Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Fast gengi og ESB-aðild hindrar ekki mestu verðbólgu hjá Dönum siðan 1975
Verðbólga vöru sem framleidd er innanlands í Danmörku mælist nú hin mesta siðan 1975. Danskt framleiddar vörur hafa því ekki hækkað eins mikið í verði á milli ára siðan fyrir 33 árum. En allar vörur innlendar sem erlendar á innanlandsmarkaði hafa ekki hækkað meira í verði á milli ára síðustu 26 árin. Verðhækkanir á milli mánaðanna maí og júní er 1,6% og 11,2% frá því á sama tíma á síðasta ári. Innfluttar vörur hafa hækkað um 7.2% á milli ára og danskar vörur um 15,9% frá því á sama tíma á síðasta ári. Hátt gengi evru eyðir 100.000 atvinnutækifærum Danir segja að um 100.000 atvinnutækifæri hafi nú tapast á undanförnum örfáu árum eingöngu af því að gengi dönsku krónunnar, sem er beintegnt og límt fast við gengi evru, er núna nálægt sögulegu hámarki allra tíma. Danir telja sig nú hafa misst tekjur og velmegun sem svarar til tekna frá 100.000 tapaðra atvinnutækifæra eingöngu vegna bindingar dönsku krónunnar við evru, og það einungis allra síðustu fáu árin. En 50% af útflutningi Danmerkur fer til landa utan Euro-Zone og þau lönd eru ekki beintengd við evru. Það er sem sagt heimur fyrir utan evru. Danmörk féll inn í kreppu í síðustu viku. Þumalfingurreglan segir að fyrir hver 3-4% sem gengi dönsku krónunnar hækkar þá tapast 40.000 atvinnutækifæri því útflutningur verður þá minna samkeppnishæfur við vörur frá öðrum löndum. Er til heimur fyrir utan evru-land og ESB ? Margir gleyma að þó svo að gengi dönsku krónunnar sé bundið fast við gengi evru, að já - þá hoppar og skoppar danska krónan á hverjum degi gangvart öllum gjaldmiðlum heimsins nema einum, evru. Þetta þýðir að gengisstöðugleiki er bara gangvart einum einasta gjaldmiðli heimsins. Ef markaðir þessa eina gjaldmiðils eru slæmir fyrir þær vörur sem danska þjóðin selur til og kaupir af þessum eina markaði þá má segja að bindingin sé í það minnsta mjög einfaldur og einhæfur sannleikur því mesti og besti hagvöxtur í heiminum undanfarin mörg ár hefur einmitt ekki átt sér stað á þessum eina markaði evru. Þessi markaður hefur að miklu leyti verið frosinn fastur í vaxtargildru ESB í áratugi. Aðalvöxturinn fyrir Danmörku hefur verið á öðrum mörkuðum og mun einnig verða það í framtíðinni. Mestur áhugi á ESB í Evrópu að finna á Íslandi? Einn aðal stuðningsmaður ESB á Íslandi hefur eftirfarandi að segja um það sem hann kallar "Evrópumál" - en sem ég kalla ESB-mál því það eru aðeins 27 af um 54 löndum Evrópu sem eru meðlimir í það sem núna kallast Evrópusambandið og sem þar áður var kallað Efnahagsbandalagið og þar á undan EF og sem þar á undan var kallað Stál og Kola sambandið og sem þar á undan hét einungis Evrópa, og sem Ísland var með í frá því að landið var uppgötvað og numið af víkingum, eða frá byrjun. Að sögn þessa manns þá þurfa allir Íslendingar að ganga í Evrópu aftur. "Ísland og Íslendingar þurfa að hysja upp um sig buxunar í alþjóðamálum og hætta þessu væli sem er í gangi í dag. Íslendingar eiga að ganga í ESB, ekki bara til þess að taka ákvarðanir á evrópskum grundvelli, heldur einnig til þess að taka ábyrgð á því sem er gert hérna á landi. Það sem við gerum hérna á landi hefur áhrif í Evrópu og víðar, áhrifin eru ekki bara bundin við Ísland, eins og margir virðast halda. Það er kominn tími til þess að tímabil sveitamennsku endi á Íslandi og Íslendingar gangi inní Evrópu stolt og jafnframt sem sjálfstæð þjóð innan ESB" Meira má lesa um "Evrópumál" þessa stuðningsmanns ESB á Íslandi hér: Stutt eru stráin Fleiri greinar sem ég mæli með Ónýtir gjaldmiðlar Breytt mynd af ESB - höfuðstefna Pillan Lenín verðbólga
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.7.2008 kl. 09:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 9
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 1389600
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
ég bý á Grænlandi, þar sem engu máli skiptir hvað gerist í efnahag landsins þar sem hér er DKK.
held Íslendingar gætu lært margt af því hvað gerist...
hér er nokkurnvegin 100% ábyrgðarleysi á verðmæti efnahagsins og þjóðin búin að tapa verðmætaskyni fyrir vinnuframlagi og hráefna og þar af leiðandi hætt að átta sig á pólitískri ábyrgð, hvað þá persónulegri ábyrgð.
mkv
Baldvin Kristjánsson, 15.7.2008 kl. 10:51
Sæll Baldvin og takk fyrir athyglisvert innlegg þitt.
Ég hugsa að fæstir hafi velt einmitt þessum málum Grænlands fyrir sér. Það er allavega aldrei minnst á málið hér í Danmörku séð með þessum augum. Já sjálfsábyrgðin og sjálfsbjargarviðleitnin eru eitt af sterkustu undirstöðuþáttum þjóðfélaga með góð lífskjör, sterkt atvinnulif og spennandi framtíð.
Bestu kveðjur til þín á Grænlandi
Gunnar Rögnvaldsson, 15.7.2008 kl. 12:33
http://hugi.karlmenn.is/id/1000006&detail=1000621
Henda krónunni *NÚNA*
Hugi Thordarson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 17:56
Kæri Jón. Allar heimildir eru uppgefnar ef þú aðeins hefðir nennt að lesa betur það sem ég skrifa. Smelltu á "eftir" við hliðina á niðurtalningunni efst til vinstri þar sem sýnir hvenær við verðum orðin rík hér í ESB. Þar er vísað á allar heimildir.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 15.7.2008 kl. 18:16
Svona til að ítreka fyrra innlegg - eru danskir íbúðareigendur líka öðru hvoru að greiða hálfa milljón á mánuði í verðbætur? Svona eins og við Íslendingar gerum til að geta haldið úti íslensku krónunni?
Hugi Thordarson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:46
Sæll Hugi.
Nei. En þeir þeir greiða kanski í staðinn aðra hluti við kassa_nr_1:: meira og hraðara verðfall á egnum, og hraðar minna framboð af fjármagni til þeirra sem hafa lægri laun. Standa því oftar og hraðar eignalausir. Langur sölutími - allt að 2-3 ár er það er kallt á markaðinum. Meiri afföll á skuldabréfum og erfiðari fjármögnum á viðbótarlánum. Hærri skattar og hærra fasteignverð í höfuðborginni fyrir sambærilegar eignir. Núll íbúðalánasjóður og hærri vextir í mörgum tilfellum því oft voru vextir mjög mjög óþarflega háir vegna þess að þeim er/var stýrt frá erlendum seðlabanka sem tók ekki tillit til efnahags okkar þegna í öðrum löndum. Ég hef prófað það. En það er víst enginn að bæta neitt úr í sambandi við verðtryggingu, er það?
Prófaðir þú verðtrygginguna árin 1983-1985? Það gerði ég. Þessvegna VERÐUR að ná niður verðbólgunni hratt. Verðbólgubarátta er alltaf slæm fyrir alla, en verst er þó óðaverðbólgan, því þá fara heimilin á hausinn. Þessvegna eru vextir háir núna. Til að stoppa verðbólguna!
En mundu það Hugi að raunlaunaframgangur (kaupmáttaraukning) á Íslandi hefur haft vel við verðbólgu og gott betur mörg undanfarin ár. Það hefur ekki verið eins glatt á hjalla í flestum löndum ESB. Þið eruð í óvenjulegri aðstöðu núna eftir mörg mörg mjög góð ár. Betri en í flestum öðrum löndum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.7.2008 kl. 19:37
Frábær pistill hjá þér Gunnar! Haltu áfram að flytja okkur fréttir af danaveldi því ekki fáum við þær frá Baugs og Björgólfsmiðlum
Guðrún Sæmundsdóttir, 15.7.2008 kl. 23:14
Baugs- og Björgólfsfjölmiðlar! Um hvaða miðla er þá verið að ræða? Mér þykir þessi umræða vera farin að bera full mikinn keim af móðursýki. Ég tel mig fylgjast nokkuð vel með pólitískum fréttum í blöðunum okkar og sé ekki þennan fréttahalla sem eilíft er verið að klifa á. Ég les í öllum dagblöðum pólitískar deilur milli fólks með ólíkar skoðanir og fæ ekki séð að neinum skoðunum sé þar úthýst. Blöðin okkar eru öllum opin og jafnvel gengið á ystu nöf með að leyfa vafasamt orðbragð og vafasamar persónulegar ályktanir alveg án tillits til pólitísks litar. Og við eigum mikið af góðum blaða-og fréttamönnum.
Við eigum líka mikið af undarlega þenkjandi lesendum.
Árni Gunnarsson, 16.7.2008 kl. 00:06
Árni, Baugsmiðlar eru Fréttablaðið stöð2 Bylgjan og Vísir.is Björgólfsmiðlar eru Morgunblaðið 24 stundir og mbl.is
Þessir fjölmiðlar vanrækja algjörlega það hlutverk sitt að upplýsa okkur um ástæður sívaxandi óánægju almennings í ESB löndunum, þessir fjölmiðlar vanrækja sitt hlutverk með að koma á framfæri upplýsingum eins og Gunnar Rögnvaldsson er að miðla hér á síðunni sinni.
Fjölmiðlar hafa gríðarlega mikil áhrif og eftir að Árvakur komst í eigu Björgólfsfeðga sem eru ESB sinnar hefur mogginn og mbl.is vanrækt sína upplýsingaskyldu gagnvart almenningi.
Baugsmiðlar einsog stöð2 hafa ekki enn komið með almennilegar fréttir af bankakreppunni í Danmörku sem og öðrum neikvæðum fréttum af löndum ESB. en Baugsfeðgar eru ESB sinnar
En mikil óánægja er meðal almennings í mörgum löndum v-evrópu með aðild að ESB og margar ástæður fyrir þeirri óánægju, einsog spilling innan ESB.
Sem betur fer höfum við bloggið!
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.7.2008 kl. 09:58
Ég fylgist vel með fjölmiðlum erlendis.
Ég hlusta á niðurhalaðar fréttir (pod-cast) af BBC og þar hef ég heyrt ég nær öll þau vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Í allri evrópu. ekki bara hérna heima.
Síðan hefur eitt svolítið slegið mig. Hlustaði á fjármálaþátt í dag og þar talaði einhver hagfræðingur um það að flestir Seðlabankar heimsins væru orðnir svo vanir góðu sem og aðrir hafa trúað að væri að miklu leiti þeim að þakka, lágir vextir + lítil verðbólga. Hagfræðingurinn sagðist óttast að Seðlabankarnir myndu ekki taka hörðu erfiðu ákvarðanirnar sem beindust gegn verðbólgu, heldur myndu þeir reyna að halda lágum vöxtum og öðrum dyrum opnum til þess að þjóna stundar hagsmunum sem síðar gætu leist verðbólguna úr læðingi.
Spurninginn er hvort að þeir hörðu og óþægilegu stýrivextir sem við höfum með "ónýta" gjaldmiðlinum okkar gæti bjargað okkur frá þeim örlögum sem margar aðrar þjóðir eru við það að lenda í, eða eru þegar lennt í eins og Danir sem eru þegar komnir í Kreppu (þjóðarframleiðsla hefur dregist saman tvo ársfjórðunga í röð) og Spánn og Írland sem eru við það að fara í kreppu.
Fannar frá Rifi, 16.7.2008 kl. 20:13
Sæl Fannar og kærar þakkir fyrir innleggið
Já en - stýrivextir koma í öllum stærðum en það mikilvægasta er að þeir koma eftir ÞÖRFUM! - eftir verðbólgu.
Á Íslandi er pass-through virkni hæst, þ.e. þar fara erlendar verðhækkanir hraðast út í verðlag, næstum strax. Þið verðið byrjuð að lækka stýrivexti á meðan hinir eru ennþá að hækka þá. Og þá mun fólk ekki væla eins mikið. Á haustmánuðum verður lækkunarferlið byrjað en þá sem sag á meðan hinir eru enn að hækka sig. Ég er alveg handviss um að Seðlabanki Íslands er að gera rétta hluti, en samt örlítið of seint. En þeir eru samt að gera þá.
WORLD INTEREST RATES TABLE
Stýrivextir
Land..........Núna
Turkey 16,25
Iceland 15,50
Brazil 12,25
S-Africa 12,00
Egypt 10,50
India. 8,50
Hungary 8,50
New Zea. 8,25
China 7,47
Australia 7,25
Norway 5,75
S-Korea 5,00
UK.... 5,00
Sweden 4,50
ECB Evra 4,25
Slovakia 4,25
Czech R 3,75
Taiwan 3,6250
Hong K. 3,50
Canada 3,00
Switzerl. 2,75
USA.... 2,00
Japan 0,50
Allir nema 5 af 23 eru að hækka vexti.
Evran er í algerri sérstöðu. Þessvegna munu afleiðingarnar verða hroðalegar fyrir evruland því þarfirnar og grunnvandamálin eru svo misjöfn á evrusvæðinu. Þetta er eins og að setja alla í sömu skóstærð.
Eins og ég skrifaði sem athugasemd á blogg Hjartar J. Guðmundssonar fyrr í dag þá er mín skoðun á ESB þessi:
Síðustu 3 vaxtahækkanir seðlabanka evru, og sú næsta sem mun koma í haust, munu verða skráðar í bækurnar sem stærstu mistök í sögu fjármála. Afleiðingarnar fyrir evru og erm svæðið munu verða hreint skelfilegar. En þá munu Bandaríkjamenn og Íslendingar aftur verða komnir á góða siglingu á ný. En hrunið á evru og erm svæðinu er núna óumflýjanlegt. Sumir efast um að myntbandalagið muni standast þá þolraun og eru því hræddir um framtíð evru.
Hvert veit nema rykið verði dustað af prentvélum Deutsche Bundesbank? En þeir munu samt þurfa að skipta um myndmót í prentvélunum því það þarf að koma inn nýrri mynd - mynd af gömlu fólki þar sem ekkert sést til barna - mynd af gamla heiminum.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2008 kl. 21:51
Það er nefnilega málið.
Hér höfum við haft gnógt af peningum. Við höfum verið með svo mikið af peningum á milli handanna að verðbólgan hefur stokkið af stað. Verðbólgan verður nefnilega ekki til af sjálfum sér. Hún verður til þegar ég og þú höfum það mikið af peningum milli handanna að umfram magn af peningum verður til. Raun gildi þeirra í höndum okkar minnkar. Við eyðum þeim hraðar og fáum meira af þeim í gegnum lán. Þ.e.a.s. að við höfum í raun eytt umfram það sem við höfum í raun efni á. Þegar við sendum peninga út í skipsförmum til þess að flytja inn: Bíla, sjónvörp, allar dýrar innflutningsvörur/einnig hægt að skoða vörulista frá Húsgagnaverslunum eins og Saltfélaginu sem hafa rokið út.
Núna hefur fall krónunar gert lántöku í raun óhagstæðari. Við gátum tekið lán á lágum vöxtum miðað við að við vorum með mjög hátt gengi í raun fengum við meira en við borguðum fyrir, þá. Núna er fylleríið búið og þynnkan er eftir. Seðlabankinn hefur einn reynt að koma í veg fyrir þetta og allir verið brjálaðir og eru enn. Ef hann hefði haft 3% stýrivexti eins og ESB bankinn, þá væri skulda ástandið hérna margfalt verra.
Gallinn við Seðlabankann er að Ríkisstjórnin hefur verið með ríkisbatteríið í útþennslustefnu og Bankarnir hafa látið erlenda stýrivexti ráða lánum sínum og gefið skít í ríkisstjórnina og seðlabankann. Núna eru allar dyr lokaðar nema einar og þeir koma skríðandi heim.
Við drukkum, höfðum það gott, skemmtum okkur en núna eru skuldadagar. Við eigum að læra af þeim, ekki henda í okkur næsta kokteil og vona að hann verði einhver galdaafréttari sem komi í veg fyrir að við fáum nokkurntíman þynnku aftur.
------------------
Seðlabanki Japans hefur vexti eins lága og raun ber vitni, er af því að það hefur verið stöðnun í efnahagslífi Japans í hvað? 10 eða 20 ár?
Seðlabanki USA er einstæður því hann hefur yfir að ráða alþjóðagjaldeyri heimsins sem allt miðast við. Hann getur farið gegn öllu því sem við myndum þurfa að gera, því hann hefur farið þá braut sem við erum á í Dag. Hann er búinn að fara með vextina upp næstum 20%. Núna er hann bara að tryggja nægt fæ á marakaði, verðbólgan skiptir hann ekki máli.
ESB bankinn er eins og í Japan, nema hvað stöðnunin þar er meiri í átt að hnignun. Sem einn vermætasti gjaldmiðill (hæst skráði) í heimi, gerir allan útflutning gríðarlega óhagstæðan. ESB er á sama stað og við vorum fyrir 2 árum. fyrir utan að vöxtur er enginn. útflutningur er núll, vöxtur er núll, innfluttningur og neysla til að starta einhverju er næstum því enginn.
Fannar frá Rifi, 16.7.2008 kl. 22:50
Sæll aftur Fannar
Já, það er mikill munur á ECB og á The Fed.
Ég skrifaði smá um þennan mun á þessum seðlabönkum hér í Koss mömmu og aðstæðurnar fyrir tveim mánuðum.
En ef það er eitthvað sem fjármagnseigendum er illa við að þá er það verðbólgubarátta og afleiðingar hennar - EN hún er samt EKKERT og algert peanuts á við afleiðingar verðhjöðnunar (deflation). Verðhjöðnun er hin útlimatíva hryllingsmynd fjármagnseigenda þar sem allt verður að engu. Og Þýskaland skal nok sjá til þess að ESB mun verða nýtt Japan. Enn einn áratugurinn í armæðu EMU
Nú er útlit fyrir að stefna The Fed sé að byrja að stuðla að hruni á commodoty- hráefna- og olíumörkuðum, eins og ætlunin var, með því að halda vöxtum það mjög lágum að það sé ekki hægt að sitja öruggur á peningunum, og órefsað, inni í atóm-bólu þeirra markaða því kauptækifærin eru að myndast hratt á hlutabréfamörkuðum BNA. Allir vita að hráefna og orkubólan mun springa, en þeir þora samt ekki að segja það. Ég vona að þetta sé byrjunin á hruni þessara markaða því þá mun Fed stefnan hafa virka vel og leggja grunniinn að nýrri verðbólgulausri 5 ára uppsveiflu í BNA á meðan ESB mun svífa inn í deflation og upplausn EMU. En þetta var vissulega dálítil áhætta sem The Fed tók. En þeir þora þó enn að nota vöðvana og láta ekki hræða sig eins auðveldlega eins og bankatítlunrar sem tísta í ECB.
Nei BNA þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af verðbólgu eins og er.
En ég get svo auðveldlega haft rangt fyrir mér. En housing í BNA er samt sennilega búið að ná botninum en á eftir að gera það allstaðar annarstaðar með hörmulegum afleiðingum. Það lýtur út fyrir að BNA séu manna fljótastir að sturta niður í klósettinu hjá sér, - einu sinni enn.
Ég get ekki látið vera að benda á þetta hér:
If all else fails, then maybe it's time to ditch the euro
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.7.2008 kl. 10:06
Þau öfl sem stjórna í dag leggja áherslu á að gera almenning í löndum sínum fátækan. USA, Bretland og öll ESB löndin. Þetta heitir á mannamáli "alþjóðavæðing". En hvað er verið að alþjóðavæða? Auðlindir þjóðanna, olíu, gas, vatn, gufu, málma og allt sem nýtilegt er. Fólk alveg sérstakleg í formi lána og bankaviðskipta.
Verði ykkur að góu.
Björn Heiðdal, 17.7.2008 kl. 19:44
Sæll Björn og þakkir fyrir innlegg þitt.
Já það væri voðalegt ef einhver úti í hinum stóra heimi fengi vinnu við að framleiða eitthvað sem aðrir vilja kaupa af þeim á hagstæðu verði. Þetta kom einnig fyrir Íslendinga í gamla daga þegar þeir lentu í því að þurftu að bera saltfisk út og inn í sól og rigningu til þess eins að hann yðri étinn af ríkum útlendingum í Evrópu, og sem ofaní kaupið borguðu þeim peninga fyrir þennan saltfisk. Þetta er greinilega að koma þjóðinni í koll núna því það hefur myndast fjármagn á fleiri stöðum en í kössum kóngsins. Það væri því aldeilis voðalegt ef einhver skyldi vera að græða á þessu. Þessi alþjóðavæðing hefur því sýnt sig að vera mjög svo hættuleg.
En menn þurfa ekki að hafa svo miklar áhyggjur, því þessi svokallaða alþjóðavæðing á okkar dögum er minni en hún var oft fyrr á tímum eða fyrir ca. 200 árum. Þökk sé ýmsum tollmúrum, og allskonar samvinnufélögum viða í heiminum og þá sérstaklega í Evrópu og í gamla Gúlag Samvinnufélagi Evrópu sem var stærsta samvinnufélag allra tíma.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.7.2008 kl. 22:16
Gunnar, veistu hvernig því er háttað með launakjör innan ESB? ef við gefum okkur dæmi: getur pólsk/eða önnur austandtjalds, starfsmannaleiga boðið uppá starfsfólk á austantjalds launum í Danmörku/Þýskalandi? Eða verður hún að greiða laun samkvæmt dönskum töxtum
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 10:59
Það hafa verið miklar umræður um þetta innan ESB og allavega á tímabili stóð til að koma þessu í gegn. Ég hef ekkert frétt af þessu enda getur verið að ESB skriffinnarnir séu búnir að grafa allt sem getur orðið til þess að lýðræðisleg umræða fari fram, enda lýðræði ekki í hávegum haft í ríki sem er stjórnað af embættismönnum sem skipa hvern annan.
Fannar frá Rifi, 19.7.2008 kl. 22:57
Sæl Guðrún og Fannar
Árið 2004 voru settar svokallaðar "austur-reglur" sem áttu að tryggja t.d. pólskum (og fleirum) iðnaðar- og verkamönnum laun í Danmörku samkvæmt þeim kjarasamningum sem gilda um lágmarkslaun og að farið væri eftir settum reglum á vinnumarkaði, þ.e. eftir að krafan um dvalarleyfi féll niður. Þetta er samkomulag sem mun renna út á næsta ári, að ég held.
Þetta hefur tekist svona upp og niður, en þó mjög mikið niður, því verkalýðsfélög og samtök atvinnurekenda hafa fundið mýmörg mjög slæm dæmi þar sem t.d. pólskir iðnaðarmenn og verkamenn hefur verið sjanghæaðir á fölskum forsendum til Danmörku þar sem þeir vinna, búa og svitna í þrælakistum á lúsarlaunum og langt lang undir töxtum sem gilda á vinnumarkaði. Maður roðnar af skömm þegar hvert dæmið eftir annað er afhjúpað.
Svo er eitt. Heimalönd þessa fólks þurfa einnig á sínu eigin fólki að halda til þess að reyna að byggja upp lönd sín, sem betur fer, en í öllum þessum nýju ESB-löndum er mjög lítið um ungt fólk þar sem barnseignir eru í algeru lágmarki og hafa verið það í áratugi og verða það áfram. Fæðingar á hverja konu í þessum löndum eru svo lágar að það er með eindæmum, en þetta er því miður lítið betra í gamla hluta ESB.
Fæðingar á hverja konu í nýju löndum ESB (2006)
Eistland 1,55
Króatía 1,38
Búlgaría 1,37
Lettland 1,35
Ungverjal. 1,34
Tékkl. 1,33
Litháen 1,31
Slóvenía 1,31
Rúmenia 1,31
Pólland 1,27
Slóvakía 1,24
Til að þjóðir viðhaldi sér þarf hver kona að meðaltali að eingast tvö börn á æfinni.
Á Íslandi var þessi tala 2,08 árið 2006 og næstum eins í Bandaríkjunum eða 2,1 barn á hverja konu. Ísland og BNA viðhalda því vel sjálfum sér og fjölga sér ennþá á eðlilegann hátt.
Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að Íslendingar verði orðnir 437.000 árið 2050. Ísland verður því gífurlega spennandi og öflugur markaður fyrir alla, bæði launþega, atvinnurekendur, fjárfesta og menningarfólk, eða í stuttu máli, spennandi fyrir alla og ég er næstum handviss um að fasteignamarkaður á Íslandi mun ekki fara ofaní þann djúpa öldudal sem hann mun gera hér í ESB því það er einfaldlega og mikið púður í tunnunni hjá Íslendingum til að það geti átt sér stað nema í hæstalagi í smá tíma.
Ísland verður segulstál fyrir þá sem sækjast eftir fullri atvinnu og góðum og lífvænlegum lífskjörum í framtíðinni - eða svo lengi sem það er full atvinna og eins sterkt atvinnulíf og hefur verið í marga undanfarna áratugi á Íslandi. NEMA! -ef þið gangið í ESB! Þá munuð þið fá atvinnuleysi og þá mun fólksfjölgun hætta alveg sjálfkrafa, og Ísland staðna. Stopp. Þetta er óumflýjanlegt ef gengið verður í ESB. Þetta skilja atvinnurekendur, kaupmenn og mörg hagsmunasamtök því miður ekki ennþá. Þeir munu aldrei skilja þetta fyrr en og seint.
Að ganga í ESB er eins og brauðfæða sjálfan sig með því að éta á sér útlimina.
Bestu kveðjur
Fæðingar í ESB (EuroStat)
EU - fertility rate
Gunnar Rögnvaldsson, 20.7.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.