Sunnudagur, 9. september 2018
Sveik NATO Rússland?
SUNNUDAGUR
Svik?
Sumir segja það, því þegar verið var að reyna að komast til botns í því hvað fyrirvara- og umsvifalaust fall Sovétríkjanna myndi hafa í för með sér, þá minna sumir okkur á að Vesturveldin lofuðu því að Rússland þyrfti ekki að óttast NATO í túnfæti sínum. Í leiðinni má minna á að Helmut Kohl lofaði Bandamönnum því að þýsku löndin tvö, yrðu ekki eitt sameinað ríki, heldur ríkjasamveldi
Útópía
En hvað gerðist svo. Jú hin gamalkunna útópía bjartsýnismanna tók við. Nú átti hinn eilífi-friður, frelsandi og pelsklæðandi hnattvæðing að taka við og Kína skyldi meira að segja einnig mótað til, samkvæmt útópíu hins nýja eilífðar-friðar. Evrópusambandið notaði tækifærið til að breyta sér úr tollabandalagi í yfirríki, og fékk til þess verks hluta úr gömlu stjórnarskrá Sovétríkjanna að láni, þar sem kommúnismi var hið eina löglega lífsskipulag, innan landamæra þess ríkis. Evrópusambandið breytti þeim köflum hennar í að; innan hins nýja Evrópusambands væri það Evrópu-samruni sem væri hið eina löglega lífsskipulag innan landamæra þess. Að ýmsu öðru leyti var stór hluti sovéska réttakerfisins tekinn upp í ESB og hæstiréttur þeirra líka. Þetta ferli endaði sem Maastrichtsáttmálinn, sem aðeins 51 prósent Frakka samþykktu. Það var þarna sem flestir kommar Evrópu stukku um borð í ESB, því verandi þeir kerfiskarlar sem þeir eru, þá sáu þeir þarna mikla og nýja möguleika komandi ESB-ofríkis í nýju ljósi. Í ljósi nýs totalitarian alræðis með gúrkuaðferð. Allt þetta vissu og skildu ekki þau lönd í Austur-Evrópu sem flúðu öskrandi þegar Sovétríkin hrundu. Þau vildu því ganga í Evrópusambandið. En þau skilja þetta samt núna, en komast að sjálfsögðu ekki út aftur
En svo kom það
En svo gerist þetta: Rússar drepa 300 þúsund manns í Téténíu, sem í tvígang reyndi að komast undan hinu nýja Sambandsríki Rússlands. Þetta skelfir löndin í Austur-Evrópu sem um þær mundir voru rétt svo að sleppa undan rússneskum áhrifum. Og þær ríkisstjórnir í Austur-Evrópu sem skildu og studdu ekki óskir og áhyggjur borgara sinna um aðild að varnarbandalaginu NATO, voru einfaldlega kosnar út. Þær voru kosnar frá völdum. Átti þá nýfenginn sjálfsákvörðunar-réttur þeirra kannski bara að vera upp á punt? Ég spyr. Þegar Jeltsin og Pútín ganga svona til verks heima hjá sér, hverju megum við þá ekki eiga von á hér heima, í túnfæti svona manna, hugsaði fólkið sem þekkti Rússland bara af slæmu. Segja má að sá svo kallaði fjölbreytileiki sem háskólareykt uxahalamenni dýrka á Vesturlöndum í dag, sé risavaxið vandamál í Sambandsríki Rússlands sbr. 300 þúsund manna slátrun í Tjéténíu. Og hamingja fjölbreytileikans í Sýrlandi sem Rússland hefur nú stokkið til að bjarga, er ekki beint það sem menn hoppa hæð sína af hamingju yfir þar. Sama má segja um Tyrkland sem hoppar ekki um af hamingju yfir því að hafa líka Kúrda í sínu ríki. Við skulum ekkert vera að minnast á sjálft Evrópusambandið í þessum efnum. Tölum frekar um fjölbreytileika í steinsteypu, til dæmis um hin yfirþyrmandi jákvæðu áhrif alkalívirkni sem beina afleiðingu fjölbreytileika
Hrunið
Og svo eru það Mið-Austurlönd: Það var múr Sovétríkjanna sem skildi að þau ríki. Það var sovéski múrinn frá Balkanskaga til Indlands sem hélt þeim ríkum aðskildum sem frosnum einingum. Og þegar hann féll rann ríkjaskipan þeirra inn í upplausnarferli sem ekki sér enn fyrir endann á. Við fall sovétmúrsins hófust íslamistar handa við að reyna að mynda jihadistaríki og kveiktu í Bandaríkjunum, til að reyna að efla samstöðuna um málstað sinn innan hins íslamíska heims. Bandaríkin brugðist við með því að reyna að koma á einhverskonar lýðræði eins og þau gerðu í Þýskalandi, Japan og Suður-Kóreu. Það mistókst að miklu leyti, en samt ekki að öllu. Staðan í Mið-austurlöndum er því enn frekar óbreytt. Tuggan um að Bandaríkin hafi "sáð þessum fræjum" er byggð á vanþekkingu. Varla eru menn búnir að gleyma innrás Sovétmanna í Afganistan á hátindi olíuverðs á aðfangadag jóla 1979. Þá stóð olíuverð í 110 dölum á 2013-verðlagi og Sovétmenn héldu að þeir gætu keypt heiminn. Svo tók verðið upp á því að hrynja viðstöðulaust næstu tíu árin. Þetta hrun olíuverðs átti stóran og oft vanmetinn þátt í hruni Sovétríkjanna tíu árum síðar. En olíuverðið heldur svo áfram að hrynja og skolar bæði Gorbachev og Jeltsin út á öskuhauga sögunnar og kallar Pútín til valda rétt fyrir aldamót. Vill svo til að þá byrjar olíuverð Eyjólfs að braggast og Vladímír Pútín ríður á hækkun olíuverðs frá árinu 2000 og fram til sumarsins 2014, þegar það byrjar að hrynja á ný, og er enn að hrynja í dag. Þarna klessir Rússland á vegg og hugsanleg innrás í Úkraínu verður að minnsta kosti að bíða betri tíma og olíuverðs. Peningarnir eru búnir í bili. Þetta er staða Rússlands í dag. Rússneski ríkiskassinn er er næstum tómur. Landið er hætt að geta greitt opinberum starfsmönnum laun, langt fjarri Moskvu og það sem verra er, það er hætt að geta sent lífsnauðsynlega peninga út í jaðrana (stuðpúðana). Alveg þveröfugt við Þýskaland, þá sendir Rússland aðstoðarfé út í jaðarríkin, á meðan Þýskaland mergsýgur sín jaðarríki í Evrópusambandinu
Móðgandi?
Hvort að þetta hafi verið móðgandi framkoma við Rússland, þetta með NATO-aðild Austur-Evrópu, er spurning sem á frekar lítinn rétt á sér. Rússar sviku alla samninga við alla í Síðari heimsstyrjöldinni. Það var til dæmis olía frá Rússum sem knúði loftárásir Nasista á Bretland. Rússland neitaði löndum Austur-Evrópu um að kjósa um sína eigin framtíð eftir stríð. Þá sögðu þau sínu eigin fólki, til heimabrúks, að þeir væru enn að berjast gegn fasisma Vesturlanda í Evrópu, vel vitandi það að Nasistar voru ekki fasistar heldur sósíalistar. Rússum féll illa að Bandaríkin og Bretland skyldu bjóða Þýskalandi og Ítalíu sem nýjum vinum inn í samfélag vestrænna þjóða og fyrir að þvinga Frakka til að samþykkja það. Fyrri heimsstyrjöldin hafði nær kostað Frakkland lífið, og enginn hirti um að standa með hamar yfir Þýskalandi í kjölfar Versalasamninganna. Því fór sem fór. Bandamenn hefðu átt að setjast ofna á Þýskaland þá og láta það éta Weimarlýðveldi næstu 80 árin. Fara alla leið til Berlínar. Þess vegna kom ekkert annað til greina í Síðari heimsstyrjöldinni en skilyrðislaus uppgjöf og hernám
Landfræðilegar staðreyndir lífsins
Rússland verður alltaf Rússland, því það getur einfaldlega aldrei orðið annað en það sem landfræðileg staðsetning landsins þvingar það til að vera. Rússland er hart, landlæst og risavaxið ríki sem mun aldrei geta notað stóran hluta landsvæðis síns til neins annars en sem stuðara, því Rússland skortir náttúrleg landamæri, sérstaklega í suðri og vestri. Síberíu er haldið sem óplægðu feni til að torvelda innrásarherjum yfirferð til Moskvu. Dreifing matvæla í þessu tröllvaxna ríki er næstum ómöguleg sökum víðfeðmi og innviða sem geta ekki orðið góðir sökum skorts á náttúrulegum landamærum. Þeim verður að halda fumstæðum og litlum, svo að illa gangi fyrir innrásarheri að komast fram. Rússland á mörgum sinnum auðveldara með að flytja út matvæli til annarra landa en að fæða og klæða sína eigin borgara fjarri Moskvu, sökum innvortis fjarlægða á vísvitandi lélegum innviðum. Og að stjórna þessu ríki pólitískt séð, er ekki hægt nema með terror, hörðu eftirliti og litlu frelsi, sem kallar á enn meiri terror til að koma í veg fyrir að heilu stuðarasvæðin í jöðrum Rússlands yfirgefi ríkið. Það er náttúran sem mótar rússneskt stjórnarfar og lítið annað
Dæmi
Sem einstakt útskýringardæmi er hægt að taka Bandaríkin. Ef að landnámsmenn hefðu komið að því landi úr vestri, Kyrrahafsmegin, þá hefðu þeir rekist beint á hin hrikalegu Klettafjöll. Sú ríkisstjórn sem þar hefði myndast og mótast hefði þurft að vera miklu harðari og óvægari sem stjórnvald í þannig landfræðilegum aðstæðum. Vatnsskortur, eyðimerkur, illa klífanlegir fjallgarðar og harðneskja kallar á harða ríkisstjórn. En Bandaríkin voru sem betur fer numin frá austri til vesturs. Stigið er á land sem er opið og að stórum hluta til siglanlegt á ofboðslegum og lygnum fljótum. Stigið er svo að segja beint inn í stærsta samhangandi og frjósamasta landbúnaðarsvæði jarðar í einu ríki, sem er svo stórt og gjöfult að það eitt og sér gæti brauðfætt allan heiminn í dag. Bóndi inn í miðju landi, þúsundum kílómetra frá sæ, getur skipað afurðum sínum út til annarra landa, ef honum þóknast það. Meira en sex hundruð milljón tonn eru flutt um þessi 40 þúsund kílómetra löngu siglanlegu fljót á ári, fyrir bara smábrot af því sem það kostar með járnbrautum. Lengd siglanlegra fljóta Bandaríkjanna er meiri en lengd allra annarra siglanlegra fljóta heimsins samanlagt. Allar ár renna í réttar áttir, til sjávar úthafa, og einstaklingsfrelsið blómstrar því Bandaríkin eru eyja, með bæði Atlantshaf og Kyrrahaf sér til varnar og verndar. Þau eru því örugg og með veika og milda ríkissstjórn eins og sést svo vel í dag. Það eina sem koma þurfti stjórn á var Karabíska hafið. Ef að norður-endinn á Bandaríkjunum væri ekki einn risavaxinn frosinn tappi, þá væri Kanada ekki sjálfstætt ríki í dag. En vegna þessa frosna norðurenda, fær Kanada meira að segja að tala frönsku í einu fylki. Annars myndi ríkisstjórn Kanada ekki heimila slíkt. Kanada er ríkt vegna þess að það er vinur Bandaríkjanna og Ísland er ríkt vegna þess að það er vinur Bandaríkjanna. Og Rússland er fátækt af því að það er staðsett þar sem það er. Og það er oftast óvinur of margra, vegna landfræðilegrar legu þess. Þar er allt frosið fast mestan hluta ársins og landið er of norðarlega staðsett fyrir of margt, og flest fljót þess renna til vitlausra staða
Hart kallar á hart
Rússland verður aldrei annað en Rússland, vegna þess að það er staðsett þar sem það er. Þetta þarf að virða, því landið verður aldrei annað en það sem það er í dag; harðstjórnarríki. En þau ríki sem búa við hlið Rússlands verður landið einnig að virða. Og Rússland þarf að muna að það var fyrir tilstilli Bandamanna að þeir urðu stórveldi á sínum tíma. Geopólitísk staða Rússlands árið 1945, var bein afleiðing stuðnings og trausts Bandaríkjanna og Bretlands. Og Síðari heimsstyrjöldin var að miklum hluta til bein afleiðing svika Rússlands. Þeir sviku bestu banamenn sína og þeir sviku sitt eigið fólk. Ávallt þarf að mæta hörðu Rússlandi með hörðu. Annars tekur útópían völdin og milljónir manna missa frelsi sitt og líf. Hið sama á við um Stór-Þýskaland. Hin gamla pólitíska villimennska Þýskalands sést nú þegar á Evrópu í dag. Sú staða hefði þótt óhugsandi á tímum Margrétar Thatcher. Algerlega óhugsandi. Þess vegna kemur friðþægingarstefna af hálfu Vesturlanda gagnvart Rússlandi ekki til greina. En það var þannig stefna sem gaf Þýskalandi banvænar hugmyndir í aðdraganda Síðari heimsstyrjaldarinnar. Aðeins öflugur fælnimáttur kemur í veg fyrir að ríki fái þannig hugmyndir
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 38
- Sl. sólarhring: 121
- Sl. viku: 257
- Frá upphafi: 1390887
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Andskoti eru þetta djúpar pælingar og fara svo langt út fyrir það sem maður er venjulega að hugsa að maður verður bara hugsi.Það er margt sem er kannski öðruvísi en maður heldur daligdags.
Halldór Jónsson, 9.9.2018 kl. 14:11
Þakka þér Halldór.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2018 kl. 20:31
Fínt að fá þessa viðbót inn í heimsmyndina. Við höfum tilhneigingu til að líta á Vesturlönd sem nafla alheimsins þar sem allt gerist og þaðan sem öllu er stjórnað. Svo dúkka bara allt í einu upp víðerni og heimsálfur sem lúta allt öðrum lögmálum.
Gott að fá þessa áminningu Gunnar.
Ragnhildur Kolka, 9.9.2018 kl. 22:02
Takk fyrir ítarlega greiningu, Gunnar. Ég er samt efins.
Ef við gefum okkur að Rússland hljóti alltaf að búa við harðari yfirvald en þéttbýlið á vesturlöndum fylgir ekki að þeir hljóti að sitja yfir hlut nágranna sinna umfram önnur stórveldi, sbr. t.d. Bandaríkin og Suður-Ameríka, Bretland og Írland.
Íhaldsmaðurinn Pat Buchanan skrifaði nýlega grein þar sem hann setti Rússa í vestrænt samhengi; efnahagskerfi þeirra er á stærð við Ítalíu.
Rússar eru stórveldi á evrópska vísu frá um 1700. Þeir glímdu við þau bandalögum, með Prússum og Englendingum á móti Frökkum í Napoleónsstríðum en með Englendingum, Frökkum og Bandaríkjunum í fyrra og seinna stríði.
Í sögulegu samhengi eru Rússar ekki herskárri en önnur stórveldi. Nema, vitanlega, á tímum kommúnisma en sú hugmyndafræði gerði ráð fyrir alheimsyfirráðum eða dauða. Og fékk dauða, sem betur fer.
Rússar, held ég, eru hvorki betri né verri en önnur stórveldi. En stórveldi eru almennt, sögulega séð, til nokkurra vandræða. Það fylgir stærðinni.
Páll Vilhjálmsson, 9.9.2018 kl. 22:24
Þakka ykkur kærlega Ragnhildur og Páll.
Það er útilokað að halda ríki eins og Rússlandi saman sem ríki nema með terror og harðstjórn. Þeir pólitísku innviðir sem lifa af hrun pólitískra hugmynda í Rússlandi, eru terror-stofnanir landsins, vegna þess að það eru þær sem halda um völdin í landinu en ekki fulltrúar fólksins. Ef þú flyttir Rússland yfir í Norður-Ameríku þá yrði Rússland eins og Bandaríkin eru í dag. Það er fyrst og fremst landafræðin sem mótar stjórnmál Rússlands sem rússneksk stjórnmál. Pólitískar hugmyndir gera það í miklu minna mæli. Þær spila hér aðeins aukahlutverk.
Þegar að um svona viðkvæmt, varnalaust og óöruggt ríki er að ræða eins og Rússland er, þá skiptir það sem Pat talar um ekki öllu máli. Rússar berjast best og harðast svangir og af snilld á mörkum lífs og dauða. Þetta misskilja andstæðingar landsins aftur og aftur: til dæmis Napóleon og Hitler. Það er hin strategíska dýpt Rússlands sem mótar hernaðarstefnu þeirra. Víðáttan drekkir óvinum og kaupir landinu tíma. Best er að drekkja þeim á stuðara-landsvæði annarra ríkja á innrásarsléttuhraðbraut Evrópu inn í Rússland. Það er ekki tilviljun að Rússar brutu bak þýska hersins í einmitt Úkraínu.
Þegar að ríkjum kemur Páll, þá er fásinna að tala um góð og vond ríki. Öll ríki gera það sem þarf að gera til að lifa af sem ríki. Sum ríki eru einfaldlega óstjórnanleg, vegna landafærði þeirra. Stór hluti Grikklands er til dæmis ekki undir stjórn/valdi ríkisstjórnarinnar í Aþenu vegna landafræði Grikklands. Stærstur hluti landa Norður-Afríku er ekki á valdi ríkisstjórna þeirra. Eina undanþágan þar er Egyptaland.
Það er hérna sem að leiðir Íhaldsmanna og uníversalisma Líberalista (krata) skilja. Íhaldsmenn viðurkenna staðreyndir á jörðu niðri á meðan útópískir Líberalistar berja uníversal reglustrikum sínum við grjót og búa til misheppnuð ríki með uníversal pólitískum þvættingi.
Deila Rússlands við nágranna sína hættir aldrei. Hún er staðalbúnaður landlæstra ríkja með lítil sem engin náttúruleg landamæri á norður-evrópsku innrásarsléttunni, sem einnig mótar harða miðstjórn Parísar yfir öllu Frakklandi. Bandaríkin eru ekki miðstýrt ríki vegna landfræðilegs öryggis þeirra.
Til gamans má geta þess með vissri kaldhæðni að Washington-borg var að fullum vilja stofnfeðra Bandaríkjanna staðsett úti í mýri svo hún myndi sökkva ef hún yrð of stór, langt fjarri öllu því sem máli skiptir á jörðu niðri í bandarísku lífi fólksins.
Rússland verður alltaf vont í augum líberalista. Betra er að viðurkenna það eins og það er, og taka mið af því í samskiptum sínum við það. Í þeim samskiptum gildir aðeins harkan sex. Og ég hlæ þegar menn halda að Rússland geti ekki staðið á bak við absúrd marga vonda hluti; Sjálfa sérgrein þeirra.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2018 kl. 23:14
Hvað varðar stefnu og ítök Bandaríkjanna á meginlandi Evrópu Páll (gleymdi að svara þessu), þá eru þau ekki tilkomin vegna góðmennsku Bandaríkjanna. Þau eru þarna eingöngu vegna þess að þjóðaröryggi Bandaríkjanna hvílir á því að engin ein pólitísk eining í heiminum hafi burði til að skáka þeim sem flotaveldi og þar með að ráðast inn í Bandaríkin. Ráðast að þeim sjóleiðina.
Afskipti Bandaríkjanna af Evrópu í Fyrri heimsstyrjöldinni voru til að koma í veg fyrir að ein pólitísk eining gæti myndast á meginlandi Evrópu sem gæti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Ef Þýskalandi hefði tekist að ráða meginlandi Evrópu þá hefði það getað byggt flota. Bandaríkin skárust í leikinn til að koma á aftur á því valdajafnvægi á meginlandinu sem kæmi í veg fyrir myndun evrópsks drottnara. Við upphaf Fyrri heimsstyrjaldar var herafli Bandaríkjanna á stærð við herafla Portúgals. Aðeins Bandaríkin geta í einum grænum hvelli móbíliserað og kallað saman tvær milljónir manna með engum fyrirvara og sent þá yfir hálfan hnöttinn án þess að missa einn einasta mann í þeim sjóflutningnum. Þýski keisarinn hefði ekki einu sinni getað sent flöskupóst öfuga leið leið.
Það sama gliti í Síðari heimsstyrjöldinni. Þá biðu Bandaríkin, eins og í þeirri Fyrri, fram á síðustu stund með að skerast í leikinn í Evrópu. Það var ekki fyrr en að málin voru við það að þróast þannig að Rússland og Þjóverjar gætu sameinast gegn Bandaríkjunum og rústað Frakklandi, að þau skárust í leikinn í Evrópu til að koma því valdajafnvægi á á ný sem hindrað gæti slíka sameiningu. Ekkert eitt ríki í heiminum getur skákað Bandaríkjnum, en samvinna öflurga ríkja gæti það hins vegar. Hana þarf því að kæfa áður en hún getur orðið til.
Í dag er það bygging Intermarium hugmynda hins pólska Józef Pilsudski sem móta framtíðarstefnu Bandaríkjanna í Evrópu. Að byggja fleyg sem lokar á að Þýskaland og Rússland geti sameinist gegn Bandaríkjunum.
Stefna Bretlands gagnvart meginlandinu er að sjálfsögðu hrokkinn í þann sama gír og hún var alltaf: að splitta meginlandi Evrópu, annað hvort utan frá eða innan frá og koma í veg fyrir að Evrópa gæti byggt flota sem sökkt getur Bretlandi. Þess vegna er Bretland búið að gera nýjan varnarsamning við Pólland, að vísu á byrjunarstigi en merkið er gefið: hér stöndum við og þetta er okkar stefna frá og með nú; að splitta og kljúfa.
Þetta er grunnþemað í því sem er að gerast í dag. Bandaríkin afvopnuðust ekki eftir WWII eins og þeir gerðu eftir WWI. Þeir lærðu af reynslunni og sú stefna þeirra með tilliti til meginlands Evrópu keyrir á ómeðvitaðri sjálfstýringu bandaríska þjóðríkisins. Þess vegna eru Bandaríkin nú þegar komin inn í Pólland og þess vegna gaf Trump út Varsjáryfirlýsinguna síðasta sumar. Nú er það Varsjá sem er Berlín. Og Berlín er varla í vinasafni Bandaríkjanna lengur, því enginn veit hvað Þýskaland er að hugsa. Það gæti hæglega verið á leið austur. Það veit enginn enn því Þjóðverjar eru enn að reikna út hina nýju pólitísku stöðu sína í Evrópu og heiminum í dag. ESB er að verða eitthvað svo þurrausið eins og er. Rjóminn er búinn og undanrenna er ekki nóg fyrir Þýskaland, sem aldrei hefur getað hvílt á sjálfu sér innan landamæra þess.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2018 kl. 00:32
Smá viðbót við svar mitt Páll.
Sumir segja að Rússland hafi dáið vöggudauða í Tétjeníu sem nýtt kornabarn í vöggu lýðræðisins (aðvörun; vinstriútgáfa). Sannleikurinn er auðvitað sá að Rússland hefur aldrei verið lýðræðisríki nema að nafninu til og verður það aldrei. Lýðræðislönd sem taka sig sjálf alvarlega sem slík, geta ekki varið sig gegn svona hernaðarisma (e. militarism) á neinum vígvöllum. Forseta Bandaríkjanna yrði stillt fyrir herrétt ef hann dræpi stóran hluta Main-búa undir nafni "þjóðaröryggis", eða þá ef hann fórnaði heilu herjum landsins að óþörfu á vígvelli í þágu góðs málstaðar. Lýðræðisríki þola ekki slíkt, og var þó bandaríska borgarastyrjöldin nógu slæm.
Eina leiðin að verjast hernaðarisma Rússlands er að ógna því fyrirfram með slíkum hernaðarlegum yfirburðum að þeir fái ekki neinar þær röngu hugmyndir sem til dæmis Adolf Hitler fékk frá 1918 til 1939 - og svo aldrei að gefa tommu eftir, hafi maður réttinn sín megin til að halda fast. Það er þetta sem Donald J. Trump er að reyna að gera í dag. Að rétta við fælnimátt hins bandaríska herstyrks, sem er svo dýrmætur því lýðræðisríki að hann þolir ekki óþarfa mannfall vegna vanrækslu á viðhaldi hans; bæði í verki og orði.
Nýlendustefna Rússlands hætti aldrei. Rússland átti ekki mikið af nýlendum í fjarlægum löndum, því nýlendur þess voru flestar í túnfæti þess suður í Kákasus. Útþensla Rússlands sem ríkis á tímunum frá Ivans grimma og gegnum tíma Katrínar miklu inn í Norður-Kákasus, fram til þess tíma er þeir 1785 rákust á gamla Tyrkjaveldið, sem dó 1923, var ein samfelld nýlenduvæðing af Rússlands hálfu. Þarna er það stuðara-stefnan sem ræður för (e. buffer-zone strategy). Við stofnun Sovétríkjanna 1922 hófst svo dæling sovéskrar veraldarhyggju inn í þennan heimshluta, sem er nýlendusvæði Rússlands í suðri. Þeir reyndu einnig að kristna heimshlutann en það mistókst hrapallega eins og sést á stríðinu í Téténíu og upplausn hins sovéska múrs í Mið-Austurlöndum.
