Leita í fréttum mbl.is

Útsala á Íslandi í hendur takmarkaðrar ábyrgðar

Ýmsar kenningar svífa nú um háloftin, langt fyrir ofan loftslög hins almenna kjósenda, um hvernig úrsagnar-niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu Breta úr Evrópusambandinu á að enda með því sem kom ekki út úr henni. Sú einfalda niðurstaða fyrirskipaði útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu

Flest fyrirtæki hafa ekki kosningarétt því það var lýðræðislegt stjórnarfar sem með lögum bjó til fyrirtæki með takmarkaða ábyrgð, og skapaði þar með kapítalismann. Þess vegna hafa fyrirtæki með takmarkaða ábyrgð engan kosningarétt. En samt ráða þau miklu um það hvernig málið á að komast til framkvæmda. Of miklu

Það er alger óþarfi að hlusta of mikið á það sem fyrirtæki með takmarkaða ábyrgð segja. Ábyrgð þeirra er takmörkuð, og þau þar með ábyrgðarlaus í þessu máli. En samt er það svo að öll lönd sem bara svo mikið sem snerta það mál sem heitir Evrópusambandið, eitrast og mygla að innan. Öll lönd sem koma nálægt þessu fyrirbæri verða pólitískir vígvellir hinna ábyrgðarlausu, því það sem ræður för eru fyrirtæki með takmarkaða ábyrgð

Hvernig væri að þeim sé nú hótað af þeim sem bera ábyrgð á ábyrgðarleysi þeirra. Verið er að selja hluta af Íslandi til hinna ábyrgðarlausu. Hluti af fullveldi Íslands hefur verið færður í vasa þeirra sem takmarkaða ábyrgð bera og jafnvel enga, og sem ekkert umboð frá neinum kjósendum hafa heldur. Sú stund nálgast að allir stjórnmálaflokkar verða gjaldþrota á vegum þeirra sem takmarkaða ábyrgð bera

Hver hefur gefið flokkunum leyfi til að veðsetja sig svona. Ekki kjósendur, svo mikið er víst. Þeir fara því úr flokkunum: flokks-útgangan heitir það

Fyrri færsla

Bandaríkin: bæði þak, gluggar og garður Evrópu - sólin líka


mbl.is 4.700 hektara jörð seld með hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er sorglegt Gunnar en menn selja ömmu sína ef þeir myndu græða á því. Ég hef verið að fylgjast með þessu í langan tíma sérstaklega eftir að einn viðskiptavinur sagði mér að hann væri að kaupa jarðir og væri leppur erlendra en svoleiðis kemur ekkert fram í kerfinu. Hér er slóð hjá EU fasteignasölu sem lýsir reglum hvers lands innan EU. 

https://tranio.com/articles/european_limitations_on_foreign_property_purchases/

Valdimar Samúelsson, 10.7.2018 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband