Leita í fréttum mbl.is

Málamiðlun um EES-samninginn heitir dómstóll

ESB-ORKUPAKKI-3

Forsenda EES-samningsins var að íslenskar sjávarafurðir nytu tollfrelsis inn á hið evrópska efnahags-sértrúarsvæði ESB, sem nú er vitað að virkar ekki hið minnsta umfram það að vera ekki aðili að því. Þær frumforsendur samningsins hafa ekki verið uppfylltar. Að því leytinu er samningurinn markleysa. Frumforsendur hans halda ekki

Og til öryggis var samþykki Íslands á EES-samningnum háð þeirri stöðluðu og sjálfsögðu lágmarksmálamiðlun fullvita manna, að leitað yrði til dómstóla með þau mál sem eiga ekki við um Ísland, og sem skerða fullveldi íslenska lýðveldisins og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar

Málamiðlun í þriðja orkupakkamálinu er sú að annað hvort sé málinu, eins og vera ber, vísað til úrskurðar hjá sameiginlegu EES nefndinni og undanþága frá honum fáist þar, eða ekki. Og fáist hún ekki þá skal EES-samningnum sagt upp og honum hætt, því þá er honum hvort sem er sannarlega sjálfhætt

Þetta, eins og í icesavemálinu, er eina málamiðlunin sem þjóðin getur boðið embættismannaþingmönnum landsins. Annars er það út að leita að nýrri vinnu utan efnahags-sértrúarsvæðis ESB, sem í reynd er að breytast í eitt versta efnahagsvæði hins þróaða hluta veraldar

Ísland ætlar ekki að verða ólæknandi ESB-eyðni að bráð

Tengt

Innlend afskipti af verðlagningu rafmagns bönnuð í OP#4 (Bjarni Jónsson)

Fyrri færsla

Dvergríki ESB-Kína og Co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta eru einmitt hugleiðingar sem að forseti Íslands

ætti að vera að hugsa um sem HÖFUÐ þjóðarinnar.

Jón Þórhallsson, 8.7.2019 kl. 12:09

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Góður Gunnar sem áður! Gott fannst mér að sjá grein frá þingmanninum Haraldi Benediktssyni í morgunblaðinu í dag.

En sama meinlokan enn að í lagi sé að innleiða orkopakkann fyrst og síðan að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um sæstreng.

SKRíTIÐ?

Kv af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 8.7.2019 kl. 12:32

3 identicon

Þeir kætast nú helst ESB sinnarnir, Þorsteinn Pálsson og Björn Bjarnason, þegar Halli Ben. þykist kunna að töfra fram kanínu úr pípuhatti.

Okkur sjálfstæðismönnum er það hins vegar raun að horfa á Halla Ben. gera sig að fífli.

Vitaskuld er það berstrípaður og allsnakinn og staðlaður fíflagangur.  Eina rétta leiðin er hons vegar sú sem þú bendir réttilega á, Gunnar.

Mig langar svo til að vitna í góða og fróðlega feisbókar færslu Ragnars Önundarsonar og samantekt um EES samninginn í gegnum árin, hér á landi:

EES er umgjörð evrópsks kapítalisma og skapar honum rými sem við getum ekki átt neitt við hér á landi, ekki þrengt að. Löggjafarvaldið um efnahagslífið var framselt til ESB.  Auðurinn þjappast saman fyrir augum okkar og auðræði eykst á kostnað lýðræðis. Afleiðingin er endalaus niðurskurður útgjalda til velferðarmála og vaxandi ójöfnuður.  Svigrúmið til að vinna gegn þessu er ekki fyrir hendi.  Gamla ,,blandaða hagkerfið”, þar sem fyrirtækin höfðu stöðu svipaða stöðu kúnna á bæ bóndans, og voru til fyrir fólkið á bænum, lætur undan síga. Ég sakna þess.  Við höfum ekki endurmetið EES, ekki farið yfir kosti og galla í ljósi reynslunnar, þó meira en aldarfjórðungur sé liðinn.

 

Með aðildinni að EES undirgengumst við evrópsk samkeppnislög og -eftirlit.  Algjör og óhjákvæmileg forsenda markaðsbúskapar er að til staðar séu virkir markaðir.  Við bundum vonir við að okkar litlu markaðir mundu styrkjast með tengingu við hina stóru og virku markaði Evrópu. Sé litið yfir farinn veg sjáum við samþjöppun, yfirtökur og samruna, á flestum sviðum atvinnulífsins. Allt með ljúfu jákvæði og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Erlend fyrirtæki hika við að hasla sér völl á markaði sem er á stærð við meðalstórt bæjarfélag í Evrópu.

 

Afleiðingin er fákeppni. Fullyrt er að fákeppni geti falið í sér mikla samkeppni. Það er að sumu leyti rétt, samkeppnin verður um stóru viðskiptavinina og á sviði gæða og þjónustu, en hún leiðir aldrei til verðsamkeppni, aldrei. Ástæðan er krafa hluthafanna um árvissan arð. Sé arður ,,árviss” má byggja frekari fjárfestingar á honum. Ef forstjóri fákeppnisfélags efnir til verðsamkeppni hrynur ekki bara afkoma félagsins heldur allrar greinarinnar, af því að keppinautarnir verða að svara í sömu mynt. Annars missa þeir markaðshlutdeild sína og starfsgrundvöll. Forstjóri sem gerir þau reginmistök að efna til verðsamkeppni á fákeppnismarkaði er ekki starfi sínu vaxinn, frá sjónarhóli hluthafanna.

 

Samkeppnisyfirvöldum hefur mistekist.  Nú er svo komið að eigendur og stjórnendur fákeppnisfélaga á nær öllum sviðum atvinnulífsins taka sér þau laun og þann arð sem þeim sýnist. Kostnaðinum af sjálftökunni er velt yfir á neytendur, almenning, í gegnum verðlagið.  Almenningur horfir stóreygur á elítuna lifa í vellystingum praktuglega.

 

Lúxusbílar eru á útsölugengi fyrir hina fáu ofríku, dansinn kringum gullkálfinn dunar, viðskiptajöfnuðurinn rýrnar.  Hinir lægst launuðu, öryrkjar og aldraðir ná ekki endum saman. Átök á vinnumarkaði eru hafin.  Bóla hefur blásið út á fasteignamarkaði vegna grîðarlegs skorts, örfáir (k)verktakar hirða 50-100% hagnað.  Sveitarfélögin afhenda þeim allar lóðirnar.  Unga fólkið skrifar undir meiri skuldir en annars væri, sumir ná aldrei að safna fyrir útborgun. Börn alast upp í fátækt í landi sem hefur hæstu tekjumeðaltöl í heimi. Allt í boði nýfrjálshyggjunnar, sem varin er af EES.  

 

Núna er það rafmagnið sem á að markaðsvæða án þess að nokkur virkur markaður sé til staðar.  Næst gæti það orðið neysluvatnið, hver veit ?

 

Við eru stödd í aftasta vagni eimreiðar.  Eldur er laus í henni, hún æðir áfram á teinum sem enginn veit hvert liggja. Lestarstjórinn reynir að ná stjórn og hlustar ekki á viðvörunarköll farþeganna. Í næsta vagni fyrir framan okkar vagn ríkir uppnám, þar er töluð enska. Farþegarnir sem þar eru reyna að losa vagninn frá, en það gengur illa. Fremst í okkar vagni er gamalreyndur stjórnmálamaður. Hann horfir bara aftur fyrir lestina, lítur yfir farinn veg og fullvissar okkur um að allt sé með felldu.  Okkur Íslendingum finnst gaman að ferðast í lest, þessi ferð er samt farin að minna óþægilega á ,,rússíbana”.

 

Gallharður trúmaður frjálshyggjunnar, Björn Bjarnason, hefur verið valinn til að annast endurmat á EES.  Löglærður ágætismaður, þrautreyndur pólitíkus, með inngróna hugmyndafræði í kollinum, sem fyllir út í það rými í huga hans sem annars hefði nýst til mannúðlegrar íhugunar um efnahagsmál.  Niðurstaðan liggur fyrir, þó skýrslan sé ekki komin út.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.7.2019 kl. 13:25

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Já Símon Pétur, konan mín hafði lesið pistil Ragnars fyrir mig upphátt í sófanum. Þar er ég sammála flestu sem Ragnar segir, enda starfaði ég og bjó á ESB-sértrúarsvæðinu í tæplega 30 ár og þekki ömurleika þess vel.

Ég ber ekki lengur traust til Björns Bjarnasonar. Sérstaklega ekki eftir málflutning hans í þess máli, en svo einnig eftir umfjöllun hans um Donald J. Trump og Mueller-rannsóknina síðastliðið rúmt ár. Þar fékk ég grun um að allt væri ekki með felldu hvað varðar áreiðanleika umfjöllunar hans.

Ég ber heldur ekki traust til þingflokks Sjálfstæðiflokksins lengur. Það er alveg farið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.7.2019 kl. 15:05

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Skynsamir menn koma stundum með óskynsamlegar lausnir. Hverjum dytti t.d. í hug í dag að fara fram á þjóðaratkvæði um ófrosna kjötið? Það er galin hugmynd því það er allt of seint í rassinn gripið. Það er engu líkara en okkar ágætu þingmenn hafi hvorki lesið EES-samningin né reglugerðir ESB um þriðja orkupakka ESB, hvað þá þann fjórða! 

Júlíus Valsson, 8.7.2019 kl. 23:10

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Júlíus.

Já mikið rétt. Grein Haraldar er hugleysishönnuð Pampers-ábreiða umboðslausrar forystu Sjálfstæðisflokksins yfir aðalatriði málsins; sem er það að orkupakkar ESB eru fyrst og fremst einkavæðingarpakkar, sem taka súrefni þjóðarinnar og breyta því í markaðsvöru sem löggjöfin um svo kallað "fjórfrelsi" ESB nær þá algerlega völdum yfir (hórfrelsið).

Og þá hefst braskið með gersemar þjóðarinnar í höndum óligarka-manna sem eiga ekkert tilkall til þeirra, og sem tæma munu þær að innan og henda svo skel fullum af skuldum í höfuð þjóðarinnar og flýja svo landið með allt til útlanda. Tæma sóði þjóðarinnar og éta þjóðina út á gaddinn í stað þess að fylla sjóði hennar eins og Fjölnismenn vildu gera.

Þetta er þá önnur endurkoma nýmóðins nýlendukúgunar undir vernd erlends löggjafa. Til heilfrosins helvítis helvítis með þetta lið, og þá sem tala fyrir þessu máli hér heima. Til heljar með þá, alla saman!

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 8.7.2019 kl. 23:45

7 identicon

Að ætla að samþykkja fyrst 3. orkupakkann og segja svo að málamiðlunin sé að leyfa þjóðinni að kjósa seinna um sæstreng eða ekki, er ofureinfaldlega svo idjótískt að enginn nema Björn Bjarnason telur það vera snilldar trix hjá Halla Ben.  Þeir eru báðir algjörir asnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.7.2019 kl. 23:50

8 identicon

Davíð Oddsson fékk um 14% fylgi í forsetakosningunum.  Það var fylgi frá alvöru sjálfstæðismönnum.  Þegar það fylgi hverfur frá "Sjálfstæðisflokknum" mun Engeyjarflokkurinn einumgis fá 22% - 14% = 8% fylgi.

Það mættu fífl eins og Haraldur Benediktsson mina og hafa í huga, áður en hann slefar utan í Björn Bjarnason og Junior Bjarna Benediktsson!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.7.2019 kl. 00:03

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Símon Pétur.

Þetta er ömurlegt og ekki á borð berandi fyrir neinn mann með fullu viti. Málið er orðið að viðurstyggð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, sökum hugleysis þeirra sem þar fara algjörlega máttlausir fyrir.

Enginn gerir neinar kröfur til kosningasvikaranna í ríkisbubbaklúbbi Vinstri grænna á opinberri framfærslu, því fólk veit að þar fer bara stjórnmálaflokkur sem berst aðeins á fósturvígstöðvunum, uppi í síþiðnandi loftslagi burgeisans Karls Marx, sem var glóbalisti líka. Þar er rauði dauðinn orðinn að græna dauðanum.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2019 kl. 00:26

10 identicon

Já Gunnar, þingflokkar þessara tveggja flokka eru mannaðir hugleysingjum og vesalingum.  Og það sem enn verra er, umturnuðum svikurum sem víla það ekki fyrir sér að svíkja samþykktir landsfundar og miðstjórnar.  Engir eru fyrirlitlegri en þeir sem svíkja algjöran meirihluta eigin flokksfélaga, sundurtroða og spotta stjórnarskrána og selja sig erlendu valdi, eins og Júdas forðum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.7.2019 kl. 00:47

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Satt er það og stagla ennþá; Sísí segir ESS,ESS,ESS--ESS,ESS, segir Sísí.

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2019 kl. 02:09

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Helga.

Eins og þegar að túkalli er stungið í sjálfsala: út kemur svört EES-tungan og talar tungum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2019 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband