Miðvikudagur, 22. júlí 2020
Sería björgunaraðgerða vegna evrunnar heldur áfram í ESB
NÝR CAMERON
HÆSTA FJALL EVRÓPU ER Í HOLLANDI NÚNA OG HEITIR MARK RUTTE
Evrópa sekkur dýpra í skuldafenið sem evrunni var ávallt ætlað að búa til, þegar nánar var að gáð, enda þótti hagfræðingum fyrirbærið jaðra við tunglsýki. Það styttist því í kröfur um að nýtt Luftwaffe verði stofnað sem ný innheimtustofnun yfir Evrópu. Upphafsstaða Suður-Evrópu í evrunni var 70 prósent fyrirfram-glötuð. Samt var skrímslinu því sleppt lausu
"Europes future is at stake," Ms. Merkel had warned Mr. Rutte during the tense negotiation, said people familiar with the discussion. "If southern countries go bankrupt, we all go bankrupt eventually." blaðamenn WSJ. Leiðari blaðsins segir: "Evrópa hoppar í skuldafenið"
Sú röð fjölda-björgunaraðgerða (e. serial-bailouts) sem tilvist evrunnar hefur kallað yfir meginland Evrópu heldur áfram. En nú af enn örvæntingarfyllri krafti en áður, því helmingur meginlandsins er gangandi gjaldþrota. "Ef við björgum ekki Ítalíu, Spáni og Portúgal og mútum Austur-Evrópu, þá verðum við öll gjaldþrota" sagði Angela Merkel við Mark Rutte forsætisráðherra Hollands á fimmta degi fundarins í skuldasellu evrunnar í Brussel í gær
Nýtt og tólffalt Grikklandsstríð í ESB er því við það að hefjast, eða frá og með næsta ári, en það er fyrst þá sem greiðslur að "uppfylltum skilyrðum" eiga að koma til framkvæmda úr "björgunar- og endurreisnarsjóðnum", sem lítið hefur því með Wuhan-veirumálin að gera, því þau eru núna. Nettóviðtakendur eru lönd Suður-Evrópu, þar sem Ítalir úthluta sjálfum sér árlega 16,2 prósentum landsframleiðslunnar í ríkisfjármagnaðan lífeyrir. Í Hollandi er sú tala 5,4 prósentur. Fái Suður-Evrópa ekki fé til að borga Þýskalandi þá er Þýskaland gjaldþrota líka
Ítalía er gjaldþrota núna í umsjá ríkisstjórnar sem er við það að taka landið út úr ESB, sé því ekki mútað, og þá fengi Þýskaland lítið. Spánn er gjaldþrota og við það að sundrast innafrá. Það er því sem næst kommúnistaríki núna. Portúgal er að deyja hægfara evrudauða í ESB. Grikkland er þegar dautt
Angela Merkel verður líklega hataðasta manneskja Þýskalands er hún loksins fer frá völdum. Þjóðverjar munu segja að hún hafi eyðilagt Þýskaland, að innan sem utan, því þeir álíta að undanlátssemi hennar núna sé vegna þess að hún er að fara frá og hafi "ekki nennt þessu lengur" enda uppalin í DDR, eins og Svavar. Frá henni hafi því komið nýtt stórt bless-spark í gær, og sömu gömlu en nú enn glataðri ESB-dósinni var þeytt lengra niður götuna til glötunar. Sá sem tekur við og mundar sig við næsta spark, verður hvað?? og hver....??
Fjögur ríki í sambandsríkinu Þýskalandi hafa því sent bænaskjal til þjóðþings Bandaríkjanna um að bandarískir hermenn verði ekki kallaðir burt úr þeim, því efnahagur þeirra þoli það ekki. Um er að ræða vesturþýsku ríkin Rínarland-Pfalz, Hessen, Bæjaraland og Baden-Württemberg. Líka þau eru á skallanum, fari bandarísku hermennirnir á brott og annað, með fé bandarískra skattgreiðenda, eða jafnvel heim. Þau vilja einhverra hluta vegna ekki ganga í Frakkland og allra síst í Ítalíu, né hvað þá Rússland
Hefst nú nýtt tímabil í sögu Evrópu þar sem allir verða með nefið enn lengra niðri í koppum hvors annars og blaðamannastéttir allra ríkja meginlands Evrópu munu gera út á að dekka spillinguna í því landi sem fær björgunarpeninga, eins og Eurointelligence bendir á í dag á meðan heimamenn í norðrinu lesa fréttir þeirra og lepja skuldasúpu gærdagsins úr nýrri en næfurþynnri skel. Hatrið og sundurlyndið stigmagnast á meginlandi taparanna. Bretar prísa sig því sæla og verða hið nýja helga land Evrópu, eins og Blake orti um
NÁNAR
Fyrri færsla
Telegraph: "Emmanuel Macron ásakar Holland um breska brexit-hegðun"
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 5
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 144
- Frá upphafi: 1387269
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þú nefnir hérna hina raunverulegu ástæðuna fyrir andstöðu Þjóðverja við brottflutning síns hataðasta andstæðings (skv. Pew bera >70% Þjóðverja kala til Bandaríkjamanna). Þótt Trump tali aðeins um að flytja um þriðjung herliðsins(~9500), þá yrðu þetta um 25000 manns með öllum áhangendum. Það munar um minna í tekjum þjóðar (húsnæði, matur og afþreying) enda Kaninn þekktur fyrir að gera vel við sig. Í kaupbæti kostar vera þessa fólks Þjóðverja ekkert í læknis- og annarri velferðarþjónustu hvað þá eftirlaunasjóðina, sem núþegar eru sprungnir. Helmut Kohl var Þjóðverjum dýr en Merkel rándýr.
Ragnhildur Kolka, 22.7.2020 kl. 11:05
Þakka þér fyrir Ragnhildur.
Já það er þannig og lengra nær það mál ekki hjá þýskum. Þýskir stjórnmálamenn hafa einnig sagt að Þýskaland hafi stöðu vanþróunarlands í varnarmálum og njóti aðstoðar sem þriðja-heims ríki í þeim efnum.
En kannski er undirstöðu-uppspretta þjóðaröryggis þýskra að þorna upp núna, og Bitburger hætti því bráðum að renna svo glatt út í Rínarlandi-Pfalz.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.7.2020 kl. 12:32
miðvikudagur, 22. júlí 2020 kl. 13:50:10
Það eru hálf súrrealískar sumar stóru fyrirsagnirnar í dag.
1. Bandaríkin skipa Kína að loka ræðismannsskrifstofu sinni í Houston í Texas og sjónvarpsmyndavélar sýndu reyk leggja upp frá garði hennar, þar sem Kínverjar voru að brenna pappíra. Bandaríska ríkisstjórnin ásakar Kína um massífar njósnir og aðgerðir gegn embættismönnum og borgurum um öll Bandaríkin. Þetta fer saman við atburði gærdagsins þar sem Kínverjar voru ásakaðir um að beina spjótum sínum að fyrirtækjum sem vinna við rannsóknir á kínversku Wuhan-veirunni í Bandaríkjunum, og fyrir að stela viðkvæmum gögnum að andvirði hundruð milljóna dala. "Við munum ekki láta þetta viðgangast lengur" sagði Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá Danmörku, þar sem hann fundaði. WSJ greinir frá þessu í dag. Það skyldi þó ekki vera að Kína sé að dreifa nýjum og hertum Wuhan-veirum í Bandaríkjunum?
2. Angela Merkel kanslari Þýskalands rak áróður fyrir þýska Wirecard-fjármálafyrirtækinu við Kína síðasta haust, þó svo að hún vissi að verið væri að rannsaka og athuga fyrirtækið fyrir hugsanlegt fjármálamisferli og stórglæpi. Fyrirtækið er búið að vera núna og fólk er á leið í fangelsi. Þetta fékk hún að vita frá þýska fjármálaráðuneytinu tveimur vikum áður en hún fór til Kína. Þýsk yfirvöld eru innblönduð sem gerandi í málinu. Þetta skrifar WSJ í dag.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.7.2020 kl. 13:51
Hressandi grein sem endranær. Það sorglega er að Þýzkaland hefði ekki þurft að þramma þessa glötunarbraut. ESB er ráðstjórnaríkjasamband nútímans, og undarlegt að þjóðir skuli ekki hafa lært að þesskonar kæfandi reglufargan leiðir ekki til neins góðs.
Eftir því sem flækjustigið eykst í þessu gífurlega bákni verður mannleg skynsemi minna verð og minna áberandi. Munu nógu margir innan Evrópu vakna af svefni og henda þessum flokkum á hauga sögunnar sem hafa stuðlað að upplausn, sundrungu, mótmælum, fátækt og fólksfækkun innfæddra? Eða mun almenningur halda áfram að láta múta sér, á meðan spilaborgin tollir enn uppi? Hluti af vandanum er líka afneitun, eins og sú afneitun sem birtist á RÚV, þar vilja mosavaxnir fréttastjórar ekki viðurkenna breytta heimsmynd og þau vandamál sem finnast svo víða. Það er eins og ákveðinn Pollýönnuhugsanaháttur sé þar allsráðandi. Merkilegt að oft enda fréttatímarnir þar á einhverju kjánalegu, svo áhorfandinn fari nú ekki að hafa of mikið fyrir því að draga ályktanir af þeim fréttum sem þó eru upplýsandi þar.
Ingólfur Sigurðsson, 23.7.2020 kl. 00:23
Þakka þér fyrir innlitið, góðar kveðjur og skrif Ingólfur.
Já þarna spyrð þú stórt. Svörin verða líklega annað hvort enn stærri þegar þau koma, eða þá álíka örlítið þunnt andvarp og þegar Þjóðarbandalagið var skúffulagt. Kannski býður eitt lítið herbergi í húsi við Genfarvatn eftir því að ESB flytji inn sem andvana nostalgísk stofnun, þar sem þrír starfsmenn vinna við að flokka sögulega en þýðingarlausa pappíra þess til æviloka.
Á meðan við bíðum er þýska stjórnarandstaðan að reyna að fá þingið til að hefja rannsókn á þýska Wirecard-skandalnum sem nú hefur kostað hluthafa tæplega 30 milljarða dala, og skuldir félagsins, sem nú er tómt, allslaust og gjaldþrota, eru 4 milljarðar dala og horfnir peningar eða sem aldrei voru til nema tveimur milljörðum dala.
Rannsóknin gæti varað allt næsta árið eða lengur. Kosið er til þings í Þýskalandi næsta vor. Allar þýskar stofnanir sem hafa áttu eftirlit með fyrirtækinu brugðust, stungu höfðinu í sandinn og sýndu af sér allt að því glæpsamlega hegðun og framkomu. Þær brugðust fjárfestum svo herfilega að staða Þýskalands sem réttarríkis þegar að viðskiptum kemur er nú í uppnámi, því þetta er aðeins ein af mörgum svikamyllunum sem þýskar stofnanir, ríkisfyrirtæki líka, og fjármálafyrirtæki taka þátt í.
Já þarna hittir þú naglann líka á höfuðið þegar að DDRÚV kemur. Sýndarkompan sú með kjánafréttavinkilinn, sem ég er neyddur að borga fyrir en horfi og hlusta aldrei ótilneyddur á.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2020 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.