Föstudagur, 8. mars 2019
Aftur og aftur: fjölmiðlar, Svíþjóð, ERM2 og evra
Á bloggsíðu G. Tómasar Gunnarssonar spunnust umræður um Svíþjóð og evru. Ekki lái ég íslenskum fjölmiðlum ef að þeir skyldu ekki alltaf vita hvernig það mál er statt og um hvað það snýst. Því að sænska þjóðin veit það ekki heldur, og margir sænskir stjórnmálamenn vita það ekki heldur, eða þykjast ekki vitað það og vilja allra helst ekki vita það
STAÐA SVÍÞJÓÐAR ER SÚ SAMA OG ALLRA LANDA ESB -1
Svíþjóð er í EMU (Economic and Monetary Union) af því að þeir eru í Evrópusambandinu, því EMU er órjúfanlegur hluti af ESB-aðild. En Svíar neita því hins vegar að þeir séu í ERM2-hluta eða gengisbindingarhluta EMU, sem er þriðja stig EMU. En þar sem sænska ríkisstjórnin skuldbatt sig með ESB-aðild landsins að fara í ERM2 aðlögunarferli til að taka upp evru eins fljótt og aðlögunarskilyrði Maastrichtsáttmálans höfðu verið uppfyllt, þá kemst Svíþjóð ekki hjá því að taka upp evru. Þess vegna lætur ECB-seðlabanki Evrópusambandsins taka út aðlögunarferli Svíþjóðar að evru og þar með ESB, annað hvert ár. Aðlögunarskýrslum þessum er ætlað að þrýsta á sænsku ríkisstjórnina með góðu, áður en landið er tekið fyrir dómstóla og settir úrslitakostir. Niðurstaða síðustu aðlögunarskýrslu ECB-seðlabankans um Svíþjóð, frá 2016, segir því það sama og allar hinar hafa sagt:
"ECB konstaterar att Sverige sedan den 1 juni 1998 har haft en skyldighet enligt fördraget att anpassa sin nationella lagstiftning inför en integrering i Eurosystemet. De svenska myndigheterna har inte vidtagit några lagstiftnings- åtgärder under de senaste åren för att rätta till de oförenligheter som beskrivits i denna och tidigare rapporter."
En þar sem sænska ríkisstjórnin og þingið vita að þau lugu að sænsku þjóðinni þegar þau lugu henni inn í Evrópusambandið árið 1994, með samþykki aðeins 52,3 prósenta hluta kjósenda, þá standa málin þannig að sænska þingið ákvað einhliða árið 1997 að Svíþjóð myndi ekki taka þátt í ERM-hluta peningamálakerfis EMU. Sænska seðlabankanum var þar með af þinginu fyrirskipað að viðhafa áfram þá sjálfstæðu peningapólitík sem hann hefur fylgt síðan 1993
FORSAGAN
Gengisbindingarsaga Svíþjóðar er sú að frá 1873-1930 var gengið tengt gulli. Frá 1933-1938 var krónan tengd sterlingspundi. Frá 1939-1950 var krónan tengd Bandaríkjadal. Frá 1951-1972 var krónan tengd Bretton Woods kerfinu (næstum Bandaríkjadal). Frá 1973-1976 er krónan tengd EMS, sem er hin formlega skel utan um ERM og EMU, og bundin þýska markinu. Frá 1977-1990 er krónan fyrir utan EMS, en tengd myntkörfu sem samanstendur af Bandaríkjadal og evrópskum myntum. Frá 1991-1992 er krónan tengd ECU, sem eins konar evra á stafrænu formi, eða sem reiknieining e. European Currency Unit
Svíþjóð gengur svo í Evrópusambandið árið 1994, en látið er hjá líða að lesa sáttmálana og samningana eins og þeir eru, vísvitandi og viljandi, því sænskir stjórnmálamenn "halda" þá að "undanþágur" séu eitthvað sem enn liggja á lausu, sem þær gerðu ekki. Og eftir 500 prósentustiga-háa stýrivexti sænska seðlabankans í september 1992, undir síðustu gengisbindingu landsins, einhliða við ECU, þá hræða sporin mjög svo enn árið 1997, er þingið tekur ákvörðun um evruna og ERM2, sem það hefur ekki lagalega heimild til að taka. Sporin hræddu enn meira þegar sænska ríkisstjórnin mundi hvað hún hafði þvingað sig til að gera til að viðhalda síðustu gengisbindinu krónunnar við ECU í 500 prósent stýrivöxtum sænska seðlabankans árið 1992, þar sem ríkisstjórnin ákvað að enginn banki mætti fara í þrot, og bjargaði þeim með þeim afleiðingum að hlutur sænska ríkisins í hagkerfinu varð 73 prósent af landsframleiðslu. Síðast þegar ég vissi eða árið 2015, var sænska ríkið ekki enn að fullu komið út úr bönkunum aftur. Bönkum sem sænska ríkið fór inn í fyrir meira en 20 árum síðan. Sjá nánar í grein minni í Þjóðmálum veturinn 2011: Áhlaupið á íslensku krónuna
"SKYLDIGHET"
Evrópusambandið segir því að Svíþjóð sé í ERM2, en gerir þó ekkert af því sem þarf til að hægt sé að viðhafa þrönga gengisbindingu eins og vera ber. Sambandið muni að sjálfsögðu ekki fórna fé ríkisstjórna evrulanda (stofnhlutafé ECB-seðlabankans) við að verja það sem óverjanlegt er. Þess vegna er gerð aðlögunarskýrsla á tveggja ára fresti til að þrýsta á Svíþjóð um að standa við þá sáttmála sem þjóðþing Svíþjóðar hefur skrifað undir. Það verði Svíþjóð að gera, því Evrópusambandið geti til dæmis ekki varið það gagnvart þeim ESB-löndum sem þegar hafa látið sig krypplast varanlega undir ERM2-ferli og síðan undir evru. Til dæmis ekki gagnvart Finnlandi, svo að bara eitt dæmi sé nefnt, sem nú þegar liggur hálfdautt úr evru, og vegna þess að mörg finnsk fyrirtæki hafa flutt sig yfir til Svíþjóðar og þar með út úr evru til að forðast evrudauðann og keppa því samkeppnina þaðan. Svíþjóð sleppur því að sjálfsögðu ekki bara sí svona við pyntingarklefann ERM2 til að það geti svo bara sí svona keppt við önnur evrulönd með því að vera með sjálfstæða mynt, sjálfstæðan seðlabanka, sjálfstæða peningapólitík og sjálfstæða fjárlagagerð, sem er ekki í skrúfstykki ERM2 og evru, og nýtur þess ákaft að þurfa ekki að láta fjárlagagerðina axlast eingöngu á herðum skattgreiðenda, heldur sem nýtur stuðnings sjálfstæðrar peningastefnu landsins, sem skaffar sænska ríkinu lægri vexti en evruríkin þurfa að borga, því með sjálfstæða mynt eru líkurnar á því að skattatekjur sænska ríkissjóðsins þorni upp vegna atvinnuleysis og áfalla, mun minni en hjá þeim löndum sem eru með evru. Þetta spilar svo inn í alþjóðleg vaxtakjör sænska ríkisins og byggir undir alþjóðlegt traust og lánshæfismat þess, umfram allt annað, þegar nánar er skoðað. Matsfyrirtækin vita að þjóðargjaldþrotahættan undir sjálfstæðri mynt er óendanlega minni en hjá löndum sem enga mynt eiga sjálf, þegar á reynir
Um þetta stendur slagurinn. Það er hægt að hefta sig við bókstafi, en svona er málið; Svíþjóð, séð með augum Evrópusambandsins, er í ERM2 en gerir ekkert til að það geti virkað, og það er Svíþjóð sem verður að hefja ferlið með því að pynta sig. Svíþjóð og sænska þingið segir hins vegar að þeir hafi á sínum tíma sagt einhverjum við "samningaborðið" (þar sem ekkert var um að semja - þið þekkið það frá þjóðsvikastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar, plús orkupakki3 núna, með þing sem jafnvel er tvöfalt glórulausara en þá) að landið myndi ekki taka upp evru, og að það hefði ótal lögfræðileg álit sérfróðra manna um hversu rétt það hefði fyrir sér í þeim efnum. Og þar við standa málin. Svíþjóð er ekki með neina undantekningu hér. Það er með enga sáttmálasamninga sem staðfestir hafa verið í 27 ríkisstjórnum og þjóðþingum ESB-landa um málið, og verður það heldur aldrei. Danmörk er eina landið með sáttmála-undantekningu í þessum efnum, eftir að Bretland er farið út
Lagalega séð er Svíþjóð því í ERM2-ferli, en ekki í praxís. Og þar sem lög Evrópusambandsins eru æðri lögum sænska þingsins, vegna þess að Evrópusambandið er yfirríki yfir Svíþjóð, þá er Svíþjóð í ERM2
OBS GÄLLER EJ
ERM2 er tveggja ára binding í senn. Ef við tökum tilfelli Danmerkur, sem er eina landið sem er virkt í ERM2-hluta EMU í dag, þá hefði Danmörk misst gagnkvæma ERM2-vörn frá hendi ECB-seðlabankans, ef að landið hefði til dæmis ekki látið danska skattgreiðendur um að bjarga Roskilde Bank þegar hann hrundi til grunna á aðeins nokkrum vikum, ásamt fleiri dönskum bönkum sem danskir skattgreiðendur hafa verið látnir bjarga. Þá hefði Danmörk gerst "brotleg" hvað varðar peningapólitískan stöðugleika og valdið áhlaupi á krónuna að "óþörfu" og sett ECB í það verk að verja dönsku krónuna, sem er ógerningur í þannig aðstæðum, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hvernig realkreditvesen-skuldabréfamarkaður Danmerkur er innréttaður með tilliti til húsnæðislána, sem eru gerræðisleg hagstærð
Ef svo hefði farið, þ.e. að Danmörk hefði verið sprengd út úr ERM2 bindingu, ætlar þá kannski einhver að segja að Danmörk sé ekki með í ERM2? Slíkt væri auðvitað firra. Það væri með, en án þess að vera með, eða án þess að vera það virkt að ERM2 geti gengið upp á jörðu niðri, því það er eins og allt annað í Evrópusambandinu; einskisnýt góðviðrisstofnun sem þolir ekki álag. Eins og regnhlífabúð í eigu banka, sem alltaf heimar fá þær til baka um leið og byrjar að rigna
Fyrri færsla
Ætlar Sjálfstæðisflokkur bjóða fram ískalt hlaðborð á ný?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 441
- Frá upphafi: 1389084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.