Mánudagur, 10. nóvember 2008
Það þarf að bjarga evrusvæðinu fyrst
Simon Johnson, Peter Boone og James Kwak rituðu fyrr nokkrum dögum grein í Rgemonitor.com og dagblaðið The Guardian um framtíðarhorfur evrusvæðis sem myndbandalag í útrýmingarhættu. Greinin er hér: Start by Saving the Eurozone
Peter Boone er stjórnarformaður í Effective Intervention og vinnur einnig á Centre for Economic Performance, London School of Economics. Simon Johnson er prófessor við MIT Sloan School of Management og "senior fellow" við Peterson Institute for International Economics. James Kwak er nemandi við Yale Law School. Saman standa þessir aðilar að vefsetrinu: The Baseline Scenario
Greinin segir meðal annars . .
Hin núverandi fjármálakreppa hefur greinilega sannað að það er þörf á nýjum og sameiginlegum grunni fyrir alþjóðlega samvinnu á sviði alþjóðlegra peninga- og fjármála. Árangurslausar tilraunir ríkustu landa heimsins, hinna svokölluðu G7-landa, geta haft þau áhrif að þær muni aðeins framlengja kreppunni.
Verstu örvæntingunni hefur linnt aðeins í sumum af hinum ríkustu löndum heimsins, en á meðan breiðist kreppan út i nýmarkaðslöndum með hræðilegum afleiðingum. En það eru samt sem áður engin tiltök í gangi til að koma þessum löndum til aðstoðar.
Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey David Sachs segir að þörf sé á Bretton Woods II ráðstefnu þar sem fjármálakerfi heimsins séu endurhæfð og endurbyggð.
Það þarf að byrja á því að bjarga evrusvæði
En efst á verkefnalista svona ráðstefnu þurfa að vera lausnir á því hvernig sé hægt að bjarga evrusvæði frá hruni.
Í síðustu viku þá hjálpuðu samhæfðar, en ekki sameiginlegar, aðgerðir nokkurra ríkisstjórna á evrusvæði við að deyfa mesta ótta og sársauka ríkustu landa Evrópu. En núna eru þess greinileg merki að á meðan eldurinn er stappaður niður á einum stað að þá breiðist hann aðeins út á nýjum stöðum í fjármálakerfinu. Mest ógnvænlegar eru þær vísbendingar og væntingar sem sýna að sumar ríkisstjórnir evrusvæðis muni hætta að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar innan skamms. Á síðustu þrem mánuðum hefur hættan á að Írland, Ítalía og Grikkland muni bregðast sú bogalist að geta staðið við skuldbindingar ríkissjóða sinna vaxið í takt við skuldbindingar og björgunaraðgerðir þessara ríkisstjórna til handa hálf gjaldþrota viðskiptabönkum sínum. Svoleiðis hafa vanskila- og skuldatryggingaálög á ríkistryggðum skuldbindingum þessara ríkja fjórfaldast frá 3 og upp í 12 prósent. Hingað til hafa þessi álög sagt fyrir um hættuna á að fasteignatryggð veðlán í eigu fjármálastofnana um allan heim lendi í vanskilum innan ákveðins tíma. En núna er þessi hætta einnig að færast yfir á hendur ríkissjóða.
Þetta er einungis rökrétt þróun því bankar í mörgum ríkjum Evrópu hafa tekið á sig lán og svo stóra áhættu að skattgreiðendur munu ekki hafa efni á að borga þær. Þessar skuldbindingar þurfa fjármálastofnanir ennfremur að endurfjármagna með reglulegu millibili. Þessi endurfjármögnun mun reynast mjög erfið vegna fjármálakreppunnar og afleiðingum hennar. Þar að auki þá var stofnað til þessara skuldbindinga til þess að fjárfesta í fasteignum sem núna eru að falla mikið í verði og sem munu einnig halda áfram að falla í verði á næstu árum. Í þeirri efnahagskreppu sem fylgir í kjölfarið á hörmungum fjármálageira Evrópusambandsins og víðar þá mun verðhrun fasteigna þýða það að veðtryggingar bankanna munu gera stóran hluta fjármálageira Evrópu gjaldþrota eða ógjaldfæra (insolvent).
En eiginlega þá eru þetta gamlar fréttir. Það sem er nýtt og breytt í stöðu undanfarinna mánuða er það að nú sitja ríkissjóðir uppi með áhættu sem áður sat einangruð í bönkunum. Með því að gangast í ábyrgð fyrir kerfislega mikilvægar fjármálastofnanir hafa ríkisstjórnir og ríkissjóðir flestra landa evrusvæðis tekið á sig þessar geigvænlegu skuldbindingar sem áður voru á höndum bankanna. Stjórnmálamönnum hefur því tekist að breyta lánaáhættu bankanna í gjaldþrotaáhættu ríkissjóða út um alla Evrópu. Það tók ekki nema nokkra daga að hræða stjórnmálamenn uppúr skónum og fá þá til að setja hausa skattgreiðenda í gapastokk fyrir gjaldþrota ríkissjóði í illa stöddum evrulöndum. Og ofaní kaupið þá kepptust ríkisstjórnir evrusvæðis við að yfirbjóða hverja aðra í tilraunum sínum til að hindra fjármagnsflótta. Sem dæmi er hægt að nefna að Írar tilkynntu að þeir muni ábyrgjast allar skuldbindingar stærstu banka sinna, en þær skuldbindingar nema þrefaldri þjóðarframleiðslu Írlands og 12 sinnum tekjum írska ríkisins. Eins benda greinarhöfundar á að efnahagsreikningar hollenska fjármálastofnunarinnar ING nemi tæplega þrisvar sinnum stærð þjóðarframleiðslu Hollands. Munu lönd evrusvæðis hafa efni á að halda áfram að styðja við bakið á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum sínum - og hvernig ætla ríkin að fara að þessu? Það eru þessar spurningar sem fjármálamarkaðirnir eru núna farnir að einblína á.
Hin venjulega aðferð til að kljást við vanda af þess tagi er sá að ríkisstjórnir herða ríkisfjármálin, og fella gengið. Þetta styður við bakið á atvinnuvegunum og útflutningi og eykur almennan sparnað þ.e. það koma aftur peningar inn í bankana og einkaneysla fellur (eyðslusemi og bruðl minnkar). En stóra vandamálið er að evrulönd geta ekki fellt gengið því þau hafa ekkert gengi gagnvart hvort öðru lengur og þau hafa ennfremur enga eða litla stjórn á peningamálum og peningastjórn landa sinna. En það gerir hinsvegar evrópski seðlabankinn (ECB). En þessi seðlabanki hefur aðeins eitt hlutverk - að halda verðlagi stöðugu á myntsvæðinu. Þau lönd sem eru í vandræðum - Írland, Grikkland, Spánn, Ítalía og Portúgal - munu kjósa frjálsari peningastjórnun á meðan Þýskaland og Frakkland munu berjast fyrir strangri og þröngri peningastjórnun og að áfram verði einblínt á fast 2% verðbólgumarkmiðið, sama á hverju gengur. Lönd sem verða í vandræðum munu því þurfa að herða og viðhafa enn strangari rekstur ríkissjóðs og skera enn meira niður útgjöld ríkssjóða sinna og búa sig undir mjög alvarlega kreppu. En pólitískt mun þetta reynast þessum ríkisstjórnum mjög erfitt.
Ef sú kreppa sem er að skella á heiminum mun verða mjög djúp og löng þá er ekki víst að evrusvæði muni lifa af. Þau evrulönd sem eiga á hættu að geta ekki staðið í skilum með þjóðarskuldir sínar munu setja spurningarmerki við evruþáttökuna því þau munu þjást undir of háum vöxtum og of háum skuldatryggingum á meðan þau munu horfa á önnur evrulönd njóta ávaxtanna á þeirra kostnað. Heimastjórnmálamenn þessara landa munu legga til að farin verði sama leið og Ísland valdi - að láta bankana fara á hausinn - og sækjast eftir lágum vöxtum og veiku og lægra gengi gjaldmiðils síns. Að hvert land sjái um sig sjálft (en það var þó einmitt það sem evrulönd gerðu sjálf því það komu engar sameiginlegar björgunararaðgerðir á evrusvæði, samtímis sem það myndaðist gífurlegur pólitískur þrýstingur á öll löndin að skera sig nú ekki úr heildinni með því að fara aðrar leiðir en en þær sem "hinir stóru" völdu fyrir hina smærri (sjá: Var Finnland kanski ekki nógu stórt?). Þetta getur leitt til þess að sum lönd muni velja að segja sig úr myntbandalaginu þó svo það muni kosta þau miklar fórnir. Verði hin pólitíska staða innanlands nægilega erfið munu löndin velja að taka á sig þennan kostnað. Ef eitt land segir sig úr evru þá munu markaðirnir spyrja sig hvaða lönd muni yfirgefa myntsvæðið næst, loka á fjármögnun til þeirra allra og það mun svo þurfa að semja um margar fjárskuldbindingar uppá nýtt.
Það var nefnilega það.
Höfundar greinarinnar segja síðan: ef evrulöndin viðurkenna að það sé raunveruleg hætta á þetta muni gerast að þá sé hægt að bjarga evrusvæði. En til þess að bjarga evrusvæði þá þarf meðal annars að setja upp geigvænlega stóran sameiginlegan fjármagnssjóð sem öll evrulönd geti gengið í óhindrað. Takið vinsamlegast eftir orðinu: óhindrað
Hvaðan peningarnir í þennan sjóð eiga að koma er svo stóra spurningin að mínu mati. En efst á lista þar er væntanlega Þýskaland. En ein af ástæðunum fyrir því að það komu engar sameiginlegar björgunaraðgerðir til handa fjarmálastofnunum á evrusvæði var einmitt andstaða Þjóðverja við slíkar aðgerðir. Þjóðverjar hafa alltaf greitt mest til ESB. Þeir hafa nánast haldið ESB gangandi með fjárframlögum sínum.
Sagan er þarna ennþá
Þjóðverjar hafa aldrei verið hrifnir af myntbandalaginu. Þeir gengu fyrst og fremst í myntbandalagið til þess að geta sameinað Austur- og Vestur-Þýskalönd í nýtt Þýskaland. En eitt af skilyrðum Bandamanna fyrir því að Þýskaland mætti yfir höfuð sameinast í eitt nýtt ríki voru skilmálar Bandamanna um sameiginlega mynt. Samþykki Frakka fyrir sameiningu Þýskalands var skilyrt því að löndin myndu vinna að því að koma sér saman í eitt myntsvæði, og Frakkar voru jú einir af bandamönnunum. En aðal-martröð Þjóðverja við þetta nýja myntbandalag var sú, og er ennþá alltaf sú hryllingstilhugsun, að fjármagn og auðæfi aðhaldssamra og skynsamra Þjóðverja myndu á einn eða annan hátt enda á kistubotni illa rekinna ríkissjóða annarra landa í myntbandalaginu - og þá sérstaklega í Suður Evrópu. Að haugsugan yðri set ofaní þýska peningakassann og hann tæmdur einu sinni enn. Það er mjög líklegt að forstöðumenn Deutsche Bundesbank sitji núna og froðufelli af bræði yfir því hvernig komið er fyrir fjármálum Þýsklands eftir að landið var svo að segja þvingað inn í myntbandalagið. Þeir munu kenna myntbandalaginu um stöðu mála, því það gerðu þeir einnig árið 2002 þegar upp komst um leynifund frammámanna í þýskum iðnaði og þýskum fjármálum eftir að evran hafði fallið um 30% gagnvart dollar skömmu áður. Á þessum leynifundi var úrsögn úr evru eina dagskrárefnið.
Þess er einnig hægt að geta að aðilar á fjármálamarkaði eru farnir að veðja á að evruland brotni upp. Líkindin eru komin í 30-35% að þetta muni gerast fyrir desember 2010. Þetta má skoða hér: Will the Euro Survive?
Bloggvinur minn Guðmundur Jónas Kristjánsson bendir einnig á að minnsta kosti einn þekktur íslenskur hagfræðingur álíti einnig að evrusvæðið sé að verða gjaldþrota: Guðm.Ólafsson missir ESB-trúna
Síðast þegar Ísland var að gæla við aðgang að myntbandalagi þá fór sú tilraun svona: Gengið á gullfótum yfir silfur Egils
Fjármálaeftirlit Danmerkur varar við fjármagnsþurrð í dönskum bönkum
Það berast í dag þær fréttir hér í Danmörku að bankar séu það illa staddir að það sé hætta á að þeir muni fara út í það að segja upp lánum hjá fjársterkum einstaklingum og fyrirtækjum til þess að fá fleiri peninga inn í tóma kassa sína. Segja upp lánum sem eru ekki gjaldfallin. En í smáaletri flestra lánapappíra er yfirleitt sú klásúla að bankinn geti fyrirvaralaust sagt upp öllum lánum, án ástæðu. Bankarnir lifa nefnilega ekki upp til lögbundinnar gjaldfærnisstöðu (solvency) eða eiginfjárstöðu ef sú þróun sem er í gangi mun halda áfram. Þeir eru á mörkum hins gráa svæðis nú þegar og munu auðvitað gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forða sér frá þjóðnýtingu. Hluthafar dansa væntanlega af gleði yfir þessari nýju áhættu sem fjárfestingar þeirra í gjaldþrota fjármálageirum nú eru komnar í. Þetta mun að sjálfsögðu fá fjárfesta til að halda enn fastar utanum hlutabréf sín í þessum de facto gjaldþrota fjár-mála-fyrirtækjum, eða hvað?
Hægt er að ímynda sér hvaða áhrif þetta mun hafa á allan fyrirtækjarekstur og svo einnig á heimilisrekstur einstaklinga. Einnig má ætla að fjármögnun rekstarlána heilbrigðra fyrirtækja muni verða erfið og einnig mjög dýr því bankar og fjármálastofnanir hafa jú frelsi til að verðleggja peninga eins og þeim sýnist. Minnkandi samkeppni mun heldur ekki hjálpa hér. Heimild: Kapitalkrise truer banker
Matvælafrétt úr ESB
Danskar rannsóknarstofur hafa nú fundið út að 17 af hverjum 20 pakkningum af innfluttu fiðurfé til Danmerkur - svo sem kjúklingar og slíkt - sé smitað með campylo-bakteríum. En á meðan eru aðeins 4 af 20 dönskum kjúklingum smitaðir með þessum bakteríum. Áætlað er að 50.000 Danir veriði vekir á hverju ári sökum campylo-bakteríu.
Heimild: Campylobacter i næsten alt importeret fjerkræ
Forsíða þessa bloggs
Tengt efni: Ónýtir gjaldmiðlar
Nytsamt efni: Leiðari Morgunblaðsins: Bjartsýni í svartnættinu
Góðar fréttir: Viðskiptablaðið: Gjaldeyrisforðinn jókst um 33,3 milljarða í október
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 27
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 443
- Frá upphafi: 1389063
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 252
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Um helgina kom fram grein um eldra efni frá þeim Ársæli Valfells Lektor og Heiðari (??) frá Novator, þessa efnis að unnt væri að skipta út krónunni með núvernandi gjaldeyrisforða. Í stað hennar kæmi Dollar, eða Evra. Meira þyrfti ekki til. Í dag kom svo fram ábending frá Eddu Rós Karlsdóttur um að ýmis atriði vanti þar eins og ríkisvíxlar og annað sem sjáfsagt myndi alltaf krefjast lánapakka upp á 500 milljarða.
Ég hef lesið þín dálka og þætti afar vænt um að heyra þína afstöðu, því hún hefur verið sett fram, að míu viti, afar faglega og vel rökstudd.
Kær kveðja
Haraldur Baldursson, Hæðarseli 2, 109 Rvk.
Haraldur Baldursson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:16
Afstaða mín til þessarar greinar er sú að það sé nauðsynlegt að loka menntastofnunum sem útskrifa svona fjármálafólk á Íslandi. Þ.e.a.s. ef þetta fólk kemur úr þessum skólum. Svo þarf að senda það í endurhæfingu á Vog og helst á Klepp einnig.
Afstaða mín er mjög svipuð Haraldur. Það þarf ennþá að hafa stjórn á verðbólgu. Núna eru stýrivextir 2% í Bandaríkjunum og verðbólga 15% á Íslandi. Hvað ætla menn að gera í því? Án stýrivaxtavopnsins þarf ríkissjóður Íslands í staðinn að stíga harkalega á bremsurnar og setja upp gaddavíra í hagkerfinu. Skera niður heilbrigðiskerfið, skera niður menntamál og velferð. Setja álögur á næstum hvað sem er til að stoppa neyslu og fjárfestingar. Til dæmis með því að hækka skatta og álögur á nánast hvað sem er. Þar að auki væri Ísland sennilega gjaldþrota núna því ríkissjóður stæði þá sennilega í ábyrgð fyrir mistökum og glæframennsku íslenskra bankamanna sökum þrýstings að utan.
Þó svo að það séu timburmenn núna þá þurfa Íslendingar að halda sig frá flöskunni í framtíðinni. Það þýðir ekkert að skipta um áfengistegund og fá aðra til að halda á flöskunni fyrir sig. Þessutan þá hefur Ísland einu sinni verið nýlenda og því ætti Ísland að sækjast eftir því aftur?
Tvö orð: rugl og afneitun. Ætlar aldrei að renna af þessu fólki?
Ef Ísland ætlar að taka upp dollar þá þurfa þeir að ganga í Bandaríkin fyrst til að geta notið afls og kosta seðlabanka Bandaríkjanna og sameiginlegra fjárlaga sambandsríkjanna og sem eru margfalt margfalt margfalt stærri og öflugari en það sem evrópusambandið hefur að bjóða uppá.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2008 kl. 13:42
Það er búið að fjalla svo viða um "einhliða upptöku evru" útaf þessari makalausu grein Ársæls og Heiðars Más. Svo mætti Ársæll ásamt Þórólfi Matthíassyni í Silfur Egils í gær.
Ég man ekki lengur hvar ég skirfaði komment en leyfi mér að endurtaka það hér: Það væri til bóta ef Þórólfur hætti að tjá sig um efnahagsmál í ljósvakamiðlum.
Gestur H (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 16:30
Að lesa pistla þín er hin fínasta skemmtun. Eiginlega jafn skemmtilegt og að lesa Baggalút eða Jón Val Jensson. Svo vil ég óska Dönum og Svíum til hamingju með væntanlega EMU aðild.
Historiker, 10.11.2008 kl. 20:48
Danmörk hefur verið með í EMU síðan 1. júlí 1990.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2008 kl. 21:12
Blessaður Hvað segirðu um suður evrópu löndin spyr vegna þess að í morgun tjáði mér Portugali sem vinnur hér og ætlar að vera hér segir að það sé síst verra en í Evrópu. Hann tjáði mér að um helgina hefði Portugalskur banki rúllað og það væri bara byrjunin á Porugölsku bankahruni Heldur þú að það sé tilfellið að skriðan sé að fara af stað. Íri sem að einnig vinnur hér sér ekki nokurn tilgang í að fara heim heldur vegna atvinnuleysis sem að æðir upp í hans heimalandi.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.11.2008 kl. 21:54
Ekki að fullu. En það þarf samt svo sem ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Það styttist í að maður geti keypt sér öl og pylsu í kóngsins Köbenhavn fyrir Evrur, og það danskar.
Historiker, 10.11.2008 kl. 22:03
Fyrst langar mig að biðja Harald Baldursson afsökunar á að hafa ekki þakkað honum fyrir innleggið og innlitið. En það geri ég hér með. Kærar þakkir Haraldur.
Ég vona að svar mitt fari ekki of mikið fyrir brjóstið á þeim sálum sem eiga um sárt að binda. En þegar versta fjármálakreppa heimsins síðan 1914 heimsækir lönd þá verða áhrifin óhjákvæmilega slæm fyrir marga. Kreppan kemur ekki á sama tíma í öll lönd, Ísland var þó einna fyrst til að verða alvarlega fyrir henni. En hún mun svo koma og leggja fleira í rúst í flestum löndum. Það tekur einungis misjafnlega langan tíma að leggja fjármálamarkaði þeirra að velli.
En það gildir samt að tapa ekki vitinu í hræðslu og ótta. Enginn mun vippa Íslandi af braut velgegni aðrir en Íslendingar sjálfir. Ísland er ríkt land og mun verða það áfram, sama þó 3 bankar fari á hausinn inni í Evrópusambandinu. Ég mæli eindregið með að menn lesi leiðara Morgunblaðsins hérna: Bjartsýni í svartnættinu
Sæll Jón Aðalsteinn og takk fyrir.
Já það er víst mikið til í þessu. Atvinnuleysi á Íslandi er ennþá ekki farið að nálgast meðalatvinnuleysi ESB sem hefur verið á bilinu 8-10% áratugum saman. Spánn er víst kominn með 11% atvinnuleysi. En það er auðvelt fyrir okkur norður Evrópubúa að hlæja að óförum Suður Evrópu og kalla efnahagkerfi þeirra fyrir junk-hagkerfi. En þetta er ekkert grín fyrir þessar þjóðir. Það er eins og þær hafi aldrei getað fundið sig í efnahagsstjórnun Norður Evrópu og það er alls ekki gott fyrir þessi lönd. Því fleiri lönd sem hafa það gott um allan heim, burtséð frá þeirra aðferðum við að stýra efnahag sínum, því fleiri og betri útflutningsmarkaði munum við verða aðnjótandi að.
Suður Evrópa hefur verið ansi dugleg við að lána Suður Ameríku peninga. En þessir lánþegar munu eiga erfitt að greiða þessi lán til baka á næstunni svo það er mjög hætt við að bankar í Suður Evrópu muni fara mjög illa út úr þessu. En á vandræði þeirra heima fyrir var alls ekki bætandi. Sama saga er um marga banka í öðrum hlutum Evrópu. Þeir hafa fjármagnað Austur Evrópu og víðar. Þetta mun koma ofaní þá kreppu sem núna geisar í ESB. Og svo er húsnæðisverð í frjálsu falli víða í Evrópu. Þetta verður alls ekki gaman.
En Ísland mun ná sér fljótt. Það er ég handviss um. Enda held ég að margir séu hikandi að rétta Íslandi of stóra hjálparhönd því þeir vita og geta einmitt vel lesið sér til um hversu ríkt landið er.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2008 kl. 22:38
það þarf tvennt að koma til, svo að Ísland geti risið á fætur aftur.
að hægt sé að flytja gjaldeyri inn til landsins.
og að lækka stýrivexti niður 5%
ef það er gert held ég að við myndum ekki þurfa á þessum IMF lánum að halda.
Við þurfum ekki að reyna að setja upp einhverja ávaxtarstefnu til að lokka að fjárfesta. þeir koma ekki fyrr en við eru staðinn upp.
ESB og IMF myndu bara draga okkur með sér í langvarandi kreppu.
Fannar frá Rifi, 10.11.2008 kl. 23:03
Ég hef nokkuð oft gert athugasemdir við orðræðu manna um erlendar fjárfestingar. Að mínu mati, er mjög mikilvægt að menn átti sig á, að erlendar fjárfestingar eru tvenns konar og eðli þeirra er mjög mismunandi.
Annars vegar eru fjárfestingar í ákveðnum verksmiðjum, eða verkefnum. Hér er hægt að taka ál-verksmiðjur sem dæmi. Þessar fjáfestingar fara ekki úr landi og eru ekki auðseljanlegar. Þetta er góð fjárfesting þar sem hún eykur stöðugleika efnahagskerfisins.
Hins vegar eru erlendar fjárfestingar í verðbréfum af ýmsu tagi. Þetta geta verið hlutabréf eða ríkisskuldabréf, svo dæmi séu nefnd. Þetta er slæm fjárfesting, sem ýkir allar efnahagssveiflur, eins og við höfum nýlegt dæmi um. Hér er að finna orsök að efnahagsbólum og það er fyrst og fremst þetta fjármagn sem veldur efnahags-kreppum.
Ef ég hefði ráðið einhverju um efnahagsmál þjóðarinnar á liðnum áratugum, hefði ég barist af öllu afli gegn þessu illa fjármagni. Þetta illa fjármagn sækir í þenslu hvar sem hún finnst og dregur sig síðan út þegar þenslan hverfur og veldur þar með samdrætti.
Lokum á hið alþjóðlega þenslu-sækna lausa-fjármagn !
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2008 kl. 13:23
Ég er nú bara svona áhyggjufullur borgari og finnst greinar þínar afar áhugaverðar. Þú talar af mikilli heift gegn Ársæli og Heimi, en ég næ ekki alveg hvað það er sem þér hugnast ekki. Er það Evran? Ertu að mæla fyrir Dollar eða ertu að segja að við ættum að töffa þetta út? Taka IMF leiðina og taka séns á afleiðingum fyrstu missera?
Hvað ert þú að leggja til? Þjóðin er lömuð af ótta og það virðist enginn vita sitt rjúkandi ráð. Háskólamenntaðir lýðskrumarar vaða uppi og allir með einhverja töfralausnir eða mótbárur við þeim á víxl. Er krónan þá ekki ónýt? Hefur algert hrun á trusti ekki eitthvað að segja með hvernig henni mun reiða af? Hvað verður um eignasöfn bankanna, sem innihalda nánast fjöreggið? Mun það lenda í klónum á erlendum lénsherrum okkar til framtíðar og það fyrir slikk?
Hvers vegna þessi þrúgandi þögn stjórnvalda? Er það merki um að þeir séu að vinna í málunum eða viti ekki sitt rjúkandi ráð?
Ég er harður í þeirri sannfæringu að við ættum að halda okkur utan myntbandalaga en nú virðist sem lítið annað bjóðist.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 05:46
Eigum við að gera eins og Rússarnir eftir hrunið, bjarga verðmætustu eignunum úr bönkunum með því að selja þær a krónu til Óligarka? Koma eins miklu úr ríkiseign í einkahendur og mögulegt er? Fá til þess traustverðugt fólk, sem væntanlega selur til baka þegar færi gefst?
Veit ekki hvort þetta er bull, en heyrði að svona hafi menn staðið að þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 05:49
Sæll Gunnar,
Alltaf endurnærandi að lesa sig inná þína síðu.
Eitt skil ég ekki varðandi þína afstöðu gegn upptöku dollars. Mér hefur skilist að lönd, sem það hafi gert hafi ekki gengið í Bandaríkin sjálf heldur notið velvildar bandaríska seðlabankans um efnahagssamstarf.
Skyldi Bandaríkjamönum ekki vera í mun, að sem flest lönd taki upp dollarann ? Maður hélt að Það styrkti þá í baráttunni við stóra Satan, sem er EBE, sem ég hef haldið að væri beinlínis viðskiptabandalag gegn USA og dollarasvæðunum í restinni af heiminum.
Hvað er það sem ég sé ekki í þessu sambandi ?
Halldór Jónsson, 17.11.2008 kl. 21:35
Sæll Halldór og þakkir fyrir góð orð og innlitið.
Þegar Seðlabankinn flytur úr landi þá flytst einnig hagstjórnin með til útlanda og stór hluti möguleika þjóðarinnar á að skapa velmegun til handa þegnum sínum. Þetta er kallað nýlendustjórnun. Hagstjórn, sjálfsbjargarviðleitnin, frelsið og sjálfsábyrgð flytst úr landi. En frelsið og sjálfstæðið er stærsta auðlind Íslands.
Þegar myntin er ekki þín þá ertu ofurseldur mynt annarra og hagstjórn annarra. Til dæmis þá væri ríkisgjaldþrot eina leiðin í núverandi ástandi Íslands, þ.e. ef Ísland hefði ekki sína eigin mynt - því þá hefðir þú ekkert gengið til að vinna þig út úr vandamálunum.
Ríki með eigin mynt geta ekki farið á hausinn. Þau fella bara gengið. Einu ríkin sem raunverulega geta orðið gjaldþrota eru ríki í myntbandalögum og ríki með mynt annarra. Þau geta farið á hausinn og munu fara á hausinn og hafa farið á hausinn.
Það hafa víst fáir tekið eftir því en það er búið að loka á fjármögnun til spánskra bankageirans núna - mitt ínni í galdra gjaldmiðlinum henni evru. Það standa núna 1.000.000 tómar fastiegnir á Spáni. Spánverjar bíða, - þeir bíða og vona og geta ekkert gert. Sama með Lettland. 15% verðbólga þar og 4% stýrivextir. Reyndu að geta þér til hvernig þeir ætla að ná þessari verðbólgu niður, lausnarorðið er auðvitað atvinnuleysi og félagslegar hörmungar, hvað annað!
Myntbandalög og mynt annarra tryggir EKKI fjármagn. Það gerir hinsvegar góð og hófsöm hagstjórn. Þetta hefur Seðlabanki Íslands margoft bent á í ræðu og riti. En enginn hlustar.
Haldór - það þýðir ekkert að skipta um áfengistegund eða fá einhvern annan til að halda á flöskunni fyrir sig. Góð hagstjórn er forsenda alls.
Núna er búið að sólunda auðæfum Íslands í holu ofaní jörðina í útlöndum. Er ekki kominn tími til að halda áfram með uppbyggingu landsins? Hvað er eiginlega að mönnum? Eru menn búnir að gleyma gömlum og góðum gildum? Það þarf að framleiða framleiða og selja og selja og byggja upp. Það er svo auðvelt að vera alltaf kaupandi, kaupandi af drasli, það krefst nefnilega engra hæfileika - maður eyðir bara.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2008 kl. 23:06
Sæll Gunnar og takk fyrir að svara mér svo greinilega. Ég leyfði mér að setja þín orð á bloggið hjá mér svo að sem flestir lesi þau sér til skilningsauka.
Ég held að við gætum alveg spurt Kanann hvort við megum taka upp dollar í samvinnu við þá og hvort þeir ekki hjálpi okkur fúslega til þess. Að því fengnu göngum við tafarlaust úr EES og afnemum allar tengingar við ESB í íslenzkum lögum. Verðum sjálfstætt ríki aftur í skjóli USA eins og var í stríðinu. Ég held að það sé hægt að taka upp dollar án þess að ganga í Bandaríkin. En okkur víst sárvantar þetta lán frá IMF
Ég held að þetta ESB sé að liðast í sundur, þetta er svo sundurlaust og ósamstætt að það er vonlaust að þeir geti lafað svona saman á einum gjaldmiðli. Og svo pólitískt steingelt að það þurfti að sækja Kanann til þess að setja frið í Bosníu í bakgarði ESB. Kaninn á eitt flagg sem gildir. Evríopa 27 máttlaus flögg og handónýt.
Og ég held að Þjóðverjar muni sprengja Evrópubandalagið í andlitið á þremur íslenzkum Samfylkingum, sem eru bara annarsvegar kratar og hinsvegar kýr, kindur og kratar og svo helmingurinn af gamla Sjálfstæðisflokknum eftir landsfundinn í janúar.
Ég hef hinsvegar engar áhyggjur af því að íslenzkir kjósendur muni nokkru sinni þurfa að greiða atkvæði um Evrópubullið, það verður farið á hausinn áður eða við getum aldrei uppfyllt Mastricht skilyrðin þó svo að saga sambandsins yrði lengri.
Þegar kemur aftur krísa næst þegar þessi er búin og næsta góðæri líka, þá getum við alveg gefið út innlenda krónu aftur. Alveg eins og Leipzig gaf út postulínspeninga í krassinu 1929 og flest ríki Þýzkalands önnur, ég hef séð leðurpeninga frá þessum tíma og fleiri gerðir.
Þjóðverjar notuðu til dæmis sígarettur sem peninga í tvö ár eftir stríðið. Pabbi minn sagðist hafa borgað tveimur gömlum mönnum sem báru koffortin hans frá höfninni uppá Reichshof 1947, þrælaburður fyrir gamlingja, 5 sigarettur hvorum. Þeir vildu helst kyssa hann fyrir svo glaðir urðu þeir. Þegar hann sagði þýzkum viðskiptafélögum frá þessu urðu þeir alveg trítilbrjálaðir og ásökuðu hann um að ætla að kollvarpa efnahag hins unga fjórða ríkis sem var í fæðingu. Hámarkið væri 1 sígaretta fyrir þessa þjónustu. Hitt væri ávísun á launaskrið og verðbólgu og voru svo vondir að hann varð skíthræddur að hann væri búinn að fyrirgera öllum bísness sínum. Þessu gleymdi hann aldrei.
Kannske eigum við eftir að upplifa svona hræðilega tíma sjálf. En vonum að svo verði ekki og þetta él birti upp um síðir þó ekki sé útlitið beinlínis glæsilegt í heiminum
Bestu kveðjur til þín Gunnar. Þú ert frábær alþýðufræðari í efnahagsmálum.
Halldór Jónsson, 18.11.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.