Leita í fréttum mbl.is

Pantaðir þú þessa jarðýtu?

Leiðari Wall Street Journal í gær var á sama máli: "Skrifarinn sem þorir ekki að segja til nafns er engin hetja"

****

Húsið titrar, blómavasar skjálfa. Glerið glamrar og kyrrðin kyrkist. Stokkið er til og kíkt út um glamrandi gluggana. Þetta er rosalegt. Tröllsleg Caterpillar jarðýta er komin, mætt á staðinn og byrjuð að framkvæma. Geggjunarsvipur nágrannanna í glamrandi gluggum, leynir sér ekki. Þeir horfa vantrúa á jarðýtuna sem ryður öllu því sem óhagganlegt var talið bara burt, eins og sméri

Pantaðir þú þessa jarðýtu er spurt. Já, einginlega, en hún var samt ekki minn fyrsti valkostur. Síðast pöntuðum við mann með andaglas, en ekkert gerðist. Þar á undan pöntuðum við (sálar) rannsóknarmann með reipi, en með litlum árangri. Eitthvað varð að gera, því annars hrynur fjallið ofan á okkur og allur bærinn ferst. Auðvitað kostar þetta sitt, en það varð að gera þetta. Við biðjumst afsökunar á blómavösunum og skökku málverkunum á stofuveggnum. Þetta með mini-styttuna af Eiffelturninn í garðinum, sem hann rak sig í, hana verður líklega erfitt að rétta úr. En þetta klárast sennilega á réttum tíma, því hefur hann lofað og hann stendur víst alltaf við það sem hann segir. Og við erum eiginlega öll strax byrjuð að græða á þessu, því fasteignaverðið er byrjað að hækka og fyrirtækin sem flúðu þora að opna hér á ný

(1.) Diplomats who loathe Trump find their good cop talk and soft power has more resonance once it is backed up by a better military, a better national security team, and an unpredictable commander-in-chief who might just be capable of doing anything at any time to anyone anywhere in the defense of American interests and sovereignty.

Tvær krækjur, (1.) Trump on the Ground - Victor Davis Hanson bóndi um Trump áhrifin í lífi venjulegs fólks í næsta nágrenni hans. Og (2.) Grein Victors "Þegar jarðarfarir breytast í stjórnmál" - When Funerals Become Politics

Fyrri færsla

Einangrunar-forseti Bandaríkjanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

NYT NYSE Net Income

Mynd: nettó-árstekjur New York Times (merki: NYT á NYSE)

Þar sem að til dæmis ritstjórn Wall Street Journal skrifar í leiðara sínum að þeir myndu ekki birta svona eðlis efni nafnlaust, og svo þegar afkoma New York Times er skoðuð, þá má alveg eins gera ráð fyrir því að þessi svo kallaði leki sé uppspuni frá rótum. Tekjur New York Times blaðsins hrundu -84,92 prósent á milli síðustu ársuppgjöra og eru nánast engar í dag, eins og sést á grafinu.

Mexíkanskur milljarðamæringur er stærsti einstaki hluthafinn í New York Times. Hann á rúm 17 prósent af blaðinu og kýs stjórnarmeðlimi. Í ritstjórn blaðsins situr blaðamaður sem óskar þess að hvítt fólk hætti að eignast börn og deyi út.

Líklegt má telja að blaðið hafi hagnast á framboðsbaráttu Trumps sem hann tilkynnti um í júní 2015, en svo þegar fréttamennska blaðsins varð þeim lesendum sem ekki eru Trump-hatarar ljós, þá falla tekjurnar hrikalega þegar þeir segja áskriftinni upp. Og það er þá sem blaðið neyðist til að biðjast afsökunar á framferði sínu í kosningabaráttunni, eins og Trump bendir á í myndbandinu hér að ofan.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2018 kl. 12:51

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir þetta, bóndinn í Kaliforníu er giska skarpur að greina ástandið í raunheimi.

Páll Vilhjálmsson, 7.9.2018 kl. 21:15

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir innlitið og góðar kveðjur Páll.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2018 kl. 22:49

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Athyglisvert myndband um æsifréttastíl fréttablaðs. Trúverðugleikinn farinn. Eins og þú bendir á vantar greinarhöfund? Vonandi eyðir Trump ekki meira púðri á andstæðinga sem þannig tala.

Fyrri grein þín sýnir hvað einn maður í Ameríku getur framkvæmt. Endurræst stórt þjóðríki og stuðlað að sköpun fjögra milljóna nýrra starfa, á innan við 3 árum. Þú og Trump eru góðir saman og rökfastir.

Eins og þú bendir á er ólíklegt að slík umskipti geti orðið í marxískum ríkjum Evrópu. Mikið þarf að ganga á áður. Fyrst nú eftir margra ára gagnrýni sjá menn að vitlaust er gefið í löggjöf um íslenska fjölmiðla og eftirlitsiðnað. Taprekstur og ótímabært brotthvarf hundruð fyrirtækja af markaði er afleiðing þessa andvaraleysis.

Sigurður Antonsson, 8.9.2018 kl. 18:27

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigurður fyrir innlit og góðar kveðjur. 

Víst óhætt að taka undir orð þín.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2018 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband