Leita í fréttum mbl.is

ESB-umsóknin er þegar dregin til baka [u]

Að mínu mati gat Alþingi ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu, vegna þess að sambandið má aðeins semja og eiga við pólitísk höfuð ríkja (e. heads of states)

Þess vegna var það ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem sótti um. Össur Skarphéðinsson var þá æðsti diplómat Íslands gagnvart útlöndum. Illa fengið samþykki Alþingis var aðeins til heimabrúks og sjónhverfingar einar

Og já Evrópusambandið er sjálfstætt ríki, þ.e. yfirríki (e. supra-national), en það er þó ekki fullvalda enn. Hins vegar er verið að dæla fullveldi aðildar-ríkjanna yfir í það á skrifandi stund, og í sumar naut ESB-yfirríkið til dæmis aðstoðar Sjálfstæðisflokksins til þess. Sá flokkur dældi þá fremstur í flokki fullveldi Íslands í orkumálum yfir í sambandið. Aðeins Miðflokkurinn stóð vaktina og barðist gegn því framsali. Þeir sem vita hvernig loðnu og síld er dælt úr skipum í bræðslur, vita hvernig fullveldisbræðsla á borð við ESB virkar

Og það sem meira er, Evrópusambandið myndi hafa tekið á móti og samþykkt umsókn frá ríkisstjórn Íslands þó svo að Alþingi hefði ekki lagt blessun sína yfir hana. Samþykki Alþingis er innanríkismál Íslendinga, segir sambandið í þessu sem öðrum tilfellum

Það er ekki okkar mál ef þið svíkið kjósendur ykkar eða brjótið eigin stjórnarskrá, segir sambandið ávallt. Þið megið bara ekki brjóta okkar eigin stjórnarskrá. Svo passið ykkur á því hvað þið eruð að skrifa undir, er þið til dæmis samþykkið orkupakka sem og aðra löggjöf okkar. Hvort þið gerið ykkur að fíflum og blekkið kjósendur eins og gert var þá og í kosningunum 2009, er ekki okkar mál

Þannig hefði sjálft Alþingi ekki getað dregið umsóknina til baka. Það getur ríkisstjórn Íslands aðeins gert. Og það hefur hún gert. Gunnar Bragi Sveinsson (takk!) var þá æðsti diplómat Íslands gagnvart útlöndum og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar (takk!) var pólitískt yfirhöfuð landsins. Alþingi hefði getað mótmælt eða fellt ríkisstjórn hans –það kemur ESB ekkert við– en það gerði þingið ekki og veitti þar með samþykki sitt. Þess vegna heitir ríkis-stjórn ríkisstjórn

Alþingi er ekki pólitískt höfuð Íslands. Það er hins vegar ríkisstjórnin, og hún fer með utanríkismál Íslands. Og hún dró sem kunnugt er umsóknina til baka í mars 2015

- uppfært; mánudagur 11. nóvember 2019 kl. 19:26:57

Og eins og sjá má hér á heimasíðu sjálfrar fullveldisbræðslu Evrópusambandsins í Brussel, þá er Lýðveldið Ísland þann 7. ágúst 2019 hvorki með stöðu umsóknarríkis (e. Candidate Country), með stöðu hugsanlegs umsóknaríkis (e. Potential Candidates) - þökk sé Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni!

Svo, hvert er málið?

Fyrri færsla

Hvað gerðist í síðasta heiladauða Evrópu? Svar hefur borist að handan. ESB-svindl og NYT [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála. Fyrir utan það er ég þess alveg fullviss að þingsályktunartillaga, sama til hvers hún er "notuð", þá er hún ÓLÖGLEG" og brýtur í bága við stjórnarskrána........

Jóhann Elíasson, 11.11.2019 kl. 14:31

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Jóhann.

Ekki skal ég banna þingmönnum að fá að setja nafn sitt við góðar gjörðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar. Þeim er það velkomið.

Sjálfur hélt ég piknikk og borðaði heimatilbúna rækjusamloku konu minnar á teppi á Borgarsandi, þeim til heiðurs í sumar. Það var góð stund. Já það var góð stund.

En eftir aðför annarra þingmanna að fullveldi þjóðarinnar í orkumálum í sumar þá tel ég víst gjörðum þeirra sé áfram ekki hægt að treysta, sama hvað þeir svo sem skrifa undir. Hver vill eiga nokkuð undir þeim mönnum komið lengur? Ekki ég.

Ég vona svo sannarlega að þeim verði skipt út með fjórfalt fleiri fullveldis-þingmönnum Miðflokksins í næstu kosningum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2019 kl. 16:59

3 identicon

Alveg rétt Gunnar.

Það er hlálegt að verða vitni að skúespili erkibiskups EES/ESB Björns Bjarnasonar og forystu Sjálfstæðisflokksins (sic!) að kenna helsta andstæðingi ESB aðildar, Miðflokki þeirra Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga, um allt það sem hin vesæla búrakrata forysta Sjálfstæðisflokksins (sic!)hefur sjálf gert í þjónkun sinni við ESB og beit endanlega höfuðið af eigin skömm með samþykki þingmanna Sjálfstæðisflokksins  (sic!) á Op.3.

Enn skal ég segja það, sem ég hef margoft sagt áður, og æ fleirum er nú orðið augljóst:

Sjálfstæðisflokkurinn er helsti forystuflokkur ESB sinna hér á landi og hefur margsinnis afhjúpað þann hátt sinn eftir að Bjarni Benediktsson og þeir Engeyingar ættarvitanna tóku flokkinn yfir.

Miðflokkurinn er eini valkostur sjálfstæðis- og fullveldissinnaðra íslenskra íhaldsmanna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 19:11

4 identicon

Það dapurlegasta við allt þetta mál er samt hvernig Styrmir Gunnarsson hefur, að því best verður séð, plottað allan tímann með Birni og ættarvitunum.  Þetta segi ég v.þ.a. enginn hefir oftar en Styrmir kennt Gunnari Braga fyrir það sem Styrmir hefur aldrei þorað að afhjúpa, en þó vitað allan tímann, að það er Sjálfstæðisflokkur ættarvitanna sem er hinn dóminerandi og helsti ESB búrakrataflokkur landsins og hefur beitt öllu afli sínu til að innleiða hér fleiri ESB reglugerðir en allir aðrir flokkar landains til samans og það byrjaði strax með Davíð Oddssyni, síðan með Geir Haarde og nú með þeim kommavæna Bjarna Engeyingi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 20:16

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Símon Pétur.

Já. Það færi Birni Bjarnasyni mun betur að beina spjótum sínum að Karla Moskvubrussel-miðstöðinni sem var og er enn í valdamiðju Sjálfstæðisflokksins, í stað þess að vinna gegn okkur Bandamönnum.

xD Karla-1: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, já, þann 16.07.2009 kl. 13:10. Var aldrei sjálfstæðismaður. 

xD Karla-2: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ógilti samþykktir flokksins sama dag með því að sitja hjá. Var aldrei sjálfstæðismaður.

xD Karla-3: Þorsteinn Pálsson. Var aldrei sjálfstæðismaður.

xD Karla-4: Benedikt Jóhannesson. Var aldrei sjálfstæðismaður.

Næstur er á listann er sennilega Bjarni Benediktsson, sem ég tel nú að aldrei hafi verið sjálfstæðismaður.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2019 kl. 20:19

6 identicon

Engir, ég segi engir

nema ESB sinnar hefðu samþykkt ESB Orkupakka 3.

Allir vita eftir hvað forskrift þingmenn

Sjálfstæðisflokksins  (sic!) kusu á þingi!

Veit að það vita allir sem eitthvert vit hafa

og það hafa íslenskir íhaldsmenn

sjálfstæðis- og fullveldissinnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 20:37

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

ESB-umsóknin var ólöglegur gerningur og braut á ákvæðum 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar, af því að þingsályktunin (sem fjallaði sannarlega um það sem skilgreinist sem "mikilvægt stjórnarmálefni") var ekki borin undir forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar.

Össur sem utanríkisráðherra og ríkisstjórn Jógrímu öll sveikst um að hlíta þarna ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins (og ekki fyrsta né eina stjórnarskrárbrot þeirra). 

En sá hluti alþingismanna, sem stóð að þessu, lét það bara gott heita, að Össur ryki út með þessa ófullkomnu þingsályktun og legði hana fyrir fætur tveggja ESB-valdsherra. Og srtæoirveldipð kaus að taka mark á þessu og gæti því, nema tekin séu af öll tvímæli um annað, tekið upp sama svikaþráðinn á ný, ef hér myndast ríkisstjórn sem segjist vilja halda þessari "umsókn Íslands" (!) áfram.

Þess vegna, Gunnar, áttu bara að klappa þingsályktunartillögu Flokks fólksins lof í lófa, því að þegar Alþingi sjálft stendur að því að samþykkja hana, þá verður því ekki lengur á móti mælt, að þjóðþing okkar vill ekkert með þessa umsókn að gera! Fari Össurarumsóknin alræmda sem fyrst norður og niður!

Og Styrmir Gunnarsson segir þessa nýju þingsályktunartillögu

Frábært framtak Flokks fólksins

Jón Valur Jensson, 11.11.2019 kl. 20:44

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna á að standa: Og stórveldið kaus ...

Jón Valur Jensson, 11.11.2019 kl. 20:46

9 identicon

En eitt skal ég sérstaklega vekja enn athygli á 

og það er sem Styrmir getur ekki annað en viðurkennt og sagt:

Miðflokkurinn er að hitta beint í mark.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 20:55

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Símon Pétur.

Við getum hins vegar aðeins þakkað Davíð Oddssyni fyrir þá stefnumótandi og strategísku ákvörðun að Ísland gengi aldrei í ESB.

Þá ákvörðun sína og Sjálfstæðisflokksins kynnti hann þann 17. júní 1995: Lærum Ísland að meta. Þar hjó hann kennisetningar þeirra tíma í spað.

Sú ákvörðun þá, var ólýsanlega mikilvæg og hún var mjög svo hugrökk, því þá flæddi fossinn inn í bræðsluna í Brussel og það þurfti hugrekki og mikla pólitíska framsýni til að sjá í gegnum það glingur þá.

Það er Davíð Oddssyni að þakka að Ísland er ekki komið í bræðsluna.

(FYEO)

Gunnar G. Smiley..

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2019 kl. 20:57

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Jón Valur.

Engin umsókn Íslands inn í ESB er í gildi. Engin.

Ísland verður hins vega ávallt sjálft að leysa úr þeim innri misskilningi og pólitíska vanda sem er hér á hverjum tíma. Hann kemur ESB ekkert við. 

Að koma þeirri hugmynd inn hjá þingmannakjánum að umsóknin frá 2009 sé enn í gildi, er meiri háttar firra og kjánaskapur óvita.

Það væri þó fínt ef að þinginu tækist að kalla bæði Samfylkinguna og Vinstri græna til baka, þannig að þeir flokkar hefðu aldrei fæðst.

Enn betra væri þó ef að Vinstri grænir hefðu aldrei svikið kjósendur sína eins og þeir gerðu 2009. En það mál getur hvorki alþingi né embættismenn í Brussel leyst. Íslenskir kjósendur eiga þar síðasta orðið.

Menn verða að geta hugsað sjálfir. Það er ekki nóg að hafa prófgráður.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2019 kl. 21:16

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka aftur Símon Pétur.

Styrmir Gunnarsson er blaðamaður. Þeir reyna ávallt að eiga fyrsta uppkast af sögunni. En geta það þó samt oft ekki. Á eftir þeim koma oft fleiri uppköst.

Styrmir er sjálfstæðisstefnan holdi klædd - en samt eins og við hinir; þ.e. ófullkominn, og því ekki tölva. Aðeins tölvur (þ.e. óhakkaðar) hafa trúverðugleika.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2019 kl. 21:25

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það virðist sem svo að nafnið Davíð sé mjög svo endingardrjúgt nafn.

Þeir eru að minnsta kosti þrír fullveldis Davíðarnir sem ég hef miklar mætur á. 

1. Davíð sem lagði Golíat, og var þjóðkjörinn konungur fyrsta fullvalda og valdaaðskilda þjóð-ríkis jarðar. Ísraelsríkis hins forna. Glímdi meira að segja við Guð og hafði betur. Fjárhirðir.

2. Davíð Oddsson. Einn mesti Íslendingur sem uppi hefur verið. Kann að meta sauðkindina.

2. Sigmundur Davíð. Hann er að taka við keflinu. Kann að reka fé í réttir.

Þannig er nú það.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2019 kl. 21:48

14 Smámynd: Óskar Kristinsson

Takk fyrir þetta allt Gunnar og gestir.Það gleimist nú ekkert þegar þeir félagar voru með þetta í vinnslu,Sigmundur og Gunnar Bragi.

Að ofstopalðið hoppuðu eins og hálfgeldir

hundar marga daga í kring um pontuna.

Óskar Kristinsson, 11.11.2019 kl. 21:55

15 identicon

Rétt Gunnar

og við getum verið þess vissir um,

að innst inni og alls vitandi um vesældóm og brusselskan undirlægjuhátt þingmanna og forystu flokks ættarvitanna, þá fagni þeir báðir, Davíð og Styrmir, því að Miðflokkurinn hittir beint í mark og fanga hjartslátt alvöru sjálfstæðra manna sem hafna endalausum innleiðingum reglugerða og pakka brusselsku búrakrata bákn flokkanna (DCPSVB) í íslensk lög.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 21:56

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Óskar.

Já alveg rétt. Það frussaðist heldur betur úr agentum fullveldis-bræðslunnar á þingi þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs gerði og framkvæmdi í stað þess bara að  tala og bíða eftir næstu katta-réttum, sem aldrei koma.

Þá var Samfylkingin fimm komma sjö prósentur og Vinstri grænir fallnir úr 21,7 prósentum niður í 10,9 og jafnvel enn óstarfhæfari flokkur en hún, vegna lyga- og kosningasvika (joðsóttar)

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2019 kl. 22:09

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Símon Pétur.

Þeir fagna því, vegna þess að xD hefur undir Bjarna Ben svikið kjósendur flokksins í samfellt 10 ár og sýnt af sér afburða getuleysi og króníska raðbilun.

Íhaldsmenn eru alltaf fullveldissinnar. Annars eru þeir ekki Íhaldsmenn. Þeir eru sjálfsákvörðunarréttur þjóða. Þeir eru þjóðarstefnan sjálf, en ekki alþjóðarstefnan.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2019 kl. 22:14

18 identicon

Já Gunnar,

xD undir forystu Bjarna Ben er, með orðum Davíðs,

orðinn að algjörum

vitleysingaspítala.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.11.2019 kl. 08:47

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þetta er átakanlegt Símon Pétur.

Algjör hryllingur og eitt mesta vitleysingjahæli (galeanstalt) sem maður hefur séð á nýrri tímum. Valhöllin tútnar út af sjálfsvígsmönnum.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2019 kl. 09:58

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enginn gruflar í heilanum á þessum furðufuglum (fàlkum),þeir eru að verða ófleygir löðrandi í gumsinu sem héldu vera alheimsaflið!

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2019 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband