Leita í fréttum mbl.is

Macron kominn niður í Sjálfstæðisflokk

2018-12-07 vinsældir Trumps

Mynd: Burðarstólpi fullveldis vestrænna ríkja, Donald J. Trump

****

Vinsældir Emmanuels Macron forseta Frakklands mælast nú á pari við vinsældir Sjálfstæðisflokksins, eða 23 prósent. Í Morgunblaðinu í dag er frétt um að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að hugsa um hvað hann ætti að hugsa í sambandi við rafmagn. Vinsælasti leiðtoginn á Vesturlöndum í dag er líklega Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, með 50 prósentur. Hann virðist vera einna best tengdur við þjóð sína og land

Bandaríski flotinn mun að líkindum hætta að koma í höfn í Haifa í Ísrael vegna þess að kínverska Shanghai International Port Group (SIPG) fyrirtækið í meirihlutaeigu kommúnistaflokks Kína, keypti meiri hlutann í höfninni árið 2015

Hafnareigandinn mun geta fylgst náið með bandarískum skipaferðum. Hann mun einnig geta fylgst náið með bilana- og viðgerðaferlum og því hvað fer um borð og frá borði skipa, og líka því sem fer til og kemur frá viðgerðarstöðum inn í landi. Hafnareigandinn mun einnig geta fylgst með, haft samskipti við og aðgang að áhöfnum okkar til langs tíma, sagði Gary Roughead hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður aðgerða Bandaríkjaflota á ráðstefnu í háskólanum í Haifa

Flotaforinginn fyrrverandi sagði einnig að upplýsinga- og innviðakerfi hafnarinnar með þar af leiðandi möguleikum á njósnakerfum og netverkshættum geti skaðað öryggi bandaríska flotans. Þjóðaröryggisráði Ísraels er mjög svo brugðið og er það að taka málið fyrir, en kaupsamningurinn gerir ráð fyrir að kínverski kommúnistaflokkurinn taki við hafnarrekstrinum árið 2021, í gegnum SIPG

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði þann 1. júlí 2015: „Það gerðist bara á nokkrum sólarhringum, þegar átti að fara að loka stofnskránni og mikill fjöldi annarra bandamanna okkar en Bandaríkjamenn ákvað að vera með, að við ákváðum að vera með,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær"

Segja má að sjálfstæðisþætti formanns Sjálfstæðisflokksins hafi þarna verið komið fyrir á kínverskri örflögu með grúppupressu. Hann átti að vita betur. Bandaríkin lögðust eindregið gegn því að NATO-ríkin létu leiða sig í þessa gildru. En þrátt fyrir það, ákvað Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að Ísland skyldi verða stofnaðili að AIIB fjárfestingabanka kínverska kommúnistaflokksins. Skaðinn hér af fyrir þjóðarhagsmuni okkar Íslendinga gæti orðið mikill. Þann 4. mars 2016 var það svo staðfest að Ísland er aðili að fjárfestingabanka kínverska kommúnistaflokksins

Nord-stream-2 gasleiðslan frá Rússlandi til Þýskalands tifar nú eins og tímasprengja undir þýskum stjórnvöldum og hefðbundnum stjórnmálaflokkum landsins. Og einræðistilburðir kanslara Þýskalands með Evrópusambandið í vasanum, hafa í sumum löndum sambandsins í austri, haft þau áhrif, að þau horfa til Rússlands með ferskari augum en áður. Það var aldrei meining þeirra með inngöngu í Evrópusambandið, að aðild að því þýddi nýjar árásir á nýfengið fullveldi þeirra. Þannig var það líka með EES og Ísland. Allt sem tengist Evrópusambandinu tærist og rotnar

Bandarískar hagvaxtarhorfur hafa verið skrifaðar upp vegna aukins styrks einkaneyslu í landinu. Líkan bandaríska seðlabankans í Atlanta bendir því eins og er á 3 prósent hagvöxt. Í gangverandi veðmáli fjárfesta (kallaðir svo þegar hið opinbera vill fá fé þeirra að láni, en spákaupmenn þegar ríkið vill helst ekki borga það til baka) á að kreppa (e. recession) sé yfirvofandi í Bandaríkjunum, er þrýst lengra inn í framtíðina. Efnahagsuppsveifla Donalds J. Trump virðist ekki vera að enda, þvert á móti

Þær fréttir heyrast nú, að það samkomulag elíta Sameinuðu þjóðanna um flótta- og farandfólk sem Ísland gekkst undir að því er virðist (samkvæmt "skiptir-ekki-máli, þýðingarlaust og bara-sí-svona, ekkert mál") að óþörfu í síðustu viku, sé lagalega bindandi og vitnað er til orða þýska kanslarans yfir ESB í þeim efnum. Því hefur verið haldið fram að samkomulagið væri ekki bindandi. Því er hér með haldið fram að logið hafi verið til um það. Ekki ætla ég að leggja dóm minn á það, en S.þ elítan er hins vegar að verða plága alþjóðaelíta sem herjar á það fullveldi ríkja sem haldið hefur uppi bærilegum þjóðfélagsfriði á Vesturlöndum og á milli þeirra

- Gunnar er Íhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum 

Fyrri færsla

"Going Full Yellow Jacket . ." - gulu vestin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sameinuðu þjóðirnar, eins og það hljóðar, þjóðir sameinaðar undir eina yfirstjórn eða eins og George H.W.Busch kallaði það, New World Order. Ég er bara rétt að fatta það að nafnið var engin tilviljun, þetta er búið að vera í farvatninu alveg frá stofnun SÞ að þjóðir heims lúti einni stjórn.

-Tómas er Íhaldsmaður sem var í Sjálfstæðisflokknum, en ekki lengur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2018 kl. 13:48

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Tómas.

Ég gat því miður ekki svarað þér fyrr vegna þess að sveitarfélag mitt var Ugandafjarðar-rafmangslaust frá kl 13 til 19 í dag, sennilega í 10. skiptið á þessu ári.

Ekki veit ég hvort að rafmangslaust varð vegna þess að Bjarni ísjakaformaður Sjálfstæðisflokksins þurfti að smíða líkkistuna undir 40 prósent Sjálfstæðisflokkinn, eða þá vegna þess að bráðnandi ísjakinn hann og Katrín mikla-græna þurftu að hlaða 10 tonna rafhlöðu svo að bóndinn hér á næsta bæ gæti með rafknúinni dráttarvél plægt 1/100 hektara undir gular rætur fyrir ríkisstjórnina í Hirðsölum 101.

En já. Ég skil þig vel. En samt..

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2018 kl. 19:26

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Alltaf jafn gaman að lesa greinar þínar en nú hef ég áhyggjur af þessu andspyrnu liði sem fyllti réttarsalina út af klaustursmálinu.

Þetta er sama liðið og hafa sést við noborder og önnur andspyrnu mál. Fyrir utan klaustursmálið þá þarf að varast þetta lið.

Áhyggjur tvo.; Hafnir en hér á ekkert annað að ske en að KÍNAMENN nái yfirráðum yfir hafnir okkar og hver er að setja fé í Finnafjörð en hvað er að ske hér. Nái þeir Grímstöðum á fjöllum þá er þar komið kinnverskt ríki. Ríki sem íslendingar ráða ekki yfir.  

Ég sé ekki betur en að við verðum að fá vestræna hjálp já frá Trump en hann vill ekki fólk sem myrðir yfir 1000 ófædd börn á ári svo hvað getum við gert. Látið Soros um málið. Hann er hér þegar. 

Valdimar Samúelsson, 17.12.2018 kl. 19:57

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Valdimar

Það myndi nægja að taka rafmagnið af þessu sósíal-stríðsmanna-dansandi vinstrafólki í einn dag, þá myndi það sennilega hrökkva í lag.

Reyndar væri vel þess virði að skoða það að taka rafmagnið af Reykjavík í einn dag í viku í eitt til tvö ár, til þess að fá glóbalisma Hirðina í Hirðsölum 101 og faranda fylgjendum hennar í oddaflugi á hausinn niður á jörðina.

Já lætin vegna Kína og margra Asíulanda eru mikil, en þau eru samt rétt að hefjast. En það er undanfari Aldarloka Asíulanda. Sú "öld" er sennilega að enda áður en hún hófst og áður nú þegar stöðnuð og skjögrandi lönd álfunnar urðu efnuð. Þetta á eftir að verða sótsvart þar Valdimar.

Þér sem U.S. Grant- og Alsaksa-manni þætti kannski forvitnilegt að heyra að verið er að gangsetja bandarísku herstöðina Naval Air Facility Adak í Alaska á ný.

Já það eina sem íslendingar hafa sér til varnar gegn lífinu í landinu í dag eru getnaðarvarnir. Samt virðast þær ekki virka. Lífið brýst fram, en þá er því allt of oft kálað. Þetta er orðinn of svartur blettur Guðlauss sósíalisma á þjóð okkar.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.12.2018 kl. 20:56

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sögusagnir herma að Macron hafi fengið póst frá herforingjum og fyrrum varnarmálaráðherra. Séu þær réttar, srefnir í óefni í "France".

 Góðar stundir, þakkir fyrir bitmikla pistla og gleðilegar jólakveðjur að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.12.2018 kl. 23:53

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Þakka Gunnar þeir ætla þá ekki að láta menn koma bakdyramegin en í dag ef þeir komast inn á Beringshafið þá er varnarlaust allt norður að Barter island og reyndar lítið þar og Point Barrow.Ég hugsa að þetta þýði að það verður ekki langt í að þeir virkja að fullu KEF. Það er löngu búið að ákveða WWIII og þá er nú eins gott að vera réttu megin. Bretar og Ameríkanarnir sem við verðum að vingast við aftur. Þau stríð sem búinn eru að vera voru bara til að þróa hergögnin. Smá svartsýnn, ekki endilega..  

Valdimar Samúelsson, 18.12.2018 kl. 08:59

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðar kveðjur Halldór.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.12.2018 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband