Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eru að græða á olíunni?

Svar: hérna í Danmörku að það ríkið sem græðir mest, og svo einnig hugsanlega eigendur olíunnar. 

 

Verðið á 95 oktan bensíni var hér fyrir skömmu 10,58 danskar krónur (DKK) fyrir hvern líter, en þetta verð hefur svo hækkað síðan og er núna ca. 11,30 DKK. Af þessum 10,58 DKK þá fékk ríkið 6,22 DKK, eða 59% af verði vörunnar.  

 

Afgangnum er svo deilt á milli eftirfarandi aðila:

  1. þeirra sem eiga olíuna (framleiðendur)
  2. olíufélögin sem kaupa hana af framleiðendum og flytja hana
  3. þeir sem hreinsa olíuna
  4. og svo loks þeir sem selja olíuna til neytenda, þ.e. bensínstöðvar

Þessum 4,02 DKK sem ríkið fær EKKI er sem sagt deilt á milli þessara fjögurra aðila. Af þessum 4,02 DKK þá fá bensínstöðvarnar 34 aura DKK eða sem svarar til 3% af verði til neytenda.    

 

Svarið við spurningunni hérna í Danmörku er því: RÍKIÐ ! Ríkið þénar mest. En ríkið hér í Danmörku fær þessar tekjur inn í formi a) skatta á orku b) CO2 gjalds og svo c) 25% virðisaukaskatts

 

Spurningin um háar álögur ríkisins á olíu hafa einnig komið upp hér í Danmörku. Skattamálaráðherra Danmerkur var spurður að því hvort ekki væri gott að ríkið lækkaði álögur sínar á olíu þar sem það þénaði meira og meira efir því sem olíuverð hækkaði.

 

"Nei", sagði skattamálaráðherrann - "það munum við ekki gera því það mun aðeins þýða það að fólk og fé mun nota peningana í eitthvað annað, og ríkið græðir jú mest á olíunni í gegnum há gjöld og á virðisaukaskatt sem er 25%.

 

Sem sagt: af því að ríkið er með puttana og innheimtuna allsstaðar, að já, þá þýðir ekkert að lækka neitt, því lækkunin mun hvor sem er alltaf lenda í ríkiskassanum í einu eða örðu formi. 

 

Ég er ennþá að tyggja á þessari útskýringu. Ég tel þetta þó vera eina af þeim bestu "bortforklaringer" (þokuútskýringum) sem ég hef heyrt í langan tíma. Það virðist engum detta í hug að minnka umsvif hins opinbera til að auka dýnamík í hagkerfinu.  

 

Fyrir Ísland þá finnst mér enn frekari skattalækkun vera umhugsunarverður möguleiki hér, og sem myndi auka enn á dýnamik og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins.

 

Ég fylgist með ársreikningum margra stærri hlutafélaga á hlutabréfamarkaði. Olíufélagið Exxon Mobile er núna eitt af stærstu hlutafélögum heims þegar að markaðsvirði kemur. En við síðustu afkomutilkynningu Exxon Mobile í byrjun þessa mánaðar þá féllu hlutabréf Exxon því þau lifðu ekki upp til væntinga greinenda. Hyldjúp gróðafljót peningana er ekki að finna hjá olíufélögunum nema að litlu leyti.  

 

 

Uppfært:

Þess ber að gæta að þær hækkanir sem orðið hafa á díselolíu hafa verið lang mestar, og hafa bitnað hrottalega á öllum vöruflutningabransanum og á skipa og bátaflotanum. Það tekur langan tíma fyrir olíuhreinsunarstöðvar að gíra sig inná áróður magra fyrir aukinni díselbílaeign til einkanotkunar.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef danska ríkið er að taka vsk. plús CO2 og orkugjald, er það að taka allt að helmingi meira en ísl. ríkið. Olíugjald er kr. 40 auk 24.5% vsk.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Gísli

Þetta veit ég ekki. Það getur vel verið að íslenska ríkið sé mun hófsamara en það danska, þannig að olíufélögin fái meira. Ég veit það ekki. En hár virðisaukaskattur er samt skattaskrúfa sem vikrar vel. Því hærri skattstofn, því meira fær ríkið.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.5.2008 kl. 15:38

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

 Spurningar sem þarf að svara: 

  1. Hvert er algengasta innkaupaverð olíufélaganna á lítrann?
  2. Hver er kostnaður á sölu og dreifingu olíufélaganna á lítrann?
  3. Hver álagning olíufélaganna í krónum á lítrann, að teknu tilliti til kostnaðar?
  4. Hver er álagning olíufélaganna í prósentum talið á lítrann að teknu tilliti til kostnaðar?

Theódór Norðkvist, 30.5.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Theódór

Olíuverð stjórnast mikið af væntingum. Olíumarkaðurinn er kanski að sumu leyti eins og gjaldeyrismarkaður þar sem olían er mynt, eins og til dæmis gull og sumir sjaldgæfir málmar.

Ég hugsa að flest olíufélög myndu gjarnan vilja fá svör við þeim spurningum sem þú skrifar hér að ofan. En þetta vita þau ekki því annars væri sennilega hægt að kaupa hlutabréf í olíufélögum á "réttu" verði í apótekum og sjoppum á kvöldin, því hagnaður/tap væri nokkuð örugg stærð. En hinn alþjóðlegi olíumarkaður er svo flókinn að enginn getur séð fyrir verðmyndun næstu klukkustunda. Kostnaðargrunnur olíufélaganna er einnig mjög flöktandi, en markaðurinn mun samt sem áður alltaf leitast við að fá það verð sem hægt er að fá, og hámarka þannig hagnað eða lágmarka taprekstur. Sama gildir um neytendur olíu. þeir reyna að hámarka sinn hlut.

Einnig er hægt að hafa í huga að vesturlandabúar hafa sjaldan eða aldrei verið ein fljótir að vinna fyrir einum lítra af bensíni eins og núna. Kaupmáttur hefur aukist. Hér er ég að miða við hagsögu síðustu áratuga.

Stóru spurningarnar í sambandi við olíuverð í nánustu framtíð eru sennilega þessar:

1) Munu fjárfestar finna betri grasvelli fyrir peninga sína en í olíu og í hráefnum? Ég skrifaði m.a. um þetta í Koss mömmu

2) Munu markaðirnir verða sammála um hvaða áhrif nýríku þjóðir heims muni hafa á eftirspurn og framboð. Munum við eiga von á alþjóðlegri velmegunarverðbólgu, eða er þetta atriði ofmetið í spám? Er þetta bóla sem mun bresta ? Þetta veit enginn og á meðan svo er þá mun ríkja mikil óvissa á þessum mörkuðum. En óhætt er þó að segja að þessi endurnýjaði áhugi á vörum gamla tímans, þ.e. á matvælum, hráefnum og olíu, mun sjálfkrafa þýða aukna fjárfestinu í þessum greinum þannig að búast má við aukinni framleiðslu og auknu framboði á matvælum, hráefnum og olíu. Sérstaklega hafa fjárfestingar í landbúnaði verið of litlar undanfarna áratugi.

Sjálfur held ég að við séum stödd í bólu sem er að springa - og að verð muni koma niður aftur.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2008 kl. 15:28

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Olíufélögin hljóta að vita á hvaða verði þau keyptu olíu og bensín í fyrra, þó þau viti ekki verðið á morgun.

Þau hljóta líka að vita hver kostnaður þeirra var við sölu og flutning í fyrra.

Þar af leiðir hljóta þau að vita hver álagning þeirra var í fyrra.

Er kannski svarið að þau vilja ekki að neytendur viti það? Hvers vegna birta þau ekki ársreikninga sína opinberlega?

Hagnaður þeirra er allavega nógu mikill til að þeir geti reist hverja flottræfilsstöðina á fætur annarri á suðvesturhorninu.

Theódór Norðkvist, 30.5.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Olíufélagið hf Ársreikningur 2006

En ársreikningar eru gluggar fortíðarinnar - baksýnisspegillinn. Það er ekki hægt að verðleggja vörur út frá liðnum atburðum - svo það eru áhættuþættir í rekstri, eins og hjá flestum öðrum sem fást við rekstur.

Ef þeir eru að byggja "flottræfilsstöðvar" þá getur varla verið að samkeppni sé engin. Ég hef stundum öfundað Íslandinga af góðum bensínstöðvum og oft betri þjónustu en hægt er að fá hér á mörgum stöðum í Evrópu. En ég verða að taka fram að ég þekki þennan markað á Íslandi mjög lítið.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aðalatriðið er að milliliðirnir í innflutningi á olíu séu sem fæstir. Því færri milliiðir, því færri afætur.

Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband