Leita í fréttum mbl.is

O3: Stutt er síðan að bankapakkinn hindraði allar sjálfsvarnir

Neyðarlög þurfti til að koma í veg fyrir allsherjarhrun, vegna bankapakka EES/ESB

Það er ámátlegt að lesa þingmenn Sjálfstæðisflokksins útskýra að við eigum að samþykkja eitthvað sem er okkur í besta falli í stífan óhag og þýðir tap í velmegun fyrir Íslendinga. Í besta falli. Það er það besta sem orkupakki 3 hefur upp á að bjóða fyrir Ísland. Ef spurt er af hverju samþykkja eigi þetta mál, þá kemur bara þvaður eða þá að neitað er að svara. Enda er ekkert svar til við spurningunni annað en spuni, blaður og fals. Okkur er því sagt að þetta skipti engu máli, nema því máli að ekki megi segja nei við því. Er þetta boðlegt? Nei þetta er þvaður. Í reynd er verið að segja þjóðinni að hún geti aldrei sagt nei við neinu vegna EES

Og það er virkilega ósmekklegt að skrifa blaðagrein um að almenningi sé einhvern vegin siðferðilega óheimilt að kalla þingmenn illum nöfnum, þegar þeir sjálfir hella sér yfir fólkið í landinu og flokksfélaga sína og haga sér eins og yfirherrar sem þykjast vita allt betur, en vita samt ekki neitt og geta engu öðru svarað en að O3 skipti engu máli, nema því máli að ekki megi segja nei við honum

Þið vissuð ekkert um síðasta áfall (bankamálin) og þið vissuð ekkert um orkupakka eitt og tvö. Og þið vitið ekkert um orkupakka þrjú. Það er ekki ofsagt að málafærsla ykkar fyrir þessum pakka er af landráðalegu kyni. Það er ekki ofsagt. Þið eruð að reyna að troða því ofan í þjóðina sem þið ættuð að troða upp í afturendann á Evrópusambandinu, hefðuð þið kjark til þess

Þið eruð þeir mestu hugleysingjar sem ég hef séð í langan tíma, og hef ég séð margt, til dæmis formann Sjálfstæðisflokksins gera svoleiðis á sig að hann er búinn að því sem næst eyðileggja flokkinn varanlega vegna hugleysis. Algers hugleysis og dómgreinarskorts! Það hefur aldrei þurft kjark til að guggna og gefast upp, svo mikið er víst

Það sem þið eruð að gera núna er að stunda þá eiturfærslu sem Evrópusambandið hefur stundað og heimtað af öllum löndum þess og heitir "co-ordination", eða samhæfing milli landa. Hún er svona: "Ég samþykki að gera mínu fólki eitthvað vont ef að þið samþykkið að gera ykkar fólki eitthvað sem er sambærilega vont". Það er það sem þið eruð að gera. Þessir orkupakkar eiga ekkert erindi hingað til lands og allir vita nú þegar að fyrstu tveir pakkarnir eru algjör þvæla sem gert hefur fólkinu í landinu lífið leitt og kostar bæði peninga og óþægindi. Búið er að taka frá okkur hagræðingarvopn. Búið er að taka frá okkur einfaldleikann, sem er bestur og erfiðast er að finna upp. En við vorum samt búin að því

Hitt orðskrípið í ESB-orðasafninu er "structural reforms" (grunn-"umbætur"). Á mannamáli þýðir það: "vertu eins og ég". Breyttu þér í mig. Það er það sem hér er á ferðinni líka: "Gakktu með hækjur eins og ég, því ég er auli". Og það er rétt: Evrópusambandið ER auli kominn í örorkubyrgð. Varnalega örorkubyrgð. Það er orku-krypplingur. Hvað eigum við Íslendingar að hafa með orkukryppling að gera?

Síðan hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að þúsund orkufyrirtæki elti sama kílóvattið af rafmagni í orkulandhelgi Íslands? Ég spyr. Var það ekki þetta sem var röksemdin fyrir kvótakerfinu: að þúsund skip eltu ekki sama fiskinn í fiskveiðilandhelgi Íslands? Að allir ynnu ekki við að koma öllum á hausinn og sjálfum sér líka

Í versta falli mun orkupakkasafn Evrópusambandsins ræna fullveldinu í orkumálum frá Íslendingum, sem er mjög svo sennilegt, og einnig hafa það af þjóðinni sem er hennar, en ekki ykkar!

Ef þið segið ekki nei við Orkupakka 3, þá segir fólkið í landinu nei við Sjálfstæðisflokknum. Og það er einmitt það sem fólkið hefur gert. Það er ekki ykkur að þakka að hann er enn á lífi. Þjóðin segir nei beint við ykkur.

Hér er einn pakkinn enn sem enga þýðingu átti að hafa: EB-pakkinn. Ekkert er að óttast, var þá sagt, því Evrópusambandið er steindautt, sagði hann

Hvað með að leysa bara fólkið í landinu upp. Þá gætuð þið fengið nýja pakka-þjóð til að hentast ykkur

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum 

Fyrri færsla

SDG sendir nýja reikninga til Sjálfstæðisflokksins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð Grein Gunnar og mikið rétt.

Valdimar Samúelsson, 17.4.2019 kl. 13:52

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka Valdimar.

"Þingmenn kvarta undan þjóðinni", verður kannski jólabókin í ár.

Það vita allir hvað er að gerast þegar hjólað er í þjóðina, en ekki í býflugurnar sem frjóvga eiga þig með því rafmagni sem virkjanablómin framleiða.

En þannig er þvælan um að skilja að framleiðslu og dreifingu raforku, og sem þess vegna hefur hækkað í verði þegar þetta er lagt saman.

Öðruvísi kvótakerfinu áður brá.

Hvílík þvæla!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.4.2019 kl. 20:21

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar svo eru frakkarnir komnir í hár saman út af einkavæðingarkröfu ESB á orkuverum. Kv V



Valdimar Samúelsson, 17.4.2019 kl. 21:21

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Valdimar

Það er nú eitt af þessum málum sem eru í orkupökkum Evrópusambandsins, sem snýst um að búa til eins konar "evrusvæði" fyrir rafmagn. Markað þar sem orkustjórnin er í Brussel, með aðstoð gerviseðlabanka fyrir rafmagn í hvejru landi. Svona eins og Rómarríki var stjórnað með aðstoð innfæddra aumingja í hverju landi.

Þetta er "sameiginlegur markaður" þar sem allar þjóðir missa stjórnina á raformumálum sínum, nema náttúrlega þær sem ráða öllu í ESB.

Þvinguð einkavæðing er í gangi þar sem börn þjóðarinnar eru rifin frá móðurjörðinni, skilin að og seld í bútum. Óligarkar kaupa ýmist fót, hönd eða nýru og slefa út um bæði.

Á sama tíma eru ESB- og ríkisstyrkir látnir flæða i nýpólitískar dellukenndar sveiflur eins og til dæmis dísilbíla frá 1998-2007 og svo núna í það sem þeir kalla "non-carbon" orkuframleiðslu sem er svo mikill hryllingur efnahagslega séð, að þar er bara tóm hola ofan í jörðina. Hækkar því bara og hækkar raforkuverðið í löndum ESB.

Hér heima ganga svo þingmenn okkar um eins og vængbrotnir vesalingar og gogga í sig þau korn sem fyrir þá er stráð úr kjaftflóði embættismanna sem fara með þá eins og búrhænsn.

Okkur hér á Íslandi er troðið í sama bás og úrkynja orkumarkaðir margra Evrópusambandslanda eru í. Við sem erum með allt okkar tipp-topp og bestir í heimi í bæði raforkuframleiðslu á hvern íbúa og svo í öllu sem að raforku kemur. Eins og með fiskveiðar. Við erum sett niður í svínastíur ESB til að bjarga innflutningi á paprikum og kexi frá versta efnahagssvæði heimsins: Evrópusambandinu og evrusvæðinu. 

Aular þjóðar okkar eru stórir.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 17.4.2019 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband