Þriðjudagur, 3. júní 2008
Mun ESB hefja herför gegn fjármálageiranum ?
Formaður sósíaldemókrata í Evrópu, Poul Nyrup Rasmussen, hefur tekist að sannfæra meirhluta í Evrópunefnd danska þingsins um að herða þurfi eftirlit með starfsemi fjármálageirans í ESB, og að einnig þurfi að hefta frekar núverandi frelsi þessara atvinnuvega til að koma í veg fyrir kreppu í ESB löndunum.
Poul Nyrup Rasmussen er fyrrverandi formaður sósíaldemókrata í Danmörku og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og einnig fyrrverandi formaður sósíalista í Evrópska Þinginu í Brussel (PES - Party of European Socialists).
Svend Auken, sem er sósíaldemókrati og fyrrverandi umhverfismálaráðherra Danmerkur er núna formaður Evrópunefndar danska þingsins, en honum tókst að koma þessari tillögu Poul Nyrup Rasmussen framhjá ríkisstjórn Danmerkur í danska þinginu. Ríkisstjórn Danmerkur er minnihlutastjórn undir forystu Anders Fogh Rasmussen.
Að sögn Poul Nyrup Rasmussen er besta leiðin til að koma í veg fyrir óróleika á fjármálamörkuðum sú að setja strangari reglur yfir starfsemi fjármálafyrirtækja á borð við, fjárfestingasjóða, vogunarsjóða og fjárfestingabanka sem starfa í ESB.
Poul Nyrup Rasmussen er sannfærður um að verði ekki komið böndum á fjármálageirann að þá muni þessi geiri skaða efnahag ESB, og sem fyrir vikið muni enda í kreppu (recession). Poul Nyrup Rasmussen hefur því ásamt Lionel Jospin, Jacques Delors, Otto Van Lambsdorff, Helmuth Schmidt og Goran Persson, samið og sent bréf til næstkomandi formans ESB, sem verður Nicolas Sarkozy, og sem einnig er forseti Frakklands. Það verður spennandi að sjá hvað skeður.
JP: Nye indgreb mod kapitalfonde på vej
JP: Nyrup advarer om finanskrise
Mín skoðun ?
Sjálfur held ég að málið sé akkúrat öndvert við það sem þessir menn segja. Mín skoðun er sú að getuleysi ESB sé núna, enn einusinni, að sýna sig í reynd. ESB hefur aldrei tekist að fá hinn innri-markað til að virka eins og til var ætlast. Hinn innri-markaður er ennþá einungis kenning á pappír, hann virkar alls ekki í reynd. Undanfarin mörg ár hefur ESB verið upptekið við að hefta og setja allskonar strangari reglur um stafsemi og samkeppni fyrirtækja innan ESB. Þetta hefur svo leitt af sér að samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja við umheiminn, hér undir BNA og Kína, hefurð beðið óbætanlegt tjón. ESB dregst þannig alltaf meira og meira aftur úr efnahag Bandaríkjanna. Lissabon-2000 markmið ESB féll þegar um sjálft sig árið 2001 og síðan þá hefur fjarlægðin til efnahags þegna Bandaríkjanna einungis aukist.
Ráðið við kreppu í ESB er ekki fleiri og meiri reglur sósíalista, sósíaldemókrata og áttavilltra íhaldsmanna. Ráðið við komandi kreppu er að auka það efnahags- og athafnafrelsi sem var og er uppspretta velmegunar í Evrópu. Þetta mun krefjast þess að hið opinbera í næstum öllum löndum ESB verði sett á strangan megrunarkúr, því stærð hins opibera geira er orðinn svo ofur-stór að eðlilegur hagvöxtur getur ekki myndast lengur. Hinn opinberi geri í ESB er orðinn stærri en hann var árið 1944 í styrjaldarhagkerfi Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni.
Hinn núverandi, og skammi, framgangur sem hefur verið í sumum eldri löndum ESB hefur að mestu leyti verið tengdur hækkunum á húsnæðisverði. Hagkerfi Þýskaland er ennþá nánast frosið og ekkert útlit er fyrir þiðnun þar. Smásala í Þýskalandi er t.d. minni en hún var fyrir fimm árum.
Atvinnuleysi í ESB er núna um stundarsakir í sögulegu lágmarki, sem er 7,1%. Þetta atvinnuleysi mun fara vaxandi hratt aftur og hér er ekki talið með það stóra leynda atvinnuleysi, sem er sá hinn stóri fjöldi af fólki sem falinn er í allskonar kössum hins opinbera út um allt ESB svæðið. Reglugerðir munu ekkert hjálpa hér, þvert á móti. Fjárfestingarnar mun einungis flýja þangað sem aðstæður eru betri og atvinnutækifæri munu því tapast enn frekar.
Að mínu mati væru það mistök árþúsundsins ef Ísland gengi í ESB. Ég veit að sumir hinna íslensku stóru-banka halda að evra sé sleikipinni sem sé sætur og muni laga allt hjá þeim. En hugsið ykkur vinsamlegast aftur um, vel og vandlega. Fjármálageirinn á Íslandi hefur hingað til fengið vissann stuðning hjá Samfylkingunni - eða er það öfugt? Ég er ekki viss.
Kæru Stóru-Bankar: takið ekki Ísland sem gísl í ESB áhuga ykkar! Ekki gera það. Þið eigið eftir að sjá eftir því seinna. Ekki vera litlir menn og ekki flýja heim til mömmu. Þið væruð ekki til ef Ísland hefði verið í ESB mörg hin síðustu ár. Þið væruð ennþá einungis litlir bankar.
Ekkert er eins slæmt eins og langvarandi og stöðugt atvinnuleysi sem sest að í þjófélögum. Ef það er eitthvað sem er öruggt við inngöngu í ESB þá er það að langvarandi og stöðugt atvinnuleysi mun alveg örugglega setjast að á Íslandi. Það er eins öruggt og að sólin mun koma upp á morgun. Og ekkert þjóðfélag hefur efni á langvarandi og stöðugu atvinnuleysi. Það mun alltaf verða fátækara og fátækara. Frelsið er það dýrmætasta sem Ísland á, það er undirstaða ríkidæmis og velmegunar Íslands
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta er snoturlega saminn texti. Mér þætti samt betra ef það væri samhengi á milli fréttarinnar og orða þinna um Lisbóumarkmiðin og innrimarkaðinn. Það vantar brú sem gæti skýrt hvers vegna það er skaðlegt fyrir Evrópu að vernda hagsmuni smáfjárfesta. Ertu ekki til í að útskýra þetta?
Jóhannes Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:32
Sæll Jóhannes
Ef einhver trúir því að að yfir-ríkið muni koma og vernda smáfjárfesta þá er það gersamlega fáránleg hugmynd. Ef fjárfestar, smáir sem stórir, þola ekki hitann í eldhúsinu þá ættu þeir að halda sig heima við eða leggja peningana sína inn í banka á 0,25% innlánsvöxtum í ESB. Meirihluti þeirra veit hvort sem er nánast ekki neitt hvað þeir eru að gera.
Þeir meiga fyrir alla muni ekki að fara að ímynda sér að Brussel viti hvaða orsakir liggja á bak við núverandi óstöðugleika á alþjóðlegum mörkuðum. Það er enginn með það á hreinu enn sem komið er. Og fyrir utan það þá er þetta eitt af því sem alls ekki má koma fyrir í ESB - að þessi mikilvægi geiri lendi í vantrausti vegna þeirrar alþjóðlegu fjármálakreppu sem núna ríkir. EN ESB menn munu aldrei hafa trú á að markaðirnir munu finna út úr þessu sjálfir svo þeir munu alltaf ganga inn í þetta eins og sannir skriffinnar með hríðskotabyssur, drepa sjúklinginn og tæma baðkerið.
Ef Lissabon markmiðið heldur áfram að dragast aftur úr BNA, meira en þetta ofur-gljúfur sem núna er orðið, þá mun enginn fjárfesta neitt í ESB því það verður einfaldlega ekkert til að fjárfesta í. Smáfjárfestar geta þá keypt esb-ríkis-lottó-miða í staðinn eða sett evruna sína uppá gamla altari Þýska Marksins - það stendur autt eins og er, flestum þjóðverjum til mikillar gremju - og farið síðan á kassann því atvinna mun einungis minnka fyrir vikið.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2008 kl. 15:23
Afsakið Jóhannes, ég gleymdi að minnast á hinn innri markað. Þú baðst um samhengi.
Hinn innri markaður er að mestu kenning á pappír. Hann vikrar alls ekki eins og skal, og mun líklega aldrei virka vel nema undir forystu eins forseta United States of Europe. En það ferli mun taka 2-300 ár. Landamæri ríkja gilda einnig fyrir menningu þeirra og tungumál.
Lissabon2000 markmiðið er einmitt í áfurábak-gír vegna þess að hinn innri markaður virkar illa og afleiðingarnar af þeirri haftastefnu sem ESB hefur hent í hausinn á evrópskum fyrirtækjum til að reyna að fá hann til að virka að innan, og ekki að utan, hefur eyðilagt mikið fyrir alþjóðlegri samkeppnishæfni ESB hagkerfisins útávið - þ.e.a.s. við umheiminn. Millilanda-viðskipti innan ESB, þ.e. viðskipti á milli innri landamæra ESB, eru einungis stunduð af 7% af öllum SME í ESB og 97-98% af öllum fyrirtækjum í ESB eru einmitt SME.
SME = small & medium size enterprises = lítil og millistór fyrirtæki
Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2008 kl. 16:08
Ef einhver skyldi vera í vafa um hvað "Lissabon 2000" markmiðið er þá er það þetta: blómaskreytingarmenn ESB settu sér það markmið árið 2000 að á árinu 2010 þá ætti ESB að vera ríkasta og samkeppnishæfasta hagkerfi í heimi. Þeir héldu, eins og allir skriffinnar alltaf halda að þessu gætu þeir stýrt sjálfir. Staða þessa markmið er þessi í dag.
Eins og er þá eru Bandaríkin 32 árum á undan ESB í þróun og rannsóknum (R&D). Þetta er mikilvægur hlutur því það þarf að fjárfesta í framtíðinni og laða bestu heilana að.
Bandaríkin eru aðeins 23 árum á undan ESB í þjóðartekjum á hvern þegna og hafa þannig enn betur efni á að fjárfesta í þróun og rannsóknum.
Bandaríkin eru 16 árum á undan ESB í framleiðni og eru einnig áratugum á undan ESB í atvinnuástandi.
En blómaskreytingarmenn ESB eru ennþá að skála yfir þessu. Allt á meðan þekktir hagfræðingar eins og Milton Friedman hlægja innilega yfir þessu alveg síðan árið 2001, og ameríska hagkerfið sem þýtur enn hraðar fram fyrir langa nefið á ESB þegnum.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.