Leita í fréttum mbl.is

"Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur

STÓRGÖGN OG GERVIGREIND

Hvorki stórgögn (e. big data) né gervigreind (e. Ai) hafa gert neinum kleift að spá með neinu öryggi fyrir um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum, sem fram fara á morgun

Bæði þessi fyrirbæri, hvert fyrir sig en oftast samanlögð, hafa sem sagt ekki gert neinum neitt kleift í sambandi við aðeins 48-tíma óráðna framtíð. Hún er því enn algjörlega óráðin

Það eina sem hægt er að segja með öryggi er það, að þeir sem trúa á stórgögn og gervigreind eru og verða alltaf með meðfæddu óráði. Verða alltaf sönn fyrsta flokks fífl, grasasnar og plebbar

Fyrri færsla

Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon


mbl.is Mjótt á munum degi fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Loksins er Trump búinn að vinna þennan stórsigur sem margir bjuggust við  2020, þegar Joe Biden var kjörinn - eða eins og margir halda - tölfræðilega vélaður til valda með töfrabrögðum tækninnar. 

En ég er þér þakklátur að hafa stax 2016 bloggað af jákvæðni um Donald Trump. Þá var ég efins um hann en er það ekki lengur. Donald Trump er enginn venjulegur forseti, heldur er ég farinn að trúa Guðmundi Erni Ragnarssyni guðfræðingi um að hann sé útvalinn af guði, miðað við að hafa lifað af öll þessi morðtilræði og að vera vonarstjarna í myrkum heimi öfgavinstris. Og samt er ég reikandi í trúmálum.

Donald Trump er einn af þessum örfáu sem skipta máli í sögunni.

Núna hafa fjölmiðlamenn aftur gert sig að fíflum eins og 2016 þegar fólki þótti ótrúlegt að Trump ynni, og bjuggust við sigri frú Clinton, og nú við sigri frú Harris. Ja, deja-vu, sagan endurtekur sig. Nema nú gæti Trump orðið enn öflugri, þekkir vélabrögð óvinanna betur.

Gríðarlegur stuðningurinn um öll Bandaríkin við Trump núna segir mér að samsæriskenningar um að kosningunum hafi verið stolið af Trump 2020 gætu verið sannar.

Já þetta eru merkilegir tímar. Æðri máttarvöld hafa fengið nóg af fólki sem fer sér að voða.

Einnig er það eftirtektarvert að þú hafðir rétt fyrir þér með Rússa, erfitt að sigra þá þrátt fyrir samstöðu gegn þeim á Vesturlöndum, og vopnasendingar og fleira.

Hin gjörspillta Úkraína bíður nú eftir friðinum, sem Selenskí vill ekki veita.

Vonandi að þú bloggir aftur mikið, þínir pistlar eru eftirtektarverðir.

Ingólfur Sigurðsson, 6.11.2024 kl. 22:14

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Ingólfur.

Já það var lítið að marka einkaritara vinstrimanna núna eins og áður, þ.e. hina svo kölluðu fjölmiðla. Sú ruslakista af rauðum nöglum og sem þykjast vera eitthvað annað en algjört rusl er að verða liðið lík fyrir flestum. Fólk nennir ekki lengur að hafa neitt með þá fjölmiðlana að gera. Þeir eru rusl og aftur rusl.

Skál fyrir ofurmenninu Donald J. Trump á ný. Skál og fjórfalt húrra!

Húrra!

Húrra!

Húrra!

Húrra!

Og nú hrundi þriggja flokka ríkisstjórn Ólafs yfirsossavesalings Þýskalands rétt í þessu, þannig að hrundallurinn Evrópusambandið með öll löndin sem hlekkjaða fanga innanborðs, stefnir enn hraðar og fastar í strand, brand og stórdrekkingar

Til hamingju meginland taparanna! Nú er 1/4 af löndum ESB stjórnað af minnihlutaríkisstjórnum og helmingur allra ríkisstjórnanna um borð í þjóðdrekkinga-dallinum ESB eru með að minnsta kosti þrjá flokka. Vel gert 

Hefst nú Weimar aftur; Um það bil 64 flokkar í hverju landi, með sín smásjárstefnumálefnin hvor. Því annað er ekki leyfilegt um borð í sökkvandi hrundallinum þeim.

Til helvítis með ESB. Það og mynt þess hefur rústað Evrópu!

Kær kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2024 kl. 23:17

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skála með þér Gunnar. Glæsilegur sigur Trump og mun meiri líkur á að hann láti ekki blekkjast, eins og síðast, þegar hann skipar í embætti. Kannski þurfti þessa dæmalausu óstjórn hans Biden til að fá augu fólks til að opnast. Í það minnsta þorir fólk nú að lýsa yfir stuðningi við hann. Trump hefur verið normaliseraður og það getum við þakkað elliglöpunum í kjallaranum og hýenunni við hlið hans.

Hvað segir þú um greinina hans Þorsteins Þorgeirssonar í Mogganum í dag? Hún útskýrir stefnu Trump á einfaldan hátt. En hvað veit ég? Ég er ekki hagfræðingur. 

Ragnhildur Kolka, 8.11.2024 kl. 12:21

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Ragnhildur.

NAFTA hefur hvorki aukið lýðræði né bætt stjórnarhættina í Mexíkó og ei heldur hefur NAFTA minnkað álagið á suðurlandamæri Bandaríkjanna. En hitt er vitað að NAFTA hefur eyðilagt líf margra Bandaríkjamanna og lagt efnahag þeirra í rúst. Sama má að miklu leyti segja um hugmyndagloríuna að baki viðskiptanna við Kína.

Og sama má segja um þær hörmungar sem evran hefur haft í för með sér innvortis í Evrópusambandinu, bæði hvað efnahaginn varðar og hina hrikalegu pólitísku spennu sem orðin er milli ríkja þar, myntbandalagsins vegna. Evran hefur því einnig aukið ófriðarhættuna í Evrópu.

Enda lætur BRICS+ sér ekki til hugar koma að sjósetja sameiginlega mynt, því hörmungarnar sem slíku myntbandalagi hafa fylgt í Evrópu eru flestum orðnar ljósar. Greiðslumiðlun er því það sem BRICS+ er með fókusinn á. Brics Pay var því kynnt til sögunnar í Kazan um daginn.

Ég tek að flestu leyti undir grein Þorsteins Þorgeirssonar í Mogganum í dag. Og ég man einnig vel eftir Ross Periot og Pat Buchanan og kosningabaráttu beggja.

Já skál Ragnhildur fyrir sigri Donalds J. Trump. Skál!

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2024 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband