Leita í fréttum mbl.is

Af hvejru Berlín hætti við NordStream2

Nú er komið í ljós að Þjóðverjar hættu við NS2-gasleiðsluna beint til Kremlar af því að Bandaríkin hefðu að öðrum kosti refsað (e. sanction) persónulega hverjum einasta stjórnmálamanni Þýskalands sem kom nálægt leiðslunni, hverjum einasta hluthafa og hverjum einasta viðskiptavini/birgi sem kæmi nálægt henni

Þetta hefði þýtt að Gerhard Schröder, Angela Merkel, plús næstum allir þingmenn SPD-flokks hins nýja kanslara, plús hann sjálfur, og meira en helmingur þingmanna úr flokki Merkels hefðu sætt persónulegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bankareikningum þeirra lokað - og þau kæmust ekki upp í neina flugvél til útlanda, því hún fengi hvergi að lenda

Engin þýsk vopn munu breyta neinu í þessu stríði eftir U-beygju Berlínar í síðustu viku. Hvorki mygluð né ómylguð. Það eru 75-prósent undanþágur í SWIFT-refsiaðgerðunum svo að Þýskaland og stærstur hluti meginlands Evrópu, en þó einkum Mið- og Austur-Evrópa, geti haldið áfram að borga Rússum fyrir orkuna og haldið á sér hita og framleitt rafmagn

En hversu lengi mun þetta halda? Ég held ekki að neitt í Þýskalandi muni breytast í praxís nema það að almenningsálitið í Þýskalandi hefur snúist yfir í reiði yfir ást þýskra stjórnmálamanna á (vel að merkja: erlendum) einræðisherrum. Þýskur almenningur er sennilega sár yfir því að hafa ekki alvöru einræðisherra sjálfur, heima hjá sér, en ekki bara sem birgi (e. supplier) sem fær þýsku stjórnmálin úthýst e. outsourced til einræðisherra í annarra manna löndum. En öll helstu viðskiptalönd Þýskalands í dag eru einræðisherraríki. Berlín verður því áfram föst á mála hjá hjá Kreml um langa framtíð og Þýskaland mun springa í loft upp innanfrá, eftir vissan tíma. Ég held ekki að neinn Þjóðverji hafi í hyggju að gera sig gjaldþrota vegna Úkraínu. Sérstaklega ekki stjórnmálamenn landsins og fyrirtæki. Rússland heldur um pung þeirra og það veit þýskur almenningur ákaflega vel núna

Þýskur ráðherra hefur sagt, svo seint sem í síðustu viku, eftir að innrásin hófst, að ef orkuleiðslunum til Kremlar verði lokað, að þá sé úti um þjóðfélagsfriðinn í Þýskalandi. Landið muni gjósa - innvortis

"Já en við höfum jú vindmyllur, ekki satt?" (GR)

Það sem Þýskaland er mest hrætt við núna er að hið augljósa gerist: Að Bandaríkin flytji sig yfir til Póllands og að Þýskaland missi því þann spón úr aski sínum sem það hefur mjólkað í rúm 30 ár: þ.e. fasta viðveru bandaríska hersins í Þýskalandi. Ef það gerist, þá lokast Þýskaland inni og getur illa haldið áfram að dreyma um að verða ómissandi hluti af stórveldi Rússa. Þýskaland er búið að þurrausa ESB og koma því í þrot, svo þar er lítið meira að hafa. Þjóðverjar líta svo á málin, og hafa alltaf gert, að Rússland sé næsti nágranni þeirra í austri og þær 120 milljónir manna sem þar búa og eru á milli þess og Rússlands, séu "eins konar rusl"

Varðandi þá lest brynvarinna ökutækja, skriðdreka og hergagna sem í fréttum hér heima og víðar á vesturlöndum er á leið inn að Kænugarði: Jú hún virðist bara lengjast með hverjum deginum sem líður. Ef slík lest getur staðið þarna óáreitt í kyrrstöðu svo dögum skiptir, þá er annað tveggja að gerast: 1) Hún telur sig örugga fyrir anti-tank vopnum og árásum og það bendir til að fréttir frá Úkraínu (áður: okraina á rússnesku sem þýðir jaðar rússneska tsar-ríkisins) séu misvísandi. Eða 2) að um sé að ræða fréttalest. Fátt gæti komið Kreml eins vel og að vesturlenskir fjölmiðlar sái þeim fræjum djúpt að rússneski herinn sé illa rekinn, illa stjórnað og vanhæfur. Það myndi gagnast Kreml mjög vel

ESB-Evrópa gerði ekkert þegar Pútín skrúfaði tvisvar fyrir orkuna til Úkraínu. Jú hún gerði eitt: hélt áfram að auka og auka orkukaupin frá Rússlandi, kinka kolli vegna Krímskagans, og leggja nýjar leiðslur beint upp í Kreml og gefa skít í Bandaríkin - á sama tíma og hún minnkaði sína eigin orkuframleiðslu, af því því að Angela Merkel –Honecker-ríkisbumbufetistinn frá DDR– og gervihnettir hennar á sporbraut um Þýskaland vildi það - og þeir fylgdu Þýskalandi líka að málum í að svíkja skuldbindingar sínar við NATO. Ókjörna og veruleikafirrta klíkan í Brussel blessaði svo allt saman, enda orðin föst í vasanum á Þýskalandi - sem er á leið að verða stjórnlaust land á ný. Pólitíski stöðugleikinn þar er horfinn. Sambandsríkið Þýskaland er orðið KARTEL og ESB er bein eftirmynd þess. Stofnstjórnarskrá Þýskalands frá 1871 er fyrst og fremst efnahagsleg hugmynd að eins konar OPEC

Og einmitt nú, eftir að hafa komið öllu á meginlandi Evrópu í óefni á ný, með moldvörpustarfsemi bæði innan NATO og ESB, segist Þýskaland (útibú Kremlar) allt í einu ætla að hervæðast á ný. Ja hérna

Rússar vissu vel að það kæmi að því að Berlín teldi sig vanta hernaðarmátt sem passaði við hinn nýja efnahagsmátt hennar í Evrópu. Að hún teldi sig fyrr en síðar vanta stellið sem passar við nýju innréttingu hennar á Evrópu - og sem enginn íbúi álfunnar bað nokkru sinni um, og fékk aldrei kost á að segja neitt um

En það var einmitt í Úkraínu sem Rússland braut bak þýska landhersins í spón. Úkraína er einn stór drekkingarhylur gegn innrásarherjum sem þrisvar hafa reynt að hertaka Rússland úr vestri. Úkraína er því innbyggð í merg og bein Rússa

Hvað sagði ekki frú Thatcher?

Fyrri færsla

Hlátursgasleiðsla Pútíns til ESB-landa [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vegna vandræða með skipaferðir vegna kínversku Wuhanveirunnar í meira en tvö síðastliðin ár, hefur Þýskaland notað rússneskar járnbrautir og rússneska vegi fyrir trukka til að koma útflutningi þess til Kína.

En nú er sú leið að sjálfsögðu lokuð.

Og hvað ef Bandaríkin hætta til dæmis að lögga heimshöfin, einkum og sér í lagi með með sínum risavaxna USPACFLT, eins og þeir einhentir hafa gert 24/7 í stanslaust 77 ár?

Jú þá kemst útflutningur Þýskalands ekki neitt. Og hann er helmingur! landsframleiðslu þess. Helmingur!

Þetta þýðir að ef útflutningur Þýskalands minnkar um 50 prósent þá dregst hagkerfi þeirra saman um 25 prósentur. Einn fjóðri hluti þýska hagkerfisins væri þá horfinn, eins og þeir gerðu við Grikkland.

Þýskaland mun aldrei skilja hugtakið e. current account balance.

Ekkert meiriháttar ríki heimsins er með eins vanskapað hagkerfi og Þýskaland.

Ef að Bandaríkin myndu flytja helming bandarísku landsframleiðslunnar út til annarra landa og helmingur hans færi til Kanada og Mexíkó, þá væri stanslaus stórstyrjöld í heiminum.

En Bandaríkin eru ekki útflutningshagkerfi. Þau flytja aðeins út 12-14 prósentur landsframleiðslu sinnar og helmingur þess fer til Kanada og Mexíkó.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2022 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband