Fimmtudagur, 18. apríl 2019
Hvað gerðist Bjarni Ben? - þú hefur snúist 180 gráður á einu ári
Bjarni Benediktsson á Alþingi Íslendinga í mars 2018. Smellið á til að horfa á þessa upptöku Alþingis
****
Þar sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins þetta:
"Virðulegi forseti. Bara til að afgreiða þessa síðustu spurningu skýrt: Auðvitað styðjum við EES-samninginn, aðild okkar að honum og betri framkvæmd hans. Um það höfum við haft forgöngu hér í þinginu að ræða og gefið út sérstakar skýrslur í því efni og reyndar utanríkisráðherra með sérstaka áherslu á framkvæmd EES-samningsins.
Það sem ég á svo erfitt með að skilja er áhugi hv. þingmanns og sumra hér á þinginu á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? (ÞorstV grípur fram í: Við erum þegar undir því.) Já, vegna þess að við erum þegar undir því? Eru það rök, hv. forseti? Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?
Mér finnst vera svo mikið grundvallaratriði (Forseti hringir.) að við skilgreinum hvað séu innrimarkaðsmál sem við viljum sinna sérstaklega undir EES-samningnum og hvað séu mál sem tengjast ekki beint innri markaðnum. Hérna erum við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál. Síðan eru atriði í löggjöfinni sem við erum þegar búin að innleiða(Forseti hringir.) sem er sjálfsagt að halda áfram að aðlaga að samningnum. (Gripið fram í: Og þið hafið ekki gert.)"
Hvað gerðist Bjarni?
Nú vita allir þeir sem kynnt hafa sér bara lauslega OrkuEvrópusambandið (EU Energy Union), að það þýðir meðal margs ógeðslegs annars það sem á ensku er kallað Ownership unbundling (aflétting eignarhalds t.d. ríkisins og sundurtætingu alls). Og ég ætla ekki að ræða hér allt það annað og ógeðslegt sem er í þessu pakkaviðrini öllu. Að því kem ég síðar
En hvað gerðist Bjarni. Hefur þú guggnað? Ertu nokkuð kominn í ískalt mat á ný, eða settist kannski Erna Solberg ofan á þig og pressaði úr þér loftið. Hver er með þig og þingflokk Sjálfstæðisflokksins í vösum sínum? Hver er að kúga ykkur? Nema að þið séuð að verða eins og 1968-hippafjölskylda sem ákveður að fyrirfara sér saman. Hvað er að?
Staðreyndir málsins eru þessar (á íslensku mannamáli):
Upplausn eignarhalds og þvinguð einkavæðing: Það atriði er eitt af þessum ógeðfelldu málum sem eru í orkupökkum Evrópusambandsins, sem snúast um að búa til eins konar "evrusvæði" fyrir rafmagn. Sameiginlegan "markað" þar sem orkustjórnin er í Brussel, með aðstoð gerviseðlabanka fyrir rafmagn í hverju landi. Svona eins og Rómarríki var stjórnað með aðstoð innfæddra aumingja í hverju landi. Það þarf ekki einu sinni sæstreng til
Þetta á að vera "sameiginlegur markaður" þar sem allar þjóðir missa stjórnina á raformumálum sínum, nema náttúrlega þær þjóðir sem ráða öllu í ESB. Svipað og í peningamálum, landbúnaði og fiskveiðum
Þvinguð einkavæðing er í gangi þar sem börn þjóðarinnar eru rifin frá móðurjörðinni, skilin að og seld í bútum. Óligarkar kaupa ýmist fót, hönd eða nýru og slefa út um bæði munnvik
Á sama tíma, og þrátt fyrir þennan yfirlýsta geislabaug í nafni hins "ósýnilega" markaðsalmættis, eru ESB- og ríkisstyrkir landanna látnir -eftir pólitískum hentugleika- flæða i nýpólitískar dellukenndar tískusveiflur eins og til dæmis (helst þýska) dísilbíla frá 1993-2007, og svo núna í það sem þeir kalla "non-carbon" orkuframleiðslu (kolefnislausa), sem er svo mikill hryllingur efnahagslega séð, að þar er bara tóm og risavaxin hola ofan í jörðina í ESB. Hækkar því bara og hækkar raforkuverðið í löndum Evrópusambandsins, og það hefur einnig hækkað hér heima vegna orkupakka 1 og 2, sem aldrei átti að samþykkja. Aldrei!
Hér heima ganga svo þingmenn okkar um eins og vængbrotnir vesalingar og gogga í sig þau korn sem fyrir þá er stráð úr kjaftflóði embættismanna sem fara með þá eins og búrhænsni
Okkur hér á Íslandi er troðið í sama bás og úrkynja orkumarkaðir margra Evrópusambandslanda eru í. Við sem erum með allt okkar tipp-topp og erum bestir í heimi í bæði raforkuframleiðslu á hvern íbúa og svo í flestu, ef ekki öllu, sem að raforku kemur. Eins og er með fiskveiðar. Við erum sett niður í svínastíur ESB til að bjarga innflutningi á paprikum og kexi frá versta efnahagssvæði heimsins: Evrópusambandinu og evrusvæðinu
Þessu getur enginn mótmælt, nema með þvaðri og útúrsnúningum eins og þeim að "steypa sé hollur matur". Hún er það ekki. Þvert á móti. Hún er eitruð. Þetta er er það eina sem Íslendingar fá að heyra frá orkupakkalýð landsins: að steypa sér hollur matur!
- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum
Fyrri færsla
O3: Stutt er síðan að bankapakkinn hindraði allar sjálfsvarnir
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 5
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 144
- Frá upphafi: 1387269
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Formaður Sjálfstæðisflokksins er á góðri leið með, ef ekki þegar búinn, að setja íslandamet í 180 gráðu viðsnúningi skoðana sinna og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hversu margar slíkar kúvendingar þarf til að slíkur aðili teljist óhæfur, er ekki gott að segja. Það eru ekki nema 360 gráður í hringnum, svo varla er hægt að tala um annað en að formaðurinn fari hring eftir hring og það kann ekki góðri lukku að stýra.
Meira að segja Þistilfjarðarkúvendingurinn kemst ekki með tærnar, þar sem BB hefur hælana og þóttu hans kúvendingar all svakalegar á sínum tíma, þar sem m.a. fórnarlömbin vor þúsundir fjölskyldna, sem fórnað var á altari hrægammanna, fyrir ráðherrastól.
Því miður virðist í formannssæti Sjálfstæðisflokksins sitja maður og meðreiðarsveinar sem snúa má eins og snældum, í höndum embættismannaófagnaðarins, sem yfir öllu stjórnkerfinu virðist drottna í dag. Rífi forysta Sjálfstæðisflokksins sig ekki upp á rasshárunum og hætti að haga sér eins og verstu viðreisnar og samfylkingaróvitar, fer illa fyrir henni.
Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur tapað áttum á kompási Sjálfstæðisstefnunnar. Þar er sennilega helst um að kenna svo alvarlegri segulskekkju formannsins, að vandséð er að nokkurn tíma náist að rétta af á ný.
Þakka góðan og skeleggan pistil.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 18.4.2019 kl. 18:32
Já, gott hjá þér, Gunnar, að vekja athygli á þessari kúvendingu Bjarna formanns, 180° stefnubreytingu og þá um leið svikum hans við landsfund sinna 18-1900 félaga!
Já, hvað gerðist? Er það hagsmunapotið á fullu, jarðakaup kannski meðal ráðamanna eða mútufé annaðhvort frá Ósló eða Brussel, London eða Berlín, nema allt þetta eigi við?
Það er vitað, að mikið gengur á bak við tjöldin meðal leiðandi manna í þessum Sjálfstæðisflokki (sem er hugsanlega á útleið), og væri þakkarvert að einhverjir gætu upplýst nánar um ástæður þessarar kúvendingar þingmannanna; það er bara tímaspursmál, hvenær þær spyrjast út.
... Rétt eins og það var bara tímaspursmál hvenær einhver jafnvel af kalíber á borð við míns gamla bekkjarbróður Geirs Haarde kæmi fram með þá hugmynd að byrja að einkavæða Landsvirkjun, part fyrir part, bút fyrir bút, en nú hefur það gerzt!**
* Sbr. hér: https://www.fti.is/2019/04/15/sjalfstaedisflokkurinn-logar-i-illdeildum-vegna-orkupakka-3/
** Sbr. hér: https://www.visir.is/g/2005510150353
Jón Valur Jensson, 18.4.2019 kl. 23:05
Klaufinn ég! Það var verið að dreifa þessari Vísisfrétt um Geir Haarde á Facebók í dag eða í kvöld, en mér sást yfir hitt, að hún er frá 15. október 2005!!!
Landvirkjunar-söluáhuginn er þó greinilega gamall í Valhöll.
Jón Valur Jensson, 18.4.2019 kl. 23:51
Þakka ykkur fyrir.
Formaður Sjálfstæðisflokksins verður að gera grein fyrir máli sínu.
Þetta er jú á Alþingi Íslendinga.
Hér virðast afar ill öfl vera á ferð. Einhverskonar samsæri gegn þjóðinni virðist vera í gangi hjá ríkisstjórn hennar.
Kannski endar þetta á borði sérstaks saksóknara. Þetta mál lítur að minnsta kosti alveg hroðalega út, þegar málflutningur Bjarna þarna er borinn saman við nú, einu ári síðar.
Hver er kominn með svona hrikalegt tangarhald á þingflokki Sjálfstæðisflokksins, og ríkisstjórninni allri. Hver?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2019 kl. 00:24
Sæll Gunnar og félagar.
Með þessari tilvísun í orð Bjarna Benediktssonar fyrir ári síðan, sannar þú einfaldlega 180° viðsnúning hans í þessu veigamikla máli.
Talsmenn samþykktar hafa að mér virðist einungis talið upp einhverskonar varnagla og staðhæfingar um meinleysi samþykktar þessa þriðja áfanga okkar að sameiginlegu raforku neti Evrópu, en aldrei minnst á hreinan ávinning Íslands, annan en helst þá þvæluna um að vegna náttúruhamfara hér, þá væri öryggi að geta fengið rafmagn frá Evrópu og auðvitað þyngstu rökin og hræðsluáróðurinn um afleiðingar þess að sýna EES eða öllu heldur ESB einhverskonar óþægð.
Því miður, þá benda borðföst rök af þessu tagi óhjákvæmilega til óheilynda og svika, þó erfitt eða ómögulegt geti reynst að sanna þann illa grun.
Jónatan Karlsson, 19.4.2019 kl. 05:10
Snilldarpistill Gunnar og frábærar og góðar athugasemdi sérstaklega frá hinum Halldóri.
En takið eftir því, að Gulli utan-ríkis, hefur mikla hagsmuni af þessu fari þessi gjörningur fram. Hér er af síðu Palla Vill,
Þriðji orkupakki ESB gerir alla virkjunarkosti á Íslandi arðbærari en áður og eykur þar með líkur á þeir verði nýttir. Eiginkona Gulla utanríkis á jörð á virkjunarsvæði sem myndi margfaldast í verði yrði af framkvæmdum. Gulli skrifar á Facebook:
Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála.
En um leið og Gulli skrifar þessi orð hamast hann við að koma 3. orkupakka ESB í gegnum alþingi. Orkupakkinn gerir Ísland hluta af orkustefnu Evrópusambandsins. Í framhaldi aukast líkur á að ónýttir virkjunarkostir komist á framkvæmdastig.
Hvort eigum við að trúa orðum Gulla eða athöfnum?
Segir þetta ekki okkur hvað er í gangi..?
Þarf einhver að efast um hvar Gulli telur sínum, ekki þjóðar,
hagsmunum best borgið....???
Svo einfallt er það.
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.4.2019 kl. 10:32
Úr því sem komið er þá á ég von á því að forsprakkar Sjálfstæðisflokksins sæki um aðild að Ráðstjórnarríkjum Evrópu, útlegst sem ESB.
Kv.
Alli
allidan (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 12:15
Þakka ykkur.
Já þið sjáið hversu trúverðugt þetta er með því að smella á upptökuna af formanni Sjálfstæðisflokksins. Og ef þið trúið honum ekki, þá er bara að spila upptökuna aftur og aftur, þangað til þið trúið honum. Þetta er ESB-ráðstjórnaraðferðin, að endurtaka hlutina þar til þeir eru ESB-löggilt sannir. Og ef þið trúið honum ekki þá þurfið þið að skipta um stellingar og horfa aftur á ný.
Þetta er sennilega heiladauðinn sem uppgefinn og íbjörggenginn Óli Björn Kárason skrifaði um í Mogganum á miðvikudaginn.
Þarna á upptökunni var forysta flokksins, en þó ekki endilega flokkurinn sjálfur, nýkominn í ríkisstjórn með íslensku útgáfunni af Pol Pot Light, þ.e. Vinstri grænum að utan en rauðum að innan, þar sem grænrauðar rassbætur umhverfismálaráðherrans eru dýrkaðar á DDRÚV eins og fallið hár af höfði Stalíns í ráðstjórnarríki v.1. Slíkan sértrúarsöfnuð sér maður ekki á hverju drjúpandi strái ESB-heiladauðans.
Nú hlýtur ríkisstjórnin að mótmæla við KEF og stöðva alla flugumferð í nafni umhverfisalmættisins. Það verður að gerast hratt því að alþjóðabyltingarísjakinn sem umspólaður Bjarni stendur á er víst að bráðna mjög svo hratt. Og svo er það lygaklíkan og sjónvarps-frægðarmennin á heilaþvottastöðinni BBC sem þarf sitt. Og þar ofan í kemur að rauða-fólkið í rassbóta-ríkisstjórninni er náttúrlega að kafa úr svifryki, sem fyrir utan Reykjavík heitir bara ryk og sveitaryk.
Og svo verða ljósin slökkt, stíflurnar og stöðvarhúsin sprengd í loft upp, öllum togrunum lagt og álið steypt fast í kerin. Þá er heiladauði OBK fullkomnaður á hans vakt.
Hvílík STAPPA !
Og svo er það Framsókn. Ha-ha-ha-flokkurinn sjálfur.
En nú er nóg komið. Þessu verður ekki unað!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2019 kl. 16:32
Gunnar þetta er ótrúlegt. Þessir menn hafa verið hreinlega keyptir eða hótað á einhverjan hátt. Hverjir? Þetta eru alþjóða auðhringir og það er ekkert grín.
Valdimar Samúelsson, 19.4.2019 kl. 20:33
Það er búið að dýfa Bjarna í minnkusín. Valdimar.
Það er drykkur sem kemur í veg fyrir að maður stækki og sem ég lagði hart að börunum mínum að drekka ekki of mikið af þegar þau voru lítil. Þau urðu því stór, en Bjarni virðist hins vegar staðráðinn í vera bara áfram lítill.
Já hver gerði þetta, það er góð spurning. En hann hefur greinilega misst vitið. Það sér maður glöggt þarna á upptökunni frá Alþingi Íslendinga.
Bjarni hefur misst vitið. Það er farið.
Gleðilega páska, öll.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2019 kl. 20:43
Alli! þeir væru góðir þar en heimanmundinn fá þeir ekki.....
Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2019 kl. 00:43
Já hérna.
Páll Magnússon fyrrverandi DDRÚVari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, já þingmaður, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, laugardaginn 20. apríl 2019, og lýsir því þar yfir að hann hafi verið óhæfur til að hugsa um orkupakka 3. Allt það brjóstvit sem kom honum inn á þing, hefur hann nú afskrifað sem þvælu. Hann hefur því farið á verkstæði og látið skipta um toppstykkið í sér. Og er nú róbót.
Ekki eitt orð um það af hverju Ísland ætti að fara í harakiri í orkumálum. Ekki eitt orð um af hverju orkupakka þrjú. Bara þetta: "steypa er hollur matur".
Þetta er svo hroðaleg lesning að maður verður að halda sér í armana á skrifborðsstólnum til þess að velta ekki af honum úr hlátri. Játningar efasemdarmanna um Jósef Stalín í Pravda hafa örugglega fylgt þessari réttritun og hljómað svipað á sínum tíma. Greinin minnir á Lilju Mósesdóttur gera grein fyrir Júdasar-atkvæði sínu þann 16. júlí 2009 kl. 13:10. Grein Páls passar því vel við Páskana núna.
Nú bíður maður bara eftir því að Bjarni Benediktsson birti grein og lýsi sig þar sem samskonar slefandi mann með smekk-snuð og án vits og tanna. Hún hlýtur að birtast umhverfðunarskýrslan sú, sem pólskipt slef.
Ég hef bara aldrei séð annað eins. Hvílík þvæla! Hvílík steypa!
Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2019 kl. 06:01
Sjálfstaediskompásskekkja formannsins hefur greinilega smitad nidur alla línuna hjá thingmönnum Sjálfstaedisflokksins. Hver á eftir ödrum keppast their nú vid ad ganga úr skaftinu og afneita gildum og stefnu flokksins. Med thví hafa their sem svo haga sér gert sjálfa sig ad ómerkingum og undirlaegjuaulum, sem vonandi fá hressilega yfirhalningu í naestu kosningum. Djöfullinn sjálfur ad horfa upp á rolu og aumingjaháttinn. Fruss á thá alla, konur sem karla. Hugsjónageldingin er alger ordin hjá thinglidi Sjálfstaedisflokksins. Stefnulaust rekald undir stjórn áttavilltrar forystu og hagsmunagaesluadila.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.4.2019 kl. 06:47
Hrikaleg tíðindi hér af Páli Magnússyni og hans aumu sannfæringu og þeim mun slappari þekkingu á þessum málum --- og minnst alls er hugrekki hans!
Og þetta er maðurinn sem maður leyfði sér að vona, að gæti orðið uppreisnarafl gegn hinum skaðvænlega formanni flokksins! Lítil stoð var í þeirri von!
Þeim mun ferskara og glæsilegra er að hlusta á viðtal núna á Útvarpi Sögu við Jón Baldvin Hannibalsson um orkupakkamálið. Þar eru öll grunnatriði málsins frábærlega ljós og skýr og sannfæringin vel rökstudd og því smitandi til allra sem hafa eitthvað á milli eyrnanna.
(Ekki veit ég hvort þetta er frumfluttur þáttur eða endurtekinn; ég sé hann ekki á vefsíðu ÚS; en hann er ótrúlega ferskur og "algert must" fyrir áhugamenn að hlusta á, núna! -- reyndar vel liðið á hann, en hann þarf að heyrast oftar, þetta ágæta viðtal Arnþrúðar við JBH!)
Jón Valur Jensson, 20.4.2019 kl. 11:43
Hér er þetta glimrandi viðtal við Jón Baldvin, sem ég ræddi hér ofar (það var frá 8. þessa mánaðar): vefslóð á það með hljóðskrá þar:
Mikilvægt að gæta þess að auðlindir landsins verði ekki eign gráðugra fjárfesta
Jón Valur Jensson, 20.4.2019 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.