Leita í fréttum mbl.is

AfD er hinn nýi hægriflokkur Þýskalands

Óhætt er að segja að flokkur Angelu Merkels sé orðinn eins og klukka sem stoppaði fyrir 20 árum. Og í þessu tilfelli er þetta klukkan sem sagt er að ESB gangi fyrir. Klukka hrakfara og afturfara í 20 ár fyrir Þýskaland og 30 ára fyrir Evrópusambandið

En það er annar flokkur sem sættir sig ekki eins vel við að vera uppstoppuð klukka sem sló síðast fyrir 20 árum, og þá sjálfa sig í stopp. Það er bæverski CSU-flokkurinn, sem verið hefur bandalagsparturinn frá Bæjarlandi í framboðsbandalagi með CDU-flokki Merkels

Hann er hoppandi núna, yfir hrakförum mini-Merkels og AKK-míkró-Merkels, því Þjóðverjar vita að Merkel stendur fyrir ekkert eins og Bjarni Ben hér heima og að AfD er hinn nýi hægriflokkur landsins, því Merkel hefur auglýst hann svo vel frá því að hún stofnaði hann, án þess að vera í honum og gaf honum meira að segja nafn

Það verður fróðlegt að sjá hvað CSU-flokkurinn gerir. Hann þarf nefnilega að bíða eftir því að fornleifafræðingar CDU-flokks Merkels finni fyrirfram ákveðinn nýjan steingerving niðri á plattlandinu til að taka við brunarústum hennar, því sá steingervingur verður þá um leið kanslaraefnið sem CSU þarf að búa við. Nema að CSU heimti póstinn fyrirfram í skiptum fyrir að bjóða ekki.. tja.. fram í bandalagi með AfD

Vestanhafs hefur Donald J. Trump sameinað flokk Repúblikana á ný undir hinum gömlu gildum þess flokks. Og menn sáu í desember hvað stórsigrandi Boris gerði við Íhaldsflokkinn í Bretlandi; þ.e. hann sameinaði hann. Lítil hætta er á að neitt slíkt gerist í Þýskalandi. Þar er nefnilega minnst sjö stórsmáflokka Weimar v2.0 lýðveldi í smíðum, ásamt öllum hinum smáflokkunum. Á áttatíu ára fresti fer Þýskaland nefnilega í nýtt rassakast. Sú klukka er alls ekki stopp

Fyrri færsla

Bandaríkjamenn næstum ofsaánægðir með efnahaginn undir Trump - AKK segir af sér [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband