Leita í fréttum mbl.is

Fréttir og viðbrögð við fréttum [u]

****

Frétt er gerð: 5894 eru látnir af völdum kínversku Wuhanveirunnar í Svíþjóð

Viðbrögð flestra: "Þetta eru hræðilegar fréttir"

Viðbrögð mín (í plati): Þetta er hræðilegt, en 10 prósent þessara hefðu hvort sem er orðið alkar og önnur sjö prósent dópistar. Og sumir þeirra hefðu meira að segja orðið vinstri grænir eða viðreistir og jafnvel ofvirkir. Margir hefðu látist af slysförum og enn fleiri hefðu orðið feitir. Sumir hefðu meira að segja étið líkama sinn upp í ræktinni og orðið baggi á þjóðfélaginu. Af þessu má læra að fólk á ekki að reyna að lifa sem lengst. Það á að drekka, reykja og dópast á meðan tími er til - og gera það í ræktinni

****

Frétt er gerð: 5894 eru látnir af völdum kínversku Wuhanveirunnar í Svíþjóð og af þeim voru 1537 persónur yfir nírætt. 2441 persóna var á aldrinum 80-89 ára og 1266 einstaklingar voru á aldrinum 70-79 ára. Alls 409 persónur voru á aldrinum 60-69 ára og 166 persóna var á aldrinum 50-59 ára (heimild)

Viðbrögð flestra: "Nú jæja þetta er þá svona". Nú sleppa allt í einu of margir því að þetta sé "óviðunandi hræðilegt". Nú er þetta allt í einu orðin önnur frétt

Viðbrögð mín (í raun): Þetta er 4,7 sinnum meira en samanlögð dauðsföll hafa verið í 16,6 milljón manna samanlögðum löndum Danmerkur, Finnlands og Noregs. Efnahagssamdrátturinn í Svíþjóð er einnig verstur af þessum fjórum löndum. Langsamlega verstur. Þarna er um pólitískar aðgerðir að ræða. Og hinir látnu eru að of miklu leyti þeir sem byggðu upp heilbrigðiskerfið sem þarna er misnotað í trúarpólitískum tilgangi. Og þetta eru einnig að of miklu leyti þeir sem borgað hafa mest til að halda því uppi. Borgað alla æfi, en fá jafnvel ekkert fyrir peningana

****

Frétt er gerð: 5894 eru látnir af völdum kínversku Wuhanveirunnar í Svíþjóð og af þeim voru 1537 persónur úr flokki moderata. 2441 persóna voru sósíaldemókratar og 1266 einstaklingar voru úr vinstriflokknum. Alls 409 persónur voru úr flokki græningja og 166 persóna var úr sænska kommúnistaflokknum

Viðbrögð flestra: "Þeir áttu þetta skilið!"

Viðbrögð mín: Það tekur 35 ár að mennta einn sérfræðilæknir. Starfsæfi hans er því stutt og hún er að mestu leyti á efri árum. Er þetta sniðugt? Verðum við ekki bara uppiskroppa með lækna, sé svona mann-flokkun haldið áfram

****

Í engri farsótt síðan 1918 hafa sjúkrahús verið undirlögð flensusjúklingum

****

Þegar við erum komin út í svona mann-flokkun þá mun margur maðurinn hoppa af vagninum og spyrja sjálfan að þessu: Til hvers að borga skatta? Til hvers að reyna að lifa sem lengst? Er ekki bara betra að eiga stutta en "ánægjulega" æfi, en langa og "kvalarfulla"? Það eru svona þankar og hugarfar sem ósjálfkvæmni, ósamstaða og mission creep* stjórnmálamanna koma af stað

****

Lífið býður ekki upp á þann möguleika að allt sé gert í einu og að í forgangsröð aðgerða sé allt sett í fyrsta sætið. Til dæmis þarf að læra að ganga áður en hægt er að hlaupa

Við erum ekki herrar yfir því sem gerist erlendis. En það vill svo til að við erum fullvalda þjóð í okkar eigin landi og höfum þjóðfrelsið til að stjórna því hvað gerist eða gerist ekki í einmitt okkar eigin landi og hvergi annars staðar. Hvernig væri nú að nota fullveldi þjóðarinnar og reyna að stjórna því sem hægt er að stjórna. Við þurfum ekki að lifa með innfluttar veirur svo lengi sem bóluefni við farsóttinni er á tröppunum. Slíkt væri hrein fásinna og mission creep

Uppfært:

HIN EFNAHAGSLEGA HLIÐ MÁLSINS

Allir með bara baun í heilastað vissu (eða áttu að minnsta kosti að vita) í upphafi leiðangurs að ferðaþjónusta við útlendinga væri dauðadæmd og að það væri ekki einu sinni hægt að bjarga henni með því að fórna ýmsu öðru í leiðinni. Því dæmi erum við einfaldlega ekki herrar yfir og verðum aldrei. En restinni af þjóðarskútunni var auðvelt að bjarga og meira að segja að láta hana um að stoppa í verstu götin hjá ferðaþjónustu-geiranum. En það væri hins vegar aðeins hægt, ef að þeim 93 prósentum af hagkerfinu sem ekkert með ferðaþjónustuna hafa að gera, væri haldið heilbrigðum. En jafnvel þarna fóru stjórnmálamenn og embættismenn þeirra inn í spilavíti bankabóluáranna og veðsettu þjóðarskútuna fyrir því sem þá þegar óbjargandi var. Og nú er því, einu sinni enn, allt undir á ný, vegna aulaskapar stjórnmálamanna sem urðu hreinlega að kasta af sér vatni einungis vegna þess að í Evrópusambandinu gegnu menn um með þannig púða framan á maganum. Þetta var sveitamennska af verstu sort og má líkja við spilafíkn day-traders. Tíminn er ekki vinur þannig aðferða. Hann er svarinn óvinur þeirra

Björgunarbátar þjóða eru ávallt þjóðríkið, landamæri þess, fullveldi og sjálfstæði. Notið þá! Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að breyta heiminum. Hlutverk þeirra er að búa þjóðinni örruggan stað i heimi sem alltaf hefur verið og ávallt mun verða hættulegur, og sem ekki lætur breyta sér. Hér eru því "sérfræðingar" og teknókratar algerlega eins og beljur á svelli. Þeir duga ekki til þessa. Duga bara alls ekki, eins og sést

* Að gleyma eða vanrækja upphaflegan tilgang og markmið leiðangurs. Dæmi-1: opna landið fyrir innflutningi Wuhan-veira á meðan lækning er ekki í boði fyrir alla. Dæmi-2: Sjálfstæðisflokkurinn myndi gerast Ósjálfstæðisflokkurinn í praxís (eins og gerst hefur)

Fyrri færsla

ESB brunar fram úr Bandaríkjunum í nýjum smitum [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er, hreint út sagt, snilldarpistill.

Hafðu ómældar þakkir fyrir, Gunnar.

Höfum sannleikann einan að leiðarljósi. Amen.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.10.2020 kl. 17:49

2 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Frábært, algjör snilld, vona að sem flestir lesi þennan pistil!

Birna Kristjánsdóttir, 11.10.2020 kl. 18:02

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Satt er það að margar hliðar eru á öllum málum. Svíar mega þó eiga það að hafa fylgt sömu stefnu síðan í vor annað en hér á landi sem í dag virðist breytast daglega. Óþolið á Íslandi má rekja til þessa hringlandaháttar. Ekki bætir gasprið í Kára heldur.

Hér er fyrsta greinin sem ég hef séð sem fjallar um hversu hættulegir okkar eigin símar eru varðandi smit: https://www.visir.is/g/20202023533d/segja-veiruna-lifa-a-snertiflotum-i-allt-ad-28-daga

Rúnar Már Bragason, 11.10.2020 kl. 20:18

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Símon Pétur, Birna og Rúnar.

Já Rúnar. Sænsk yfirvöld hafa ekkert lært og engu gleymt. Fimm-ára Wuhanveiru-áætlun þeirra keyrir því áfram eins og þær ávallt gerðu í Sovétríkjunum.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2020 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband