Fimmtudagur, 22. maí 2008
Dauði banka í ESB
Í gær skrifaði Berlíngskurinn hér í gömlu Danmörku að það séu um 208 sjálfstæðar peningastofnanir í Danmörku. Af þessum 208 stofnunum eru 42 sem kallast "litlir bankar og sparisjóðir". Margir þessara eru yfir 100 ára gamlir. Samkvæmt frétt Berlingske er nýr reglugerðar frumskógur á bankasviði ESB að taka lífið af þessum "litlu" fyrirtækjum einmitt núna. Þessir litlu bankar og sparisjóðir hafa nefnilega ekki mannskap til að annast sömu stærð pappírsfjalla og stóru bankarnir einnig fá úthlutað frá herveldi hugrakkra hermanna pappírsheimsveldis ESB. Það er ekki gert uppá milli, segja þeir. Litlir bankar og litlir sparisjóðir fá sama skammt og stórir bankar og alþjóðabankar fá.
Sumir þessara gömlu banka og sparisjóða hafa einungs 10 starfsmenn. Sjálfur er ég með bílalán mitt í Sparekasse Helgenæs, en hann er rekin í hlutavinnu eins manns sem einnig er lektor við verslunarháskóla Árósa. Ég held að þetta sé ein elsta starfandi peningastofnun Danmerkur. Við gengum frá bílaláninu yfir kaffibolla og vínabrauði í fallegum og notarlegum húsakynnum bankans sem er á Helgenæs á hinu gamla Mols víkinganna. Nánast engin pappírsvinna og mun lægri vextir en annarsstaðar. Ekkert veð tekið því hann þekkti okkur af fyrri viðskiptum. Síðan spjölluðum við um heimsmálin áður en sparisjóðsstjórinn fylgdi okkur úr bæjardyrum.
Það er ekkert skilti við veginn og einginn sem ekki þekkir til staðhátta veit að þarna á sveitabænum við gömlu kirkjuna sé bankastofnun. En hann er þarna samt og hefur verið þarna síðan 1869. En samkæmt vilja ESB mun þetta breytast.
Haraldur Blátönn var særður dauðasári þarna á bökkum sparisjóðsins árið 985. En bráðum verða grasi vaxnir bakkar þessa fagra staðar teppalagðir með nýjum reglugerðum ESB í staðinn. Hugrakkir menn í Brussen munu stjórna útförinni.
Þetta er kanski einmitt í anda þróunarvilja ESB, eða ætti maður heldur að kalla þennan vilja fyrir vanþróunarvilja? Í ESB er það nefnilega svo að yfir 98% af öllum fjölda fyrirtækja innan landamæra ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki. En það undarlega er samt, samkvæmt nýjustu tölum EuroChambers, að einungis 7% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB. Einungis 7% hafa fundið ástæðu til að hafa viðskipti við önnur fyrirtæki og neytendur í öðrum löndum INNAN landamæra ESB. Ég undrast. Þetta lifir jú svona rúmlega núll prósent upp til gömlu loforða ESB um hinn innri markað og þann sökkul sem þeir sögðu okkur að ESB myndi byggja á. Samvinnu viðskipta og verslunar og sameiningu markaða.
En kanski er það einmitt ætlunin. Kanski er það einmitt ætlun ESB að ráða niðurlögum þessara fyrirtækja þannig að hin stóru alþjóðavæddu geti yfirtekið markaði þeirra. Að það verði alltaf lengra og lengra á milli bankana fyrir fyrirtæki, launþega og bændur í ESB.
En þetta lítur samt enn verra út fyrir viðskipti ESB við umheiminn utan landamæra ESB. Og já, umheimurinn er þarna, hvað svo sem kjánaklúbbur ESB segir. En hinn nýi ESB her er að samt að verða öflugur, það verður maður að viðurkenna. Þetta er aðdáunarverður árangur. Hugrakkir menn frá Brussel. Skítt með Harald Blátönn og gamaldags her hanns. Hann hafði nefnilega enga pappíra.
Þess skal geta að Copenhagen Business School er lítt hrifinn af þessari þróun sem sumir munu kanski heldur vilja kalla vanþróun markaðarins því næstum öll ný störf verða til í litlum, minni og millistórum fyrirtækjum innan ESB og víðar. Þetta er ákveðinn sigur fyrir þá sem vilja koma okkur á kassann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:46 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 32
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1389068
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 254
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Enn ber að þakka innleggg í flóru upplýsinga um ESB.
Nú frá manni, sem býr í þessu kerfi og STARFAR EKKI Á ÞEIRRA VEGUM.
Flestar upplýsingar sem eru á boðstólnum hér er frá fólki, sem starfar annaðhvort beint í Brussel eða í tengslum við báknið.
ÞEgar bent er á, að ef ESB væri fyrirtæki, væri að líkum búið að loka því, þar sem ekki hafa legið fyrir samþykktir reikningar og endurskoðaðir í mörg ár.
Annars
Takk fyrir mig.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 22.5.2008 kl. 08:49
Já, það væri mjög óheppilegt ef þessi hryllingssaga væri dagssönn, því við tökum nú þegar allar reglur um fyrirtækjarekstur og þar með fjármálageirann frá ESB í gegnum EES samninginn. Fólk þarf aðeins að róa sig, og skilja að við erum að taka yfir allt nema efnahags og landbúnaðarmál (sem fiskurinn er inn í). Þess vegna eru þessar sögur um reglugerða og pappírsflóð litilla fyrirtækja þegar við göngum inn bara ekki réttar, því við erum nú þegar búin að taka upp allar þessar reglugerðir.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 22.5.2008 kl. 09:15
Jónas, við höfum enn frelsi, allavega að einhverju leiti, til að laga reglur ESB að okkar aðstæðum, aðild að þessum sirkus sviptir okkur ÖLLU sjálfstæði !!!
Ég man reyndar ekki í svipinn hvaða leyfi frá ESB það er sem Skipasmíðastöð Vestmannaeyja er að bíða eftir til að geta komið slippnum í gang aftur eftir óhappið með Gandí um árið, en það er allavega einhver reglugerð frá þeim sem við nú verðum að fara eftir og þeir hafa beðið lengi og eiga enn eftir að bíða....verður fróðlegt að vita hvenær starfsemin í slippnum kemst aftur í gang.
Við eigum hér tvo báta og höfum neyðst til að fara með þá í slippinn í Njarðvík, allskonar aukakostnaður og vesen....compliments of the ESB !!!
En þetta er bara smá dæmi um það sem koma skal ef (eða þegar?) við hendum okkur undir stórabróður í Brussel.
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:50
Jónas:
Við skulum nú hafa það sem sannara reynist. Okkru ber, samkvæmt samningi um EES að taka upp ,,tiltekin og afmörkuð lagasvið" ESB.
Það hefur verið rakið æ ofaní æ, að þar eru um að ræða eitthvað um 12,8% lagabálka þess skrifræðis.
AÐrir, sem teljast til andstæðinga bandalagsins tala um 9%, sem þeir geeta fært til sanns vegar, ef tekið er mið af því sem samþykkt hefur verið síðan að EES samningurinn var staðfestur.
Það eru lygimál hjá ESB -sinnum, að upptökukrafan sé víðtækari.
Svo er enn ósvarað frá ESB sinnum hvernig í ósköpunum það má vra, að ekki sé enn búið að endurskoða og birta reikninga ESB, hvað þá yfirlit af því sem allmargir telja aðalatriði samningsins, STYRKVEITINGAR TIL LANDBÚNAÐAR og sundurliðun á þeim subbuskap.
Með afsökun að misnota spjallborð höfundar.
Bjarni Kjartansson
Miðbæjaríhald
af Herrans náð
Bjarni Kjartansson, 22.5.2008 kl. 11:18
Sæll vertu,
góð grein og maður kemst í danska stemmingu við lesturinn. Mig langaði samt að spyrja þig, er ekki líklegt að gamli góði danski bankinn geti lánað þér á hagstæðum kjörum vegna þess að danska krónan er tengd Evru, að litli sæti bankinn fái lán til að lána þér á hagstæðum kjörum vegna legu danmerkur og samninga við ESB. Þannig varstu að njóta þess stöðugleika, lágra vaxta, stöðugs gengis sem ESB býður. Þess vegna og einmitt þess vegna gastu setið yfir einum kaffi á blátannarbakka og fengið afgreitt hagstætt lán. Við hér á Íslandi eigum einnig fullt af svona bönkum sem lána engum í dag. Maður fær reyndar kaffi í afgreiðslunni frítt (ennþá) en algerlega er lokað á útlán. Engin bílalán nema jú með 24,5% vöxtum, engin húsnæðislán eru í boði nema hjá húsnæðislánasjóði sem lánar eingöngu takmarkaða upphæð. *
Bergur Ólafs.
Bergur Ólafsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:45
Sæll vertu,
góð grein og maður kemst í danska stemmingu við lesturinn. Mig langaði samt að spyrja þig, er ekki líklegt að gamli góði danski bankinn geti lánað þér á hagstæðum kjörum vegna þess að danska krónan er tengd Evru, að litli sæti bankinn fái lán til að lána þér á hagstæðum kjörum vegna legu danmerkur og samninga við ESB. Þannig varstu að njóta þess stöðugleika, lágra vaxta, stöðugs gengis sem ESB býður. Þess vegna og einmitt þess vegna gastu setið yfir einum kaffi á blátannarbakka og fengið afgreitt hagstætt lán. Við hér á Íslandi eigum einnig fullt af svona bönkum sem lána engum í dag. Maður fær reyndar kaffi í afgreiðslunni frítt (ennþá) en algerlega er lokað á útlán. Engin bílalán nema jú með 24,5% vöxtum, engin húsnæðislán eru í boði nema hjá húsnæðislánasjóði sem lánar eingöngu takmarkaða upphæð. *
Bergur Ólafs.
Bergur Ólafsson, 22.5.2008 kl. 11:48
Sæll Bergur
Ef sumir Íslendingar væru ekki svona uppteknir við fagmannlegt væl sitt vegna gengismála, verðhækkana og vaxtamála, sem þeir ímynda sér að þeir standi einir með í heiminum, og nota þá í leiðinni tækifærið til að kenna stjórnvöldum og Seðlabanka Íslands um allt, til þess eins að undirbúa sviðið fyrir sölu sjálfstæðis Íslands fyrir tíkall, að já, þá hefði það kannski ekki farið fram hjá ykkur að bankar hér ganga betligang á milli fyrirtækja vegna lausafjárþurrðar og slæmra kjara á millibanka markaði. Danskir bankar öskra á peninga, og útlán hafa dregist verulega saman.
Við vitum þetta því við sjáum um fjármögnun fyrir svo marga Íslendinga og aðra viðskiptavini okkar. Byggingabransinn er stopp og gjaldþrot eru byrjuð að skella á og munu margfaldast hér á næstu misserum. Það standa 140.000 tómar íbúðir hér, og mjög margar þeirra eru nýjar. Engum, ég endurtek, ENGUM hér dettur sú fáránlega hugmynd í hug að stjórnvöld muni lyfta litla putta til hjálpar, og engum dettur í hug að kenna stjórnvöldum um þessa alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er 2008 núna og ekki 1975.
Þetta virðist alveg hafa farið fram hjá ykkur. Og að það hafi þurft að stöðva (suspend) viðskipti með skuldabréf húsnæðislánakerfisins hér vegna þess að það vildu of fáir fjárfestar kaupa skuldabréf húsnæðislánastofnana vegna þess að fjárfestar hafa misst trú á dönskum efnahag. Verðmyndun bréfa varð því húskaupendum svo óhagstæð að það hefði þurft að kýla verið í botn til að fá fjármögnun í geng.
Fjárfestar vita að húsnæðisverð er byrjað að lækka og að insolvence (eignaleysi) hefur nú þegar myndast hjá húseigendum og að spár fyrir danska hagkerfið í heild eru afar lélegar mörg næstu ár. Eðlilegur hagvöxtur mun ekki geta myndast hér vegna hárra skatta og ofur-stærðar hins opinbera geira. Allur framgangur síðustu ára hér hefur verið tengdur verðhækkunum á húsnæði.
Og ekki hjálpar það okkur núna að vera undirlagðir verðbólgunazistunum í Frankfurt og Brussen núna frekar en á árunum 1987-1996 þegar opinbert atvinnuleysi Danmerkur fór uppí 12% í mörg ár vegna peninga og vaxtastefnu verðbólgunazistanna í Frankfurt. Danmörk hefur aldrei beðið þessa bætur. Lag eftir lag af atvinnulausu fólki var ýtt út af vinnumarkaðinum og yfir í alls konar kassa ríkisins. Þetta fólk telur núna 750.000 manns og ætti í raun að teljast til vinnuafls sem ekki er í vinnu og fær ekki vinnu. Þá væru opinberar atvinnuleysistölur hér 15%.
Þið berið greinilega litla virðingu fyrir því fyrirmyndar ríki sem þið búið í. Þið virðist yfirhöfuð enga hugmynd hafa um hvaða þið eruð með í höndunum. Ekki glopra því úr höndunum fyrir tíkall sem með tímanns tönn mun verða steinn um háls einstaklingsfrelsis og efnahagsfrelsis Íslendinga. Þið þekkið ekki koss mömmu.
Flest allar þjóðir hafa orðið fyrir afleiðingum þeirrar fjármálakreppu sem nú ríkir. Þið eruð ekki ein í heiminum. En munurinn á ykkur og okkur er sá að þið hafið sennilega einar bestu forsendurnar til að vinna ykkur HRATT út úr henni. Þið hafið eitt dýnamískasta hagkerfi í heimi. Það mun ekki verða svo hérna megin Atlansála.
ESB hefur ekkert gert fyrir tilveru þessara minni peningastofnana. Þvert á móti. Ef þú hefur heyrt einhvern segja það, þá er það einfaldlega ekki rétt. Það er hinsvegar hægt að segja að það sé aðdáunarvert að þrátt fyrir ESB að þá séu þessir bankar enn á lífi.
Það þarf enginn að vera í ESB til þess að geta hugsað sjálfstætt, og Ísland er besta sönnunin fyrir því. Og það þarf enginn að vera í ESB til þess að fá lán fyrir bíl.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2008 kl. 13:03
Bergur
Þú nefnir háa vexti. Þetta er einmitt tilgangurinn með háum stýrivöxtum. Að hindra þig í að fara í bankann til þess að fá nýtt lán. Ef þú kaupir þér 15 ára gamlan bíl í staðinn, þá muntu flýta fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir því þú lækkar þá þenslu-verðbólgu sem er enn í kerfinu + innfluttum verðhækkunum á hrávörum + alþjóðlegu hruni fjármálamarkaða. Svona er þetta alls staðar. It just plain works. Stýrivextir virka. Alltaf!
Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2008 kl. 13:59
Sæll Gunnar.
Takk fyrir kærkomnar upplýsingar um raunveruleikann í Danmörku í ESB, ekki bara tóma óskhyggju og ósannindi.
Því miður virðist æði oft tilgangurinn helga meðalið hjá ESB sinnum.
"Allt skal vera betra í ESB en á Íslandi" enda þótt staðreyndir sýni og sanni oftast annað, sbr. ýmsan alþjóðlegan samanburð á lífskjörum á Íslandi samanborið við flest ESB lönd.
Til gamans bendi ég á skrif um bensínverð á Íslandi versus Danmök/Þýskaland/Frakkland 2007 og 2008 á bloggsíðu Ólafs Helga Rögnvaldssonar á MBL vefnum 13. - 14. maí s.l. (http:olihelgi.blog.is/blog/olihelgi).
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:41
Leitt þegar menn eyðileggja góðar og margreyndar hugmyndir:
http://www.visir.is/article/20070824/SKODANIR03/108240105/1233/SKODANIR06
Rómverji (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:18
Takk til ykkar allra fyrir innlegg.
ECB býður ekki neitt. Peningakerfi ESB í umsjá ECB er eins og öll önnur markaðskerfi. Þau byggja á efnahags og atvinnulífi þess svæðis sem það þjónar. Ef samkeppnishæfni ESB miðað við Bandaríkin heldur áfram að dragast afturúr, þá munu atvinnutækifærin og fjárfestingar einnig flytja til Bandaríkjanna, eða eitthvað annað. Það sem ESB hefur ekki megnað er að skapa hagvöxt því það geta einungis frjálsir einstaklingar gert. Embættismenn geta það ekki og hafa aldrei getað það.
ESB er algerlega ónauðsynlegt fyrirbæri. Það mun aldrei virka sem skal. Eina leiðin til að það virki eins og skal er að það breytist í United States of Europe. En það tæki 200 ár því innri hreyfanleiki USE myndi ekki koma fyrr en eitt tungumál og eitt menningarsvæði væri orðið að starfhæfum möguleika.
Hinn innri markaður var alveg nóg. Það er einnig gott að eiga viðskipti við þjóðir utan ESB. Einmitt núna ættu íslenskir fjárfestar að vera í gangi með rannsóknir á hlutabréfamarkaði Afríku. Það er markaður sem mun verða álíka spennandi og BNA. Markaður sem mun fyrst og fremst hugsa um sjálfann sig og ekki einblína á útflutning útflutning og útflutning á meðan heimamenn líða. Ef maður hjálpar ekki sjálfum sér þá mun enginn gera það. Það eru til mjög spennandi lönd í Afríku fyrir fjárfesta.
Það er miklu gáfulegra að kaupa hlutabréf í Afríku en að senda þangað poka af gjafavöru sem eyðileggur heimamarkaði þeirra. Eins og er þá eru það Afrískir bankar sem eru arðsömustu bankar í heimi.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2008 kl. 17:10
Rómverjinn hefur rétt fyrir sér. Enginn byggð getur verið án nærþekkingar svona stofnana. En þetta er jú eitt af þessum fallegu markmiðum ESB - að tryggja "nær-lýðræði og staðarþróun" - en það fer sennilega fram í öðru herbergi í Brussen á meðan niðurrifið fer fram í hinu herberginu við hliðina. Þetta eru jú svo stórar byggingar. Öll skriffinnaveldi verða svona.
Skriffinnar eru svona eins og flestir verða sem stunda hlutabréfaviðskipti án þess að vita hvað þeir eru að gera: þeim finnst þeir alltaf þurfa að vera að gera eitthvað. Og ef ekkert er að gera þá finna þeir bara upp eitthvað vandamáli til að leysa. En það er alltaf action.
Stundum þjáðust eldri verðbréfamiðlanir af þessu sama vandamáli: á meðan miðlari X var að selja hlutabréf U í herbergi 1 þá var miðlari Z að kaupa þessi sömu bréf í herbergi 2 án þess að vita hvað hinn var að gera þarna í herbergi 1. Svo var safnið gert upp í hverjum mánuði og útkoman var náttúrlega ekki alltaf glæsileg. Svo auglýstu þeir þjónustu sína.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2008 kl. 17:56
"Ef samkeppnishæfni ESB miðað við Bandaríkin heldur áfram að dragast afturúr, þá munu atvinnutækifærin og fjárfestingar einnig flytja til Bandaríkjanna, eða eitthvað annað."
Gunnar, Það má með réttu skilgreina Bandaríkin sem myntbandalag sjálfstæðra ríkja. Allavega eru þau öll með sama gjaldmiðilinn hversu ólík sem þau eru innbyrðis. Og þar er Seðlabankinn hvorki að hræra í stýrivöxtunum né reyna að hafa áhrif á gengi dollars þó aflabrestur verði við Alaska eða uppgangur í ferðaþjónustu á Hawai svo dæmi sé tekið. Því átta ég mig ekki á því af hverju peningakerfi sem gengur vel meðal 50 ólíkra ríkja vestanhafs geti ekki get það líka í Evrópu.
Þá átta ég mig heldur ekki á umræðunni um að við þurfum að hafa sér gjaldmiðil vegna alveg sérstakra aðstæðna hér á landi. Því er það spurning hvort vegi þyngra í mati stjórnvalda, mikill hagvöxtur á Austurlandi undanfarin ár eða neikvæður á Vestfjörðum á síðastliðnum 10 árum.
Atli Hermannsson., 22.5.2008 kl. 23:27
Ég ber þá von í brjósti að það verði einhverjar breytingar í Brussel þó svo ég sjái fá teikn um það nú.
Það eru ákveðnir kraftar stórra fyrirtækja og hagsmunasamtaka að hafa regluverkið nógu flókið til þess að lággróðurinn ná sér ekki á strik. Það er lítið mál að vera með eina skrifstofu í fjölþjóðlegu fyrirtæki í að mata kerfið af upplýsingum það óskar stöðugt og helst meira í dag en í gær.
Fyrir skömmu ræddi ég við hagvanan embættismann sem þekkir nokkuð til innviða batterísins í Brussel. Hann lýsti þessu svo fyrir mér að það nokkra stund að átta sig á því hvað væri raunverulega að gerast. Til þess að átta sig á því þá væri nauðsynlegt að skræla marga viðauka, töflur skilgreiningar og orðskýringar til þess að fá einhvern botn í málin og hafa þar að auki einhverja yfirsýn yfir flókna ferla um nefndir ráðherraráð og framkvæmdastjórn.
Sigurjón Þórðarson, 23.5.2008 kl. 00:34
Bandaríkin og Ísland eiga það sameiginlegt að þau eru ríki flóttafólks frá Evrópu. Allir vita afhverju menn fóru til Bandaríkjanna, til að leita velsældar og þeir fundu hana. Til Íslands fluttu menn til að öðlast það frelsi sem núna er hugsanlega til sölu fyrir tíkall.
En í praxís þá er Almannagjáar munur á Bandaríkjunum og ESB og þar að auki tímamunir uppá ca 200 ár og menningarmunur sem er næstum ólýsanlegur
Þú nefnir einmitt gott dæmi, Vestfirðir og Austurland. Í skilvirku hagkerfi þá flytst fólk þangað sem atvinnan er, Faðir minn sálugi varð atvinnulaus sem vörubílstjóri á Siglufirði en fann atvinnu við gerð Búrfellsvirkjunar. Svo kom hann aftur heim til að pakka saman og við fluttum öll til höfuðborgarsvæðisins. Í Bandaríkjunum flytst fólk einnig þangað sem atvinnan er. Stór hluti af Bandaríkjamönnum skipta um fylki á hverju ári. Í ESB er þessi tala núll, zero. Þar flytst fólk á kassann í staðinn. Það er akkúrat enginn innri hreyfanleiki (mobility).
Þess vegna er ESB alltaf að dragast afturúr BNA. Ekkert ríki hefur efni á svona kyrrstöðu vinnuafls. Og ef svona heldur áfram verður ESB klúbbur fátækra þjóða því það hafa engar þjóðir efni á að sólunda mannauði sínum í að vinna við bora í nefið á sér allan daginn og fá greitt fyrir það úr Kassanum því það þarf að fylla á þennan kassa með jöfnu millibili.
Stýrivextir gjaldmiðils Bandaríkjamanna veit þetta. Þeir eru einmitt gíraðir inná einmitt þessa staðreynd og þeir virka vel því Ben Bernanke og flestir hans líkar vita að þetta er mikilvægt. Þyrlu-Ben eins hann stundum er kallaður, veit að þegar hagkerfi BNA stöðvast í vexti sínum, að já, þá flýgur maður út í þyrlu og kastar inn auknu magni af peningum á rétta staði í hagkerfinu, til að skapa vöxt.
Þetta veit ECB að ekkert þýðir í hagkerfi ESB því ef þú gerir þetta í ECB þá fara peningarnir einungis niður í holu kassans og mynda gíg eða holu. Það mun aldrei ske neitt nema að þeir myndu mesta lagi brenna gat á peningatank sinn. Hagkerfi ESB er ekki eins og vatn þar sem maður getur hent í steini og það myndast hringar í vatninu, afl og hreyfanleiki, dýnamík. Það er engin dýnamík í hagkerfi EDB og verður aldrei því BNA e EKKI eins og Siglufjöður í gamla daga eða í Reykjavík nútímans eða í BNA fortíðar og nútíma - staður þar sem næstum allir eru aðfluttir og jafn réttháir sem einstaklingar. í ESB eru það leifar gömlu furstadæmanna sem taka á móti þér og þú munt ekki kunna tungur þeirra að tala.
Þessvegna mun það taka mörg hundruð ár að gera ESB að BNA og Íslandi. Og á meðan svo er þá verður hagkerfi Íslands molað niður í að vera bóla á rassi ESB. Og á meðan verða tennurnar dregnar úr Íslendingum, og það er ekki hægt að setja þær í aftur. Tíkallinn sem vannst verður að steypuklossa um háls Íslendinga. Af hverju ekki bara halda áfram á sömu braut.
Eruð þið hrædd ? Já, þið eruð hrædd.
Gunnar Rögnvaldsson, 23.5.2008 kl. 11:02
innsláttarvilla: afsakið
Það er engin dýnamík í hagkerfi EDB og verður aldrei því BNA e EKKI eins og Siglufjöður í gamla daga eða í Reykjavík nútímans eða í BNA fortíðar og nútíma
- - á að sjálfsögðu að vera - -
Það er engin dýnamík í hagkerfi ESB og verður aldrei því ESB er EKKI eins og Siglufjöður í gamla daga eða í Reykjavík nútímans eða í BNA fortíðar og nútíma
Gunnar Rögnvaldsson, 23.5.2008 kl. 11:46
Meira um innri hreyfanleika:
Ég skil ofurvel að allir séu ekki hressir með þá aðstöðu sem Vestfirðir standa í. En þetta er svona í öllum löndum. Embættismenn geta hér ekki hjálpað með neitt nema eitt. Embættismenn geta ekki skapað arðbæran vöxt og þeir hafa aldrei getað það. Þeir geta hinsvegar skapað vissann grunnramma fyrir vöxt.
Engin þjóð í OECD notra eins mikinn hluta af þjóðarútgjöldum sínum í að skapa grunnvaxtarskilyrði fyrir þegna sína eins og Bandaríkjamenn. Grunnvaxtarskilyrði eru t.d.: vegir, löggæsla, dómstólar, holræsi og klóak og samskipti, eða í stuttu máli þann grunn sem þarf til þess að peningar fjárfesta muni koma til héraðsins með næstu flugvél - til að byggija upp velmegun og hagsæld fyrir alla, ofan á þetta grunn sem embættismenn byggðu. Þega þetta er komið geta embættismenn komið aftur og búið til velferð sem er að dreifa tekjunum.
Þetta gerðist t.d. á Siglufirði þegar sjómenn og fjárfestar fundu þá uppsprettu sem á sínum tíma dró mörg mörg prósent af þjóðartekjum Íslendinga í búið. Embættismenn hefðu aldrei getað gert þetta. En svo fór síldin og fjárfestarnir einnig.
Frjálsir einstaklingar í sínum héruðum verða að finna sína síld. Embættismenn geta ekki fundið hana fyrir þá. En hún þarf helst að vera til nokkuð langs tíma. Þegar þeir eru búnir að finna sína síld, þá á að hringja í peningana og segja þeim að það sé búið að tala við embættismennina, sem hafa lofað að koma með vegina og grunnvaxtarskilyrðin. Þá koma peningarnir alltaf - í næstu flugvél. Ef það er hægt að græða á síldinni þá koma peningarnir. Annars fara þeir eitthvað annað. Svona sannleik þola fáir að heyra hér í himnaríki Kassans.
Gunnar Rögnvaldsson, 23.5.2008 kl. 12:13
Þessi grein þín Gunnar er eitt mesta skemmdarverk á væntingum kontórista-og embættismannaelítu kratanna sem í dag nefna sig Samfylkingu.
Ef einhverjir taka mark á þessum skrifum þínum þá sé ég ekki fyrir mér að verð á paprikunni og sólberjaolíunni muni lækka að ráði á næstunni.
Og það væri náttúrlega alveg óbætanlegt slys.
En án gamans: Hafðu heila þökk fyrir að taka til máls um þessa hringavitleysu.
Árni Gunnarsson, 25.5.2008 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.