum. Danir fara núna til Svíþjóðar til að kaupa í matinn, láta gera við bílinn eða til að fara til tannlæknis, því Danmörk er eitt af Norðurlöndunum en þó bundin föst við gengi evru. Ísland er einnig hátt á blaði sem áfangastaður þessara þjóða því nú hafa þær efni á að fara til Íslands eftir að gengi íslensku myntarinnar tengdist raunveruleikann hratt á ný.
En hvað gera atvinnulausir Spánverjar núna í þessu myntsvæði evru? Gera þeir eins og Bandaríkjamenn gera? Þegar launþeginn í Detroit missir vinnuna þá flytur hann til Phoenix í nýja vinnu eða jafnvel eitthvað ennþá lengra innan Bandaríkjanna. Þetta er ekkert mál því hann talar ensku sem er töluð í öllum Bandaríkjunum sem einnig eru undir einni stjórnarskrá. En mun Katalóníubúinn frá Spáni flytja til Berlín eftir vinnu? Nei það muna hann ekki gera því í fyrsta lagi þá talar hann ekki þýsku og í öðru lagi þá er 18% atvinnuleysi í Berlín og er búið að vera það áratugum saman. Nei, Katalóníumaurinn mun ekki flytja neitt. Hann fer bara á kassann heima hjá sér og bíður kanski eina heila kynslóð eftir því að atvinnuástand lagist í landi sínu. En biðin verður löng fyrir vin okkar frá Katalóníu. Atvinnuleysi hin síðustu 28 ár í ESB er búið að vera um 8-12% allann tímann. Það er því ekki að ástæðulausu að ESB er alltaf að dragast aftur úr efnahag Bandaríkjanna og Íslands. Alltaf breikkar bilið með hverju árinu sem líður fyrir Evrópusambandið.
Útúrdúr. Nýtt vefsetur mitt - helgað sjálfstæði Íslands www.tilveraniesb.net
Já kæru lesendur, ég hef opnað nýtt vefsetur sem ég hef helgað áframhaldandi sjálfstæði íslenska lýðveldisins. Ég vil svo heitt og innilega að Ísland haldi áfram að vera fullvalda og sjálfstætt ríki og að það iðki af fullum krafti það frelsi sem Ísland barðist svo hart fyrir. Því frelsi sem hefur gert Ísland að einu ríkasta og besta samfélagi í heiminum í dag. Það blæs á móti núna já, en þessi mótbyr mun ekki vara að eilífu. Hér eru til dæmis myndir af því atvinnuástandi sem þegnar landa evrusvæðis hafa þurft að gera sér að góðu hin síðustu 28 ár: Atvinnuástand hin síðustu 28 ár í evrulöndum
Það eru ýmsir aðrir fróðleiksmolar á þessu vefsetri sem ennþá er í byggingu og sem mun halda áfram að vera í byggingu á meðan ég er. Einnig mun ég útbúa nytsama nestispakka handa þeim sem vilja sækja á ýmis erlend mið og markaði. En til að byrja með mæli ég eindregið með að sem flestir lesi greinina mína um frelsið, ESB og evru: Lestu mig fyrst. Þessi grein birtist áður í síðustu haustútgáfu Þjóðmála. Jæja en áfram með þennan pistil hérna á Moggablogginu.
Ný Argentína inni í Evrópusambandinu?
Það eru ýmis teikn á lofti um að þó nokkur hluti af löndum Evrópusambandsins séu að breytast í nýja Argentínu beint fyrir framan nefið á embættis- og stjórnmálamönnum sambandsins. Þetta mun ég skrifa grein um á næstunni. Kanski er einhver sem man eftir vélbyssuhreiðrunum fyrir utan erlenda banka í Argentínu hér á árunum. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn man vel eftir þeim.
Stöðugleikinn
Eins og fyrr er greint þá hefur stöðugleikur Evrópusambandsins verið mikill. Næstum því ekkert hefur gerst á þessu efnahagssvæði sem rekja má til viðurvistar sjálfs Evrópusambandsins, annað en stöðnun. Þó svo að ESB hefði aldrei verið fundið upp þá þýðir það samt ekki að þjóðir Evrópu hefðu setið aðgerðalausar, horft í gaupnir sér og beðið eftir að frelsari með penna og áætlanir stigi niður frá himnum einn góðan eða slæman veðurdag. Þjóðir geta alveg sjálfar, Ísland er besta sönnunin fyrir því. En núna mun fyrir alvöru reyna á getu seðlabanka evru (ECB). Það er nefnilega fyrst núna að það mun reyna að fullu á getu þessa seðlabanka til að standa við orð sín um stöðugleika. Hann brást illilega á undanförnum árum því vextir á evrusvæði voru lengi alltof lágir. Þessi stefna bankans stóð fyrir mikilli bólumyndun og spákaupmennsku í efnahag evrusvæðis. En það sem býður bankans núna er þó miklu miklu stærra verkefni en verkefnin hans hafa verið á undanförnum árum. Núna verður stærsta verkefni þessa seðlabanka að reyna að halda verðlagi stöðugu eftir að veðbólguþrýstingur er horfinn vegna þess að bólugrafnir efnahagir eru hrundir saman yfir herðar þessa seðlabanka Evrópusambandsins.
En biddu nú hægur Gunnar. Hvað áttu við með að það þurfi að halda verðlagi stöðugu þegar verðbólgan er að mestu horfin? Jú kæru lesendur. Núna þarf seðlabanki evru að tryggja að allt verði ekki einskis virði á evrusvæðinu. Þetta er alger andstæða verðbólgu og nefnist verðhjöðnun. Vítahringur verðhjöðnunar er miklu erfiðari viðfangs en vítahringur þrálátar verðbólgu og hann er hin últímatíva hryllingsmynd allra þeirra sem eiga peninga og þar á meðal eru allir fjárfestar. Allir vita að fjárfestar hræðast mjög afleiðingar verðbólgu. Afleiðingar verðbólgu er nefnilega hin óhjákvæmilega verðbólgubarátta með háum stýrivöxtum og neikvæðum gjöfulleika á peningamarkaði fyrir fjárfestingar, því aðeins fáar fjárfestingar hafa í sér búandi það mikla innbyggða arðsemi að þær þoli mjög háa vexti á þeim fjármunum sem er varið til fjárfestinga og atvinnusköpun. Því dregur úr umsvifum og fjárfestingum þegar vextir eru háir og sem afleiðing lækkar verðbólga þ.e. ef markaðurinn er skilvirkur.
En verðhjöðnun er allt annað mál. Þá er nefnilega ekki hægt að beita stýrivaxtavopninu því vextir geta ekki orðið lægri en núll. Í verðhjöðnunarástandi þá þarf að borga bankanum peninga fyrir að geyma peningana þína á öruggum stað. Neysla dregst mikið saman því allir eru að bíða eftir að hlutirnir verið ennþá ódýrari og munu því fresta innkaupum á meðan verðlag er ennþá að lækka og lækka. Neytendur bíða með innkaup og fjárfestum dettur ekki í hug að fjárfesta í neinu því það verður kanski að engu eða lækkar mikið í verði. Hlutabréf verða minna virði. Það er því að bíða og vona að verðhjöðnunin nái botni sínum, að jafnægi náist eða að vöxtur taki við sér. En í svona ástandi þá eru það fyrst og fremst þeir seðlabankar sem hafa himneskt og beint samband við skattgreiðendur sem geta gert eitthvað í málunum. Til dæmis þá er seðlabanki Bandaríkjanna (The Federal Reserve) í himnesku beinu sambandi við vasa skattgreiðenda í gengum sameiginleg fjárlög bandaríkja norður Ameríku, sem eru um 22-25% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Þessutan þá er seðlabanki Bandaríkjanna EKKI sjálfstæð og óháð stofnun eins og svo margir halda. Hann er undir beinni stjórn sambandsríkisstjórnar Bandaríkjanna og hefur það sem eina markmið sitt að sjá til þess að efnahagur Bandaríkjanna vaxi og að atvinnuástand sé þar gott. Þetta fróma hlutverk The Federal Reserve hefur forgang fram yfir að halda verðlagi stöðugu. The Fed veit að verðlag kemur í öðru sæti þegar virkilega ríður á að sýna styrk til þess að sporna við alvarlegum hættum sem steðja að þessari stærstu efnahagslegu dráttarvél heimsins og allra tíma. (Remarks by Governor Ben S. Bernanke; Deflation: Making Sure "It" Doesn't Happen Here)
Hérna mun seðlabanki evru eiga mjög erfitt með að fóta sig því hann hefur ekki aðgang að neinum fjárlögum eins né neins til að flytja peninga til á þá staði á myntsvæðinu þar sem þeir eiga að vera og þar sem þeirra er mest þörfin. Það munu því verða ríkisstjórnir evrusvæðis sem þurfa að vinna þessa vinnu. ECB mun einungis horfa á getulaus á meðan evrusvæðið hrynur, hægt en örugglega. Hann mun ekki geta búið til þá nauðsynlegu lágmarks verðbólgu sem verður að vera til staðar til að búa til hagvöxt. Einnig gera há-aldraðir þegnar Evrusvæðis allt miklu erfiðara viðfangs. En það virðist vera orðið þannig í Evrópusambandinu að fólkið sjálft er að verða hin stærsta óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópu. Evrópusambandið þarf því ekki að hafa áhyggjur af óendurnýjanlegum hefðbundnum náttúruauðlindum sínum. Þær munu koma til af sjálfum sér, ef áfram heldur eins og nú horfir til með hina hröðu fækkun ungs fólks í Evrópusambandinu. (Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB)
En gallinn er sem sagt sá að það eru engin sameiginleg fjárlög fyrir myntsæðið og ríkisstjórnir evrulanda eru aldrei og verða aldrei sammála um eitt né neitt hvað varðar sameiginlegar aðgerðir. Þýskaland vill ekki gera neitt enda eru þeir svo vanir að allir geri alltaf allt fyrir þá. Að allir aðrir togi hagkerfi sín í gang svo Þýskaland megi stunda útflutning til hagkerfa þeirra. En það er alls ekki víst að Bandaríkjamenn nenni eina ferðina enn að draga aðaldráttarvél evrusvæðisins í gang. Bandaríkjamenn þurfa nefnilega að stórauka sinn eigin útflutning. Þá mun allt ESB þurfa að biðja bænirnar sínar, oft og af mikilli eljusemi. Leggjast á bæn og biðja til Ameríku um að þeir sjá aumann á okkur hér í gömlu Evrópu, einu sinni enn (The eurozone depends on a strong US recovery)
Ekkert hefur nefnilega komið út úr þessu Evrópusambandi og mynt þess, nema skriffinnska og visnun vöðvaafls frelsisins hjá aðildarríkjunum. Ekkert sem hefði ekki komið þó svo að ESB hefði aldrei orðið til. Núna er því ekkert eftir fyrir ESB annað en að bíða. Bíða eftir mömmu - þeirri mömmu sem getur ekki afhent vörurnar eins og hún lofaði.
Ætlar Ísland að verða Ítalía norðursins? Nei takk!
Forsíða þessa bloggs
Tengt efni: Hindrar evra atvinnusköpun ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2009 kl. 01:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Takk fyrir þín skrif og ég er uggandi hér heima um þessa þrálátu umræðu viðskiptalífs yfir krónunni og kalli eftir evru. Talað er um óstöðugan gjaldmiðil sem lausn á vandanum. Og ég hef mikið verið að kynna mér 100% gulltengingu gjaldmiðils.Það virðast vera ansi margar ranghugmyndir um gullfót í umræðunni.
En ég mundi vilja athugasemdir frá þér. Varðandi vissa hluti.
Tíminn mun svo dæma þetta sem enn eina þráhyggjuna á borð við gullfætur, silfurfætur og flest önnur þau tiltök í stórpólitík sem dregin eru eins og lambhúshettur yfir höfuð þegnanna - af þeim “sér betur vitandi” mönnum.
Þarna talar þú um gullfót sem pílitískt þráhyggju tiltak sem dregið er yfir þegna.
Getur þú útsýrt nánar fyrir mér hvað þú átt við með þessu.
Vilhjálmur Árnason, 30.12.2008 kl. 20:37
Það eru meiri flónin þessir Íslendsku vinir ESB. Ætla þeir að fórna Íslandi á altari þráhyggjunnar um ESB-aðild og ekkert horft í fórnarkostnaðinn. Nú þegar öll hin fátæku ríki Austur-Evrópu eru á leiðinni inn í Evrópusambandið, er það hreint sjálfsmorð að hætta sér þarna inn fyrir dyr.
Líklega var Austur-Þýðskaland stöndugasta ríkið í Austur-Evrópu en hvað ætli sameining þess við Vestur-Þýðskaland og þar með ESB kosti ? Samkvæmt frétt í Spiegel er árlegur kostnaður af sameiningunni 70 milljarðar USD.
Lesið þetta: http://www.spiegel.de/international/spiegel/0,1518,373639,00.html
Dettur nokkrum í hug, að það kosti minna að koma öðrum löndum Austur-Evrópu til bjargálna ? Drápsklyfjar verða lagðar á þær þjóðir sem eitthvað eiga aflögu. Mér segir svo hugur um, að þetta eitt muni nægja til að sökkva þessum hripleka fúa-dalli sem Brussel nefnist.
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 21:16
Ég þakka ykkur fyrir innlitið.
.
Sæll Vilhjálmur:
Það sem ég á við er að ALLAR aðgerðir til að láta eitthvað annað en markaðslögmálin ákveða gengi gjaldmiðils opinna hagkerfa eru dæmdar til að mistakast því einungis markaðurinn (kaupendur og seljendur) geta komið sér saman um rétt verð fyrir eina einingu af gjaldmiðli þjóða á hverjum tíma. Það þurfa að vísu að vera uppfylltar ákveðnar og margar forsendur í hagkerfum til þess að markaðurinn verið skilvirkur og verðmyndun í góðu lagi. En það er hægt með góðri hagstjórn og með því að allir sem hafa til þess tækifæri vinni með, en ekki á móti, þeim seðlabanka sem gætir myntarinnar. Að seðlabankanum sé ekki þröngvað upp í horn eins og gerst hefur á Íslandi og undir verndarvæng EES samningsins sem hefur þverriðið heilbrigðri bankastarfssemi á Íslandi til hins ýtrasta. Það hjálpar heldur ekki að láta seðlabanka annarra þjóða um þessi mál með því að nota mynt þeirra.
.
Síðast þegar Ísland ætlaði að ganga í myntbandalag byggt á staurfótum þá endaði það svona: Gengið á gullfótum yfir silfur Egils,
.
Ég hef einnig kynnst fastgengisstefnu í ERM II ferli sem drap nánast heilt hafkerfi og sem hefur aldrei beðið þess bætur síðan. Að binda verðgildi gjaldmiðils við málma er að mínu mati geðbilun á háu stigi. Gull er t.d í besta falli hægt að nota sem bílastæði fyrir peninga. Geymsla, en oft þó slæm geymsla.
.
Allar svona tilraunir hafa alltaf verið dregnar yfir þegnana af misvitum mönnum með nú úreltar hugmyndir um hagkerfi. En þetta myntmál er þó miklu miklu og óendanlega flóknara mál en flestir gera sér í hugarlund. Þetta mál varðar sjálfstæði þjóða og alveg sérstaklega hagkerfi þjóða sem eru orðin efnuð og þróuð hagkerfi - eins og til dæmis nú er orðið á Íslandi.
.
En kjörorðið hér er góð og hófsöm efnahagsstjórn og fullt frelsi og full ábyrgð.
.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.12.2008 kl. 21:50
Sæll Gunnar, frábær grein hjá þér. Gott væri ef ESB sinnar læsu hana með opnum hug (ég veit ég fer fram á of mikið núna).
Raddir um að allt hefði verið betra ef við hefðum verið innan ESB og með Evru, er mjög víða að heyra.
Ramminn sem leyfði bankastarfsemi sem setti bönkunum engar hömlur í vexti (ca. 4-6 sinnum of stóra) erfðist til EES og er nákvæmlega sama reglugerð og hefði verið við lýði innan ESB.
ESB aðild hefði því EKKI hindrað bankana nokkurn skapaðan hlut.
Merkilegt ætti manni að finnast hversu vel sum íslensk fyrirtæki eru að standa sig með krónuna sem sína viðskiptamynt. En eins og þú, Gunnar, hefur marg oft bent á þá aðlagast krónan sig að þessum versnandi skilyrðum. Með því að við klárum nokkur útistandandi mál (Icesave+Kaupþing Edge, lækkum skatta á fyrirtæki svo atvinnustigið haldist hátt,....meira hér) erum við örugg um að verða fyrsta landið sem vinnur sig út úr kreppunni. Höldum taugunum og vinnum okkur út úr vanda okkar.
Haraldur Baldursson, 30.12.2008 kl. 22:17
Eins og þú bendir á Gunnar. ESB er ekki USA. Það er ekkert sem Lissabon sáttmáli eða önnur plögg frá Brussel geta gert til að breyta því. Spánverjar tala spænsku og eru ekki að breyta því, þeir eru ekki á leiðinni annað. Hver Evrópuþjóð vill varðveita sína menningu, tungu og hefðir. ESB verður aldrei með fljótandi vinnumarkað eins og USA. Svo skulum við ekki gleyma því heldur að menningarlega, eins og landfræðilega, erum við tengd bæði Evrópu og Bandaríkjunum. Síbyljan um að við séum, sem við erum, Evrópuþjóð breytir engu þar um, að við erum líka tengdir sterkum böndum í vesturátt, sterkari böndum en flestar meginlandsþjóðir ESB.
Haraldur Baldursson, 30.12.2008 kl. 22:26
Smæð okkar er styrkur eins og margsannað hefur verið.
Hingað til hefur okkur tekist ágætlega til í samningum við erlend ríki, sem sum hver taka okkur fagnandi enda sjá þó ávinning í þekkingu okkar og enga ógn sökum þess hversu smá við erum og ólíkleg til að þrengja að hagsmunum þeirra í krafti stærðar.
Haraldur Baldursson, 30.12.2008 kl. 22:31
Takk fyrir fróðleg skrif. Tek undir þá frómu ósk að ESB-sinnar lesi þetta með ,,opnum hug" en það er skrautnefni þeirra yfir aðeins eitt, að vera opnir fyrir ESB-aðild.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.12.2008 kl. 22:48
Þakka skemmtilegan og raunhæfan pistil. Alltaf skal það koma niður á það að 2+2 eru 4 hvar sem maður drepur niður. Hvenær hafa stórríki/alþjóðleg fyrirtæki virkað til lengri tíma í sögunni?...ég bendi á AT&T, IBM, Esso o.fl. enda þegar sameiginlegur efnahagur margra fyrirtækja með dassi að viðskiptavild er settur í jöfnu færðu alltaf skemmtilega tölu. Sama aðferð var farinn þegar ávinningur ESB var reiknaður og er enn reiknaður...enda enginn sem vill skrifa upp á það. ESB er aldagömul hugmynd sem aldrei mun ganga upp. Tökum kanski miðju atrennu Rome:)
Ingólfur T Garðarsson, 30.12.2008 kl. 23:10
Ég tek umræðu þína Gunnar um stöðugleika gjaldmiðla eins og hún er meint, það er að segja sem grín. Þú þekkir markaðslögmálin of vel til að tala um, að láta markaðinn ráða réttu gengi gjaldmiðla. Auðvitað veitst þú að það er ekki framboð og eftirspurn sem ræður verði á mörkuðum, heldur væntingar markaðs-aðila um breytingar. Allir hagfræðingar eru búnir að afskrifa gömlu rulluna.
Fyrir vanþróuð hagkerfi eins og það Íslendska er lífs-spurs-mál að halda genginu föstu og hvert hálmstrá til að hanga í, er betra en ekkert. Enginn maður á Íslandi vill aftur það heljarstökk sem þjóðin mátti þola og er ekki séð fyrir endann á þessum hörmungum. Seðlabankinn verður fjarlægður og prentun peninga út á ástarbréf verður ekki lengur leyfð.
Það er hreint gullkorn hjá þér að tala um "seðlabanka sem gætir myntarinnar". Flestir seðlabankar í heiminum hafa gætt myntarinnar svo vel að hún er víðast orðin brota-brot af því verðmæti sem seðlabankanum var falið að gæta. Hlutskipti okkar gæti orðið ofsa-verðbólga, ef ekki er gripið strax til ráða (Myntráða):
Gullfótur Skandinavíu var ekki undir stjórn Myntráðs, svo að ekki var hægt að ætlast til að hann entist lengi. Gullfótur hefur reynst mjög vel, þar sem rétt hefur verið staðið að málum. Bretton Woods tímabilið var til dæmis eitt mesta hagvaxtarskeið heimsins. Gullfótur kemur því vel til greina fyrir Ísland.
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 23:29
Sæll Gunnar,
Þakka fyrir góðar greinar og gott að fá tilvitnanir og tengla inn á frekari fróðleik og greinar.
Það er staðhæfing margra að hrunið hér hefði aldrei orðið ef við hefðum almennilegan gjaldmiðil. Þá velti ég fyrir mér á móti hvað ef bankarnir hér hefðu hagað sínum úlánum almennilega og unnið með seðlabankanum að hemja þensluna og verðbólgu Þá á ég við að hver sem er gat komist hjá háum vöxtum á innlendum lánum með því að slá lán í erlendri mynt. Fyrirfinnst einhversstaðar bankakerfi sem kemur sér undan stýrivöxtum og bjóði lán í öðrum myntum til húsnæðis- og bílakaupa?
Seðlabankinn er einn látinn berjast við þennsluna og hækkar sífellt vexti sem ekkert bíta á erlendu lánin. Mér finnst þetta fullkomið ábyrgðarleysi gömlu bankanna og nánast fáránlegt að þessi lán hafi verið í boði.
Valur (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 23:44
Ætli þetta með áhuga á ESB hafi eitthvað með græna grasið sem er hinu megin við lækinn að gera?
Hörður Einarsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:45
Sæll Valur:
Það er líka staðhæfing margra að hrunið hefði ekki orðið, ef bankarnir og þeir sem þeir stjórnuðu, hefðu hlustað á aðvarir margra af okkar mörgu, mjög svo kláru hagfræðingum.
Þá væri betur komið í stöðu okkar íslendinga, og ekki þyrftum við þá að borga eitthvað sem er til er fyrir. Þú ert kanski einn af þeim sem hefur vondann málstað að verja? ef svo er þá er best að vera laus við þess háttar fólk.
Þú ert væntanlega í flokki þeirra sem sérð bara græna grasið sem er hinu megin við lækinn.
Það að taka frekar mark á manni eins og Gunnari væri hollara hverjum Íslendingi og hans annars góðri grein, annars máttu ...... heita.
Hörður Einarsson, 31.12.2008 kl. 01:04
Gunnar þakka þér fyrir staðreynda upptalninguna og Haraldi fyrir reynslu vitnisburðinn. Því miður gera sumir sér ekki fyrir rökum og skoðunum. Sem bendir til lítillar reynslu og lágrar greindar. Skilja kjarnann frá hisminu. Sjá fyrir sér það kallast "abstrakt" í hlutunum.
Það sem ESB-sinnar kalla kosti við innlimun eru yfirleitt hlutir sem við tekið upp án þess að innlimast. Hitt gleymist þeim: ókostirnir eða nánast allt regluverkið sem innleitt hefur verið hér á landi, er að mínu mati aðal orsök þess vanda sem þjóðin er í og jafnframt hinn mesti dragbítur þegar við erum að reyna að rétta úr kútnum. Maður á ekki að leita langt yfir skammt. Forréttindi og sérhagsmunir íslensku þjóðarinnar frá fornu fari eru of sérstakir til að fara að fórna þeim á altari auðhringahyggju ESB ofurbeauroK-ratanna.
Júlíus Björnsson, 31.12.2008 kl. 03:28
Góður að vanda, Gunnar.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 10:52
Valur, þú virðist gleyma því að Seðlabankinn notaði ekki þau tæki sem hann hafði til að stöðva þenslu bankanna. Hvers vegna var þeim ekki beitt ?
Af hverju greip Seðlabankinn ekki til einhverra aðgerða ? Getur verið að þeir sem þar réðu hafi frá upphafi ætlað að yfirtaka bankana, eins og nú er búið að gera ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.12.2008 kl. 11:16
Þeirrar vanþekkingar hefur gætt hjá mörgum, að gjaldmiðill ætti að vera óljós tilvísun til verðmæta-sköpunar með þjóðinni, eða vaxtarlags forsætisráðherra. Gjaldmiðill af þessari tegund er vissulega algengt fyrirbæri og nefnist á ensku "fiat currency" (af-því-bara-peningur).
Gjaldmiðlar af þessari tegund eru ekki alvöru gjaldmiðlar, því að þeir uppfylla ekki þær skilgreindu kröfur sem gerðar eru. Tilgangur með alvöru gjaldmiðli er þrenns konar:
Gjaldmiðill lands á því að vera ávísun á verðmæti og þessi verðmæti eru gjaldeyrissjóður sá sem útgefandi gjaldmiðilsins heldur í varasjóði sínum. Verðmæti varasjóðsins á að vera 100% baktrygging fyrir gjaldmiðilinn. Ef baktryggingin er einungis hluti af uppgefnu verðmæti gjaldmiðilsins, er hann of hátt metinn og mun fljótlega lækka að verðmæti. Ef verðmæti varasjóðsins er meira en ávísun gjaldmiðilsins segir til um, er hann of lágt metinn og mun hækka. Hægt er einnig, að segja að peningar séu vaxtalaust lán sem almenningur veitir útgefanda gjaldmiðilsins.
Í gjaldeyrirsjóði geta verið erlendir gjaldmiðlar eða verðmætir málmar, eins og gull og silfur. Önnur varanleg verðmæti koma einnig til greina, en rúmfang þeirra skiptir máli og hversu auðvelt er að nota þau til viðskipta. Af þessu má sjá, að þegar menn tala um að málmar geti ekki verið baktrygging gjaldmiðils, þá eru menn annað hvort að grínast eða eru haldnir mikilli og alvarlegri vanþekkingu.
Þeir sem gefa út gjaldmiðla, verða auðvitað að hafa lágmarks þekkingu á hvaða kröfur eru gerðar til gjaldmiðla. Oft skortir þó sárlega á þessa þekkingu og er raunar viðloðandi vandamál hjá þeim sem stýra seðlabönkum. Seðlabankar reka reyndar stefnu sem nefnd er "torskilin peningastefna" (discretionary menetary policy), sem Seðlabanki Íslands vill nefna "sjálfstæða peningastefnu". Hún er fólgin í því að gera það sem bankastjórunum langar til að gera, eða þeim stjórnmálamönnum sem í krafti skipulags eða persónulegra tengsla langar til að seðlabankinn geri. Allar gerðir seðlabanka eru gerðar bak við tjöldin og talið til ágætis að koma almenningi á óvart.
Algjör andstaða við fyrirkomulag seðlabankanna eru myntráðin. Þau hlýta föstum gegnsæum reglum, enda nefnist stefna þeirra "reglu-bundin peningastefna" (rule-bound monetary policy). Myntráð halda varasjóð sem á öllum tímum inniheldur 100% baktryggingu fyrir gjaldmiðilinn. Slíkur gjaldmiðill er raunveruleg ávísum á verðmæti og getur því ekki fallið í verði, miðað við verðmæti varasjóðsins.
Gjaldmiðil sem bundinn er með starfsreglum Myntráðs, heldur 100% verðmæti og 100% stöðugleika, svo framarlega sem grunn-mynt (anchor currency) þess er stöðug. Grunnmyntin getur verið US Dollar eða önnur sterkur gjaldmiðill, eða gull.
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.12.2008 kl. 13:55
Alltaf gaman af wisserbesserum eins og Jóni Frímanni. Ætli bloggi hans verði ekki lokað á morgun af mbl.is?
Nú er ég að flytja heim í kreppuna úr kreppunni Danmörku - enda orðinn dauðleiður á því landi. Ekki tók það langan tíma að finna sér góða vinnu hér á landi.
Núverandi aðstoðarkona mín þar sem ég vinn í Kaupinháfn, var skrifstofustjóri hjá andstæðingum ESB þegar Danir voru að velta þessu fyrir sér fyrir 35 árum síðan. Eftir inngöngu segir hún að það er margt gott sem hefur komið fram, en marg mjög slæmt líka. Eitt er þó sem skín í ESB það er sú rosalega spilling sem viðgengst þar. Já Jón Frímann það finnst spilling út í hinum stóra heimi sem þú hefur greinilega aldrei heimsótt, eða hvað? Hún segir þó að það sé ekki þess virði að ræða þann möguleika að yfirgefa ESB nú.
Guðmundur Björn, 31.12.2008 kl. 13:59
Ég vil ómögulega spilla þessari trúarsamkomu, en það er eins og höfundur (o. fl.) átti sig ekki á því að Ísland hefur verið hluti af Evrópubandalaginu í einn og hálfan áratug.
Hefur mesta velsældartímabil þjóðarinnar verið beinlínis tengt þeirri aðild, því gegnum það var tryggt að hægt væri að nálgast allt það mannafl sem þurfti í uppsveiflunni og allar þær vörur er þurfti til að leyfa fólki að njóta betri lífskjara.
Myntbandalag Evrópu hefði tryggt að ekki færi nærri jafn illa fyrir Ísland og raun bar vitni. Bankar hefðu farið á hausinn - eins og annars staðar - en ekki 100% af bankakerfinu.
Ótrúlegt að þessi sértrúarsöfnuður í kringum and-ESB aðild prediki um að myntsamstarf við Evrópu sé einhvernveginn slæmiur hlutur. Allt bankakerfi, verðbréfakerfi og húsnæðiskerfi varð að ösku á Íslandi s.l. ár. Það var íslenska krónan sem olli persónulegu tjóni landsmanna í þessu hruni.
Það var búið að þrýsta niður vísitölu krónunar með spákaupmennsku á henni og var ljóst að enginn erlendur fjárfestingarbanki hafði hið minnsta traust á Íslandi. Svo slæmt var það að það var ekki einu sinni skoaðað af alvöru að lána íslenska ríkinu.
Öll verðbólgan, verðtryggingin, verðhækkanir, launarýrnanir o. fl. frábært, er beintengt við íslensku krónuna.
Ég hef ekki áhuga á trúarbrögðum er kemur að peningum og efnahag. Gullkálfurinn má eiga sig fyrir mér. Raunveruleikinn er sá að Evrópubandalags-aðild Íslands á tíunda áratugnum breytti landinu til góðs. Nú var spurning hvort við ættum erindi í myntsamstarf.
Þeirri spurningu var svarað þegar íslenska krónan hrundi og tók efnahagskerfi landsins með sér, gerði Ísland eitt skuldsettasta land Evrópu, setti góðan part almennings á hausinn og skar kjör allra niður.
Aðildin að ESB er bara formsatriði. Hún breytir engu fyrir Ísland, samanborið við myntsamstarf.
En, já.. gerið svo vel og haldið áfram predikuninni. Hver er ég að trufla messuna!
kveðja frá EU
Uni Gislason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:08
Sæl öll,
Þetta er orðin mjög lífleg umræða hér!
Hörður! Ég hef engan málstað að verja hér. Vildi bara fá álit Gunnars á þessari spurningu. Mér sýnist hann færra ágætis rök fyrir sínum málstað og er ég bara að kynna mér hann. Nóg sér maður frá þeim sem vilja taka upp evru.
Jú Loftur ég er sammála þér. Það væri líka fróðlegt að vita af hverju seðlabankinn notaði ekki öll þessi stjórntæki!
Valur
valur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:16
Innflutningurinn var rökstuddur að þeim sem réðu, að það þjónaði þeim tilgangi að hemja þenslu innanlands. Sem aðrir segja til að halda almennum tekjum niðri eða fækka tækifærum til að efnast. 20 árum fyrir ESS voru hér almennir raunverulegir uppgangs tímar og heimilishagvöxtur umtalvert miklu meir. ESS færði fjármuni úr landi og veðsetti heimilin á móti skammtíma fjárfestingu auðhringa sem við fáum nú að borga á næstu árum dýrum dómum sér í lagi eftir innlimun í ESB, sem er stöðug niðurjöfnun til langframa.
Júlíus Björnsson, 31.12.2008 kl. 16:48
Uni, ertu þá að segja í þinni messu að ekki hafi orðið hrun í Evrópu á húsnæði og þeirra fjármálamarkið?. Maður heyrir nú ekki annað meðal evrópubúa fyrir kanski utan norðmenn að framtíðin sé váleg. Eða snertir heimskreppan ekki ESB. Það verður þá í fyrsta skipti sem heimsveldi ( sem ESB er ) stendur utan líðandi stundar.
itg (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:51
Takk Gunnar fyrir meiriháttar grein. Takk Gunnar fyrir þína meirháttar góðu písla hér á bloggsíðu þinni s.l. ár. Um von að þú
látir skrif þín birtast víðar á nýju ári, t.a.m í dagblöðum. Ekki veitir
af. Gleðilegt ár, með þjóðlegri kveðju. Guðm.Jónas.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.1.2009 kl. 02:44
Herna i Grikklandi er folk frekar jahvaett a moti evru. Flestir muna eftir stodugar gengislaekkarnir sem drakhman hafdi i for med ser.
Atvinnuleysi er mikid (7.5%, og mun meira hja ungu folki) en samt er thad thad minnsta i 10 ar. Og hagvoxtur arid 2009 verdur liklega a milli +1.5 til +2%.
Thannig ad eg held ad evran tryggji efnahagslegan stodugleika, a.m.k. i londum eins og Grikkland. Laetin i Athenu hafa ekkert ad gera med thattoku landsins i ESB eda evruvaedingu thess.
p.s. fyrirgefid malfraedisvillur eg er bara half-islenskur :p
Jorgo (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:09
þjóðir með lágar vergar tekjur Landsframleiðslu sýna eðlilega góðan hagvöxt í byrjun hagræðingar en svo stoppar það því þetta er allt undir auðlindum komið þegar upp er staðið. Írland, Portgal, Spánn komast nú víst ekki hærra. Stór hluti Íslensku þjóðarinnar hefur alltaf tekið laun fyrir um 150% vinnu. Og starfsævin er með þeim lengstu sem gerast. Og oft er ein manneskja íslensk lát gera það sem öðrum þjóðum þykir minnst tveggja starf. Enda vergar tekjur Landsframleiðslu á nýfæddan einstakling þær hæstu í heimi, ef svört- og einkavinna er talin með. Þessar vergu tekjur og auðlindir valda miklum væntingu erlendra auðhringa [fjárfesta] sér í lagi ESB.
Júlíus Björnsson, 8.1.2009 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.