Munurinn á Rússlandi í dag og á Sovétríkjunum er ekki endilega eins mikill og menn halda. Það fer eftir því við hvaða tímabil menn miða við í sögu Sovétríkjanna. Hvort að æðsta stjórnvald landsins heiti Zar, Aðalritari eða Forseti eiga menn ekki að einblína á. Þetta er einungis framhald af hvort öðru í hinum ýmsu myndum. Hin pólitíska hugmynd um Rússland er það sem ber tilvist ríkisins uppi í hjörtum borgaranna. Útfærsla hennar er það sem menn þurfa að óttast, sérstaklega í ljósi reynslunnar.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2018 kl. 07:51
Ég verð að segja Gunnar þetta er Masterpice ritgerð og gaman að lesa. Þessi risa prammi er dálítið sem ég hef áhuga á en vann fyrir Crowly Maritime upp í Alaska en þeir sáu mest um flutning á sjó norður í Barentshaf þessi flutningur byrjaði yfirleitt í Gulf of Mexico. Þetta var heilt ævintýri að sjá. Þeir voru líka með landflutninga á Olíupípunni bæði norðan frá og sunnan frá.Mér þætti það ekki ólíklegt að þeir gerðu þessa pramma út.
Valdimar Samúelsson, 10.9.2018 kl. 11:52
Þakka þér Valdimar fyrir góðar kveðjur og frásögn.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2018 kl. 12:39
Góð og fræðandi lesning. Takk Gunnar.
Haukur Árnason, 10.9.2018 kl. 13:24
Þakka þér lesturinn og innlit Haukur.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2018 kl. 14:26
Rússar sviku engan 23. ágúst 1939 eftir það, sem á undan var gengið.
Bretar og Frakkar afhentu Hitler í raun Tékkóslóvakíu á silfurfati í Munchen 1939, fyrst Súdetahéruðin, og horfðu síðan upp á allt landið fara til Hitlers án þess að hermaður væri hreyfður. Þeir gerðu þetta allt á bak við Rússa.
Bandalag Frakka, Breta og Sovétríkjanna til varnar Pólverjum fór út um þúfur vegna þess að Pólverjar neituðu að leyfa Rússum að koma þeim til hjálpar á þann eina hátt sem gerlegur var, - með því að senda rússneskt herlið yfir pólsku landamærin til hjálpar Pólverjum.
Stalín gat auðvitað á engan hátt treyst Vesturveldunum, sem höfðu fram að þessu í raun hjálpað Hitler við að að herja eingöngu í austurátt, enda kom í ljós, þegar Hitler sendi meginþorra hers síns inn í Pólland í september 1939 sátu herir Frakka og Breta kyrrir á vesturlandamærum Þýskaland á meðan Hitler gat hakkað Pólland í sig áhyggjulaust á metttíma.
Ómar Ragnarsson, 10.9.2018 kl. 15:06
Ómar
Samvinna Stalíns við Hitler kostaði 30 milljón Rússa lífið. Hann sveik alla og mest þjóð sína.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 01:35
Og þess utan sagði Hitler við herforingja sína að hann hefði aldrei ráðist inn í Vestur-Evrópu ef hann hafði ekki haft Stalín í bakið í austri, því þeir reyndu að tala hann frá því, það væri óðs manns æði, vegna þess að síðast komust þeir aðeins 100 kílómetra og misstu líf nærri tveggja milljóna Þjóðverja í þeim leiðangri.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 01:42
Súdetahéruð Tékkóslóvakíu og svo síðar Tékkóslavía öll voru ekki "afhent á silfurfati" því hvorugt var á hendi Breta og Frakka. Þeir gátu því ekki afhent neitt. Hins vegar var hægt að færa viss rök, svipuð og Vladímír Pútin færir í dag, fyrir þýskum ítökum í Súdetahéraði. Tékkar voru ekki viðstaddir fundinn í Munchen.
En eins og þú veist Ómar var banvæn friðþægingarstefna Breta og Frakka þá á fullu, sviðuð þeirri sem sumir vilja viðhafa gagnvart Rússlandi í dag. Sú stefna þá, var þó mest af hendi Frakka og Láglanda, sem þoldu hreinlega ekki meira af þýskum terror sem þjóðir.
Bretland var þó byrjað að undirbúa sig, fyrir það versta. Enda stoppuðu skyndiáhlaup Hitlers með vanbúnum her sínum einmitt þar. Þá var gosið í flösku hans búið og framhaldið varð strit og dauði.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2018 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.