Leita í fréttum mbl.is

Formaður Sjálfstæðisflokksins: raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál ESB

Bjarni Benediktsson

Mynd: Bjarni Benediktsson

"Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi?

"Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?"

"Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?"

"Hérna erum við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál."

- Bjarni Benediktsson, mars 2018, á Alþingi Íslendinga

***

Borgarísjaki

Mynd: Borgarísjaki

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum 

Fyrri færsla

Vald sótt til útlanda til að hrifsa eigur þjóðarinnar úr hennar höndum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og:

Hvað í ósköpunum hefur komið fyrir VaraFormann Sjálfstæðisflokksins, hæstvirtan iðnaðar-, atvinnu-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur

og

hvað í ósköpunum hefur komið fyrir AðalRitara Sjálfstæðisflokksins, háttvirtan þingmann, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur

og

hvað í ósköpunum hefur komið fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, hæstvirtan utanríkisráðherra, að segja 

og 

hvers vegna í ósköpunum segja þau öll, ásamt þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hafa þorað að tjá sig um þriðja orkupakkann að það sé 

HOLUR HLJÓMUR Í ÞVÍ SEM FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, Bjarni Benediktsson, hæstvirtur FJÁRMÁLARÁÐHERRA 

SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SAGÐI, því hann meini aldrei neitt með því sem hann segir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 19:26

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tja.

Kannski er það Herbalife? Einu sinni trölleið það hér um allar trissur. Kannski er þingflokkurinn á Herablife.

Eða kannski er þetta Herbalife-"metoo" í ESB útgáfu.

Svo kom bankaæðið. Fermingarbörn heimtuðu "gjaldeyrisreikning" í fermingargjöf. Bankamessur fóru fram um hverja helgi. Erlendir "sérfræðingar" og "fjárfestar" komu og messuðu. OECD-kom lenti og hélt fjöldamessur. AGS kom og blástimplaði. En Davíð Oddsson neitaði hins vegar að dansa með.

Svo kom EES-bankahrunið. EES-Bankapakki-1 sprengdi Ísland í loft upp. Við fegnum þó ekki yfir  okkur peningaskömmtun í okkar eigin mynt eins og Grikkir og Kýpverjar fengu árum saman. Við fegnum bara gjaldeyrishöft EES-bankapakka-1.

Svo kom tímabil örlítillar hógværðar og auðmýktar. Fólk gat jafnvel hugsað sér að láta sér lambalifur til munns. Fátt er á eins góðu verði í verslunum núna, líka þá, og reyndar alltaf.

Svo byrjuðu erlendir ferðamenn að koma vegna þess að lágt gengið kallaði á það. Þeir eru á leið út aftur því þeir hitta aldrei Íslendinga. Bara útlendinga.

Svo kom Icesave. Þú manst það. Skrifa undir please! Elsku Þjóð, viltu ekki vera svo væn að borga skuldir okkar. Því við erum aular. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins stóð ekki með þjóðinni. En það gerði hins vegar Davíð Oddsson.

Sennilega er xD-forystan orðin skrýtin á þessu öllu. Hefur misst jarðsambandið við Ísland.

Eða kannski er hún bara komin í hinn opinbera starfsmannaflokk Vinstri grænna, til að hafa það gott á kostnað skattgreiðenda.

Þú sérð á þessu Símon hversu varsamt það getur verið að að leyfa þessu fólki að innheimta svona mikla skatta. Það heldur að peningum rigni af himnum ofan.

Það þyrfti að koma raforkumálum- og mannvirkjum Íslands undan þessu fólki og yfir í einhverskonar þjófhelda sjálfseignarstofnun þjóðarinnar. Þessu fólki er því miður ekki treystandi.

Og það er ekkert mark takandi á því, eins og þú sérð og heyrir.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 1.5.2019 kl. 20:25

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo gæti maður einnig haldið að þetta fólk sé haldið sjálfspyntingarlosta. Enginn reyndist okkur eins illa í hruninu og Evrópusambandið. Það meira að segja gerði það enn verra.

Allir vita að ekkert mun gerast með EES-samninginn þó svo að við höfnum orkupakka3. En nú er reynt að nota hann sem vopn til að kýla pakkanum niður kok þjóðarinnar.

En það virkar hins vegar alveg þveröfugt. Það sem forystan er hér með að segja, er að það sé aldrei hægt að segja nei við neinu sem frá Evrópusambandinu kemur. Forystan er þar með orðin Norður-Kúbu Gylfi.

Og þegar þjóðin sér þessa menn misnota EES-samninginn svona, þá mun hún miklu frekar reyna að losa sig við hann en ella, því hún sér að stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir honum, ef þeir geta ekki einu sinni staðið í lappirnar í svona máli, sem ekkert kostar að segja nei við, en sem mun kosta þjóðina alveg hroðalega geri stjórnmálamenn okkar það ekki.

Forystan verður öll að fara frá. Öll. 

Gunnar Rögnvaldsson, 1.5.2019 kl. 22:19

4 identicon

Já, held að það sé alveg hárrétt hjá þér Gunnar, að öll forystan verði að fara frá.  Þar er engin stefna, Gulli virðist kominn í valdabaráttu við Bjarna og þeir og öll forystan er mjög löskuð eftir að hafa, í ræðu og riti, gengið beinlínis gegn landsfundarályktun flokksins sem var algjörlega skýr.  Forystan forsmáir nú hinn almenna sjálfstæðismann og grunngildi og grunnstefnu flokksins.  Annað hvort öll forystan frá, eða flokkurinn segir sig frá forystunni.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 23:17

5 identicon

Rétt Gunnar, enginn heiðarlegur sjálfstæðismaður getur gleymt því að Bjarni stóð ekki með þjóðinni í Icesave málinu.  Hann hafði gert samning við Steingrím J. um segja já við Icesave.  Steingrímur var þá búrrakki hjá IMF og þó að bótasjóður Sjóvá hefði gufað upp og Bjarni sett allt á hausinn, þá fixaði Steingrímur J því.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 23:32

6 Smámynd: Frjálst land

Hér er önnur upptaka af ræðu BB í febrúar í fyrra. Hvað sagði formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir ári síðan um EES og boðvald ESB stofnanna? - Ýtið á myndina og hlustið á upptöku á Alþingi.https://www.facebook.com/sigurbjorn.svavarsson/videos/10214277463310016/UzpfSTEyMTg5MTYwNzU6Vks6NDIyMjExMzYxOTA0NTE3/?multi_permalinks=422206321905021&notif_id=1556794824586195&notif_t=feedback_reaction_generic

Frjálst land, 2.5.2019 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband