Leita í fréttum mbl.is

ESB brunar fram úr Bandaríkjunum í nýjum smitum [u]

ESB-LEIÐIÐ OG SCHENGEN-FARSÓTTIN

Nú er staðan þannig að ekki þarf nema að leggja saman ný Wuhanveiru tilfelli í Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Tékklandi og Hollandi til að fá út 50 þúsund ný tilfelli af Wuhanveirusmitum. Standa þá 207 milljón manns í sex löndum fyrir jafn mörgum nýjum tilfellum og voru í 330 milljóna manna Bandaríkjunum í gær

Boltinn er sem sagt kominn yfir til Evrópu á ný. Hálfleikur er búinn og nú eru það Alapafjöll nýrra tilfella og dauðsfalla sem tekið hafa aftur við, með 73 þúsund nýjum tilfellum í gær á því landakortasvæði sem kallað hefur verið Evrópusambandið Hmpf! Horfur þar eru þær að sambandið mun í fyrsta sinn ekki geta komið sér saman um ný fjárlög fyrir nýtt sjö ára fjárlagatímabil sem er að hefjast núna. Löndin eru á skallanum vegna esb-aðildar og upptöku evru. En ekki nóg með það, þá er afar líklegt að svo kallaður "björgunar og endurreisnarpakki" sambandsins sem skálað var fyrir í sumar, muni ekki koma til framkvæmda nema að litlu leyti og enda sem hálf liðið lík í höndum þeirra villimanna sem héldu að hugmyndin um Evrópusambandið gæti orðið eitthvað annað en tortímandi slæm að næstum öllu leyti

ÞÝSKA "LEIÐIN"

Þýskaland sem lifað hefur hátt á lágum smittölum og dauðföllum í Austur-Þýskalandi, sá tölur Vestur-Þýskalands og Berlínar skyndilega þrusast upp í fjögur þúsund ný smit í gær. Enginn ferðamaður kemur til Austur-Þýskalands, fólkið er fátækt, á engin börn og kann enn að hlýða og blanda sér ekki í það sem Stasi sagði að kæmi því ekki við. Yfirvöld í Rostock fengu meira að segja símtal frá yfirvöldum í Brasilíu sem spurðu "hvernig fóruð þið að þessu". Hugsa ég að hinn íslenski ferðamálaráðherra Wuhan-veiru-útbreiðslunnar hér á landi hringi því ekki þangað

Sjá grein WSJ síðasta laugardag: Covid-19 Sparks New East-West Divide in Germany - 30 Years After Reunification

SÆNSKA "LEIÐIN"

Þetta var sem sagt "þýska leiðin" - sem nú virðist hafa tekið við af "sænsku leiðinni" þar sem dauðsföllin af völdum Wuhan-veirunnar eru orðin 5892 í 10,1 milljón manna landi Svíþjóðar, sem er 4,7 sinnum meira en samanlögð dauðsföll hafa verið í 16,6 milljón manna samanlögðum löndum Danmerkur, Finnlands og Noregs. Efnahagssamdrátturinn í Svíþjóð á öðrum fjórðungi ársins var einnig sá versti af þessum fjórum löndum, eða -8,6 prósentur. Aðeins Ísland er með meiri samdrátt þegar um Norðurlöndin fimm er að ræða. Hér var hann -9,1 prósenta eða álíka og í Svíþjóð, og er það fyrst og fremst frummanna-fyrirferð gjaldþrota-geira ferðaþjónustunnar að kenna, sem þegar var komin á hausinn um síðustu áramót og aldrei hefur átt krónu eiginfjár né þénað túkall og er því í engu standi til að fjárfesta í sjálfri sér. Bönkum munu blæða

TYRKNESKA "LEIÐIN" (ja hérna)

Síðan er það "tyrkneska leiðin" en hún felst í því að Erdogan er svo gott sem búinn að koma því landi á hausinn og vantar erlendan gjaldeyrir því svo margir bankar landsins liggja nú gjaldþrota. Ætlast er til að bláeygt fólk fylgi nú vísindum Tyrklands að málum. Er þetta ekki sprenghlægilegt? Jú þetta er jafnvel enn hlægilegra en finnska leið Jóhönnustjórnarinnar. Rassakastast Erdogan forseti nú vítt og breitt með jóreyk um Miðjarðarhafið til að reyna að breiða yfir getuleysið á heimavelli (rússneska leiðin)

Uppfært 8. október kl. 22:22

MEÐ KVÖLDKAFFI ÍHALDSMANNA: HLAÐVARP VIKUNNAR

Victor Davis Hanson um kappræður Trumps við þáttarstjórnandann og Biden

Nánar eftir sama mann sagnfræðinnar: The Full Crowley og Trump, Escaping Wile E. Coyotevirus

Það er umhugsunarvert hversu margir snobbarar hafa dæmt fyrstu kappræður Trumps og Biden sem misheppnaðar - og vitna í því tilliti stundum í fyrirbæri sem kallað er "stjórnmálaskýrendur á einu máli". Þeir menn skýra ekkert og tala við enga og til engra nema spegilmynda sinna. Þeir gátu hvorki skýrt né greint bandarísku forsetakosningarnar 2016, né það að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu nokkrum mánuðum áður. Þetta fyrirbæri, "stjórnmálaskýrendur", vissu ekkert um þau mál. Og þeir vissu heldur ekki neitt um að Sovétríkin myndu hætta að vera til nokkrum mánuðum eftir að þeir þóttust vit allt um það mál. Ekkert er til dæmis að marka þá sem koma fram í DDRÚV sem sérfræðingar í stjórnmálum. Þeir eru engir sérfræðingar í neinu nema að villa á sér heimildir

WSJ 2020-10-08 kl 23-38

Þessi tölvupóstur frá WSJ var mér afhentur rétt í þessu kl. 23:38. Hvílík vonbirgði fyrir Demókrata. Hefst nú eltingaleikurinn við Trump á ný, og hann aldrei hressari en nú

Fyrri færsla

Hertar hertar aðgerðir: Ferðamálaráðherra stungið inn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband