Leita í fréttum mbl.is

Undarlegt þetta Evrópu-samband

Hmmm . . . 

. . . undarlegt, en það virðist vera svo að allt sem kemur nálægt þessu Evrópusambandi fari næstum því sjálfkrafa á hausinn, nema náttúrlega að gamla heima-ríkið komi og hjálpi til, því ekki gerir ESB það, svo mikið er víst. 

Núna er það mjög þrálátur orðrómur um að Danske Bank sé að fara á hausinn inni í miðju Evrópusambandinu sem vekur athygli þeirra sem eiga peninga í vissum pappírum, eða réttara sagt, þeirra sem héldu að þeir ættu peninga í vissum pappírum. Það er því miður mjög mikið að gera núna hjá talsmönnum Danske Bank við að bera til baka frekar lífsseigan og Íslandslegan orðróm sem virðist lifa sínu eigin langa og þráláta lífi um að bankinn sé að fara nedenom og hjem

euflag-fewstars

Öll útrás Danske Bank til Írlands og baltísku landanna virðist vera að hengja þá í snöru esb-frelsisins núna. Ríkisstjórn Danmerkur segist vera að undirbúa björgunarhring uppá 100 milljaðra DKK til bankanna hér í þessu ESB landi. Þetta eru ca 2400 miljarðar ISK og kemur ofaní allt annað sem hefur verið kastað til bankanna. Þetta er ca. hálf miljón ISK á hvert mannsbarn í Danmörku.

Viðskiptavild Danske Bank uppá 23 miljarða DKK virðist alveg óvart hafa gufað upp fyrir hraðbyri á írska og baltíska hafinu inni í lögsögu ESB. Þessvegna er sennilega verið að kasta þessum björgunarhring af því að þetta heyrir jú væntanlega undir sjávarútvegsmálin þarna á ballarhöfum Írlands og baltísku landanna. En hvað veit ég. Það er því gott að við höfum marga sérfræðinga til að segja okkur frá því hvernig málin standa. Sérfræðingar frá Danske Bank segja okkur til dæmis að bankageirinn "hafi það fínt" og hafi næga peninga. Því spyrja aðrir danskir sérfræðingar hvervegna það sé þá þörf á þessum monster-pakka til bankanna? En hvað veit ég.

Hlutabréf í Danske Bank hafa fallið um 80% frá hámarki sínu fyrir tveim árum. Núna er gengið aftur komið niður til sultaráranna 1997, eða niður í fimmtíukallinn. 100 milljaðrar DKK gufaðir upp.  Går den, så går den. Jammen det er jo bare dejligt!

Markedet frygter minus i Danske Bank

Eksperter sår tvivl om bankpakke

Danske Bank i dramatisk rygtestrøm 

Ekki veit ég hvað hamingjumála-kommissar ESB segir við þessu öllu. Er ekki hægt að setja einhverjar fleiri reglur um að allt eigi að ganga vel í Evrópusambandinu? Ég spyr bara! 

Það er því gott að Ungir Sjálfstæðismenn hafi alltaf vitað að ekki er allt gull sem glóir sem stjarna á bláum bakgrunni. Einusinni var bakgrunnurinn víst rauður. En núna er hann blár. Það þykir sumum ögninni betra. 

 

  

En þetta lagast allt bráðum 

Núna eru einungis 374 dagar eftir þangað til við verðum ríkust hér í Evrópusambandinu, samkvæmt teljaranum efst til hægri hérna á þessari vefsíðu. Ég get varla beðið - ó hve ég hlakka til !  

Fyrri færsla: Saxo Bank 10 púnkta völvuspá fyrir 2009

Forsíða 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki nema von að aðilarríkin verði sjálf að bjarga sínum bönkum - þau hafa ekki viljað taka upp sameiginlegt ábyrgðarkerfi fyrir bankakerfið. Það er blessað gamla þjóðarstoltið sem er að fara með þetta eins og svo margt annað til .......

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 09:04

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Snilldarhugmynd sem þú nefnir: Setja fleiri reglur um að allt eigi að ganga vel í Evrópusambandinu!

Haraldur Hansson, 23.12.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

voðalega finnst mér viðbrögð og tálsmáti dönsku bankanna minna á íslensku bankanna rétt fyrir fall.

Fannar frá Rifi, 23.12.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Flott grein Gunnar.  Setu hana aftur inn með tengingu á þessa frétt hérna 

Guðmundur Jónsson, 23.12.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Kjartan Jónsson

Það er skrítin röksemdarfærsla að kenna atburðarás sem átti upphaf sitt í bandarískri glæfrastarfsemi í húsnæðislánamálum við Evrópusambandið, bankar um allan heim eru í vandræðum og þér dettur í hug að kenna Evrópusambandinu um! Það er líka ein af þessu undarlegu hugmyndum sem andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa um sambandið að hlutverk þess sé að koma bönkum til bjargar. Þetta staðfestir bara það sem mér hefur sýnst í þessari umræðu, þeir sem hæst gjamma gegn Evrópusambandinu eru þeir sem minnst vita um það.

Kjartan Jónsson, 23.12.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk kærlega fyrir innleggin


Já Kjartan. Ég hélt ekki að Bandaríkin skiptu máli lengur. Eurokratar eru búnir að segja það svo lengi. Það er víst ekki hægt að kenna Bandaríkjamönnum um hversu lélegir kaupmenn Evrópubúar eru, að hafa keypt þetta drasl af Bandaríkjamönnum. En já Bandaríkjamenn eru góðir sölumenn.

En annars held ég að subprime lán Evrópubúa sjálfra séu nú eins og ein stór púðurtunna í eignasöfnum evrópskra banka. Fasteignamarkaður Evrópu er jú í frjálsu falli. Ásamt 3,5 trilljón EURO lánum evrópskra banka til í nýmarkaðslöndum sem munu gjaldfalla á næsta ári. En það var samt gott að Bandaríkjamenn björguðu bandaríska AIG tryggingarisanum því hann tryggir allar skuldir Evrópskra stórbanka.

Nú er það víst þannig að eitrað eignasafn þýskra banka er núna komið uppí 30% af þjóðarframleiðslu Þýskalands. Svo það er bara að bíða eftir flugeldasýningunni - ásamt þessum 1.000.000 nýbyggðu og óseldum íbúðum á Spáni sem eru að springa undir ríkisstjórn Spánar. Svo eru það þessar 300.000 íbúðir á Írlandi sem enginn vill.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 23.12.2008 kl. 17:54

7 Smámynd: Þór Gunnlaugsson

Sæll Gunnar

Spár eru ekki það sem ég stunda heldur heilunarmiðlun en samt er það svo að stundum kemur tenging ef hún skiptir máli fyrir mannkyn.Bendi þér á Völvuspá sem ég gerði í 31.12 2007 á www.heilun.blogcentral.is um það hrun sem orðið er og ýmislegt þar sem komið er fram eins og mér var sýnt það.Það má vera að í framtíðinni setji ég nákvæmari greiningar inn allt að 12 mánuði fram í timann bæði um fjárhag og framtíð fólks en við sjáum til.Mér sýnist austantjaldslöndin vera að berjast í bökkum að halda sér á floti og Rússar eru að nálgast hættumörk haldi olia áfram að lækka  en ég sleppi spá um það og geymi hana fyrir mig en hún mun hrista vel upp í hagkerfum heimsins á næstu 7 mánuðum.

með jólakveðju

Þór Gunnlaugsson

Þór Gunnlaugsson, 23.12.2008 kl. 20:30

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ávinningur ESB umnfram EES er nokkuð sem hefur verið svolítið í skýjunum í umræðunni. Hver er ávinningurinn ? Hver er viðbótin, ef við bara sleppum göllunum í bili ?
-markaðir...þeir eru okkur vel opnir þegar (ekki er það það)
-Evran...jafnvel þó hún væri eftirsóknarverð...þá er hún ekki á leiðinni eftir hefðbundinni leið, sökum stöðugleika krafna
-stuðningur á erfiðum tímum...ekki eri Grikkir, Spánverjar og Írar að upplifa það
-"Bankakreppan hefði ekki gerst !"...en hví ekki, þetta eru reglur ESB sem EES svæðið tók upp um innistæðutryggingar...það hefði engu bjargað, tja nema að tryggja enn meir atvinnuleysi í fjarveru krónunar sem getur teygt sig niður á við og bjargað þúsundum starfa
-jú við hefðum haft málsvara á Evrópuþinginu...en við höfum það þegar í gegnum EES...
HVER ER HINN MIKLI ÁVINNINGUR UMFRAM EES...enn á ný með blindu auga á gallana?

Haraldur Baldursson, 23.12.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er hissa Gunnar, hvað lítið kemur fram af upplýsingum í umfjöllunum um Danske Dank. Hversu tæpur er bankinn raunverulega ? Þótt gengi hlutabréfanna sé komið í 50 krónur, er ekki víst að hann sé tæpur, nema hann eigi mikið í sjálfum sér.

Hvenær fara Danir að taka út innistæður sínar ? Þegar það skeður, fer bankinn væntanlega í greiðsluþrot. Skeður nokkuð fyrr en eftir áramót, þegar uppgjör ársins verður ljóst ?

Hvernig ætli lausfjárstaða bankans sé ? Er hann með sterkar lánalínur ? Bankastjórar Íslendsku bankanna fullyrtu að lausafé bankanna myndi endast til 12-18 mánaða. Svo kom í ljós að þetta var lygi og "lausaféð" var háð óvissum lánalínum, sem brugðust auðvitað.

Virkar ekki þessi fjárveiting til bankana, eins og olía á eld ? Nú vita allir að alvaran bankar á dyr. Hvaða innistæðu-trygging er í gildi í Danmörku ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.12.2008 kl. 00:30

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mikill er máttur USA: 1 banki hrynur þar og í kjölfarið allir bankar tengdir ESB.  Í Bandríkunum eru það fjölskyldurnar sem þau eru að einbeita sér að bjarga í augnablikinu.

Júlíus Björnsson, 24.12.2008 kl. 03:37

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég sé nú ekki betur að bankar í Bandaríkjunum og á Íslandi og víðar hafi farið létt með að fara á hausinn án þessa að vera í ESB.

Skil ekki alveg þessa röksemdafærslu þína? Hins vegar er ég sammála að einkennilegt er að ESB skuli ekki hafa sýnt samstilltari viðbrögð í þessu hruni um allan heim.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.12.2008 kl. 13:27

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er nú málið Haraldur. Þegar menn hafa kokgleypt trúar-blekkingar (trúar-brögð), sitja menn svo þrælslega fastir á önglinum, að engin vitræn hugsun kemst að. Menn verða þrælar heimskunnar.

Auðvitað ætti að meta ávinning og telja tapið af EES-aðildinni, áður en mönnum leyfist að tala um ESB-aðild. Á sínum tíma (1993) var vitað, að tvíhliða samningur við ESB var mögulegur, í stað EES. Alþýðuflokkurinn mátti ekki til þess vita, því að flestir vildu þeir ana beint inn í ESB, eins og naut sem hleypur að dulu nautabanans.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.12.2008 kl. 17:10

13 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kjartan Jónsson:

Það eru reyndar einmitt ófáir Evrópusambandssinnar sem hafa sagt að Evrópusambandið kæmi bönkum til bjargar á evrusvæðinu í gegnum seðlabanka sinn. Menn eins og t.d. Eiríkur Bergmann Einarsson sem kallar sig sérfræðing í Evrópumálum. Staðreyndin er þó vissulega sú að umræddur seðlabanki hefur enga burði né lagaheimildir til þess að bjarga bönkum, þ.e. hann er ekki lánveitandi til þrautavara eins og það er kallað. Og það hafa sjálfstæðissinnar einmitt ítrekað bent á.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2008 kl. 22:32

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðbjörn:

Það er einmitt kjarni málsins. Bankar eru að fara á hausinn um allan heim. Innan sem utan Evrópusambandsins. M.ö.o. er engin vörn í þessu blessaða sambandi í þeim efnum eins og sumir hafa viljað halda fram.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband