Leita í fréttum mbl.is

Er Trump að hitta í mark?

RGR við lokun NYSE  2020-09-24

Mynd: iPhone X símamynd fréttastofu þjóðaríhaldsmanns (NatCon)

****

Myndin hér fyrir ofan sýnir verðið og verðþróunina á eignarhlut í bandaríska skotvopnaframleiðandanum Sturm, Ruger & Company (merki: RGR/NYSE)

Eignarhlutur í þessu merka skotvopnafyrirtæki, sem byrjaði í bílskúrnum heima, fæst í kauphöllinni í Nýju Jórvík og kostaði 62,71 dali í enda gærdagsins

Verðið á hlutnum fer eftir framboði og eftirspurn. Kauphöllin sér um að birta það. Fólk sem vinnur í nágrenni hennar á Wall Street sér svo um að skrifa um verðið sem hún birtir. Einn pakki af andaglasi fylgir einnig ókeypis með skrifum þess. En aðeins Bandaríkjamenn sjálfir vita hins vegar hvort að þeir hafi þörf fyrir vörur skotvopnaframleiðandans Sturm og Ruger, eða ekki

Takið eftir verðhækkununum á eignarhlutnum í RGR síðustu sex mánuðina. Þær hófust í mars. Að kaupa hlut í RGR varð skyndilega mun dýrara en áður. Hvers vegna? Jú vegna þess að þegar Bandaríkjamenn halda að Demókratar séu á leið í Hvíta húsið, þá eykst yfirleitt sala skotvopna í landi þeirra til muna, og sér í lagi í þeim ríkjum sem lúta stjórn Demókrata. Bandaríkjamenn þekkja sína vinstrimenn og vinstrimenn Bandaríkjanna þekkja sjálfa sig best - og vita því vel hvers konar líf þeim fylgir, komist þeir í Hvíta húsið

Þegar kínverska Wuhan-veiran byrjaði að slá sér niður í Bandaríkjunum tók eignarhluturinn í RGR að hækka stórkostlega í verði, því vitað er að sitjandi forseta er yfirleitt kennt um flest það slæma sem bitnar á þjóðinni

Vörueftirspurnin og verðmatsþróunin meðal almennings á RGR-skotvopnaframleiðandanum í Southport í Connecticut –sem er almenningshlutafélag– frá því í mars og fram í byrjun ágúst, helst mjög svo vel í hendur við álit kjósenda á frammistöðu Donalds J. Trump forseta í embætti. Sterka ánægjan með störf hans minnkaði í takt við þá auknu vígbúnaðarþörf sem almenningur taldi að hann hefði og þyrfti að hafa, kæmust Demókratar í Hvíta húsið

En hvað gerist svo. Jú verðið á eignarhlut í RGR byrjar síðan að lækka í takt við aukna ánægju almennings með frammistöðu Donalds J. Trump sem forseta. Það er það sem gerst hefur frá og með í byrjun ágúst og áfram í september

Bandaríkjamenn telja því frá og með í byrjun ágúst að minni þörf sé á að þeir vígbúi sig sjálfir gegn vinstrinu, í takt við að vinstrihættan minnkar og að þeir geti því áfram látið sér nægja að stóla á fallbyssu Trumps og Lýðveldissinna, þ.e. Repúblikana

Lykilorðið hér er fælnimáttur. Donald J. Trump hefur hann í miklu magni og hann vill þar að auki að regla varða laganna –lögreglan– hafi hann líka. Þannig virkar fælnimáttur. Hann heldur fólki á mottunni og minnkar þörfina á vígbúnaði meðal almennings; sem hvorki hefur einkalífverði né himinháa múra í kringum sig, sína og heimili sín - og heldur ekki vinstrisinnaða fjölmiðlaelítuna á sínu bandi. Trump er að hitta í mark

Fyrri færsla

Kvensjúkdómalækningar Harwards-Hólm í Svíþjóð [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband