Leita í fréttum mbl.is

Úrbeinaðir smáfuglar Valhallar komnir í trekt

ÖRORKUPAKKI XD NÚMER ÞRJÚ

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn ófær um að stunda þjóðlega samvinnu, þ.e. að vinna með sinni eigin þjóð og fyrir hana. Hann hefur því fundið sér nýja þjóð, eða réttara sagt brot úr öðrum brotnum þjóðum til að vinna fyrir, og kallar það "al-þjóðlega samvinnu". Svona fer ávallt fyrir þeim sem misst hafa getuna á heimavelli. Þeir leita sér að stuðningshópum sem afkomu sína eiga undir því sem valdið hefur klofningi annarra þjóða

Þetta er gamla sagan: Alþjóðastefna (Internationalism) gegn Þjóðarstefnu (Nationalism)

En þetta mun rífa restina af flokknum á hol, því með Orkubandalagi Evrópusambandsins mun orkuverð margfaldast á Íslandi, eins og nótt fylgir degi, og búa til risavaxna fallöxi almennings sem tekur flokkinn endanlega af lífi. Þá verður ekki aftur snúið, nema enn dýpra niður í líkkistu flokksins

Forystan skynjar ekki þær vitsmunalegu pólitísku breytingar sem geopólitískar staðreyndir á jörðu niðri eru að valda, með fullum og óstöðvandi skriðþunga nauðsynjar

Hagsmunir Íslands, íslensku þjóðarinnar og hins vegar forystu Sjálfstæðisflokksins, fara ekki lengur saman

Í Valhöll sitja núna eins konar úrbeinaðir smáfuglar í trekt ofan á hakkavél sem halda vilja fast í gulfótinn gamla, og jafnvel fórna sér fyrir hann. En hann er farinn og kemur ekki aftur. Staðreynd mun svo koma þjótandi hjá og ýta á hnappinn. Eins er það með þær utanríkisstefnur sem urðu til í kjölfar þeirra nauðsynja sem útkoman úr Síðari heimsstyrjöldinni kallaði fram

Þær aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi og heimurinn er því kominn í nýjan enduruppsetningar-fasa. Staðreyndir nauðsynja sjá fyrir því (e. imperatives). Þeim verða allar þjóðir að hlýða því annars farast þær og ríki þeirra hætta að vera til

Fyrri færsla

Hringurinn þrengist um Orkupakkamenn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband