Sunnudagur, 22. desember 2019
Öll vinna við lagningu Nord Stream2 gasleiðslunnar stöðvuð í gær
Í gær laugardag stöðvaði svissneska Allseas fyrirtækið alla vinnu við lagningu NS2 gasleiðslunnar frá Rússlandi til Þýskalands. Daginn áður hafði Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfest samþykkt beggja deilda Bandaríkjaþings um refsiaðgerðir og eignafrystingu á hendur þeim sem vinna við lagningu leiðslunnar
Allseas stöðvaði umsvifalaust alla vinnu í gær og sagði að það myndi fara eftir öllum tilmælum og leiðsögn Bandaríkjanna í þessu máli. Hefði fyrirtækið hins vegar ekki farið eftir bandarískum tilmælum, hefði Bandaríkjastjórn lagt hald á öll þrjú skip fyrirtækisins Pioneering Spirit, Audacia og Solitaire sem þarna eru að störfum, um leið og þau kæmu inn í bandaríska lögsögu í framtíðinni. Bandarísk stjórnvöld hefðu einnig lagt hald á og lokað skrifstofum Allseas í Houston í Texas og bannað fyrirtækinu að starfa í lögsögu Bandaríkjanna árum saman
Þessi gasleiðsla hefur valdið miklum og djúpum klofningi meðal þjóða Evrópu og sérstaklega á milli þeirra þjóða sem þykjast vera bandalagsþjóðir í NATO, sem Bandaríkin bera uppi. En segja má hins vegar að án aðstoðar Bandaríkjanna frá og með 1945 og vernd þeirra, væri Þýskaland ekki orðið óformelgur einræðisherra og keisari yfir 27 löndum álfunnar núna, og því í standi til að tröllríða óskum nánustu NATO-bandalagsþjóða í þessum efnum. Þá aðstöðu komst Þýskaland aðeins í vegna verndar Bandaríkjanna
En nú eru komnir nýir tímar, nýr forseti í Hvíta húsið vestanhafs og nýtt sovétríki í smíðum austur í Rússlandi, sem Barack Obama og Hillary Clinton særðu að of miklu leyti fram og efldu, með friðþægingarstefnu sem olli því að Rússland taldi sér óhætt að rúlla yfir Krím og hluta af Úkraínu og sem varð þess valdandi að Eystrasaltslöndin þrjú og stór hluti landa Austur-Evrópu upplifa stöðuna sem lífshótandi fyrir sig. Og eins og lesendur kannski vita, þá er Rússland einnig zarinn í Sýrlandi fyrir tilstilli Obama núna, og ástandið þar eftir því. Barack Obama og Hillary Clinton ætluðu að fremja "reset" (endursetningu) á Rússlandi og reyna að búa til Wisconsin úr því. Óx því fyrirlitningin í Kreml á Bandaríkjunum í takt við skriðdýrsháttinn sem viðhafður var þar, eins og gerðist í kjölfar München 1938. "Ég hef hitt þá og þeir eru ormar" var þá sagt þar
Staðreyndin á jörðu niðri í Evrópu er sú, að ef að Bandaríkin myndu pakka saman og fara heim með herlið sitt þaðan og loka niður bækistöðvum sínum þar, þá væri friðurinn úti í álfunni. Þjóðir Evrópusambandsins væru komnar í hár saman mörgum sinnum meira og dýpra en þær eru nú þegar, og staðbundin hernaðarátök væru ekki langt undan, og jafnvel þegar hafin. Ekkert land myndi sætta sig við ofríki Þýskalands í Evrópu ef að Bandaríkin væru ekki þar sem eins konar umsjónarafl
En nú er sem sagt kominn annar maður í Hvítt hús og nýir tímar eftir hrun útópíu líberalismans árið 2008. Og sá maður hefur megnustu fyrirlitningu á þeim sem komu þessari stöðu um kring. Þess vegna hafa elítutærir menn verið að koma fljúgandi út um glugga þess húss. Menn sem héldu að kórrétt ferilskrá þeirra og réttu doktors-phd-embættismanna-eftirnöfnin kæmu sjálfkrafa í stað utanríkisstefnu þjóðkjörins forsetans; sbr. villta-vesturs ástand þannig eftirnafna innan FBI, CIA og NSA
Í fyrsta sinn mælist nú meirihluti fyrir því meðal Pólverja að landið þeirra yfirgefi Evrópusambandið, eða 47 prósentur; á móti 45 prósentum sem vilja það ekki. Og staðan í Póllandi er þannig að enginn Pólverji mun fara í stríð við annan Pólverja vegna hugsanlegrar útgöngu þess af lögsögu Evrópusambandsins. Þar er staðan ekki eins og í Skotlandi, þar sem helmingur Skota myndi berjast mjög svo hart fyrir því að vera áfram hluti af öflugu Bretlandi. Lönd verða yfirleitt ekki sjálfstæð ríki með aðstoð kjörkassa. Þau verða það flest fyrir tilstilli vopnaðrar baráttu, blóðsúthellinga og dauða. Ekkert getur haldið ríkjum saman nema fólkið í þeim. Þess vegna er Evrópusambandið að liðast í sundur. Og flestu venjulegu fólki er auðvitað nákvæmlega sama, nema náttúrlega phd-elítunni sem bjó það til, og tróð því sem hettu með hengingaról yfir höfuð þess
Leiðtogar verða heldur ekki leiðtogar til dæmis Vesturlanda með aðstoð samþykkis annarra ríkja. Nei, þeir verða leiðtogar vegna þess að enginn annar hefur burði né getu til að vera leiðtogi hins frjálsa heims. Leiðtogahlutverkið er eins og sjálfstæði ríkja; maður tekur það. Ísland tók sér því sjálfstæði sjálft, og vegna þess að öll þjóðin var nær 100 prósent sammála, þá þurfti ekki bardaga til. En það er hins vega ekki þannig með þá tugi þúsunda manna sem búa hér í landi okkar og eru ekki fæddir hér á Íslandi. Hvað þeir myndu gera í þannig stöðu, þarf ekki endilega að fara saman með því sem við Íslendingar gerum og viljum. Of mikill innflutningur framandi fólks og of hratt, er mjög svo hættuleg skepna, enda stendur allt um það í Biblíunni. Aðeins Íslendingar geta haldið Íslandi saman sem ríki. Staflar af útópískum líberalistum og glóbalistum geta það ekki
Fyrri færsla
Orkupakkar ESB eyðileggja fyrir Íslandi
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 29
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 445
- Frá upphafi: 1389065
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 253
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Eru þá ekki Íslendingar loksins farnir að sjá það; nú eða aldrei!
Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2019 kl. 05:12
Blessaður Gunnar!
Ekki lökrar nú romsunum þínum Gunnar, Og nú er eg alveg viss um hvar okkar Boris er, og tími til kominn að reina að byggja utan um hann.
Óskar Kristinsson, 22.12.2019 kl. 13:36
Þakka þér fyrir Helga.
Jú flestir Íslendingar sjá það örugglega. En þar sem valdhafar okkar hafa of lengi verið og eru enn staflar af útópískum líberalistum og glóbalistum, þá er slökkt á öllum ljósum þar. Þú sérð hvers konar sértrúarsöfnuðir eru þar á ferð. Það eina sem upp á vantar þar, er að hnefinn sé steyttur á meðan inter-nation nallinn er kyrjaður daginn út og daginn inn í fjandans ráðuneytum þeirra.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2019 kl. 17:15
Þakka þér fyrir Óskar.
Já já einmitt, Boris er kominn til að vera. Okkar líka.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2019 kl. 19:08
Kannski þróast þessi staða í Evrópu þannig að Pólland sæki um inngöngu í Bandaríkin. Það uppfyllir að minnsta kosti annað af tveimur inntökuskilyrðunum þangað inn; Að vera kristið land. Það eru hins vegar frekar miklar líkur á því að Pólland muni seint uppfylla inntökuskilyrði númer tvö; Að enska sé orðið móðurmál Pólverja áður en því væri hleypt inn í Bandaríkin.
Líklegra er því að Tyrklandi verði hleypt inn í Evrópusambandið áður en Póllandi yrði hleypt inn í Bandaríkin. Og það þýðir að Bandaríkin munu sennilega vinna mjög svo áfram að því að Intermarium geti orðið sá staður sem Pólland muni drottna yfir undir vernd Bandaríkjanna, þegar það yfirgefur Evrópusambandið til að gera þar pláss fyrir Tyrkland. Intermarium verður þar með hið raunverulega verndarsvæði Bandaríkjanna í Evrópu, þvers á öxli Evrasíu og Rússland mun þurfa að lifa með það, hvað sem tautar og raular.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2019 kl. 19:32
Mjög athyglisvert sem þú skrifar um intermarium fleyginn. Það hefur lengi verið helsta stefna Bandaríkjanna að reka fleyg á milli Evróputotunnar og Asíu. Evrasía er þeim eðlilega þyrnir í augum.
Þessari einföldu og nöktu staðreynd skilja hins vegar Bjarni kínabankaráðsmaður og Gulli vitleysingur ekki. Þeir eru svo skyni og viti skroppnir að þeir halda að þeir geti vílað og dílað og ullað framan í Bandaríkin, sem reyndust okkur best í sjálfstæðisbaráttu okkar og landhelgisdeilum.
Auðvitað eigum við að vera með þeim í liði sem reyndust okkur best, Bandaríkjunum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.12.2019 kl. 20:44
ESB og Kína sleikjuháttur
forystu Sjálfstæðisflokksins
er beinlínis móðgun við Bandaríkin.
Rétt eins og valdaframsal
forystu Sjálfstæðisflokksins
til ESB í hverjum EES pakkasamþykktum
er brot á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
Íslenska lýðveldisins
sem einmitt Bandaríkin
voru fyrst til að viðurkenna og virða.
Og svo ullar núna
forysta Sjálfstæðisflokksins
framan í Bandaríkin.
Forysta Sjálfstæðisflokksins
er skipuð óforskömmuðum fíflum
og illa innrættum búrakratatittum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.12.2019 kl. 21:21
Þakka þér fyrir Símon Pétur.
Já Evrópa er að verða komin í ruslflokk að allt of mörgu leyti, og það getur álfan aðeins þakkað tilvist Evrópusambandsins fyrir.
Þetta gildir á flestum sviðum; efnahagslega, og á sviðum gerðar- og samsetningar mannfjöldans, sem er að breyta álfunni í allsherjar elliheimili, og svo einnig á sviði menningar, lífskjara og framfara. ESB hefur breytt álfunni í hálfgert svarholssólkerfi með ubersvartholið Þýskaland í miðju þess.
Ef litið er til dæmis til MSCI-vísitölunnar sem mælir afrakstur og árangur fjárfestinga á hlutabréfamörkuðum 15 þróaðra landa Evrópu, og sem innihalda 85 prósentur af andvirði allra þannig eigna í Evrópu, þá sést glöggt hversu galin hugmynd Evrópusambandið, evran, erm, ems, og nær öll E-eiturmerki álfunnar eru. Því sé vísitalan stillt á 100 stig árið 1969 miðað við SP-500-vísitöluna í Bandaríkjunum, þá stendur MSCI-Evrópuvísitalan í aðeins 50 stigum í dag. Sem sagt allt hefur helmingast í virði miðað við SP-500 síðan þá, og hér er mælt í mynt landanna sjálfra. Sjá mynd
Og nær allar niðursveiflur sem komið hafa á þessu tímabili frá 1969 til 2019, hafa orðið margfalt lengri og illvígari viðureignar í Evrópu en í Bandaríkjum. Sú síðasta, þ.e. evru-skulda-kreppan sem hófst 2008 og varir að miklu leyti enn, braut MSCI út úr 40-ára hlutfallslegri plús/mínus 15 prósentu fylgni við SP-500 árið 2011, og hefur verið húrrandi niður á við síðan þá.
Öll E-eiturmerki Evrópusambandsins eru að ganga frá álfunni fyrir fullt og allt. Og þetta mun aðeins versna enn til muna á næsta ári, þar sem lönd sambandsins (nema Stóra-Bretland) munu mæta til leiks varanlega fjötruð föst í hjólastólum, með hengingaról evrunnar óafturkallanlega fasta um hálsa þeirra.
Þessi trunta mun ekki haggast neitt nema niður á við næstu mörgu áratugina. Og þetta ljóslogandi helvíti kallar Kínverski-gangstéttar-Guðlaugur-Þór fyrir "helstu markaði" Íslands. Þetta er algjörlega glatað lið þarna i xD. Algjörlega úti á þekju við allt og alla. Enda ekki viðbjargandi, eins og sést.
Tilvist Evrópusambandsins hefur gert álfuna að útnárabotnlanga.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.12.2019 kl. 22:43
Ríkisstjórnin á Ítalíu mátti svo seint sem í þessum mánuði henda milljarði evra til að björgunar Popolare di Bari bankanum á Suður-Ítalíu. Þetta er óskráður smá-banki á mælikvarða svo kallaðs banka-bandalags-ESB, og sem þarna er notað eins og kaffærandi og samkeppnisríðandi tröllskessa sem enn á ný er að særa fram vítahring banka-og-þjóðargjaldþrota-spíralsins sem var aðeins fimm mínútum frá því að leggja evruna í rúst fyrir bara örfáum árum. Nú sætir bankastjórnin rannsókn fyrir svindl, á meðan algjör Grikklands-misþyrmandi kjáni úr liði AGS sest við stýrið á ECB-sogrörsseðlabanka Þýskalands ofan í önnur lönd sambandsins í Frankfurt.
Kannski er þetta svar Ítala og flestra annarra landa ESB við Þýskaland-fyrst-stefnu Þjóðverja í Evrópusambands-helvítinu, sem lagt hefur álfuna svo gott sem í rúst.
Og eins og að Þýskaland-fyrst-stefna Þjóðverja í ESB sé ekki nóg, þá er Angela Merkel frá DDR byrjuð að taka stjórnarskrárbundið málfrelsi frá borgunum með því að draga þá fyrir dómstóla ef þeir segja ekki bara það sem henni er að skapi. Þeir sem lenda í því í Þýskalandi að tala gegn vilja þýskra esb-elíta og hafa rangar skoðanir, verður nú þaggað niður í með lögum sem hvergi standast skoðun nema í hinu afdankaða ríki hennar, sem er á leið í enn eitt þjóðargjaldþrotið til viðbótar við hin fjögur.
Nord-Stream2-málið snýst um Þýskaland-fyrst-stefnuna sem landið hefur ávallt viðhaft í Evrópusambandinu og í NATO og í ERM og í EMS. Hún svarar til þess að Donald Trump viðhefði New-York-fyrst stefnu í Bandaríkjunum.
Svo kemur þetta hrúgald af getulausri og ákvarðanatöku-lamaðri DDR-manneskju og kvartar yfir því að Bandaríkin "leiði ekki hinn vestræna heim" í hennar þágu aðeins, en ekki í þágu annarra og að Bandaríkin verði að hugsa allra síst um sinn eigin þjóðarhag af öllum þjóðum jarðar. En öllum ríkjum jarðar ber skylda til að gera það, þ.e. hugsa um sinn eigin þjóðahag fyrst, svo að hún nái ekki að búa til einn allsherjar köngulóarvef úr honum í þágu Þýskalands, aðeins.
Þessi vonlausa gervi-mannesja sem eyðilagt hefur Evrópu mun ekki eiga sjö dagana sæla þegar hún fer frá völdum. "Hún mun þurfa að flýja til Suður-Ameríku" sagði einn af leiðtogum AfD-flokksins í þýska sjónvarpinu.
Gunnar Rögnvaldsson, 23.12.2019 kl. 11:23
Já, -
- Talandi um Grikkland, þá leitar það mjög svo stíft þessi árin á náðir Bandaríkjanna vegna nágranna þess, Tyrklands. Staðan þar nágrannanna á milli er orðin þannig að Erdogan Tyrklandsforseti lét tyrkneska flugherinn brjóta lofhelgi Grikklands 70 sinnum á síðustu 30 dögum. Hann flaug inn í gríska lofthelgi 70 sinnum á síðustu fjórum vikum. Ekkert þýðir fyrir Grikkland að leita til truntuverksins í Brussel, sem á dósaupptakara.
Þarna vex og dafnar uppreisnin gegn Evrópusambandinu í Aþenu hvern einasta dag ársins. Angela Merkel hefur þó ekki enn minnst á það við Bandaríkin að þau eigi að leiða hinn vestræna heim í þágu Grikklands, því ekki gerði hún það sjálf þegar þess þurfti, og á meðan hún hafði mikið og stórt tækifæri til þess.
Þess vegna eru tengslin á milli Aþenu og Washington sterkari en tengslin eru á milli Aþenu og Brussel, því Brussel er aðeins pappírsbunki sem kveikja má í um leið og dósaupptakari ESB hættir að opna það sem öll lönd sambandsins sækast eftir: peningum annarra landa sem læstu eru föst við þau með lögunum um súgþurrkun (the cleaners).
Það er hrein firra að Ísland sé á nokkurn hátt bundið þessu illfyglis-viðrini með lögum. Alger firra og tímaskekkja. Þessi lagalegu súgþurrkunartengsl verður Ísland að rjúfa. Strax!
Gunnar Rögnvaldsson, 23.12.2019 kl. 11:59
Og til að minna Ísland svona rétt aðeins á jólagjafastaðreyndir ESB; þá er Orkubandalag Evrópusambandsins nákvæmlega eins. Það er súgþurrkun!
xD hefur sent Ísland til the cleaners => þ.e. Þýskaland fyrst (Ísland síðast).
Gunnar Rögnvaldsson, 23.12.2019 kl. 12:26
Þetta breitir engu með lagningu Nordstream II
Gasprom hefur yfir að ráða þremur öðrum skipum sem geata klárað lögnina.
Sama gegnir um Turkstream
Þetta verður væntanlega til þess að eignarhlutur Gasprom eykst í verkefninu.
Hliðarverkanir sem af þessu verða eru að Evrópubúum er að verða það ljóst að Bandaríkin eru ríki sem best er að hafa engin samskifti við.
Ofbeldi þeirra á sér engin mörk.
Fram að þessu hafa Evrópubúar staðið í þeirri trú að þeir væru einhvernveginn undanþegnir frá efnahagslegu og hernaðarlegu ofbeldi Bandaríkjanna.
Þeir hafa ekki almennilega gert sér ljóst að staða þeirra er nákvæmlega sú sama og ríkja Austur Evrópu gagnvart Sovétríkjunum sálugu.
Þau eru látin í friði ef þau gera eins og þeim er sagt og meðan þau afhenda heimsveldinu aurana sína.
Engin óhlýðni er liðin.
Fyrr eða seinna munu ríki Evrópu rísa upp gegn þessu eins og Pólland gerði forðum.
Það er þegar farið að tala um Bandarísku "freedom mólicule" sem gereyðingarvopn í Evrópu.Gereyðingarvopn vegna þess að Bandaríska gasið mundi endanlega slökkva á möguleikum Evrópuríkjanna til að taka þátt í samkeppninni á heimsmarkaði.
Gamla hexið Merkel er á útleið ásamt fleiri smámennum og það munu taka við stjórnmálamenn sem leggja áherslu á hagsmuni Evrópubúa frekar en að synda um í Bandarísku mútufé.
Þetta verður bardagi sem verður gríðarlega kostnaðarsamur fyrir Evrópu svipað og þegar þeir undir forystu Sovétmanna losuðu sig undan Nasismanum. Líkt og í seinni heimstyrjöldinni mun Rússland leika aðalhlutverkið í frelsun Evrópu. Eins og Rússland hefur reyndar alltaf gert í gegnum aldirnar en verið illa launað.
Vaxandi ofbeldi Bandaríkjanna stafar ekki af styrkleika þeirra heldur veikleika.
Þetta eru veikburða tilraunir til að halda nefinu uppúr á lokamínútunum.
Líkt og Þýskalnd Nasismans munu Bandaríkjamenn kjósa að fara út með hvelli en hrun þessa heimsveldis er óhjákvæmilegt vegna gríðarlegrar innri spillingar og vegna þess að allt samfélgið er rotið inn að beini.
Á hernaðarsviðinu eru Bandaríkjamenn búnir að tapa fyrir Rússum og það er bara tímaspursmál hvenær Kínverjar ná yfirráðum á Kyrrahafinu. Ekki hvort heldur hvenær.
Það er með öllu óráðið hvaða áhrif þetta mun hafa í framtíðinni ,en eitt er víst að við núverandi ástand verður ekki unað lengur.
Borgþór Jónsson, 23.12.2019 kl. 14:50
Þakka þér fyrir Borgþór.
Mikil er gasleiðsla þín.
Núlifandi og sálug sovétríki Rússlands líða ekki skort svo lengi sem þau þau hafa menn eins og þig á rússneska þinginu til að impítsa aðalritara þeirra.
Megi Rússalönd allra tíma varðveita þig.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.12.2019 kl. 17:26
Það sem ég á við er að ástandið verður að batna.
Það getur ekki gengið svona að allar þjóðir heims lifi í stöðugum ótta við að verða fyrir Bandarískri árás af einhverju tagi.
Að stjórnmálamenn heimsins geti ekki tekið einfaldar ákvarðanir sem eru landsmönnum þeirra til framdráttar af því að þá gætu Bandaríkjamenn misst eitthvað af aurunum sem þeir kúga stöðugt út úr þjóðum heims.
Við getum ekki búið við að Bandaríkjamenn drepi 500 þúsund börn í Íran úr hungri og lyfjaskorti
Við getum ekki lifað við að Bandaríkjamenn séu í stöðugu makki við hryðjuverekalið og eyðileggi þjóðríki og kosti hundruð þúsunda fólks lífið.
Við getum ekki lifað við að Bandaríkjamenn starti stríði í Sýrlandi sem rústar lífi nánast allra landsmanna og drepur 500 þúsund manns.
Við getum ekki lifað við að Bandaríkjamenn komi til valda hryðjuverkalýð í Líbýu og rústi afkomu fólksins þar og valdi hrinu flóttamanna í Evrópu.
Við getur ekki lifað við að Bandaríkjamenn neyði Evrópu við að kaupa gas á yfirverði og valdi þannig aukinni fátækt í löndum Evrópu.
Við getum ekki lifað við að Bandaríkjamenn haldi uppi Nasistum í Úkrinu og hvetji þá áfram við að drepa fólk hvern einasta dag.
Þessi gæludýr Bandaríkjaforseta hóta nú að hengja núverandi Úkrainuforseta í ljósastaur ef hann semur um frið.
Nasistar hafa alltaf verið hrifnir af því að hengja fólk í ljósastaurum af einhverjum ástæðum.
.
Ástandið í heiminum er að mörgu leiti svipað og í aðdraganda Seinni heimstyrjaldarinnar.
Allar þjóðir heims eru að reyna að þóknast Bandaríkjamönnumm til þess að verða ekki fyrir árás.
Þetta er alveg sama ferlið og þegar þjóðir Evrópu voru að reyna að friðþægja Nasista á árunum fyrir stríð.
Þá var það Evrópa,en nú er allur heimurinn undir.
Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár eða meira. Sennilega urðu straumhvörfin þegar Serbía var lögð í rúst á sínum tíma.
Líkt og á árunum fyrir stríð er smá saman að renna upp fyrir fólki að það er ekki hægt að friðþægja fólk eins og það sem hefur stjórnað Bandaríkjunum undanfarna áratugi.
Það er hægt og rólega að renna upp fyrir fólki að þessi óþjóðalýður kemur til með að ofsækja það til eilífðar nóns ef það snýst ekki til varnar.
'I dag er engin þjóð á jörðinn sem litur á Bandaríkin sem æskilega bandamenn og viðskiftafélaga. Bara þjóðir sem eru misundirgefnar.
Og þá hefst fasi tvö.
Nú þegar öllum er ljóst að það stefnir í átök byrjar dansinn við að reyna að komast hjá því að lenda í átökum sjálfur en beina þeimað einhverju öðru ríki.
Kannski í ljósi fyrri tíðar datt Merkel og Makron helst í hug að athuga hvort Putin vildi aftur fórna Rússlandi fyrir Evrópu.
Þau hjúin fóru fræga sneypuför til Pétursborgar í þessum tilgangi.
Putin af sinni alkunnu hæversku benti þeim á að þeir hefðu sjálfir búið til þetta óargadýr á sama hátt og þeir sköpuðu Þýskaland Nasismans og þeir skildu sjálfir ráða niðurlögum þess.
Hann minnti þau á að hann hefði margsinnis varað þau við að svona mundi þetta fara.
Allavega væri lágmark að þeir legðu eitthvað af mörkum í þetta skifti. Það yrði ekki liðið aftur að Frakkar skenktu Þjóðverjum rautt og hvítt með matnum meðan Rússar berðust við SS sveitirnar og Bretar skriðu inn í neðanjarðarbyrgi eins og rottur.
Að svo mæltu sneri hann í þau öxlinni og skrúfaði frá glænýrri og gljáandi gasleiðslu með vini sínum Xi Liping.
Það er ekki gott að segja hvernig þetta gasleiðslumál fer.
Gasleiðslan verður lögð,þó það verði einhverjar tafir.
Spurningin er hinsvegar hvort Þjóðverjar hafa þor til að skrúfa frá henni. Ég þori ekki að veðja á þau úrslit.
Mér finnst alveg jafn líklegt að þeir taki Chamberlain á þetta og reyni einn ganginn enn að friðþægja ófreskjuna.
Geri þeir það sjá þeir ekki lengur öxlina á Putin,heldur bakið.
Það eru undarlegar sviftingar í Evrópu núna.
Macron hangir nú eins og hundur í jakkalafinu hjá Putin og reynir að fá hann til bandalags við sig.Bandalags þar sem Rússar njóta ekki jafnræðis.
Putin hefur hins vegar engann áhuga á slíku bandalagi. Hann gefur ekki færi á neinu öðru en samvinnu tveggja jafn rétthárra þjóða.
Macron er undarlegur maður.
Merkel situr hinsvegar í fýlu hema af því að Putin neitaði að axla byrgðar Þýskalands.
Hvenær fasi þrú byrjar er ekki gott að segja.
Stríðið er löngu byrjað en Evrópubúar eru ekki að fatta það fyrr en á síðustu mánuðum.
Nú er spurningin hvort þeir kjósa að lyppast niður eins og þeir gerðu gagnvart Nasistum eða hvort þeir munii taka til varna.
Borgþór Jónsson, 23.12.2019 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.