Sunnudagur, 6. mars 2022
Af hvejru Berlín hætti við NordStream2
Nú er komið í ljós að Þjóðverjar hættu við NS2-gasleiðsluna beint til Kremlar af því að Bandaríkin hefðu að öðrum kosti refsað (e. sanction) persónulega hverjum einasta stjórnmálamanni Þýskalands sem kom nálægt leiðslunni, hverjum einasta hluthafa og hverjum einasta viðskiptavini/birgi sem kæmi nálægt henni
Þetta hefði þýtt að Gerhard Schröder, Angela Merkel, plús næstum allir þingmenn SPD-flokks hins nýja kanslara, plús hann sjálfur, og meira en helmingur þingmanna úr flokki Merkels hefðu sætt persónulegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bankareikningum þeirra lokað - og þau kæmust ekki upp í neina flugvél til útlanda, því hún fengi hvergi að lenda
Engin þýsk vopn munu breyta neinu í þessu stríði eftir U-beygju Berlínar í síðustu viku. Hvorki mygluð né ómylguð. Það eru 75-prósent undanþágur í SWIFT-refsiaðgerðunum svo að Þýskaland og stærstur hluti meginlands Evrópu, en þó einkum Mið- og Austur-Evrópa, geti haldið áfram að borga Rússum fyrir orkuna og haldið á sér hita og framleitt rafmagn
En hversu lengi mun þetta halda? Ég held ekki að neitt í Þýskalandi muni breytast í praxís nema það að almenningsálitið í Þýskalandi hefur snúist yfir í reiði yfir ást þýskra stjórnmálamanna á (vel að merkja: erlendum) einræðisherrum. Þýskur almenningur er sennilega sár yfir því að hafa ekki alvöru einræðisherra sjálfur, heima hjá sér, en ekki bara sem birgi (e. supplier) sem fær þýsku stjórnmálin úthýst e. outsourced til einræðisherra í annarra manna löndum. En öll helstu viðskiptalönd Þýskalands í dag eru einræðisherraríki. Berlín verður því áfram föst á mála hjá hjá Kreml um langa framtíð og Þýskaland mun springa í loft upp innanfrá, eftir vissan tíma. Ég held ekki að neinn Þjóðverji hafi í hyggju að gera sig gjaldþrota vegna Úkraínu. Sérstaklega ekki stjórnmálamenn landsins og fyrirtæki. Rússland heldur um pung þeirra og það veit þýskur almenningur ákaflega vel núna
Þýskur ráðherra hefur sagt, svo seint sem í síðustu viku, eftir að innrásin hófst, að ef orkuleiðslunum til Kremlar verði lokað, að þá sé úti um þjóðfélagsfriðinn í Þýskalandi. Landið muni gjósa - innvortis
"Já en við höfum jú vindmyllur, ekki satt?" (GR)
Það sem Þýskaland er mest hrætt við núna er að hið augljósa gerist: Að Bandaríkin flytji sig yfir til Póllands og að Þýskaland missi því þann spón úr aski sínum sem það hefur mjólkað í rúm 30 ár: þ.e. fasta viðveru bandaríska hersins í Þýskalandi. Ef það gerist, þá lokast Þýskaland inni og getur illa haldið áfram að dreyma um að verða ómissandi hluti af stórveldi Rússa. Þýskaland er búið að þurrausa ESB og koma því í þrot, svo þar er lítið meira að hafa. Þjóðverjar líta svo á málin, og hafa alltaf gert, að Rússland sé næsti nágranni þeirra í austri og þær 120 milljónir manna sem þar búa og eru á milli þess og Rússlands, séu "eins konar rusl"
Varðandi þá lest brynvarinna ökutækja, skriðdreka og hergagna sem í fréttum hér heima og víðar á vesturlöndum er á leið inn að Kænugarði: Jú hún virðist bara lengjast með hverjum deginum sem líður. Ef slík lest getur staðið þarna óáreitt í kyrrstöðu svo dögum skiptir, þá er annað tveggja að gerast: 1) Hún telur sig örugga fyrir anti-tank vopnum og árásum og það bendir til að fréttir frá Úkraínu (áður: okraina á rússnesku sem þýðir jaðar rússneska tsar-ríkisins) séu misvísandi. Eða 2) að um sé að ræða fréttalest. Fátt gæti komið Kreml eins vel og að vesturlenskir fjölmiðlar sái þeim fræjum djúpt að rússneski herinn sé illa rekinn, illa stjórnað og vanhæfur. Það myndi gagnast Kreml mjög vel
ESB-Evrópa gerði ekkert þegar Pútín skrúfaði tvisvar fyrir orkuna til Úkraínu. Jú hún gerði eitt: hélt áfram að auka og auka orkukaupin frá Rússlandi, kinka kolli vegna Krímskagans, og leggja nýjar leiðslur beint upp í Kreml og gefa skít í Bandaríkin - á sama tíma og hún minnkaði sína eigin orkuframleiðslu, af því því að Angela Merkel Honecker-ríkisbumbufetistinn frá DDR og gervihnettir hennar á sporbraut um Þýskaland vildi það - og þeir fylgdu Þýskalandi líka að málum í að svíkja skuldbindingar sínar við NATO. Ókjörna og veruleikafirrta klíkan í Brussel blessaði svo allt saman, enda orðin föst í vasanum á Þýskalandi - sem er á leið að verða stjórnlaust land á ný. Pólitíski stöðugleikinn þar er horfinn. Sambandsríkið Þýskaland er orðið KARTEL og ESB er bein eftirmynd þess. Stofnstjórnarskrá Þýskalands frá 1871 er fyrst og fremst efnahagsleg hugmynd að eins konar OPEC
Og einmitt nú, eftir að hafa komið öllu á meginlandi Evrópu í óefni á ný, með moldvörpustarfsemi bæði innan NATO og ESB, segist Þýskaland (útibú Kremlar) allt í einu ætla að hervæðast á ný. Ja hérna
Rússar vissu vel að það kæmi að því að Berlín teldi sig vanta hernaðarmátt sem passaði við hinn nýja efnahagsmátt hennar í Evrópu. Að hún teldi sig fyrr en síðar vanta stellið sem passar við nýju innréttingu hennar á Evrópu - og sem enginn íbúi álfunnar bað nokkru sinni um, og fékk aldrei kost á að segja neitt um
En það var einmitt í Úkraínu sem Rússland braut bak þýska landhersins í spón. Úkraína er einn stór drekkingarhylur gegn innrásarherjum sem þrisvar hafa reynt að hertaka Rússland úr vestri. Úkraína er því innbyggð í merg og bein Rússa
Hvað sagði ekki frú Thatcher?
Fyrri færsla
Hlátursgasleiðsla Pútíns til ESB-landa [u]
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 96
- Sl. sólarhring: 158
- Sl. viku: 743
- Frá upphafi: 1390475
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 467
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Vegna vandræða með skipaferðir vegna kínversku Wuhanveirunnar í meira en tvö síðastliðin ár, hefur Þýskaland notað rússneskar járnbrautir og rússneska vegi fyrir trukka til að koma útflutningi þess til Kína.
En nú er sú leið að sjálfsögðu lokuð.
Og hvað ef Bandaríkin hætta til dæmis að lögga heimshöfin, einkum og sér í lagi með með sínum risavaxna USPACFLT, eins og þeir einhentir hafa gert 24/7 í stanslaust 77 ár?
Jú þá kemst útflutningur Þýskalands ekki neitt. Og hann er helmingur! landsframleiðslu þess. Helmingur!
Þetta þýðir að ef útflutningur Þýskalands minnkar um 50 prósent þá dregst hagkerfi þeirra saman um 25 prósentur. Einn fjóðri hluti þýska hagkerfisins væri þá horfinn, eins og þeir gerðu við Grikkland.
Þýskaland mun aldrei skilja hugtakið e. current account balance.
Ekkert meiriháttar ríki heimsins er með eins vanskapað hagkerfi og Þýskaland.
Ef að Bandaríkin myndu flytja helming bandarísku landsframleiðslunnar út til annarra landa og helmingur hans færi til Kanada og Mexíkó, þá væri stanslaus stórstyrjöld í heiminum.
En Bandaríkin eru ekki útflutningshagkerfi. Þau flytja aðeins út 12-14 prósentur landsframleiðslu sinnar og helmingur þess fer til Kanada og Mexíkó.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2022 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.