Mánudagur, 18. maí 2020
Ríkisstjórnin að smíða fallöxi á restina af ferðaþjónustunni?
VANVITAR?
- Halda mætti að afglapahátturinn innan ríkisstjórnarinnar sé vegna hagsmunatengsla ráðherra sjálfra og embættismanna inn í ferðaþjónustuna
Manni ofbýður heimska ráðamanna í sambandi við ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Þeir hafa gert hana að eins konar útgerðarfélagi í ætt við nektardansmeyjarekstur rússnesku ólígarkanna upp úr 1995
Íslensk ferðaþjónusta samkvæmt eðli málsins um Ísland á að vera alger aukabrúgrein og sem hagkerfið vel getur lifað án, já, en hún er fyrir vikið orðin lággildis fyrirbæri sem kostar orðið þjóðina meira en hún nokkru sinni mátti. Ekki nóg með það að greinin sé efnahagslega ein hættulegasta grein í heiminum í dag, þá hefur hún skrumskælt og vanskapað hagkerfið okkar á hinn versta veg
Allur bransinn sem heild er á hausnum eins og hann leggur sig, og það sem verra er, hann hefur alltaf verið því sem næst á hausnum og frekar tapað fé en að græðast það. Eiginfjárstaðan er núll og engir peningar eru til til að mæta áföllum og allra síst til fjárfestinga í niðurslitnu bambuskofadrasli sem lán voru tekin fyrir svo velta mætti fé en ekki græða það, þ.e. ferðaþjónustan er að mestu veltugrein með enga arðsemi
Öll lönd sem eiga eitthvað undir þessari atvinnugrein komið í dag, munu fara verst úr úr hamförunum núna og búa við hæsta atvinnuleysi um mörg ókomin ár (sjá nýja rannsókn BIS). Þessi lönd voru flest á hausnum fyrir og er ferðaþjónusta samnefnari fyrir þau. Hún er í senn bæði orsök og afleiðing fátæktar og fellibylja gjaldþrota næstum hvert einasta "normal" ár, fyrir utan hryllingsstöðuna núna og næstu árin
Mynd WSJ 8. maí 2020: Hrun í bókunum veitingageirans í nokkrum löndum í aðdraganda lokunar-aðgerða stjórnvalda. Það voru því ekki stjórnvöld sem lokuðu þessum bransa. Það voru kúnnarnir. Um engar náttúruhamfarir er að ræða, ekki frekar en þegar tilkoma internetsins og glóballarseríngin tók milljónir fyrirtækja af lífi um alla jörð
****
Staðreyndin er sú að í aðdraganda aðgerða stjórnvalda vegna Wuhanveiru-faraldursins í mars 2020, höfðu pantanir og sala á til dæmis veitingahúsum í mörgum löndum þegar hrunið um 50-90 prósent. Það þurfti ekki aðgerðir stjórnvalda til. Fólk kunni alveg að hugsa sjálft og það hætti því sjálft að koma
Mynd: WSJ-DS 18. maí 2020. Hvers hlakka Bandaríkjamenn mest til að geta gert þegar landið opnar
****
Það sem Bandaríkjamenn hafa saknað allra minnst og hlakka minnst til að gera þegar hagkerfið opnar á ný, eru utanlandsferðir. Aðeins 17 prósent landsmanna hlakka til þess að slíkar ferðir verði mögulegar. Á sama tíma hlakkar 40 prósent þjóðarinnar til að geta ferðast innanlands í sínu eigin landi. Svona er staðan líklega í flestum löndum. Fólk kann enn að hugsa sjálft
Meira að segja tapararnir Demókratar með Trump á heilanum trúa á landamæri og lokun þeirra núna, en það gerðu þeir ekki áður en kínverska Wuhanveiran skall á landi þeirra. Þá hötuðust þeir út í alla og allt sem hafði með landamæri þjóðríkja að gera og fólk að sunnan flæddi stjórnlaust inn í landið og ekkert mátti gera í því. Nú heimta þeir hins vegar að öllu sé haldið læstu og lokuðu til helst eilífðarnóns
En landamæri virka og það hafa þau alltaf gert, sé þeirra gætt. Þeirra vegna erum við þjóðin komin með næstum 100 prósent Wuhanveiru-öruggt umhverfi hér í okkar ríki og þjóðin er að endurheimta þjóðfrelsið til athafna í sínu eigin landi, eftir að hafa fært miklar fórnir. Þeim fórnum á ekki að kasta fyrir róða eins og að þær hafi ekkert kostað og séu einskis virði. Schengen virkar hins vegar ekki, og mun aldrei gera, eins og sást og sést enn
Ef að íslensk stjórnvöld ætla að opna fyrir erlenda ferðamenn til Íslands í sumar þá mun það þýða að Íslendingar halda sig heima við og kaupa ekki þessa þjónustu, því einnig þeir kunna að hugsa. Erlendir ferðamenn útiloka Íslendinga
Með því að opna fyrir erlenda ferðamenn sem næstum allir koma frá löndum sem ekkert hafa skimað fyrir veirunni miðað við Ísland, þá eru ráðamenn að hætta því sem Ísland getur ekki verið án, þ.e. flestum öðrum atvinnuvegum landsins, fyrir það sem þegar í ljós er komið að missa má sig og við getum vel verið án og verðum þar að auki að geta verið án í framtíðinni miðað við furðutímana fyrir faraldur
Og fyrst við erum að þessu, þá var það fáránleg heimska að skattleggja ekki erlendu gæsirnar inn í helvíti á meðan þær voru hér. Nú sitja ráðamenn hins vegar tómhentir með burtflognar gæsir í loftsósu, gapandi upp í gnauðandi vindinn plús atvinnubransa sem í heild aldrei græddi krónu
Hið strategíska efnahagslega þrotabú einkum ráðherra Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum, getur varla verra orðið. Hið sama virðist gilda um geopólitíska staurblindu þess forystulausa flokks. Hún fer að jafnast á við staurblindu Samfylkingarflokkanna, þ.e. krataplágur
Fyrri færsla
NATO-afneitunardæmi Vinstri grænna nálgast landráð
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 29
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 445
- Frá upphafi: 1389065
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 253
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Margir hafa verið að hugsa þetta en þú ert sá fyrsti sem hefur kjark til að færa hugsanirnar fram á prenti.......
Jóhann Elíasson, 19.5.2020 kl. 06:32
Takk fyrir pistilinn Gunnar.
Tek undir orð þín og Jóhanns.
Því miður er þessi ríkisstjórn ekki beysin.
Eiginlega alveg hryllilegt samansafn
fégráðugra fífla.
Bóludrifinn massatúrismi með tilheyrandi böli
og hruni er vel þekkt og hann var
aleina hugmynd fíflanna um atvinnuuppbyggingu.
Jú, og gefa Nojurum íslensku fjöllin fyrir vindmyllur og fylla íslenska firði með norskum seiðum. Stefna Sjálfstæðisflokksins?
Undarlegt hversu margir kjósa fégráðugu fíflin.
Hvað veldur? Það þyrfti að greina.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.5.2020 kl. 07:57
Þakka ykkur fyrir.
Manni er eiginlega farið að sárna að Sambandið gamla skyldi hafa verið látið rúlla á hausinn, nú þegar stjórnmálamenn gera næstum ekki annað en að synda björgunarsund með ferðaþjónustuna til að koma henni yfir á herðaþjónustu skattgreiðenda.
Sambandið var veltufyrirtæki eins og ferðaþjónustan. Það velti fé, en arðsemin var hins vegar næstum engin.
En flest var þó betra við Sambandið en við ferðaþjónustuna. Sambandið var þjóðhollt á meðan ferðaþjónustan er óþjóðholl og lifir á innfluttum þrælum, sem nú hanga sem steypuklossar um hálsa skattgreiðenda.
Ég kýs því gamla Sambandið alla daga fram yfir tapsgefandi og láglauna ferðaþjónustuna.
PS: Ég vona að þið hafið lesið pistil Styrmis Gunnarssonar í dag, um helferð Sjálfstæðisflokksins með fullveldi okkar í orkumálum á öskuhaugana. Enn ein helferðaþjónusta xD-forystunnar og VaffGé kommanna.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2020 kl. 08:44
Það er vert að hafa í huga við lestur pistils Styrmis að aðeins einn flokkur barðist
af afli gegn innleiðingu 3. orkupakka EES/ESB.
Það var Miðflokkurinn.
Hann hefði því mátt nefna Miðflokkinn.
Nú sjáum við æ betur hvílíkir skíthælar þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru. Nú þegar þeir makka með Nojurum um fullveldisafsal Íslands, sjálfum sér til gróða.
Við munum enn þegar Gulli og Bjarni fengu norsku utanríkiskéllinguna til að koma hingað og setja pressu á þingið að samþykkja 3. Orkupakkann.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.5.2020 kl. 09:10
Sambandið (SÍS) var að mörgu leyti framtíðarlítandi og öflugt fyrirtæki. Ég hugsa að því hefði til dæmis getað dottið í hug að stofna hér "Pure-Play" örflögu- og örgjörva fabrikku eins og þeim á Taívan datt í hug til dæmis með stofnun TSMC 1987 sem finnur ekkert upp og hannar ekki, heldur bara framleiðir örflögur og örgjörva samkvæmt pöntunum. Er kompónent framleiðandi og sá stærsti slíkur í heiminum.
Trump var á föstudaginn að banna non-US framleiðendum sem nota bandaríska tækni og chip-hönnun við framleiðslu örflaga og örgjörva að selja framleiðsluna áfram til fyrirtækja á borð við Húkavé í Kína, nema að sótt hafi verið um leyfi og það fengist hjá bandarískum stjórnvöldum.
Taívan (TSMC) hefur því hætt við allar pantanir frá Húkavéum og valið Bandaríkin í staðinn. Hafa þar með valið Kína frá.
Af hverju tökum við ekki upp stjórnmálasambandi við Taívan og lokum stjórnmálasambandinu við Kína og lokum sendiráði þeirra hér niður?
Taívan er lýðræðisríki. Kína er hins vegar einræðisríki sem rekur gúlag-fangabúðakerfi og fangelsar þá sem reyna að hafa aðrar stjórnmálaskoðanir en Kommúnistaflokkurinn leyfir, og það lætur það fólk hverfa eða stingur því fólki inn sem varar við hættulegum smitsjúkdómum.
Ég skil ekki af hverju við erum í stjórnmálasambandi við svona ríki, þegar annað og betra býðst eins og til dæmis Taívan, sem reyndar er eina ekta Kínverska lýðveldið.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2020 kl. 09:18
Glöggur ertu Gunnar.
Þetta er hárrétt athugað hjá þér.
Stórmerkilegt að þingið vilji fremur stjórnmálasamband við alræðisríki en lýðræðisríki.
Hvað veldur? Er það Belti og braut kommanna í Valhöll sem ræður því að þeir velja sér alræðisríki kommanna? Fjárfesting Bjarna?
Hvað útskýrir það að Sjálfstæðisflokkurinn notar VG sem skjöld fyrir eigin, að því gleggst verður séð, andúð á Bandaríkjunum og NATO?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.5.2020 kl. 09:37
Björn Bjarnason, náfrændi Bjarna bankamanns í Kína, mærir núna VG Kola-Kötu fyrir "skýr svör" varðandi ósk NATO og Bandaríkjanna um uppbyggingu í Helguvík.
Pistil Björns, skýrslugerðarmanns Gulla og Bjarna um EES/ESB, er öllu þokkalega vel gefnu fólki að öllu leyti algjörlega óskiljanlegur, nema að tilgangurinn virðist helst vera að mæra VG Kola-Kötu og hreyta ónotum í Miðflokkinn.
Björn minnist hins vegar ekkert á afstöðu eigin flokks. Skrýtið?
Nei, varla þegar hafður er í huga refsháttur og flækjufótarháttur ValhallarVGkommanna.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.5.2020 kl. 10:26
Verð að játa að ég get varla lesið furðuheim Björns Bjarna lengur. Því miður.
Kína
Kínverska Wuhan-veiran hefur nú stungið sér á ný niður í Kína (hún fór náttúrlega ekki neitt nema í svokölluðum "fjölmiðlum" Kommúnistaflokksins).
Í þetta sinn leka út fréttir um nýjan faraldur í norðaustur landamærahéruðum Kínverska kommúnistaríkisins og að meira en hundrað milljónir manna séu læstar þar inni núna.
Enginn í WHO-sakmundunni þorði að spyrja Xi formanninn um neitt í sambandi við þetta þegar hann ávarpaði leiguliða sína í WHO-samsteypunni í gær.
WHO
Donald Trump sagði rétt í þessu að Bandaríkin myndu fyrir fullt og allt hætta fjármögnun WHO (Alþjóða-heilbrigðisstofnunarinnar) nema að breytingar á henni verði gerðar innan næstu 30 daga. Krafan um breytingar er sú að WHO hætti að vera í vösum einræðisherra-Kína og áhangenda þess.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2020 kl. 10:47
Kannski að tölvunartækni-tiltök Bandaríkjastjórnar (sjá hér fyrir ofan) leysi vandamálið með innreið Húkavéafyrirtækis Kínverska kommúnistaflokksins inn í 5G-innviði annarra landa.
Nú fer þessi staða að líkjast því sem var gagnvart Sovétríkjunum. Það er, þegar að Robotron í Dresden í Austur-Þýskalandi undir stjórn Vladímírs Pútíns stöðvarstjóra KGB, vann við að smygla vestrænni tölvunartækni inn fyrir járntjaldið til að rífa hana svo þar í sundur til að reyna að herma eftir með e. "reverse engineering".
En þegar bandaríska tölvunartæknin fór að taka hástökk á milli hvers einasta árs í þróun og hraða þá datt Robotorn af vagninum og Sovétblokkin lenti fljótlega öll eins og hún lagði sig aftur úr á tölvunarsteinöld.
Kommúnistaríki geta aldrei keppt við vöðvabúnt frelsisins.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2020 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.