Leita í fréttum mbl.is

Samhryggð og samúð frá Manitoba i Vesturheimi

Blóðið hefur alltaf verið og verður alltaf þykkara en vatn. Þessvegna eru blóðböndin alltaf sterkustu atvinnu og viðskiptanetin þegar á reynir, og einnig þau stöðugustu. Þetta vita Íslendingar um allan heim, einnig Ítalir og fleiri þjóðir sem sótt hafa út í hinn stóra heim. Þjóðernisleg netverk (e. ethnic networking) eru stærstu og traustustu viðskiptanetverk í heimi

Samhryggð og samúð frá Manitoba i Vesturheimi

"I'm watching with bitter sadness," said Winnipeg businessman Neil Bardal, a former honorary consul-general of Iceland who has been involved in several Canadian-Icelandic business ventures. "The ties between here and Iceland are very, very strong."

 

Today, roughly 80,000 Manitobans claim Icelandic heritage

Tammy Axelsson, mayor of Gimli, Man., which hosts an annual Icelandic festival, said tourism from Iceland had been increasing. "We have had more and more visitors in these last years, more than ever," said Ms. Axelsson, who is also executive director of the New Iceland Heritage Museum in Gimli, which is about 100 kilometres north of Winnipeg. Ms. Axelsson said the festival is not directly affected by the financial crisis, but it could suffer from a drop in tourists.

Þakkir til vina okkar í Manitoba 

Manitobans sympathize with Iceland's economic plight 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Á síðustu velmektar árum höfum við pínulítið gleymt því hvers virði frænd- og vinargarður er. Kannski náum við nú að rifja upp hvernig þessi tengsl virka. Endurmat á gömlum gildum eru nú að rifjast upp.

Í vikunni fékk ég og aðrir vinnufélagar kveðju frá forstjóranum. Ekki veit ég hvað margir tóku eftir því að undirskrift kveðjunnar var  "Guð og gæfan fylgi ykkur".

Hvað skyldi vera langt síðan að nokkur forstjóri íslensks fyrirtækis sendi slíka kveðju?

Ragnhildur Kolka, 11.10.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Ragnhildur og kærar þakkir fyrir innlitið.


Já það þarf stundum að ýta við okkur þegar jarðsambandið tapast. Þetta er eðli allra hag-bólu-fyrirbæra. En blóðbönd og frændsemi standa þó alltaf fyrir sínu, og það er þessvegna sem við viljum búa í þjóðfélagi "okkar" og í sjálfstæðu ríki, í stað þess að vera eins og ein skúffa í 10.000 hæða samsteypublokk í einhverjum glundroða í 1000 ára sameiningarferli inn í óvissuna, án þjóðfélaga og án grunngilda, blóðbanda og frændsemi.

Það hræðilega við allt þetta mál er sú (núna) staðreynd að það virðist vera almenn viðhorf í Evrópu og víðar að ekki sé hægt að stunda bankastarfsemi án þess að skattgreiðendur séu notaðir sem gíslar til að styðja við bakið á fjármálastofnunum sem eru að fara á hausinn. Aðeins Bandaríkin og Ísland ætla að leyfa lögmálum markaðarins að ráða, þ.e. að leyfa fjármálastofnunum að fara á hausinn eins og þær eiga að fá að gera. Hér í Evrópu verða það skattgreiðendur sem verða látnir greiða allar skuldbindingar bankakerfisins, ef á þarf að halda: a) lán á millibankamarkaði b) önnur lán c) og allar aðrar skuldbindingar banka við alla banka og svo d) ótakmarkaðar innistæður sparifjáreigenda.

Þetta munu ríkissjóðir Evrópulanda ekki ráða við því þetta myndi þýða gjaldþrot þjóðanna, það vita allir, svo auðvitað verður stór hluti bankakerfisins bara þjóðnýttur.

Þetta vita fjárfestar. Þessvegna selja þeir alla bankapappíra sem hægt er að selja og eins hratt og hægt er að selja þá, því hver vill eiga hlut í fármálastofnun sem verður þjóðnýtt? ENGINN!

Mig grunar að tími risa-banka sé liðinn.

Við munum komast út úr þessu, en það þarf að standa saman og standa FAST á meðan á þessu stendur. En svo mun birta til á ný.

Lesson: Mér finnst að Ísland ætti að hætta að einblína svona gersamlega til Evrópu. Vestur er einnig gott.

Baráttukveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.10.2008 kl. 07:13

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ísland á við stjórnarvanda að stríða.

Þegar almenningur bendir á, að Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið og Ríkisstjórn hafi brugðist, eru menn ekki að tala um einstaklinga heldur stofnanir. Þessar stofnanir hafa brugðist, en einstaklingarnir sem þar starfa hafa gert sitt bezta. Spurningin er þá, í hverju liggur stjórnunarvandinn ?

Að mínu mati er vandamálið ekki bundið við framangreindar stofnanir sérstaklega, heldur er hann almennur fyrir Íslendskt samfélag. Stjórnun á Íslandi er almennt í höndum vanhæfra manna og þá fyrst og fremst klækjafræðinga (lögfræðinga), sem ekki ættu að koma að mikilvægri stjórnun.

Flókin stjórnun, eins og til dæmis stjórnun fjármálakerfis þjóðar, krefst vísindalegrar nákvæmni, þar sem áhættu-greining er stór þáttur. Þótt klækjafræðingar leggi sig alla fram, er menntun þeirra, reynsla og gáfnafar ekki það sem hentar. Ef við ætlum að tilheyra vísindasamfélaginu verðum við að beita vísindalegum aðferðum og láta vísindamenn sjá um mikilvæga stjórnun í samfélaginu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.10.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband