Leita í fréttum mbl.is

Bresku þingkosningarnar 2019: Talning hafin [u]

fimmtudagur, 12. desember 2019 kl. 22:42:02

Útgönguspá lofar Íhaldsflokknum (nú Þjóðaríhaldsflokknum) traustum meirihluta þingsæta eða 368 (af 650), og Verkamannaflokkinum er spáð 191 sæti. En sjáum nú til...

Þeir sem hafa rafmagn og sitja með álpappírshjálm við tölvuna sína, geta fylgst með beinum útsendingum í vafra hér:

Bloomberg (hægt að líma slóð beint inn í t.d. Quick Time)

The Telegraph (í vafra)

Sky News (í vafra)

ITV (í vafra)

Við bíðum eftir tölum og ég mun reyna að uppfæra þessa færslu eins oft og gáfulegt er

Eftir þessar kosningar verða allir þingmenn breska Íhaldsflokksins ESB-andstæðingar. Hinir lifðu ekki makkverk sín af

Sterlingspundið hækkaði um 2,3 prósentur gagnvart Bandaríkjadal við þessar fréttir, og strax eru uppi getgátur um að villta bandaríska vinstrið fjúki þar með einnig um koll, reynist útgönguspáin rétt

föstudagur, 13. desember 2019 kl. 00:48:34

Talningu í nokkrum kjördæmum Noðraustur-Englands er lokið og ljóst er að tap Verkamannaflokksins er tilvistarlegs eðlis. Í atkvæðum talið er tapið 10 til 13 prósentustig. Forystu flokksins verður líklega mokað út með stórri skóflu. Þetta eru fjórðu kosningarnar í röð sem flokkurinn tapar

Nóttin gæti orðið á einum bestu nótum Margrétar Thatcher fyrir breska Íhaldsflokkinn, sem frá og með nú er þjóðaríhaldsflokkur eins og Miðflokkurinn er hér heima. Þetta kallar á hljóðpróf frá Blondie. Ótrúlegar tilfærslur í skara kjósenda eru að gerast í breska flokkakerfinu hér, burt frá vinstri yfir til hægri þ.e. yfir til fullveldis og sjálfstæðis

föstudagur, 13. desember 2019 kl. 01:41:31

Kjördæmin Workington í Cumbríu og Darlington í Norðaustur-Englandi, sem tilheyrt hafa Verkamannaflokknum stærstan hluta síðustu 100 ára, hafa fallið í hlut Íhaldsflokksins. Hið sama gerðist í Wrexham í Wales

föstudagur, 13. desember 2019 kl. 02:36:54

Atkvæði í 107 af 650 kjördæmum hafa nú verið talin. Íhaldsflokkurinn fékk 48 þeirra og bætti sex við sig. Verkamannaflokkurinn fékk 47 en tapaði átta kjördæmum. Skoski þjóðarflokkurinn er með 6 og hefur bætt tveimur við sig. Tap Verkamannaflokksins stendur eins og er í tæplega níu prósentustigum þegar um fjölda atkvæða er að ræða

The Corbyn crack-up - The Spectator

Sprungur opnast

föstudagur, 13. desember 2019 kl. 03:01:18

Atkvæði í 177 af 650 kjördæmum hafa nú verið talin. Íhaldsflokkurinn fékk 81 þeirra og bætti 15 við sig. Verkamannaflokkurinn fékk 74 en tapaði 19 kjördæmum. Skoski þjóðarflokkurinn er með 13 og hefur bætt fjórum við sig. Tap Verkamannaflokksins stendur eins og er í -8,4 prósentustigum þegar um fjölda atkvæða er að ræða. Tölur eru nú byrjaðar að koma inn frá Mið-Englandi og staða Íhaldsflokksins er því að breytast hratt honum í vil

föstudagur, 13. desember 2019 kl. 03:26:09

The Corbyn crack-up - The Spectator

Islington North: Jeremy Corbyn tapar 8,7 prósentum af fylgi sínu í hans eigin kjördæmi og verður áfram þingmaður þess, en boðar afsögn sína sem formaður Verkamannaflokksins einhvern tíma á þessari öld, sé flokkurinn þá enn til til þess að segja sig frá. Hann skrifar sig út, en án þess að fara, sem þýðir að hann ætlar að ganga alveg frá honum og fara niður með sjálfan sig hangandi við stýrið í þágu "réttlætis og jafnaðar" (Marx- og Stalín bræður). Kjördæmi Tony Blair breyttist rétt í þessu í þingsæti Íhaldsmanna

föstudagur, 13. desember 2019 kl. 03:35:10

Atkvæði í 315 af 650 kjördæmum hafa nú verið talin. Íhaldsflokkurinn fékk 161 þeirra og bætti 27 við sig. Verkamannaflokkurinn fékk 111 en tapaði 33 kjördæmum. Skoski þjóðarflokkurinn er með 22 og hefur bætt sex við sig. Tap Verkamannaflokksins stendur eins og er í 8,3 prósentustigum þegar um fjölda atkvæða er að ræða. Boris Johnson vann kjördæmi sitt kl. 03:40 og heldur nú tölu

föstudagur, 13. desember 2019 kl. 04:22:08

Atkvæði í 478 af 650 kjördæmum hafa nú verið talin. Íhaldsflokkurinn fékk 247 þeirra og bætti 34 við sig. Verkamannaflokkurinn fékk 166 en tapaði 46 kjördæmum. Skoski þjóðarflokkurinn er með 41 og hefur bætt 12 við sig. Tap Verkamannaflokksins stendur eins og er í 8,1 prósentustigum þegar um fjölda atkvæða er að ræða

Churchillian triumph

föstudagur, 13. desember 2019 kl. 04:52:11

Atkvæði í 564 af 650 kjördæmum hafa nú verið talin. Íhaldsflokkurinn fékk 301 þeirra og bætti 41 við sig. Verkamannaflokkurinn fékk 192 en tapaði 53 kjördæmum. Skoski þjóðarflokkurinn er með 44 og hefur bætt 12 við sig. Tap Verkamannaflokksins stendur eins og er í 8 prósentustigum þegar um fjölda atkvæða er að ræða

Ljóst er að Boris Jonhson hefur unnið mikið afrek í þessari kosningabaráttu. Hvort að meirihluti hans verður +50 þingsæti, meira eða minna, mun koma í ljós. Þessi sigur Borisar er á við sigur Margrétar Thatcher 1987, segja sumir fréttamenn. Og að afhroð Jeremy Corbyn sé eitt það versta í sögunni. Læt þessu hér með lokið núna

Fyrri færsla

"Orkuskiptin" reyndust vera bleyjuskipti á burgeisum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á sama tíma og breski Íhaldsflokkurinn vinnur stórsigur með gunnfána sinn:  Get Brexit Done,

Komum Bretlandi út úr ESB,

þá hrynur fylgið af hinum sjónumhrygga flokki hér

sem eitt sinn naut sama fylgis og breski Íhaldsflokkurinn fékk núna, um (19) 44% fylgi

en hrunið er í 19% fylgi jórtrandi ESB sinna, 

sem hafa innleitt af mikilli hind allt tilskipana og laga og reglugerða fár sem frá Brussel kemur.

Megi þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa skömm fyrir um aldur og ævi og falla sem flestir af þingi í næstu þingkosningum hér á landi.

En við Boris og breska íhaldsmenn segjum við: Congratulations!  Get Brexit Done! 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.12.2019 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband