Leita í fréttum mbl.is

Mun ESB hefja herför gegn fjármálageiranum ?

Formaður sósíaldemókrata í Evrópu, Poul Nyrup Rasmussen, hefur tekist að sannfæra meirhluta í Evrópunefnd danska þingsins um að herða þurfi eftirlit með starfsemi fjármálageirans í ESB, og að einnig þurfi að hefta frekar núverandi frelsi þessara atvinnuvega til að koma í veg fyrir kreppu í ESB löndunum.

 

Poul Nyrup Rasmussen er fyrrverandi formaður sósíaldemókrata í Danmörku og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og einnig fyrrverandi formaður sósíalista í Evrópska Þinginu í Brussel (PES - Party of European Socialists). 

 

Svend Auken, sem er sósíaldemókrati og fyrrverandi umhverfismálaráðherra Danmerkur er núna formaður Evrópunefndar danska þingsins, en honum tókst að koma þessari tillögu Poul Nyrup Rasmussen framhjá ríkisstjórn Danmerkur í danska þinginu. Ríkisstjórn Danmerkur er minnihlutastjórn undir forystu Anders Fogh Rasmussen.  

 

Að sögn Poul Nyrup Rasmussen er besta leiðin til að koma í veg fyrir óróleika á fjármálamörkuðum sú að setja strangari reglur yfir starfsemi fjármálafyrirtækja á borð við, fjárfestingasjóða, vogunarsjóða og  fjárfestingabanka sem starfa í ESB. 

 

Poul Nyrup Rasmussen er sannfærður um að verði ekki komið böndum á fjármálageirann að þá muni þessi geiri skaða efnahag ESB, og sem fyrir vikið muni enda í kreppu (recession). Poul Nyrup Rasmussen hefur því ásamt Lionel Jospin, Jacques Delors, Otto Van Lambsdorff, Helmuth Schmidt og Goran Persson, samið og sent bréf til næstkomandi formans ESB, sem verður Nicolas Sarkozy, og sem einnig er forseti Frakklands. Það verður spennandi að sjá hvað skeður.

 

JP: Nye indgreb mod kapitalfonde på vej

 

JP: Nyrup advarer om finanskrise 

 

Mín skoðun ?

Sjálfur held ég að málið sé akkúrat öndvert við það sem þessir menn segja. Mín skoðun er sú að getuleysi ESB sé núna, enn einusinni, að sýna sig í reynd. ESB hefur aldrei tekist að fá hinn innri-markað til að virka eins og til var ætlast. Hinn innri-markaður er ennþá einungis kenning á pappír, hann virkar alls ekki í reynd. Undanfarin mörg ár hefur ESB verið upptekið við að hefta og setja allskonar strangari reglur um stafsemi og samkeppni  fyrirtækja innan ESB. Þetta hefur svo leitt af sér að samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja við umheiminn, hér undir BNA og Kína, hefurð beðið óbætanlegt tjón. ESB dregst þannig alltaf meira og meira aftur úr efnahag Bandaríkjanna. Lissabon-2000 markmið ESB féll þegar um sjálft sig árið 2001 og síðan þá hefur fjarlægðin til efnahags þegna Bandaríkjanna einungis aukist. 

 

Ráðið við kreppu í ESB er ekki fleiri og meiri reglur sósíalista, sósíaldemókrata og áttavilltra íhaldsmanna. Ráðið við komandi kreppu er að auka það efnahags- og athafnafrelsi sem var og er uppspretta velmegunar í Evrópu. Þetta mun krefjast þess að hið opinbera í næstum öllum löndum ESB verði sett á strangan megrunarkúr, því stærð hins opibera geira er orðinn svo ofur-stór að eðlilegur hagvöxtur getur ekki myndast lengur. Hinn opinberi geri í ESB er orðinn stærri en hann var árið 1944 í styrjaldarhagkerfi Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni. 

 

Hinn núverandi, og skammi, framgangur sem hefur verið í sumum eldri löndum ESB hefur að mestu leyti verið tengdur hækkunum á húsnæðisverði. Hagkerfi Þýskaland er ennþá nánast frosið og ekkert útlit er fyrir þiðnun þar. Smásala í Þýskalandi er t.d. minni en hún var fyrir fimm árum.

 

Atvinnuleysi í ESB er núna um stundarsakir í sögulegu lágmarki, sem er 7,1%. Þetta atvinnuleysi mun fara vaxandi hratt aftur og hér er ekki talið með það stóra leynda atvinnuleysi, sem er sá hinn stóri fjöldi af fólki sem falinn er í allskonar kössum hins opinbera út um allt ESB svæðið. Reglugerðir munu ekkert hjálpa hér, þvert á móti. Fjárfestingarnar mun einungis flýja þangað sem aðstæður eru betri og atvinnutækifæri munu því tapast enn frekar.

 

Að mínu mati væru það mistök árþúsundsins ef Ísland gengi í ESB. Ég veit að sumir hinna íslensku stóru-banka halda að evra sé sleikipinni sem sé sætur og muni laga allt hjá þeim. En hugsið ykkur vinsamlegast aftur um, vel og vandlega. Fjármálageirinn á Íslandi hefur hingað til fengið vissann stuðning hjá Samfylkingunni - eða er það öfugt? Ég er ekki viss.  

 

Kæru Stóru-Bankar: takið ekki Ísland sem gísl í ESB áhuga ykkar! Ekki gera það. Þið eigið eftir að sjá eftir því seinna. Ekki vera litlir menn og ekki flýja heim til mömmu. Þið væruð ekki til ef Ísland hefði verið í ESB mörg hin síðustu ár. Þið væruð  ennþá einungis litlir bankar.

 

Ekkert er eins slæmt eins og langvarandi og stöðugt atvinnuleysi sem sest að í þjófélögum. Ef það er eitthvað sem er öruggt við inngöngu í ESB þá er það að langvarandi og stöðugt atvinnuleysi mun alveg örugglega setjast að á Íslandi. Það er eins öruggt og að sólin mun koma upp á morgun. Og ekkert þjóðfélag hefur efni á langvarandi og stöðugu atvinnuleysi. Það mun alltaf verða fátækara og fátækara. Frelsið er það dýrmætasta sem Ísland á, það er undirstaða ríkidæmis og velmegunar Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er snoturlega saminn texti. Mér þætti samt betra ef það væri samhengi á milli fréttarinnar og orða þinna um Lisbóumarkmiðin og innrimarkaðinn. Það vantar brú sem gæti skýrt hvers vegna það er skaðlegt fyrir Evrópu að vernda hagsmuni smáfjárfesta. Ertu ekki til í að útskýra þetta? 

Jóhannes Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Jóhannes

Ef einhver trúir því að að yfir-ríkið muni koma og vernda smáfjárfesta þá er það gersamlega fáránleg hugmynd. Ef fjárfestar, smáir sem stórir, þola ekki hitann í eldhúsinu þá ættu þeir að halda sig heima við eða leggja peningana sína inn í banka á 0,25% innlánsvöxtum í ESB. Meirihluti þeirra veit hvort sem er nánast ekki neitt hvað þeir eru að gera.

Þeir meiga fyrir alla muni ekki að fara að ímynda sér að Brussel viti hvaða orsakir liggja á bak við núverandi óstöðugleika á alþjóðlegum mörkuðum. Það er enginn með það á hreinu enn sem komið er. Og fyrir utan það þá er þetta eitt af því sem alls ekki má koma fyrir í ESB - að þessi mikilvægi geiri lendi í vantrausti vegna þeirrar alþjóðlegu fjármálakreppu sem núna ríkir. EN ESB menn munu aldrei hafa trú á að markaðirnir munu finna út úr þessu sjálfir svo þeir munu alltaf ganga inn í þetta eins og sannir skriffinnar með hríðskotabyssur, drepa sjúklinginn og tæma baðkerið.

Ef Lissabon markmiðið heldur áfram að dragast aftur úr BNA, meira en þetta ofur-gljúfur sem núna er orðið, þá mun enginn fjárfesta neitt í ESB því það verður einfaldlega ekkert til að fjárfesta í. Smáfjárfestar geta þá keypt esb-ríkis-lottó-miða í staðinn eða sett evruna sína uppá gamla altari Þýska Marksins - það stendur autt eins og er, flestum þjóðverjum til mikillar gremju - og farið síðan á kassann því atvinna mun einungis minnka fyrir vikið.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2008 kl. 15:23

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið Jóhannes, ég gleymdi að minnast á hinn innri markað. Þú baðst um samhengi.

Hinn innri markaður er að mestu kenning á pappír. Hann vikrar alls ekki eins og skal, og mun líklega aldrei virka vel nema undir forystu eins forseta United States of Europe. En það ferli mun taka 2-300 ár. Landamæri ríkja gilda einnig fyrir menningu þeirra og tungumál.

Lissabon2000 markmiðið er einmitt í áfurábak-gír vegna þess að hinn innri markaður virkar illa og afleiðingarnar af þeirri haftastefnu sem ESB hefur hent í hausinn á evrópskum fyrirtækjum til að reyna að fá hann til að virka að innan, og ekki að utan, hefur eyðilagt mikið fyrir alþjóðlegri samkeppnishæfni ESB hagkerfisins útávið - þ.e.a.s. við umheiminn. Millilanda-viðskipti innan ESB, þ.e. viðskipti á milli innri landamæra ESB, eru einungis stunduð af 7% af öllum SME í ESB og 97-98% af öllum fyrirtækjum í ESB eru einmitt SME.

SME = small & medium size enterprises = lítil og millistór fyrirtæki

Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2008 kl. 16:08

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef einhver skyldi vera í vafa um hvað "Lissabon 2000" markmiðið er þá er það þetta: blómaskreytingarmenn ESB settu sér það markmið árið 2000 að á árinu 2010 þá ætti ESB að vera ríkasta og samkeppnishæfasta hagkerfi í heimi. Þeir héldu, eins og allir skriffinnar alltaf halda að þessu gætu þeir stýrt sjálfir. Staða þessa markmið er þessi í dag.

Eins og er þá eru Bandaríkin 32 árum á undan ESB í þróun og rannsóknum (R&D). Þetta er mikilvægur hlutur því það þarf að fjárfesta í framtíðinni og laða bestu heilana að.

Bandaríkin eru aðeins 23 árum á undan ESB í þjóðartekjum á hvern þegna og hafa þannig enn betur efni á að fjárfesta í þróun og rannsóknum.

Bandaríkin eru 16 árum á undan ESB í framleiðni og eru einnig áratugum á undan ESB í atvinnuástandi.

En blómaskreytingarmenn ESB eru ennþá að skála yfir þessu. Allt á meðan þekktir hagfræðingar eins og Milton Friedman hlægja innilega yfir þessu alveg síðan árið 2001, og ameríska hagkerfið sem þýtur enn hraðar fram fyrir langa nefið á ESB þegnum.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband