Sunnudagur, 7. október 2018
Hæstiréttur Bandaríkjanna aftur á réttri leið
Mynd, Hæstiréttur Bandaríkjanna: Ashley eiginkona Brett M. Kavanaugh heldur á Biblíunni á meðan eiginmaður hennar sver embættiseið hæstaréttardómara. Dætur þeirra fylgjast með
****
Í fyrsta sinn frá því í Kreppunni miklu 1934, er hæstiréttur Bandaríkjanna nú skipaður íhaldssömum dómurum að meiri hluta til. Allar götur frá því að New Deal stefna Roosevelt forseta var sett, hefur rétturinn að meiri hluta til verið skipaður dómurum sem hölluðu sér meira til vinstri og gerðu ríkinu mögulegt að þenja sig meira og meira út og yfir líf borgaranna. Fyrir Bandaríkin hefur þetta þýtt meiri völd til alríkisstjórnarinnar í til dæmis efnahagsmálum, með þeim afleiðingum að ríkið blés út, skattlagning, opinber eyðsla og skuldasöfnunum jókst, því rétturinn jók völd ríkisins yfir þeim málum. Margir, en samt of fáir, vita að stjórnarskrá Bandaríkjanna gengur að miklu leyti út á að halda ríkisvaldinu í skefjum. Það mun líklega gerast í meira mæli en verið hefur hin síðustu 84 ár, frá og með í gær, þegar efri deild þingsins skipaði Brett Kavanaugh sem nýjan hæstaréttardómara. Þetta mál er ein af ástæðunum fyrir því að Donald J. Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna í nóvember 2016, þrátt fyrir reynsluleysi í stjórnmálum og opinberum störfum
NATO
Fastafulltrúi Bandaríkjanna í NATO, frú Kay Bailey Hutchison frá Galveston í Texas, sagði að Bandaríkin myndu íhuga með fyrirbyggjandi hernaðaraðgerðum að granda meðaldrægum eldflaugum Rússlands á jörðu niðri í Rússlandi, haldi Rússar áfram að brjóta 1987-ABM INF-eldflaugasáttmálann með þróun nýrra meðaldrægra eldflauga sem ná til landa Evrópu. En það er það sem Rússar hafa verið að gera. Fyrirbyggjandi hernaðaraðgerð gegn Rússlandi í Rússlandi er því á borðinu. Þarna eru Bandaríkin að segja við NATO-lönd Evrópu og sérstaklega Þýskaland; takið ykkur saman og leysið þetta mál sjálf, eða við sláum til, og þá er úti um viðskiptahagsmuni ykkar og Rússlands
KÍNA
Mynd: Wall Street Journal
Fréttir um að kínverski herinn hafi komið fyrir njósna- og hryðjuverkabúnaði í tölvuvélbúnaði sem framleiddur er í Kína og sem seldur er um allan heim, geisa nú víða um jörð. Hlutabréfin í kínverska Lenovo tölvuframleiðandanum hrundu samstundis um 20 prósent á markaði í Hong Kong. Um er að ræða örgjörva á stærð við hrísgrjón á tölvumóðurborðum og sem er á valdi kínverska hersins, sem nær þannig algerlega valdi yfir tölvubúnaði og stýrikerfum, reynast fréttirnar réttar. Tæknileg forskrift og forsendur nútíma-tölvunar eru fyrir löngu brostnar. Þar hefur lítið tæknilega nýtt gerst síðan 1950 er bandaríski herinn fann tæknina upp. Framtíðin mun ekki byggja á þeirri tölvun sem uppfundin var í Kalda stríðinu
GAMLI HEIMURINN
Allar þrjár meiriháttar pólitísku einingar á landmassa Evrópu-Asíu eru nú runnar inn í óafturkræft upplausnarferli, að Indlandi undanskildu. (1) Rússland sem leystist upp 1918 og 1991 er á ný að leysast upp sem ríki. Því er spáð að Rússland leysist upp á ný sem ríki árið 2025, eða jafnvel fyrr. Hvort að Rússland endar þá lífdaga sína sem misheppnað ríki, er ekki gott að segja, en of margt bendir því miður til þess. (2) Haustrið 2008 afhjúpaði, eins og hendi væri veifað, tilgangs- og getuleysi Evrópusambandsins sem pólitísku yfirríkis- og efnahagslegu misfóstri yfir flestum löndum Evrópu. Sambandið rann þá inn í óafturkræft upplausnarferli og sem er að verki hvern einasta dag ársins í öllum löndum þess núna. Þannig verður ástandið þar áfram, þar til sambandið að mestu leyti er uppleyst. Styttist í að aðvörunarmerki eins og eru á sígarettupökkum prentist á evruseðla í hugum fólksins. (3) Kína fór inn í upplausnarferli sitt í beinni útsendingu á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Þar valdi Kommúnistaflokkurinn skilgetið afkvæmi sitt án samráðs við fólkið. Kína er því komið inn í upplausnarferli sem endar með því að landið klofnar í minni einingar. Það ferli er að verkum hvern einasta dag ársins núna og næstu mörg árin. Einkennin eru meðal annarra sívaxandi einræði, kúgun, efnahagsleg eyðni og upplausn, fjármagnsflótti og hersýningar gagnvart nágrannalöndunum. Svo seint sem í síðustu viku var blaðamanni hins evrópska brandarablaðs Financial Times um efnahagsmál, neitað landgöngu í Kína
STRAUMHVÖRF
Bandaríska hagkerfið hefur nú kúplað sig frá þeirri efnahagsþróun sem ríkir á hinum pólitískt misheppnaða landmassa Evrópu-Asíu. Engin vötn Bandaríkjanna renna nú til sjávar þar. Svona klár aðskilnaður hins Nýja heims frá Gamla heiminum í stjórnmála- og efnahagsþróun, hefur ekki sést frá því að Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna. Leita þarf jafnvel enn lengra aftur eftir samanburði. Margt bendir til að krypplandi afturhaldsfjötrar hnattvæðingar hafi nú þegar að töluverðu leyti slitnað. Landmassar hins Gamla og Nýja heims eru því að skiljast að. Gamli heimurinn er brotna upp og er byrjað að rjúka úr honum einu sinni enn. Frámunalega barnaleg stefna íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum, hina síðustu áratugi, liggur því sem ein samfelld og rjúkandi rúst núna
Fyrri færsla
Repúblikanar að vakna upp við 1984-ástand?
Kavanaugh samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta með Rùssa er ekki alveg rétt með farið. Það er rétt, að Rússar eru að framleiða meðaldrægar. En þessar flaugar eru í raun af sömu gerð, og bandaríski herinn (NATO) hefur stillt upp við landamæri Rússlands.
Vandamálið er, að Rússar eru hálf barnalegir í mörgum málum. Til dæmis samningsins sem þú bendir á. Þessi samningur er gerður við Sovétríkin, og bandaríkin virða hann ekki ... en krefja Rússa um að fylgja honum.
Rússar eru að þessu til að "þvinga" fram nýjan samning. Al röng aðferð, þeir eiga að hafa manndóm til að opinberlega segja að samningurinn sé ekki gildur, sem hann ekki er ... því Sovétríkin eru ekki lengur til. Og þannig fara í málin ... þeir er alltaf hálfgerðar skræfur, sem labba í skúmaskotunum. Þeir höfðu meiri virðingu á tímum Sovét en í dag ... vegna þess að á tímum Sovét, þorðu þeir að standa á sínu.
Að öllu öðru leyti er ég sammaála ... en vil bæta við, að Kína er stóri bófinn í öllum málum. Einhvern veginn þarf að fá Rússa til að hætta að styðja Íran og Kína.
Örn Einar Hansen, 7.10.2018 kl. 11:11
Gunnar
Flottur dómarinn og hans fjölskylda sem er verið að setja í embætti.
Hræðsluáróður vinstrimanna varð að víkja, en hversu of skeður það? Þú veist að við sannleiksmenn viljum ekkert nema sannleikann. Ævinlega þakklátur fyrir ef einhver reynir að sjá lengra í því fjölmiðlafári sem nú ríkir. Ófrjáls yfirtaka á fjölmiðlum, lífeyrissjóðum og öðru sem er í sameign tröllríður þjóðfélaginu.
Á meðan lífeyrissjóðirnir eru ekki gegnumstreymissjóðir á nafni launamanns má alltaf búast við að einhver hrifsi völdin og tæmi kassann. Eins og nú er ræður fámennisstjórn sem ekki þarf að sækja víðtækt umboð. Margir lífeyrissjóðir hafa farið á hausinn og enginn ábyrgur. Þá fá ég og kannski þú engar lífeyris- greiðslur.
Embættisflokkastjórnin sem nú situr eru ekki venjulegir pólitíkusar sem þurfa að berjast fyrir lífinu. Líkt og gerist á Norðurlöndunum. Svara kalli kjósenda?
Dæmigert er hvernig ein fjölmiðill sem lengst af hefur verið á ábyrgð sjálfstæðis- og samtryggingarflokka tekur völdin. Ekki þarf nema einn rótækur vinstri maður og marxista til að róta upp moldvirði. Oft ósönnum rógburði, nokkur kvöld í sprengiþætti rúfsins. Þá er eins og fjandinn sé laus, misvitrir ráðherrar hlaupa upp til handa og fóta og hrópa: Sérsveitir, sérsveitir ekki seinna en í gær. Alveg eins og á uppgangi nasista.
Í bíó er nú sérsveitarmynd, Johnny English strikes again. Þar er talsverð gagnrýni á hræðsluáróður. Fyndni frá Englandi sem oft hefur verið góð söluvara fyrir ungvið. Þeir sem eru 5 ára og til þrítugs hópast á myndina og finna spenning James Bond mynda. Þegar þetta unga fólk loks hefur tíma og víðsýni til að nota takmarkaðan kosningarétt kann það að vera orðið of steint.
Sigurður Antonsson, 7.10.2018 kl. 13:31
Þakka ykkur, Bjarne og Sigurður.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 9.10.2018 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.