Föstudagur, 14. september 2018
ESB reynir að hanga á nöglunum í klerkaveldinu Íran
Mynd: Uppleyst mynt Austurrísk-ungverska keisaradæmisins, með stimplun. Sömu aðferð var beitt til að leysa upp myntbandalagsmynt Tékklands og Slóvakíu eftir að Tékkóslóvakía hætti að vera til (PDF)
****
Diktat í smíðum
Evrópusambandið reynir í örvæntingu að klóra með nöglunum í bakkann í Íran, svo að evrópsk fyrirtæki geti haldið áfram að eiga viðskipti við íslamíska klerkaveldið. Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran taka gildi eftir tvo mánuði. Eftir þann frest geta þau evrópsku fyrirtæki sem eru í viðskiptum við klerkaveldið ekki verið í viðskiptum við Bandaríkin á sama tíma. Markmiðið er að reyna að hefta og koma í veg fyrir kjarnorkuvopnaþróun íslamíska klerkaveldisins
Hugmynd Frakklands er sú, að það, Þýskaland og Bretland, og jafnvel Ítalía, noti Evrópusambandið til að koma á fót greiðslukerfi sem hvergi snertir Bandaríkin né bandarísku myntina dal og sem þannig myndi gera evrópskum fyrirtækjum mögulegt að sneiða hjá öllum bandarískum kerfum sem sjá um (i) greiðslumiðlun, (ii) uppgjörslok færslna og (iii) peningajafnvægi á alþjóðlegum mörkuðum. Telja ESB-menn sig geta gert þetta með einföldu diktati eins og Mússolini notaði til að stýra framkvæmd fasisma á Ítalíu, eða með tilskipunum
Sést á þessu hversu mikil örvænting Evrópusambandsins er orðin vegna evrunnar. Lítið gengur með að gera hana að alþjóðlegum gjaldmiðli vegna vantrausts heimsins á evrópskum stofunum eins og til dæmis stjórnarskrárbundnu þingræði hvílandi á þjóríkislegum stofnunum sem frumforsendum fyrir framkvæmd lýðræðis í lýðveldi. Og þess utan er stutt síðan að seðlabanki Bandaríkjanna bjargaði mynt Evrópusambandsins í tvígang með gjaldmiðlaskiptasamningum í fjármálakreppunni. Heimurinn veit að Bandaríkjadalur er ekki vafningur. Þeirri staðreynd var slegið fastri með þeirri niðurstöðu sem fékkst úr bandarísku borgarastyrjöldinni, sem lauk 1865 og kostaði Bandaríkin hálfa milljón mannslífa. Þar var því slegið föstu að bandaríska þjóðin er ein órjúfanleg heild og það er sú heild ein, sem er fullvalda, en ekki einstakir hlutar hennar. Ekkert fylki getur því yfirgefið Bandaríkin. Þau geta ekki leysts upp. Þau eru ekki vafningur og mynt þeirra er því ekki vafningur, eins og mynt Austurrísk-ungverska keisaradæmisins var, og sem leystist upp í margar myntir
Frekar furðulegt er að sjá Bretland í þessum hópi. Annaðhvort er um einhverskonar fjárkúgun að ræða vegna Brexit, eða þá að örvænting Bretlands vegna 200 alþjóðlegra banka í því landi er orðin meiri en hún ætti að vera. Heimurinn vill einfaldlega ekki hafa peningalega mikilvægar stofnanir sínar í Evrópusambandinu
En hér sést greinilega hluti hins undirliggjandi geopólitíska þema sem er í gangi á Vesturlöndum. Bandaríkin eru ábyrgðarmaður Vesturlanda og það þola gömlu stórveldin á meginlandi Evrópu ekki. En þau eru samt getulaus og geta hvorki varist né unnið saman. Meginlandið er að klofna því sameiginlegir hagsmunir eru of litlir til að geta borið tilvistarlega samvinnu uppi. Lönd Austur-Evrópu eru að skilja sig frá löndum Vestur-Evrópu. Austur-Evrópa óttast Rússland og hugsanlegt hjónaband sérstaklega Þýskaland og Rússlands, því lýðræðisstofnanir Þýskalands hafa aldrei haldið um stjórnvölinn í því landi, heldur eru það fyrst og fremst banka- og viðskiptahagsmunaöfl sem halda um stjórnvölinn í Þýskalandi, því Þýskaland verður að hafa jaðarsvæð þess undir sínu áhrifavaldi, og í dag er það hinn innri-markaður-ESB sem er stuðpúða- og jaðarsvæði Þýskalands, en sá markaður er hins vegar kominn í upplausnarhættu og er reyndar kominn í upplausnarferli líka, sbr. Brexit. Stjórnmál í Þýskalandi mótast að miklum hluta til af landfræðilegu varnarleysi Þýskalands í austri, norðri og vestri. Suðurtappinn einn er landfræðilega öruggur. Þau öfl horfa til Rússlands og það veit Austur-Evrópa vel og Bandaríkin líka. Þess vegna fara hagsmunir Austur-Evrópu meira saman með Bandaríkjunum en hagsmunir Þýskalands og Frakklands passa við hagsmuni Bandaríkjanna. Bandaríkin munu ekki líða hjónaband Rússlands og Þýskalans því þannig samsteypa myndi ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þátttöku Bandaríkjanna í tveimur heimsstyrjöldum á meginlandi Evrópu ber að skoða í þessu ljósi
Meginland Evrópu, það er að segja Evrópusambandið, er bæði varnarlaust og orkulaust. Það sækir í ódýra orku og það var von sambandsins að frá Íran fengist ódýr olía í skiptum fyrir sameiginlegt hatur beggja á Bandaríkjunum. En hér spilar Austur-Evrópa ekki með og það er að verða stórt vandamál fyrir Evrópusambandið. Og Austur-Evrópa getur neitað að spila hér með, þrátt fyrir hættuna frá Rússlandi, vegna þess að tilvistarlegir hagsmunir Bandaríkjanna og Austur-Evrópu fara mjög svo vel saman. Þess vegna kom Varsjáryfirlýsing Donalds J. Trump síðasta sumar. Hún var staðfesting á því að bygging Intermarium, sem er hugmynd hins pólska Józefs Pilsudski, er í smiðum. Varsjá verður með tíma eins konar ný Berlín fyrir Bandaríkin á meginlandi Evrópu. Bretland er enn að melta nákvæma staðsetningu sína í tilverunni eftir Brexit. Enginn nema breski almúginn hafði gert ráð fyrir Brexit. Og breska valdastéttin var ekki í sambandi við almúgann. Brexit-niðurstaðan kom valdastéttinni því algerlega í opna skjöldu
Engin evrópsk fyrirtæki nema smáfyrirtæki munu halda áfram í viðskiptum við Íran. Það er að segja, bara þau fyrirtæki sem eiga ekki í neinum viðskiptum við neitt annað land í heiminum nema Íran og ESB, munu taka diktat-tilboði Frakka, Þjóðverja og ?Breta. Viðskipti við Íran eru örverpi miðað við viðskipti við Bandaríkin, sem standa fyrir þremur til fjórum hlutum af hverjum tíu sem verða til í hagkerfum heimsins. Og svo er það þannig, að það eru fyrst og fremst Bandaríkin sem búa til raunverulega eftirspurn í heiminum. Evrópusambandið og Kína skapa ekki raunverulega eftirspurn í heiminum heldur nærast þau á henni. Það sést á viðskiptajöfnuði þeirra við umheiminn
Fyrri færsla
Macron missir stuðning hægrimanna eins og Bjarni [u]
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 1390768
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Fellibylurinn Florence er nú stiginn á land í Norður Karlólínufylki Bandaríkjanna. Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna hafa umsvifalaust misst aðgang að öllu því rafmagni sem veruleikafirrt ríkisstjórn Íslands hefur sært sig saman í sértrúarsöfnuð með útópískum harðlínu umhverfisistum Vinstri grænna til að halda völdum.
Brexit-sambandsleysi bresku valdastéttarinnar sem ég minnist á hér að ofan, má sennilega líka við algert sambandsleysi núverandi forystu Sjálfstæðiflokksins við íslenskan almúga, sem verið hefur krónískt frá því að Davíð Oddsson lét af formennsku flokksins 2005.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2018 kl. 13:55
Bretland hefur alltaf verið örvæntingarfullt, draumurinn um "heimsveldið" eins og hjá dönum ræður ríkjum.
Aðgerðir "Dóna" Trump, má einnig lýsa sem "örvæntingu" ...
Hvorutveggja, gefa til kynna að Bretar og Bandaríkjamenn eru ekki bara á barmi, heldur gjaldþrota.
Örn Einar Hansen, 14.9.2018 kl. 18:36
Gunnar
Það kemur á óvart að það þú sért því andsnúinn að Sjálfstæðisflokkurinn fórni minni hagsmunum fyrir meiri. Sem sé að halda okkur utan við ESB, en því miður með því að "samþykkja" ýmsar firrur samtímans. Með tímanum munu þær glata stuðningi. Sjálfstæði Íslands er hins vega öllu æðra; í stjórnmálum vel að merkja.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 15.9.2018 kl. 00:24
Þakka þér Einar.
Já þetta sögu margir mætir menn á sínum tíma við Winston. "Hentu í hann Gíbraltar eða Möltu" og þá þegir hann.
Sannleikurinn er sá Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrst og fremst hagsmuni af því að láta kjósendur kjósa sig. En ef kjósendur vita ekki hvar forystan stendur í mikilvægustu málum, að þá kjósa þeir ekki flokkinn. Það byrjaði að gerast þegar Geir fór að kaupa þvaður Þorgerðar og koma fram sem efasemdamaður um stefnu flokksins. Bjarni hefur svo gerst staðfastur og krónískur Chamberlain í grundvallarmálum. Hann hefur breytt flokknum í friðþægingarflokk og fólkið er stokkið fyrir borð og neitar að láta sökkva sér í fenjum heiðnikirkjuvelda sértrúarháskóla, sem stýrt er af retarderuðum sjálfkeyrandi umhverfisistum og glóballarbjálfum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2018 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.