Fimmtudagur, 13. desember 2018
Utanríkisráðherra Trumps: Frelsishlutverk þjóðríkja sé endurreist
Myndskeið: Michael R. Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna flytur 22-mínútna ræðu í þýsku Marshall-stofnun Bandaríkjanna í Brussel 4. desember 2018 | beinar krækjur: GMF | YouTube
****
ENDURREISN Á FRELSIS-HLUTVERKI ÞJÓÐRÍKJA
Það er afar fróðlegt fyrir alla, en þó sérstaklega fyrir óvildarmenn Bandaríkjanna og hins nýlega kjörna forseta þeirra, að hlýða á ræðu Michael R. Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna í þýsku Marshall-stofnuninni í Brussel þann 4. desember 2018. En sú stofnun er bandarísk hugveita sem bandarískt verndað Vestur-Þýskaland færði Bandaríkjunum að gjöf árið 1972, til að fremja samvinnu og skilning milli Bandaríkjanna og Evrópu - á 25 ára afmæli Marshall-aðstoðarinnar. Sú aðstoð reisti þann hluta Vesturlanda sem lenti ekki undir alþjóðahyggju kommúnismans, sem byggði á vísindum sósíalista -eins og til dæmis þeirra sem eru forsætis-, umhverfis- og heilbrigðismálaráðherrar Íslands núna- úr rústum síðustu vopnuðu tilraunar veruleikafirrtra glóbalista til að sameina Evrópu og gera heiminn flatan fyrir fótum þeirra sem þóttust vita allt best fyrir alla aðra. Öfl sem hötuðu sjálfstæð og fullvalda þjóðríki og þjóðfrelsi þeirra
Hér fer lausleg og á köflum efnisleg þýðing á sumu af því sem bandaríski utanríkisráðherrann sagði og hér er hægt ná í ræðu hans, orð fyrir orð. Einnig er hér krækja á þýsku Marshall-stofnun Bandaríkjanna í Brussel
ÞÝÐING
Þýðing hefst: Sjálfstæð og fullvalda þjóðríki eru hornsteinar hins frjálsa heims, sagði Pompeo. Og án forystu Bandaríkjanna sem fremsta varðstöðumanns heimsins um að þjóðríkin verði áfram sjálfstæðir og fullvalda hornsteinar hins frjálsa heims, þá fellur hinn frjálsi heimur saman. Frá lokum Kalda stríðsins höfum við látið viðgangast að þetta skipulag sé komið með eyðni og hafi orðið fyrir eyðni. Okkar stefna og markmið er að staðfesta og endurheimta fullveldi Bandaríkjanna, endurbæta fyrirkomulag hins frjálsa heims og við viljum hjálp vina okkar og að þeir staðfesti og endurbæti fullveldi ríkja sinna líka. Við viljum sýna fordæmi í umbótavinnu fyrir því að alþjóðlegar stofnanir þjóni en stjórni ekki borgurum landa okkar. Hér ætla Bandaríkin að vera í leiðtogahlutverki, núna og alltaf
Brexit var pólitísk verkjaraklukka sem hringdi í þessum efnum. Er Evrópusambandið að tryggja það að hagsmunir landanna og borgara þeirra séu settir ofar hagsmunum skriffinna þess, spyr Pompeo. Slæmar einingar og gerendur í heiminum hafa nýtt sér skort á bandarískri forystu í þessum efnum. Donald J. Trump Bandaríkjaforseti er staðráðinn í að snúna þessari eyðni-þróun við. Efnahagsleg þróun Kína hefur leitt til þess að það ríki aðhyllist ekki að sjálfstæð og fullvalda þjóðríki séu áfram hornsteinar hins frjálsa heims. Við buðum Kína velkomið, en ekkert var gert til að hafa eftirlit með því að það virti hinn frjálsa heim ríkja. Trump forseti er því byrjaður að lögga Kína. Svo er það Íran og Rússland, heldur Pompeo utanríkisráðherra áfram. Hvorug ríkin urðu bara sæmilega húsum frjálsra ríkja hæf. Svo kom SWIFT-peningayfirfærslukerfis-sneið til Þýskalands og Frakklands vegna Írans. Þá henti hann NATO-skuldbindingasvikum flestra ESB-landa á borðið og bað þau um að borga og standa við sáttmálaskuldbindingar sínar við kassa númer eitt, strax, því NATO væri mikilvægasta stofnun hins frjálsa heims. Borgið! sagði hann, en fór frekar fínt í það
Listinn er langur sagði Pompeo. Við verðum að horfa á heiminn eins og hann er, en ekki eins og við viljum að hann sé - og taka mið af því. Hin nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna byggir því á stefnu sem heitir prinsippfast raunsæi (e. principled realism) og Pompeo segist hugsa um hana sem heilbrigða skynsemi
Hann heldur áfram: Í dag hefur "friðargæsla" Sameinuðu þjóðanna verið að störfum áratugum saman án þess að árangurinn friður sé neitt nándar nálægari. Loftslagssáttmálar Sameinuðu þjóðanna eru af mörgum álitnir sem aðeins enn ein leiðin til að taka þjóðarauð ríkja og skipa honum út til annarra landa. Ísraels-andúð hefur verið stofnanavædd (vel á minnst: Angela Merkel frá Austur-Þýskalandi gaf í vikunni út diktat um að ekkert ESB-ríki flytji sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem, gr). Heimshlutaöfl sameinast um að kjósa ríki eins og Venesúela og Kúbu inn í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Er stofnunin enn trú stofnmarkmiðum sínum? Stofnanir Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins voru settar á laggirnar til að endurreisa stríðshrjáð lönd og til að stuðla að fjárfestingum einstaklingsframtaks og hagvexti. Í dag leiðbeina þessar stofnanir oft löndum sem mishöndlað hafa hagkerfi sín, við að innleiða þvinganir, niðurskurð og sultarólar (e. austerity) sem hindra vöxt og þrýstidæla einkaframtaki í landinu út
Svo segir Pompeo; Stundum er ekki vinsælt að vera sá sem ruggar bátnum og rýfur kyrrstöðu-þöggunina með því að segja það sem allir sjá en enginn þorir að segja. Í hreinskilni sagt þá er of mikið hér í húfi fyrir okkur öll til að gera það ekki. Þetta er sú staða sem Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna skilur til fulls og skynjar ákaflega vel
En fyrst byrjaði Pompeo að sjálfsögðu ræðu sína á því að minnast George Bush eldri - og svo George Marshall sem sagði er verið var að stofna og forma stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vettvang sjálfstæðra og fullvalda þjóðríkja árið 1948: Marshall sagði þá, "Alþjóðlegar stofnanir geta ekki komið í stað viðleitni þjóða né persónulegrar viðleitni fólks á hverjum stað og hugkvæmni þess; Alþjóðlegar aðgerðir geta aldrei komið í stað sjálfshjálpar" (íslenskir ráðamenn vakni: hvar er framlag Íslands til NATO?, við erum ekki fátæk þjóð lengur. Hvar eru orrustuþotur Íslands til loftrýmisgæslu?)
Að lokum sagði utanríkisráðherrann þetta: Trump forseti hefur djúpan skilning á því að þegar Bandaríkin eru í leiðtogi, þá fylgir friður og hagsæld næstum allaf í kjölfarið. Hann veit að þegar Bandaríkin og bandamenn þeirra sinna ekki leiðtogahlutverkinu, þá eru það aðrir sem ákveða að gera það. Þýðing endar. (WSJ: Trump Defends the International Order)
RÚSSA-RANNSÓKNARSKÝRSLA UM DONALD J. TRUMP
Ástandið er slæmt meðal Trump-atvinnuhatara í Bandaríkjunum og í fjölmiðlum þeirra núna. Nú er komið í ljós að ekkert var hæft í því að Trump og Rússland væru að brugga eitthvað saman í sambandi við kjör Trumps, kosningabaráttu hans og þar af síður sem sitjandi forseti Bandaríkjanna. Vonbrigðin hjá vinstri Trump-atvinnuhöturum Demókrataflokksins eru svo mikil, að þau er einungis hægt að bera saman við þau vonbrigði sem þeir urðu fyrir þegar Stalín nýja-vinstriglýju-hetjan þeirra gerði griðasamningana við Adolf Hitler í ágúst 1939. Þvílík vonbrigði. Ólýsanleg vonbrigði. Svik! Meira um þetta mál síðar - og um það hvernig allt varð svart fyrir samsærishóp Barack Obama og Hillary Clintons gegn Donald Trump, sem frambjóðenda og þegar hann vann kosningarnar og líka eftir að hann vann þær. Frá og með því augnabliki sáu mörg þeirra hurðina að framtíðarheimili sínu í fangaklefa opnast. Engin umbun kom til hinna nytsömu kjána sem unnu fyrir þau, því leiðtogi þeirra tapaði, þrátt fyrir svæsnar og áhættusamar samsærisaðgerðir þeirra henni til handa. Ekkert klapp kom á öxlina frá Hillary Clinton forseta. Bara steinninn að opnast
Fyrri færsla
Evrópusamband í lokuðu öngstræti
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:54 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 32
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 392
- Frá upphafi: 1387157
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 221
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það hafa það hafa margir farið súrir í háttinn þetta kvöld.
Ragnhildur Kolka, 13.12.2018 kl. 14:04
Þú misskilur Pompeo fullkomlega.
Það sem Pompeo er að segja að hann er hlynntur sjálfstæði ríkja ,SVO LENGI SEM BANDARÍKIN GETI ÁKVEÐIÐ HVERNIG ÞAU HAGA SÍNUM MÁLUM. Hann er því ekki að tsla fyrir frelsi réttlæti og bræðarlagi, heldur drottnun Bandaríkjanna á heimsvísu
Til dæmi svilja Trump og Pompeo sundra Evrópusambandinu,ekki til að auka frelsi aðildarþjóðanna heldur til að gera Bandaríkjamönnum auðveldara með að ráðskast með þessi ríki. Eins og staðan er í dag er þetta frekar erfitt.
Pompeo ber því alls ekki hag þessara ríkja fyrir brjósti heldur er að reyna að halda lífinu í hnignandi heimsveldi Bandaríkjanna með því að sundra bandalögum annarra þjóða.
Nú er ég ekki ESB aðdándi og tel að sambandið sé komið langt út fyrir eðlilegt valdsvið sitt í mörgum málum og sé orðið skaðlegt fyrir Evrópu. Á hinn bóginn er það gott af því það setur vissar hömlur á yfirgang Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Það hefur marg sýnt sig á síðustu áratugum að ríki sem hafa ekki slíka vörn,eða eru nógu öflug til að verja sig sjálf, hafa orðið fyrir óheyrilegu tjóni af völdum yfirgangs Bandaríkjanna. Líklega,og vonandi, munum við sjá þetta stríðsóða og glæpsamlega heimsveldi líða undir lok á næsta áratug. Og vonandi gerist það án frekari blóðsúthellinga en orðið er.
Borgþór Jónsson, 13.12.2018 kl. 15:18
Þakka þér Ragnhildur. Já það er illa séð að rugga stórskipi með málaliðahreyfingum fjölþjóðaismans á ofurlaunum innanborðs -úr öllu sambandi og samhengi við þá sem halda þeim uppi- og sem útrýma vilja þjóðríkjum jaðrar og stofna í þeirra stað ný universal sovétríkjaheimsveldi sem þykjast vita allt best og enda því ávallt sem heimsveldi fangabúðakerfa sem hefja feril sinn sem vitsmunaleg-gúlag-kerfi, undir vísindalegu yfirskini eins og síðast og alltaf þar á undan, en stökkbreytast svo í stóriðnaðarútrýmingarkerfi og setja ávallt sig sjálf í stað Guðs og verða guðlaus helvíti.
Fyrir aðeins 25 árum hefði það til dæmis þótt óhugsandi að á forsíðum allra dagblaða Vesturlanda væru helstu sölusetningarnar annan hvern dag þessar: Kanslari Þýskalands neitar... kanslari Þýskalands hafnar.. kanslari Þýskalands hefur ákveðið.. fyrir hönd 25 ríkja!
Það hefði líka þótt óhugsandi að frá þeim tíma sem liðinn er frá því að síðasta Musteri mannvonskunnar, þ. e. Sovétríki Rússlands féll saman sem eitt samfellt blóðhaf, skuli ekki hafa liðið nema 17 ár þar til að það ríki hóf innrásir á ný inn í nágrannalönd sín og væri þá þegar byrjað að herpast saman í nýjan grunn undir nýtt musteri mannvonskunnar.
Og hér er bara minnst á hina steingeldu og kölnu kartöflugarða í okkar nánasta umhverfi. Svo er allt hitt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.12.2018 kl. 19:01
Vel mælt Gunnar.
En það sem Pompeo vill,er að stjórna Gulaginu.
Nordsteram gasleiðslan er ágætt dæmi um hvernig þessi mafía hugsar.
Það sem Trump er í raun að segja.
Þið eruð undirmálsfólk og þið eigið að kaupa Bandarískt gas á 40% hætta verði,af því við erum herraþjóðin. Evrópusambandið er smá vörn gegn þessu. Pompeo vill stjórna Gulaginu,ekkii til hagsbóta fyrir fangana heldur fyrir hann sjálfan. Þetta er svona einfalt.
Það er þetta sem Pompeo er að tala um þegar hann er að tala um sjálfstæði þjóða. Hann vill þjóðir án sambanda sem geta ekki veitt viðnám
Sama gegnir um handtöku Kíversku bisnisskonunnar. Hún er gerð til að reyna að stoppa fyrirtæki hennar sem er búið að taka forystuna á farsímamarkaðnum. Bandaríkjamenn eru líka búnir að kúga nokkrar þjóðir til að banna fimmtu kynslóð farsíma frá þessu fyrirtæki Pompeo vill stjórna Gulaginu,með ofbeldi og mannráni,ef ekki gengur annað. Pompeao er ekki skemmt þegar Huawei skilur Apple eftir í rykmekki í samkeppninni.
Kanadamenn eru þegar farnir að finna fyrir þessu og þó tregir séu eru að læra þá lexíu að það sé ekki heppilegt að ræna Kínverskumm ríkisborgara. Kanadamenn eru svolítið seinir svo þeir eru núna fyrst að fatta að það er ekki lengur hægt að ræna erlendum ríkisborgurum fyrir hönd Bandaríkjanna eins og tíðkast hefur á undanförnum árum
En þetta mun allt springa í fésið á Pompeo af því að þjóðir heims eru farnar að sjá í gegnum þetta og veita mótspyrnu. Gætilega í fyrstu til að reyna að koma í veg fyrir að vanvitarnir í fyrstu til að vanvitarnir í Washington sprengi upp veröldina. Síðan verðurþunginn meiri.Það er farin áf stað skriða sem verður ekki stoppuð.
Kamarinn er að hruni kominn.
Borgþór Jónsson, 13.12.2018 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.