Fimmtudagur, 28. nóvember 2019
Tillögur til breytinga á Mbl.is | Engin bylting hér
MOGGAÚTGÁFAN Á NETINU - HTTP Þ.E. HYPERTEXT-FORMIÐ
Þar sem ég gefst næstum upp þegar ég sé forsíðu mbl.is og sný mér of oft á hina hliðina og aðhefst ekkert, þá eru hér nokkrar breytingartillögur um skipan hennar. Svona myndi ég hafa Moggavefinn ef ég ætti hann. Þessa flipa myndi ég hafa:
Fréttir: þar undir væri: Ísland og Útlönd á tveimur flipum
Pólitíkin: stjórnmál (íslensk)
Hagkerfið Ísland, Útlönd
OMG: allir vita hvað það er
Vikan: samkeppni við besta blaðið (Vikuna)
Séð & heyrt: ekta slúður
Hrunið: brestandi bólur og bólutengd þvæla
Góða fólkið: CO2 og grenjandi fólk
Bannorðið: allt sem er bannfært og bannað
Smáauglýsingar: tilkynningar og auglýsingar frá stjórnmálaflokkum
Tímasóun: RSS-straumur frá keppinautunum (þá þarf maður ekki að fara þangað)
OMG yrði vinsælt og myndi hitta í mark. Vikan gæti orðið vönduð deild um aukna ediknotkun, húsráð, tertur, smurbrauð og dramatík. Séð & Heyrt vita allir hvað er. Óþarfi er að láta gott slúður fara til spillis. Þarna væri það allt, veðurspár og fréttir af veðrinu líka. Hrunið: gæti einnig orðið vinsælt, því þar myndi allt sem er að hrynja, á einn eða annan hátt, verða birt. Dæmi: ferðamannabólan. Fylgishrun flokka, sérstaklega Ríkisútvarpsflokksins. Ófærir vegir. Fólk sem fær ekki það sem það heimtar og tekur það bara frjálsri hendi, o.s.f.v. Góða fólkið: þarf varla að kynna sem þá lofttegund sem það er. Þarna yrði allt sem kostar aðra mikið en mig ekki neitt, og þar með talinn væri næstum allur vinstrivængurinn. Bannorðið: þar væri allt sem er bannað, sem er mikið. Og einnig þeir og það sem verið er að bannfæra þá og þá stundina, og listi yfir bannfærðar persónur og málefni, sem eru mörg. Hagkerfið: þarf ekki að kynna frekar og allir þekkja Stjórnmálin
Það vantar sennilega Sveitina eða Hektarann, því 200-mílur er mjög gott
Reglur um útlit sem menn verða að muna. 1) Þó svo að Apple og Microsoft breyti útliti sinna vefsetra og viðmóti í stýrikerfum, þá ætti aldrei að fylgja þeim breytingum né heldur þeim grafísku- og uppsetningar- straumum sem þar koma fram. Góð og notadrjúg vefhönnun er það sem bæði þessi fyrirtæki hata, þau lifa nefnilega á breytingum og að ekkert virki. Ekki herma eftir þessu rugli sem þannig verður til sem afleiða niðri á hönnunarstofum, sem að eðlisfari eru að minnsta kosti jafnlatar og blaðamenn. 2) Og vinsamlegast athugið að vefhönnun er í dag lægst launaða aukastarf sem hægt er að hafa. Þess vegna eru flestir vefir svo gott sem ónothæfir. Dæmi: flestir fjölmiðlar, Seðlabankinn, Hagstofan, bankar. 3) Ekki fylgja tískusveiflum bjána í rifnum gallabuxum sem halda að heimurinn sé iOS, fésbókar-forum í glamúrbúningi, athyglissjúkdóms-tíst eða insta-blekkingar. Takið vefinn jafnalvarlega og prentmiðilinn. Út með allar rifnar gallabuxur
Sjónvarp og útvarp er búið að vera sem fjölmiðill og alveg sérstaklega sem form á fjölmiðli. Sjónvarpskjárinn sem samkomustaður er búinn að vera, nema til að hofa í eldinn (afþreying). Það er hið ritaða mál á bæði prent- og dílaformi sem er framtíðin
****
Mynd: WSJ í gær: Fjarverslun sem hlutfall af heildarsmásöluverslun
ENGIN BYLTING HÉR
Ég get bara alls ekki séð þessa "byltingu" í smásöluverslun vegna internetsins sem allir eru búnir að vera að tala um síðan 1997. Þegar Freemans var upp á sitt besta hér á Íslandi voru þeir með 25.000 - 35.000 pantanir á ári í kringum 1988-1990 og Samtök verslunar höfðu miklar áhyggjur "af þróun póstverslunar". Ofboðslegar áhyggjur. Ofan í það eina fyrirtæki komu svo öll hin póstverslunarfyrirtækin, þannig að um 70-100 þúsund pantanir á ári var að ræða í bara tískufatnaði. Þegar ég rannsakaði hefðbundna póstverslun á þessum tíma versus "e-commerce" sem 10 árum síðar var "að koma" (þ.e.: mail order via pixel format), þá var hún á bilinu 2-8 prósent af heildarsmásölu í flestum löndum. Danmörk var mjög mjög lágt, Svíþjóð betri, Bretland og Frakkland enn betra, og Bandaríkin best. Ef teknir eru bílavarahlutir og tölvunartengdir hlutir frá, þá hugsa ég að ekkert hafi breyst miðað við áður. Þetta sést vel á myndinni frá greiningardeild hins kanadíska Scotiabank. Ergo: um er einungis að ræða enn eitt sölugasið vegna tæknibreytinga í kynningaraðferðum (e. technological transformation in sales presentation methods)
Hvernig mun þetta koma út í banka- og fjármálageiranum? Ég trúi ekki öðru en að þróunin verði á svipuðum nótum; Bankar breyta kúnnaviðmóti yfir á dílaform (e. pixel-mode). Ergo: bankar breytast, en ekki sjálf bankauppskriftin (e. the concept of banking). Hér þurfa menn að halda höfðinu köldu og ekki láta blekkast af gasorðinu "fjártækni"
Gömlu póstverslunarfyrirtækin urðu hluti af því sem kalla má "fjarverslun", þar sem bæði prentformið og dílaformið ríktu samhliða um tíma. Mörg hinna gömlu fyrirtækja gátu ekki verið með bæði formin í gangi samtímis, því póstverslun er einstakt verslunarfyrirkomulag, þar sem fyrirframgreiddur kostnaður er geigvænlegur, áður en ein króna kemur inn í kassann: þ.e. vöruþróun, trend-greiningar, samningar um innkaup og framleiðslu, ljósmyndun, grafísk hönnun, pappírsinnkaup, prentun, bókband, póstdreifing og beinar auglýsingar. Bara þessir kostnaðarliðir svara til þess að hefðbundin smásöluverslun þyrfti að byggja nýtt verslunarhúsnæði við hástræti tvisvar á ári, áður en ein króna kemur í kassann. Og þar sem allt í prentaða búðargluggunum þarf að vera til á lagar í sex mánuði. Sem sagt: "up front" kostnaður er ofboðslegur í hefðbundinni fyrsta flokks póstverslun. Þess vegna var það hálsbrjótandi fyrir þessi fyrirtæki að ætla að innleiða fjarverslun á stafrænu formi samhliða prentforminu, því sú tækni (dílatæknin) er enn dýrari en sú gamla
Að tengja kannski 10 til 15 risavaxin mainframe-backend færslukerfi hefðbundinna póstverslana sem afgreiða tvær til fjórar milljónir pantana úr eigin vöruhúsi á viku á háannatíma (sem koma inn í gegnum síma og póst) við HTTP-portið þ.e. við internetið, þ.e. við gagnvirkt pixel-viðmót, var hreinlega oft ekki mögulegt. Allt nýtt þurfti til. Þarna í hefðbundnum póstverslunum var um ein flóknustu tölvukerfi sem til eru að ræða. Engin hefðbundin verslunarmiðstöð þarf að vita kúnnanúmer, nafn og heimilisfang á hverjum einasta kúnna að hverju einasta smjörstykki eða rennilás sem hún selur. Og að taka á móti hálfri milljón símtala á dag og meira að segja borga fyrir þau, er ekki á færi hverra sem er. Það var því ekki tilviljun að tölvudeild hefðbundins póstverslunarfyrirtækis á borð við Freemans var staðsett rétt hjá tölvuháskólanum í Leeds. Þýska Ottó sem til dæmis þurfti 40 þúsund blaðsíður til að kynna vöruúrval sitt á tvisvar á ári, virðist hins vegar vera að takast umbylta öllu hjá sér yfir í "live on-line" starfsemi. En sú starfsemi er ekki eins skemmtileg og sú gamla, því hún verður vélræn eins og við færiband, og það mun draga andann úr viðskiptunum. Enginn tími er fyrir neinar "locations" við ljósmyndatökur með fyrirsætum. Flest fer fram innanhúss og spenningurinn minnkar því vertíðarbyrjunar-spenningurinn hverfur (e. season-start)
Aðeins þau hefðbundnu póstverslunarfyrirtæki sem áttu sand af eiginfé gátu gert bæði í einu og lifa enn. En þegar upp er staðið þá er fjarverslun ein erfiðasta grein smásöluverslunar sem til er. Hún krefst þess að allt sé tvöfalt betra en hjá hefðbundnum verslunum; þ.e. þjónusta, verð, hraði, tækni, markaðsfærsla, réttindi og dreifing. Ekkert af hinum nýju fyrirtækjum á sviði fjarverslunar geta gert það fyrir kúnnana sem gömlu fyrirtækin gátu. Engin þeirra ætla að nota lifandi manneskjur til að þjónusta kúnnana. Líf þeirra verður því stutt. Og um leið og þau verða arðvænleg þá drepast þau, því þá sjá fjárfestar hversu hagnaðarvonin er ofboðslega lítil og hlaupa öskrandi burt. Þarna spila nýju föt keisarans best á meðan þau eru ný, og enginn er búinn að átta sig á nektinni
Fyrri færsla
Fá Rússadindlar Íslands aldrei nóg?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 7
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 478
- Frá upphafi: 1389560
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 352
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það skal tekið fram hér, að þegar ofangreint var ritað hafði ég enga hugmynd um þær uppsagnir á Morgunblaðinu sem tilkynntar voru í dag. Svo þarna er ekkert samhengi á milli. Aðeins er um tilviljun að ræða.
En ég skil vel að til þeirra hafi þurft að koma, því hvernig má annað vera þegar allsherjarfjölmiðillinn DDRÚV hefir sérhimneskt samband ofan í vasa okkar skattgreiðenda á meðan Mogginn og aðrir fjölmiðlar mega éta það sem úti frýs.
Að stjórnmálamenn skuli en halda verndarhönd yfir Austur-þýsku DDRÚV-mafíunni í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar, er fyrir neðan alla sæmd og heiðarleika sokkið. Enginn myndi stofna þann fjölmiðil í dag og hann á ekki lengur rétt á sér sem skattafjármögnuð klessa, sem þar að auki er stærsta einstaka sundrungarafl hins íslenska þjóðfélags.
Samúð hef ég með Morgunblaðinu og umræddum starfsmönnum; Að grípa hafi þurft til þeirra ráða, sem DDRÚV eitt er undanþegið frá, er kexruglað ástand. Komið ykkur í brækurnar stjórnmálamenn. Sýnið nú einu sinni dug og lokið tröllskessunni DDRÚV.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2019 kl. 20:34
Gott dæmi um "nýja" fjarverslun sem hefur ekki efni á tölvukerfum sínum er Amazon.
Það inn hafa hin ótrúlegustu fyrirtæki og opinberar stofnanir flutt gagnavistun og vinnslu sína á einum stærsta sorphaug veraldar.
Án þess ruslahaugs hefði Amazon ekki efni á að reka sig. Enginn getur þénað pening á því að senda bók yfir hálfan hnöttinn. Enginn. Stórtap er á þannig rekstri, enda er Amazon varla þekkt fyrir neitt annað en taprekstur. Flest póst- og dreifingarþjónustufyrirtæki hafa gefist upp á að þjónusta þá kolanámu og sagt henni upp sem kúnna.
Ágætis dæmi um kolanámuþjónustu Amzon á tölvunarsviðinu er Elko á Íslandi, sem er í tölvunarþjónustu hjá Amazon og er þar með einn hægvirkasti vefur landsins. Engin alvöru póstverslunarfyrirtæki myndu sætta sig við þannig silakepp. Enda er Elko.is varla fjarverslun. Hún er meira nærverslun en fjarverslun, og gerir hvorutveggja jafn illa, eins og erfðafræðilegur háttur norskra nískupúka náttúrlega er.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2019 kl. 22:10
Þetta er alveg frábær pistill Gunnar.
Mbl.is er t.d. algjörlega
og óneitanlega hrikalega lélegur vefur.
Svo vil ég taka sérstaklega undir lokaorð þín í aths. nr. 2 um hinn erfðafræðilega níspúkahátt Nojara og þ.m.t. Elko.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.11.2019 kl. 22:36
Þakka þér Símon Pétur.
Hann mætti vera betri, viðurkenni ég. Því miður var síðasta breyting ekki til batnaðar, þvert á móti. En auðvitað get ég haft rangt fyrir mér um það.
Það sem kannski er meira mál, er það að fá kúnnana til að borga fyrir on-line útgáfu blaðsins. Það er meiriháttar mál að koma þeim breytingum í gegn, sérstaklega þegar verið er að keppa við óendanlega stóran peningabunka hins opinbera, sem bókstaflega rænir fé frá skattgreiðendum og dælir því síðan yfir í komma-höllina DDRÚV. Þetta þurfa einkareknir fjölmiðlar svo að reyna að keppa við, og nú er að koma að kaflaskiptum.
Mogginn á netinu ætti að kosta eins og til dæmis flest meiriháttar dagblöð í heiminum gera. En í þessu kengruglaða umhverfi er mjög erfitt að hefja þá umbyltingu. Þegar hún kostar þá verður on-line útgáfan betri, en ekki fyrr. Fólk fær venjulega það sem það borgar fyrir. Og ef það borgar ekki neitt, þá verður staðan svona. Nema hjá DDRÚV. Þar fær maður ekkert fyrir mikið.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2019 kl. 23:18
Hlutfall markaðsverðs Amazon Inc. af hagnaði er 80,5 falt (P/E ratio). Það þýðir að Wall Street sem gerir ekkert annað en að verðleggja það sem þeir hafa ekki sérstaklega mikið vit á, hafa verðlagt fyrirtækið það hátt að það kosti 80 sinnum þann hagnað sem þeir halda að fyrirtækið muni skila af sér í bland við það sem það hefur þegar skilað af sér. Að allt það góða sé rétt handan hornið. Sé alveg að koma.
Þannig er sama mælistika notuð á öll önnur almenningshlutafélög.
Hlutfallið á bréfum Caterpillar er metið sem verandi 14 sinnum hagnaður þess. Að þú þurfir ekki meira en 14 sinnum hagnað þess til að fá út nakið kaupverð fyrirtækisins.
Að mínu mati ætti hlutfallið hjá Amazon að vera x10 en ekki x80. Fyrirtækið er stórlega ofmetið vegna vanþekkingar Wall Street og fjárfesta.
En þetta mun koma. Bréfin í Amazon munu hrynja, og það fara í þrot. Ekkert nema loft, froða og kolanámustarfsemi heldur því uppi eins og er. Caterpillar er 70 sinnum betra vörumerki. Það er high-tech miðað við Amazon, sem er low-tech.
Boo.com fékk á sínum tíma 500 milljónir sænskra króna frá fjárfestum til að koma upp netverslun. Tveimur árum síðar fór það í þrot. Það eina sem einhvers virði var í þrotabúi þess var IBM-tölvukerfi fyrirtækisins. Það var selt á fimm milljónir SEK. Öllu var brennt upp til agna á tæplega tveimur árum. Kúnnabasinn var einskis virði; þ.e. niðurgreitt ofurverðviðkvæmt rusl, eins og hann er hjá Amazon. Ekkert goodwill. Bara blóðrautt sólarlag.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2019 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.