Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisbarátta Bretlands

Kvöldvers Péturssonar í flutningi Mótettukórs Hallgrímskirkju hans, við lag Tryggva Baldvinssonar. Allt stórfenglegt hér - og líka þegar karlakórinn Heimir flutti versið í Reykholtskirkju

****

Brexit sýnir mönnum hversu erfið sjálfstæðisbarátta þjóða oftast er. Hún er erfið. Hún er einnig oft blóði drifin og ógeðfelld, því í henni skríða oft hinir verstu ormar hvers einasta þjóðfélags upp og opinbera sig sem þau úrhrök sem þeir eru

Lærdómurinn af þessu er sá að þjóðir mega aldrei aldrei nokkru sinni gefa frá sér hvorki fullveldi né sjálfstæði sitt

Sá útópíski heimur sem myndaðist frá og með falli Sovétríkjanna og sköpun Evrópusambandsins 1991, er heimur sem varð að deyja. Þetta eru dauðaöskur hans. Þessi heimur var orðinn þannig að ein umboðslaus nefnd eða einn maður í einum banka sem fann upp eitt rangt peningalegt verkfæri, eins og til dæmis undirmálslán eða ESB og evru, hafði möguleika á að taka allan þennan heim niður eins og spilaborg. Slíkar ofursamþættingar og keðjuvirki mega ekki verða til aftur

Eitt land verður að geta farið á hvolf án þess að taka allan heiminn eða álfuna með sér í fallinu. Aldrei aftur 1991-2008 útópía glóbalista og skrifstofuveldis Evrópusambandsins, sem gerðu þjóðir varnarlausar með því að ræna frá þeim fullveldi og sjálfstæði í sínum málum. Þannig gíslataka má ekki líðast aftur

Að hlusta á þessa eilífu stjórnmálafræðinga koma í DDRÚV til að útskýra það sem þeir greinilega vita ekkert um í þessu máli, nema á yfirborðinu, er eins og að hlusta á mann sem er að útskýra regndropa án þess að vita að himinn er til og að þar eiga skýin heima, sem hann veit heldur ekki hvernig myndast; teknókrati og afleiðu-trader heita þeir

Í kauphöllinni í París hættu menn ekki þeim viðskiptum sem gengu út á hvernig hagnast mætti á hernáminu, fyrr en að þýski herinn stóð ískrandi 10 kílómetrum fyrir utan borgina. Þá reyndu þeir að uppskera hagnaðinn, en misstu æruna, oft lífið líka, og landið missti sjálfstæði sitt og fullveldi

Þannig er sjálfstæðisbarátta þjóða oftar en ekki. Einn þriðji vill það sem rétt er og hreint, einn þriðji er vísvitandi eða óafvitandi þjóðarskíthælar og einn þriðji er óákveðinn, og bíður eftir merki frá þeim sem eru að sigra eða tapa í frelsisbaráttunni

Nema í tilfelli okkar Íslendinga. Þar voru svo gott sem allir sammála um að toga í sama hreina strenginn. Það tog þarf að herða og aldrei má á því slaka. Aldrei. Brexit sýnir og sannar það

Allir sem snerta ESB eitrast, fullveldis-tennur þeirra leysast upp og þeir breytast í þjóðarblóðsugur sem sjúga saftið úr þjóðinni. Það er alltaf munur á réttu og röngu

Fyrri færsla

Theresa May og Sjálfstæðisflokkurinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek heilshugar undir með þér Gunnar.

Ragnhildur Kolka, 28.2.2019 kl. 13:41

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar. Sammála Ragnhildi. Og Össur sagði við bara sendum þeim afsagnarbréf ef við viljum hætta í ESB. Nú eins og þú segir þá verðum við að strekkja á ólunum. Ég er ekki rólegur samt fyrr en Drekinn er dauður. 

Valdimar Samúelsson, 28.2.2019 kl. 19:05

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér þín góðu innlit Ragnhildur. Ég sakna bloggsíðu þinnar enn.

Og þér Valdimar Alaskafara, sem vann við leiðsluna miklu.

Hefurðu séð nýjustu tölurnar yfir olíuútflutning Bandaríkjanna Valdimar? Þær voru uppfærðar í dag. Og nú eru Bandaríkin orðin stærsti olíuframleiðandi heims á ný. Fullveldi í sínum eigin málum er óborganlegur hlutur sem hvergi er hægt að kaupa. Það er því að þakka að Bandaríkin geta þetta.

Það er óskiljanlegt að Sjálfstæðiflokkurinn hyggist láta fullveldi Íslands í orkumálum af hendi til Evrópusambandsins. Markmiðið með EES-samningnum var að selja öðrum fisk, enn ekki að láta aðra veiða sig sem mar- og æðahnút á rassi ESB, sem hangir yfir Íslandi eins og rússnesk ljósapera. Algerlega að óþörfu og mest vegna hugleysis og fóbíum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2019 kl. 23:36

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka fyrir þetta ég var ekki búinn að sjá en þerna er hægt að sjá tölur fr´1966 og 69 þegar ég byrjaði voru ekki nema nokkur þúsund yfir alla ameríku svo eftir að við kláruðum Alaska Pipelin project 1977 þá fer flæðið að síga upp og 1978 þá er komin stór munur.

Það var gaman að hafa tekið þátt í þessu enda voru þarna um 30.000 stoltir og ánægir menn á ferð.

Nú ættum við að kaupa olíu fá þeim enda betri vara hugsa ég. Mín sönnun er bíll sem ég Keypti í USA og keyrði eyddi minna eldsneyti þar á 88 octain en hér heima á 95 octain.

Ég hringdi í tæknifræðing hjá Shell og hann sagði það Ameríska bensínið hefði meiri hitaeiningar. Þakka aftur Gunnar. Kv Valdimar  

Valdimar Samúelsson, 1.3.2019 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband