Leita í fréttum mbl.is

Trúverðugleiki Trumps og Fed-seðlabankans

Bandaríski seðlabankinn útskýrði stýrivaxtaákvörðun sína í gær og svaraði spurningum. Histeríukast braust út á mörkuðum

****

MUNKAMÁL

Tungumál seðlabanka er eins konar sérgrein munka sem búa utan við hagkerfið í klaustrum. Þegar þeir tala eins og til dæmis Fed-seðlabankastjórinn Powell gerði í gær, þá leggja allir við hyldjúpar hlustir og reyna að afþýða, þýða og túlka það sem tunga seðlabankans segir - venjulega án nokkurrar ábyrgðar. Enginn myndi þó kjósa þessa munkana til neins. Þeir eru allir skipaðir af stjórnmálamönnum og sækja umboð sitt til fólksins sem heldur þeim uppi. Seðlabanki Bandaríkjanna er í vösum fólksins og hann á að vera það, eins og hershöfðingjar landsins eru það. Stofnanalegt sjálfstæðisgagg um seðlabanka er flott á pappír, en þeir verða að kunna að hlusta. Aldrei hefur komið til greina að færa hershöfðingjum í lýðræðisríkjum stofnanalegt sjálfstæði frá fólkinu sem þeir eiga að vernda. Svo kallað sjálfstæði seðlabanka þarf að skoðast í því ljósi. Það er flott á pappír

TUNGUMÁL

Þegar Trump tók saman stýrivaxtaákvörðun sína í kosningabaráttunni um það sem er að gerast með heiminn sem Bandaríkin byggðu frá og með 1945; þá sá hann Þýskaland enn vaðandi í peningum Bandaríkjamanna með hæsta viðskiptahagnað nokkurs lands í heiminum og í vösum Rússlands sem Bandaríkin eiga að verja það gegn. Fall Sovétríkjanna hrærðist ekki saman í nýtt rússneskt Harward, blómlegt býli né gott ríki fyrir borgara þess. Það varð að svartri steypu, þrátt fyrir aðstoð Bandaríkjanna áraum saman og Rússneski herinn æfir ekki lengur saman með þeim bandaríska, heldur réðst hann inn í Georgíu, Úkraínu og Krím. Trump sá nýtt Evrópusamband sem framlengdan og nýjan umboðslausan arm heimsvaldasinna meginlandsins með þjóðir þess sem plokk-nýlendur. Hann sá flest NATO-löndin í ESB níðast á Bandaríkjunum, neitandi að standa við sáttmála-skuldbindarar sínar. Hann sá að Kína myndi bara alls ekki verða neitt annað en nýtt Sovétríki fyrir alla peningana sem Bandaríkin hafa ausið í það. Hann sá að 60 þúsund verksmiðjur Bandaríkjanna hafa verið fluttar þangað og til fjarlægra landa og að Bandaríska þjóðin -nema glóbalistarnir sem græddu á þessu- hafði verið skilin ein eftir á fjóshaug alþjóðavæðingar glóbalismans. Hann sá að hin pólitíska valdastétt í Washington var komin með hærri laun en þeir í Kísildalnum -þ.e. bandaríska atvinnulífið- í fyrsta skiptið í sögu landsins. Og hann sá að friðurinn sem Bandaríkin hafa haldið í heiminum frá og með 1945, leiddi til þess að hin pólitíska stétt var komin með ákvörðunarlömunarveiki og þorði engu því hún hafði veitt sjálfri sé risavaxin réttindi og fríðindi sem leitt hefur til þess að hún var orðin huglaus, getulaus, hugsjónalaus, og sljó sem langtímadópisti á róandi lyfjum. Vitið þið hvað summan af þessu öllu heitir í huga Trumps? Jú hún heitir "a bad deal" sem fóðrar rakettumenn. Vesalingar!

"A mess"

Febrúar 2017

"A BAD DEAL"

Þetta var niðurstaða byggingameistarans Tumps. "A bad deal" og "a mess!" Fólkið kann þetta tungumál. En munkarnir í seðlabankanum skilja hins vegar ekkert. Auðvitað hefur kjafturinn á Trump áhrif á þá, því þeir eru jú bara menn. Þjóðkjörinn forseti sem heldur ekki seðlabanka landsins við efnið og á tánum er bara vesalingur af embættismannaætt sem aldrei hefur byggt neitt

- Glóbalismi er útópísk stjórnmálahreyfing af sósíalismakyni imperíalista. Hún inniheldur lofthitaisma og alþjóðaisma

Fyrri færsla

Macron kominn niður í Sjálfstæðisflokk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Panikkið á mörkuðum stafar af því að eins og Bandaríska þjóðin eru ca 40% Bandarískra stórfyrirtækja gjaldþrota.

Þau geta aðeins starfað ef að raunvextir eru í núlli eða neikvæðir.

Með þessari vaxtahækkun verða raunvextir 0,3% og það hriktir í stoðunum. Líklega eru þeir samt undir núlli af því að verðbólgutölur í Bandaríkjunum hafa verið falsaðar svo árum skiftir.

Það er rétt að Trump erfði svokallað "mess" en hann er sannarlega ekki að bæta það. Þó að honum hafi tekist að auka hagvöxt tímabundið með skattalækkunum er engin ástæða til að klappa endalaust,enda skapar þetta bara vandræði annarsstaðar í kerfinu.

Það eru óvenjulegir tímar.

Venjulega þegar það er mikill órói í heiminum þá flykkjast menn til Bandaríkjanna með fjármuni sína og kaupa þar allt sem tönn á festir og lána fé með lágum eða engum vöxtum. Þetta byggist á að menn hafa trúað að Bandaríkjamenn muni nota herinn og gríðarleg tök sín á alþjóða fjármálaheiminum til að verja dollarinn.

Þrátt fyrir óvenjulega mikinn óróa á heimsvísu er þetta ekki að gerast núna. Það er ákaflega lítið fjármagnsflæði til Bandaríkjanna ,varð meira að segja neikvætt í síðasta mánuði,sem er afar óvenjulegt við þessar aðstæður. Nú færist fjármagn nær eingöngu til Bandaríkjanna í formi lánsfjár.

Þetta stafar líklega af því að menn eru að missa trúna á getu Bandaríkjanna til að verja fjármuni þeirra.

Tap Bandaríkjanna á hernaðarsviðinu í  Sýrlandi og minnkandi tök Bandaríkjanna á alþjóðamörkuðum með tilkomu fjölbreittari valkosta virðist vera farið að segja til sín.Það er öllum orðið ljóst að geta Bandaríska hersins til að beita ofbeldi er verulega skert vegna aukinnar hernaðargetu Rússa. 

Úr því sem komið er getur ekkert bjargað Bandarískum efnahag nema mikil gengisfelling. Afleiðingarnar verða náttúrlega risavaxnar,en það er ekkert annað í spilunum.Viðskiftajöfnuðurinn fer stöðugt versnandi og það er engin önnur lækning. Vondu fréttirnar eru að það gæti brotist út borgarastyrjöld í landinu við slíka kjaraskerðingu. Ástandið er þegar mjög eldfimt. 

Við erum svo heppin að verða enn einu sinni vitni að stórsviftingum í heimsmálunum. Vonandi verður það ekki okkar bani. 

Borgþór Jónsson, 20.12.2018 kl. 13:24

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Borgþór.

Fjármunir streyma að mestu leyti til og frá Bandaríkjunum vegna þess að þau eru eini algerlega frjálsi kapítalmarkaður heimsins. Þessi straumur segir meira til um ástandið erlendis en í Bandaríkjunum, því heima (erlendis) borgar sig svo oft ekki að hafa þá, því neytendur þar eru aðframkomnir, sem næstum söguleg regla, og fjármunirnir (sparnaður heimila, fyrirtækja og hins opinbera) leita til Bandaríkjanna sem neytanda heimsins til þrautarvarna. Stjórnarfari og lagaumhverfi er einnig oft ekki treyst erlendis. Þessi straumur er Bandaríkjunum ekki endilega í hag, heldur stundum til skaða. Fyrirtæki Bandaríkjanna eru eins og er að kafna í peningum, þ.e. að segja í hagnaði, þau hafa því ekki þörf fyrir lánsfé. Hér getur þú lesið þér til um fjármunaflæði til og frá Bandaríkjunum hjá St. Louis útibúi bandaríska seðlabankans.

Kína er eins og er, að selja mikið magn af bandarískum ríkisskuldabréfum til að halda fastgengi gjaldmiðils síns ofansjávar, því enginn treystir landinu fyrir frjálst fljótandi gjaldmiðli. Dollarana til kaupanna á bandarískum skuldabréfum fékk Kína í útibúum bandarískra fyrirtækja við sjávarsíðuna í Kína, þ.e. á útflutningi sem Bandaríkin hafa keypt af landinu ásamt Evrópu að hluta til. Þetta er einimitt helsta ástæða þess að Kína á um 5 til 6 prósent af ríkisskuldum Bandaríkjanna. Hér er listi yfir erlenda eigendur bandarískra ríkisskulda. Rússland hefur að mestu selt sín bréf vegna þess að þeim vantaði peningana. Rússland átti 153 milljarða dali af bandarískum ríkisskuldabréfum árið 2013, en eiga nú aðeins 15 milljarða dala í ávöxtun þar.

Hagnaðarhlutfall og sparnað bandarískra fyrirtækja getur þú séð hér. Hann, hagnaðurinn, var sá hæsti í sögu Bandaríkjanna á þriðja fjórðungi þessa árs, eða rúmlega tvær billjónir dala (e. 2 trillion). Þá upphæð þarf að skoða í sögulegu ljósi áranna frá 1950 til 2018, því hann var að meðaltali hálf billjón dala á þriðja fjórungi áranna á því tímabili. Sparnaður fyrirtækja (hagnaði sem ekki var skilað til baka til fjárfesta, þ.e. eigenda þeirra) var einnig í hæstu hæðum, eða næstum ein billjón dalir á fjórðungunum. Athugaðu að hér er aðeins átt við einn fjórðung af fjórum í árinu.

Það þarf ekki að verja bandaríska dalinn Borgþór, því hann er næstum í hæstu hæðum núna miðað við síðustu 10 árin. DXY-gengisvísitalan er 96,5 stig núna. Það er frekar að bandarísk fyrirtæki séu í gengismótvindi, vegna mikillar erlendrar eftirspurnar eftir dölum. Dalurinn gæti rokið enn frekar upp, eins og hann gerði í skuldakreppu Suður-Ameríkuríkja 1984, en þá fór vísitalan upp í 165 stig og svo í 120 stig þegar í Rússland fór í ríkisgjaldþrot og gjaldmiðlakrísa Asíulanda geisaði á síðasta áratug síðustu aldar. Hver veit hvenær Bandaríkin þurfa að aðstoða Rússland við ríkisgjaldþrot næst. Það horfir ekki vel með olíuverð og gasútflutning fyrir Rússland á næstu árum. Bandaríkin urðu stærsti olíuframleiðandi heimsins á þessu ári og á næstu tveimur árum mun útflutningur á henni stóraukast vegna stóraukinnar leiðslugetu til útflutningstaða - og á þar næsta ári gætu Bandaríkin orðið stærsti útflytjandi gass í heiminum.

Hvað varðar óróleika á mörkuðum núna, Borgþór, þá skýrist hann að miklu leyti af því að í bönkum, sjóðum og á peningum forfeðra okkar situr að stærstum hluta til ný kynslóð sem þekkir heiminn of lítið -þó svo að engin önnur kynslóð hafi flögrað meira um heiminn- og sem er verra menntuð en áður, vegna þess hversu léleg háskóamenntun er orðin á Vesturlöndum vegna sósíalismahreyfinga  glóbalista. Og svo er hluti skýringarinnar einnig sá að stóra hrunið 2008, vegna glóbalisma, er mögum enn of ferskt í minni. En þá bjargaði seðlabanki Bandaríkjanna evrusvæðinu frá hruni í tvígang. Evrusvæðið tifar þó enn eins og tímasprengja undir alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Tollar skipta Bandaríkin litlu máli, efnahagslega séð, eins og kemur fram í málflutningi bandaríska seðlabankastjórans hér að ofan. Bandaríkin flytja svo lítið út miðað við önnur ríki. Þau eru ekki öðrum háð. Eru ekki í vösum kúnna sinna, eins og Þýskaland, Kína og mörg Asíulönd.

Bestu kveðjur (austur?) 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.12.2018 kl. 16:04

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Auðvitað er það rétt að það er ýmist inn eða útflæði fjármagns frá Bandaríkjunum eins og öðrum löndum,en það sem er óvenjulegt er að á svona gríðarlegum óvissutímumm eins og eru núna er þessi hefðbundna sveifla ekki að eiga sér stað. Eiginlega þvert á móti.

Rússar eru ekki að selja bandarísk skuldabréf af því þá vantar pening. Þeir eiga nógan pening,meiri en flest ríki. Þeir eru að selja af því þeir treysta réttilega  ekki lengur Bandarískum stjórnvöldum. Þetta fé sem þeir losa fer ekki til neyslu heldur í aðrar fjárfestingar til dæmis gull.Rússar hafa aukið gullforða sinn um 900 tonn frá 2014.  Bandaríkin eru að fyrirgera orðspori sínu með sífelldum kúgunaraðgerðum sínum um allann heim. 

Eftir að Bandaríkin misstu hernaðaryfirburði sína ,hafa þeir notað efnahagsvopnið í óhófi og uppskera dvínandi traust í staðinn. Það er sennilega orðið traustara að fjárfesta í Norður Kóreu í dag.

Borgþór Jónsson, 21.12.2018 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband