Leita í fréttum mbl.is

Koss mömmu

Skrif mín um "Lenín verðbólgu" á þeim nótum sem ég skrifaði pistilinn hér á undan, og þá meðal annars með tilvitnun til svörtu fortíðar efnahagsmála í stórum hluta Evrópu, bið ég alla að skoða sem hvatningu til þeirrar efnahagsstefnu Íslands sem hófst með tilkomu Davíðs Oddssonar í landsstjórnmálum. Það er að auka frelsi á sem flestann hátt, lækka skatta og vinna að aukningu á stærð þjóðarkökunnar. Að láta ekki hræða sig frá settum markmiðum vegna núverandi alþjóðlegrar matar- og hráefnaverðbólgu og inn í koss deyfðar og framtaksleysis og lömunar hjá ESB. Koss mömmu.  

 

Verð hafa hækkað á fleiri stöðum en á Íslandi. Íslendingar standa ekki einir með sínar verðhækkanir og gjaldmiðlar munu alltaf sveiflast innbyrðis. Ferðamenn munu sennilega ekki fara til Evrópu í sumar því evran er svo há. En þeir gætu hugsanlega brugðið fæti til Íslands eða Bandaríkjanna. Oft er kostur að hafa gjaldmiðil sem gefur eftir frekar en gangsetningu sjálfvirks atvinnuleysis sem hagstjórnartæki.

 

Þegar kreppa fer skóinn í svona ástandi fara menn að nefna tiltök eins og aukna áherslu á menntun og nýsköpun. En gamla Sovét hafði ágætis menntakerfi, góða vísindamenn og flott kerfi skriffinna. En það hjálpaði þeim ekkert - þeir önduðust. Og allir vita að stjórnmálamenn og embættismenn geta ekki búið til nýsköpun eða fundið upp rafmagn, sjúkrahús eða talmálið. Það geta einungis frjálsar tilfinningaverur í frjálsu umhverfi skapað.           

 

Það er mikill heilaflótti frá háskattalöndum. Bestu heilarnir fara alltaf þangað sem hæfileikar þeirra nýtast best. Bandaríkin eru núna aðeins 32 árum á undan ESB í rannsóknum og þróun (R&D) sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á mann og það sorglega er að þetta bil eykst og minnkar ekki, þrátt fyrir fögru loforð skriffinna ESB í Lissabon árið 2000. Fyrir ESB í heild þá er staðan sú að  árið 1985 nutu Bandaríkjamenn þeirrar hagsældar sem ESB nýtur í heild núna í dag - og fer bilið vaxandi og ekki minnkandi.

     

En snúum okkur aftur að málinu um verðhækkanir undanfarinna missera. Það er mín trú að Seðlabanka Bandaríkjanna muni takast það sem hann er að reyna að gera í dag. 

 

Seðlabanki Bandaríkjanna (the Fed) muni enn einu sinni sýna að hann er vopnvæddur tvöfalt á við Seðlabanka ESB. The Fed hefur það sem kallað er "dual mandate"  þ.e. hann hefur tveimur markmiðum að þjóna. 

 

1) að halda ameríska hagkerfinu í fullri atvinnu og að hámarka hagvöxt. 

2) að halda verðlagi eins stöðugu og kostur er. 

 

Seðlabanki Evrópu hefur aðeins eitt markmið, að halda veðlagi stöðugu. Öll lönd sem eru bundin EMS eða sem hafa evru sem gjaldmiðil eru því gíslar þessarar stefnu ESB. Alveg sama hvað á gengur. Þetta er óviðunandi fyrir margar þjóðir ESB.

 

Þar sem kjánaklúbbur Evrópu, ESB, og einkaseðlabanki Þýzkalands, ECB, vinna í anda verðbólgunazista gamla Þýzka Bunkers Bankanns, og sjá einnig um að The Extended Recession Mechanism (ERM/EMS) virki eins og það skal, að þá er það Seðlabanki Bandaríkjanna sem enn einu sinni er nánast einn á vaktinni. Það sem Seðlabanki Bandaríkjanna er að reyna að gera núna er þetta:   

 

1) að forða hagkerfinu frá stöðvun hagvaxtar og meira atvinnuleysi. 2) að berja niður það peningaflæði sem hefur verið inní spákaupmennsku í olíu, hráefnum og matvælum, þ.e. fjármagnið hefur leitað burt frá fjárfestingum og hlutabréfamarkaði og yfir í þessa markaði. Ef seðlabanka Bandaríkjanna tekst þetta þá þarf hann ekki að óttast verðbólgu og leggur grunninn fyrir næstu 5 ára verðbólgulausu uppsveiflu í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.

 

Seðlabanki Bandaríkjanna er því m.a. að þvinga fjárflæðið til að leita yfir í hlutabréf og fjárfestingar með því að gera peninga það ódýra að það sé ekki hægt að sitja á þeim engum til gagns, órefsað.

 

Seðlabanki Bandaríkjanna mun ekki endurtaka "týnda áratug Japans" með aðgerðarleysi. Seðlabanki Bandaríkjanna er að þvinga afskriftir bankanna í geng. Hreinsa klósettið - strax. Sturta niður. Þeir munu ekki leyfa bönkunum hægt, en bítandi, að kyrkja hvaðvöxt vegna falinna og óframkvæmdra afskrifta á töpuðum lánum. Þeir þvinga vöxt í gang aftur og sá vöxtur mun alls ekki geta skeð nema með því að hlutabréfamarkaðurinn fari í gang fyrst.

 

Flæði ferskra pengina eftir áföll er alltaf þessi:

 

1) fyrst fara þeir til hlutabréfamarkaðarins

 

2) svo fara þeir til fyrirtækja

 

3) svo fara þeir til fjárfestinga

 

4) svo koma þeir til til neytenda í launum og framgangi 

 

5) svo fara þeir inn í húsnæðismarkaðinn

 

Sem sagt. Ef hlutabréfamarkaðurinn fer ekki í gang, þá skeður akkúrat ekki neitt. Þetta veit seðlabanki Bandaríkjanna. Og þeir vita að vaxtalækkun ER vopn sem ALLTAF virkar.

 

Þess vegna styð ég einnig núverandi aðgerðir Seðlabanka Íslands sem vinna að því að vandamál öndverð við stöðu Bandaríkjanna séu leyst. Sumir á Íslandi hafa verið að gangrýna stefnu Seðlabankans mikið og nefna þá stundum að hann sé að vinna öfugt við það sem seðlabanki Bandaríkjanna er að gera núna. En þessu svara eg svona: 

 

1) Verðbólga í USA er einungis 2-3% þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað þar einna mest í heiminum vegna þess að olíuverð er í dollurum. Lækkun dollars hefur komið Íslandi og Evrópu til góða þannig að þessar miklu verðhækkanir á olíu hafa alls ekki slegið í gegn á Íslandi og í Evrópu af nándar nærri sama hrottalega umfangi og í Bandaríkjunum. En þrátt fyrir þetta, og ásamt 40-80% hækkunum á heimsmarkaðsverði á ýmsum hráefnum og matvælum er verðbólga aðeins 2-3% í Bandaríkjunum. Verðbólgan á Íslandi er um 12% um þessar mundir - og - sem sé - aðeins 2-3% í Bandaríkjunum.

 

2) Húsnæði hefur lækkað um 12.7% í Bandaríkjunum á síðustu 12 mánuðum. Á ýmsum svæðum í Bandaríkjunum hefur lækkunin verið yfir 23%. Nauðungaruppboð fara fram í stórum stíl, og verð lækkar enn mjög hratt. Verð á húsnæði hefur ekki lækkað að neinu ráði á Íslandi á síðustu 12 mánuðum. Það á eftir að falla. Lækkunin er því ekki komin til skila í verðbólgu Íslands. Verðbólgan á Íslandi er um 12% um þessar mundir og aðeins 2-3% í Bandaríkjunum.

 

3) Fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa þurft að afskrifa um 400-500 miljarða dollara vegna taps á húsnæðislánum og enn er botninum ekki náð. Enginn banki á Íslandi hefur ennþá þurft að afskrifa töp á húsnæðislánum ennþá - a.m.a.k ekki að neinu ráði. Á síðustu 4 mánuðum hafa 50.000 manns misst vinnuna á Wall Street, og annað eins er í vændum. Aðeins örfáir hafa misst vinnuna á Íslandi ennþá. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum fer hækkandi og er miklu hærra en á Íslandi.

 

4) Verðbólgusaga Íslands er hrikaleg, mannskæð og grátleg. Þetta veit Davíð Oddson manna best. Ef hann sæti ekki sem seðlabankastjóri núna væri sennilega komin óðaverðbólga á Íslandi - einu sinni enn!

 

5) Búið ykkur undir enn verri högg frá Seðlabankanum. Þessi næstum-óðaverðbólga verður barin niður miskunarlaust. Það er svo mikið í húfi fyrir Ísland. Seðlabankar í opnum hagkerfum geta í hlutarins eðli aldrei "ráðið við" eða "stýrt" verðbólgu. Það er ekki hægt. En þeir geta og eiga að berjast við hana, af öllum mætti og með öllum tiltækum vopnum. Afleiðingar verðbólgubaráttu eru alltaf mjög slæmar fyrir alla.

 

Sem mótaðgerð við þessar aðgerðir til lækkunar verðbólgu held ég að tillaga Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um áframhaldandi og enn frekari skattalækkanir sé rétt, en þá fyrst með virkni frá og með næsta ári, eins og hann einnig tekur fram. En að yfirlýsingin kæmi núna! 

 

Þess vegna.

 


Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk fyri þetta sérstaklega ,,Verðbólgusaga Íslands er hrikaleg, mannskæð og grátleg. "

Menn gera sér nefnilega ekki grein fyrir því, að menn tóku líf sitt í óðaverðbólgnni með VERÐTRYGGINGUNNI:

Aldrei aftur.

Miðbæjaríhaldið,

telur menn verða að taka afar fast á brask elementunum og gróðapungunum, þar sem þeir hafa tekið sér skortstöðu (skotstöðu) á almenning hér á landi.

Bjarni Kjartansson, 21.5.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Komonn, það voru birtar verðbólgutölur í BNA um daginn og orkukostaður rauk upp um 5.6% milli mánaða en opinberu verðbólguhönnuðirnir sögðu að þetta væri "árstíðabundin" hækkun og þeir hefðu búist við að hún yrði enn meiri og því væri þetta í raun lækkun. Einnig var hækkun matvæla sú mesta í 18 ár en það var allt í lagi því þeir eru með "kjarnaverðbólgu" þar sem ekki er reiknað með orku og matvælum og henni er mest flaggað enda er í henni sleppt því sem enginn kemst hjá að nota. Maður hélt að fólk væri farið að vara sig á endalausum lygum og fölsunum og blekkingum þessarrar maskínu eftir tryllingslegar terror- og stríðslygar hennar en einhverjir gleypa víst við þessum ævintýrum ennþá og breiða þau út. Hvers vegna verður mér víst áfram hulin ráðgáta.

Baldur Fjölnisson, 21.5.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Dollarinn hefur ekki verið lægri í fjörutíu ár. Ég býst við að þú teljir að það stafi af því að allt sé í sómanum í þessu algjörlega fallít kerfi og tiltrú umheimsins á því og opinberum hollywoodævintýrum þess sé í toppi, hahahaha.

Baldur Fjölnisson, 21.5.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Baldur Fjölnisson, 21.5.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Baldur, kíktu á CPI frá 14. þessa mánaðar. CPI var 0,1% en væntingar voru 0,2%. Ekkert að óttast hér fyrir The Fed. CPI inniheldur orku og matvæli = allt. Ekkert að óttast hér. En eins og er þá er volatile mikið og því ekki sama hvaða vikur bólgur eru mældar. The Fed getur ekki byggt sínar ákvarðanir á einni tölu og alls ekki á volatile þáttum indexanna. The Fed er alltaf á undan öllum öðrum og með nýrri og betri vitneksju en allir aðrir. Helecopter Ben er fær maður.

Einn af fremstu greinendum Noregs, og sem hafði rétt fyrir sér síðast þegar olíuverð hrundi spáir 60-70 USD olíu innan skamms. Eins og húsnæðisbólan sprakk, þá mun hráefna og olíubólan einnig bresta innan skamms. Garvaðir og gamalreyndir hard-core olíumenn segja sumir að margir framleiðendur í Saudi og víðar séu að stöðva framleiðslu því þeir geta ekki pumpað meiru - hafa ekkert lager pláss því allar hugsanlegar birgðir eru fullar.

Hvað varðar gengi dollara. þá er það lágt og þú getur ímyndað þér hvert fjármagnið flæðir núna. Amerísk hlutabréf eru á útsölu fyrir flesta með annan gjaldeyri en USD. Útflutningur USA er að fara í háadrifið vegna þess hve samkeppnishæfir þeir eru og framleiðni Bandaríkjamanna er eins og venjulega, lang hæst í heiminum. Langt á undan ESB.

Dollar er lágur já, en evran er allt allt of há. Hér eru hjólin að hægja á sér. Og þá vita allir hvert fjármagnið flæðir. Í amerísk hlutabréf því hvernig heldur þú að arðsemi fyrirtækja í ESB muni líta út eftir bara 6 mánuði. ESB þarf þrefalt lengri tíma til að vinna sig út úr recession ern USA. Það er engin dýnamík í hagkerfi ESB.

Þau atómvopn sem Bretar köstuðu inní hagkerfi sitt í formi 120% húsnæðislána eiga eftir að springa og keðjuvirknin verður stór. Það sem er að ske þar núna er bara neistaflugið á undan storminum. Svo er það húsnæðismarkaðir Írlands, Danmerkur og Spánar sem eiga eftir að springa á næstu misserum. Suður-Evrópa er illa stödd svo ég skil ekki hvar ESB ætlar að sækja vöxt á næstu árum. Það standa núna 150.000 tómar íbúðir í Danmörku. Margar eru nýjar.

Asía er í verðbólgubaráttu, allir eru í verðbólgubaráttu. Þegar allir eru sammála um að núverandi olíuverð sé of hátt og öllum til skaða, þá er alveg óhætt að trúa því að hlutir munu ske. Ekki kaup meiri olíu ef þú vilt halda nöglunum á fingrunum.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2008 kl. 09:17

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband