Miðvikudagur, 4. júlí 2018
Ungir hvítir bandarískir karlmenn flytja sig til Donalds Trump
Mynd. Repúblikaninn Ulysses S. Grant, hermaður (106 mín.) og 18. forseti Bandaríkjanna. Ég óska ykkur til hamingju með fullveldið og sjálfstæðið, þjóðhátíðardaginn 4. júlí, Bandaríkjamenn
****
Bandaríkin
Hinn 72 ára Donald J. Trump hefur nú því sem næst einhent gerbylt Repúblikanaflokknum þannig að hvítir karlmenn á aldrinum 18-34 ára, svo kallaðir "millennials" eða þeir sem komu út úr skólum í kringum árþúsundskiptin, hafa flutt sig frá Demókrataflokki og yfir til Repúblikanaflokks
Árið 2016 var nær helmingur (50%) þessa hóps Demókratar, en aðeins 36 prósent Repúblikanar. Tveimur árum síðar er þetta næstum öfugt: Hvítir karlmenn í þessum aldurshópi eru nú 46 prósent Repúblikanar og aðeins 37 prósent Demókratar. Donald J. Trump er að gerbylta Bandaríkjunum (sjá frétt). Svipuð var niðurstaða könnunar sem birtis WSJ í apríl, en fór ekki hátt
Þýskaland
Ljóst er nú að Angela Merkel mætti múr 160 þingmanna í flokksbandalagi CDU/CSU á mánudag, þar sem henni var stillt upp við vegg og sagt að samþykkti hún ekki tillögur Bæjaralands, þá myndu þeir þvinga fram afsögn hennar. Hún ræður því litlu í Þýskalandi lengur og ríkisstjórn hennar enn minna
Samkomulag Merkels og Seehofers er nú að springa út sem farsi í ESB. Austurríki sagði að ekkert samráð hafi verið haft við sig, en landamæri þess liggja upp að Bæjaralandi. Það hótar nú að loka Brennerskarðinu. Því fagnar Ítalía því þá kemur lýður Merkels ekki að þeim úr norðri. Angela Merkel er að springa út í allri álfunni, sem eitt allsherjar getuleysi og klúður
Virkar
Það er afskaplega ánægjulegt að Donald Trump sé eini stjórnmálamaðurinn sem það borgar sig að horfa á - og hlusta vel og vandlega á það sem hann segir. Fox var með viðtal við hann um helgina. Ég horfði á það á YouTube. Þegar fréttamaðurinn spurði hann hvort að tollar á innflutta bíla væru ekki bara auka-skattur á neytendur, þá sagði hann. "Það verða engir tollar. Þeir verða allir framleiddir hér í Bandaríkjunum". Í gær sagði forstjóri Porsche á þá leið að þetta væri ekkert vandamál (no brainer) fyrir þá. "Það tók okkur tvær sekúndur að ákveða að best er byggja verksmiðju í Bandaríkjunum".
Sem sagt tollar Trumps á bíla eru ekki upp til samningaviðræðna, heldur verða menn að flytja verksmiðjur sínar til Bandaríkjanna. Þá er um enga tolla að ræða. Einfalt mál. Messuhald Trumps yfir ESB-ríkjum í NATO hefst svo í næstu viku. Búist er við miklum átökum og jafnvel aftökum, því til dæmis Þýskaland lýgur þar um sjálft sig fyrirfram, og heldur enn að það komist upp með slíkt
Fyrri færsla
Hýrnar yfir AfD í Þýskalandi. Kína að lokast inni - og Merkel úti
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:46 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 22
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 1387437
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Góð Grein en Trump kallinn er alveg með þetta á hreinu og sama hvað Merkel segir. 'eg hef reyndar aldrei skilið hvernig hún komst upp á pallborðið hjá Þýskum.
Var það ekki Grant sem Jón Ólafsson vingaðist við og fékk Alaska með það fyrir augum að stofna Íslenska nýlendu fyrir Íslendinga c 1867 en þeir sem biðu sprungu á limminu og fóru eða voru plataðir norður í Winnepeg. Jón var afi Halldórs okkar Jónson.
Valdimar Samúelsson, 4.7.2018 kl. 12:36
Góðar skýringar hjá þér, og bráðnauðsynlegar.
Changing times require changing policies. Just because America’s trade practices made sense decades ago does not mean these same trade practices make sense in the 21st century.
Egilsstaðir, 04.07.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 4.7.2018 kl. 12:50
Af hverju kemur komman í eignarfalls essinu, s, alltaf sem tölustafir, hjá mér?
Jónas Gunnlaugsson, 4.7.2018 kl. 12:53
Þakka ykkur fyrir drengir góðir.
Já Jónas. Það er líklega gamla iso-8859-1 stafasettið í bloggkerfinu sem gerir þetta með að sum tákn birtast ekki eins og skrifarar vija að þau eigi að birtast. Mér finnst vera kominn tími á Unicode UTF-8 stafasettið fyrir þetta góða kerfi blog.is
Þetta með U.S. Grant og Jón Ólafsson veist þú miklu betur en ég Valdimar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.7.2018 kl. 13:23
Ég mæli með þessum góða og stórmerkilega 106 mínútna þætti um U.S. Grant: Ulysses S. Grant Warrior and President.
Það eru ekki margir forsetar sem þurft hafa að standa á götuhorni og selja eldivið til að eiga í matinn fyrir fjölskylduna. Það er þó reynsla sem ég mæli með.
Sjálfsævisaga hans fæst ókeypis í íslensku iTunes bókhlöðunni hjá Apple.
Gunnar Rögnvaldsson, 4.7.2018 kl. 13:31
Viss sagnfræðileg öfl höfðu sérstakan áhuga á því að breiða út óhróður um U.S. Grant og að skrifa hann niður sem bæði hermann og forseta. Til dæmis þeim áróðri að hann hefði drukkið stíft. En það er bara ekki rétt, segir einn virtasti sagnfræðingur Norður-Ameríku, Jean Edward Smith, í bók sinni um Grant og arfleið hans. Hér má horfa á það sem Smith hefur að segja um Grant, þ.e. að hann hafði verið einn besti og merkilegasti maður og forseti sem Bandaríkin hafa átt. Hvorki meira né minna.
Gunnar Rögnvaldsson, 4.7.2018 kl. 13:47
Það var eitthvað líkt með Nixon, elítan var ekki sátt með hann.
slóð
Við þurfum að muna að Nixon var rekinn af Big Pharma, af því að hann vildi búa til Norræn sjúkrasamlög, ég gef því það nafn. Nixon var einn besti forseti Bandaríkjanna.
Egilsstaðir, 04.07.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 4.7.2018 kl. 15:24
Þakka Gunnar. Ætla að kíkja á þessar slóðir sem þú gefir okkur.
Valdimar Samúelsson, 4.7.2018 kl. 15:26
Þetta Grant myndband var fróðlegt og einmitt það sem mér vantaði en var búinn að lesa margar dagbækur Norðanríkjamanna en þar kemur fram að svertingjarnir hjálpuðu flóttamönnum á leið norður.
Grant hefir verið svipaður og Trump sem lætur hlutina ganga.
Valdimar Samúelsson, 4.7.2018 kl. 19:37
Jón fékk nú ekki Alaska þótt hann mæltist víst til þess, enda fékk hann ekki stuðning í þessu máli. Og ekki getur það hafa verið 1867, því þá var hann enn skólapiltur í lærða skólanum (MR).
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 4.7.2018 kl. 22:37
Er ekki eðlilegt að bílaframleiðsla fyrir Ameríkumarkað flytist til Amreíku? þar er nóg innlent vinnuafl öfugt við td. Þýskaland sem þarf að reiða sig á innflutt vinnunafl, hvað síðan gerist í Evrópu þegar þeir hætta að geta selt til Ameríku og atvinnuleysið fer að fara upp úr öllu valdi þar?
Hrossabrestur, 4.7.2018 kl. 23:28
Þakka ykkur Ingibjörg og Hrossó.
Gott að krækjan gagnaðist þér Valdimar. Þetta var einmitt það sem sonur minn sagði þegar hann fékk leynilögreglu-sett með handjárnum og öllu í jólagjöf þegar hann var fjögurra ára: "Einmitt það sem mig vantaði" sagði hann og ljómaði. Mér finnst þessi þáttur um Grant svakalega áhugaverður og góður. Einmitt það sem mig vantaði, að minnsta kosti.
Jú Hrossabrestur, rétt hjá þér, það er í hæsta máta eðlilegt að þeir bílar sem neytt er í Bandaríkjunum séu framleiddir í Bandaríkjunum. Og jú hárrétt hjá þér; Þýskaland er útflutningsháðasta ríki heimsins og orðið svo skakkt og afbakað í flesta staði að það flytur út helming landsframleiðslu sinnar. Slíkt er hroðaleg afbökun hjá einu meiriháttar hagkerfi heimsins. Bandaríkin flytja út um 12 prósent af landsframleiðslu sinni, en geta lifað góðu lífi án útflutnings, ef út í það er farið. Svo þessu stríði geta Bandaríkin ekki tapað því þau hafa hreinlega engu að tapa, en allt að vinna.
Export-wunder Þýskalands er að lenda á veggjum út um allt. Óveðursskýin hrannast upp yfir þýska hagkerfinu. Vonandi fara þeir ekki út í það að kreista alveg síðustu dropana út úr hinum ESB-ríkjunum, og evruríkjunum, sem eru í handjárnuðu gengisfyrirkomulagi við það, því þau þola ekki meira Þýskaland, sem virkar eins og svarthol sem sogar allt til sín. Það er ekki hægt að byggja upp efnahagslega tilveru í kringum svarthol. Gengisfölsun Þýskalands með evru er að hefna sín.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.7.2018 kl. 00:47
Þakka Gunnar. Ingibjörg auðvita hefir þú rétt fyrir þér en febrúar 1875 skrifar hann formála í ritinu ...Stofnun Íslenzkrar Nýlendu...og þakkar ýmsum og þar á meðal Forseta bandaríkjanna sem er líka yfirmaður sjóhersins. Ekkert nafn Það var farið með hann og tvo aðra norður til Alaska á Kodiak eyju. Hann fór til baka en þá hafði fólkið gefist upp að bíða. Ég held að það hafi verið Grant frekar en Adams. fletti því upp í dag.
Valdimar Samúelsson, 5.7.2018 kl. 09:20
Mikið var ég ánægður en U Grant var Forseti Bandaríkjanna og þá var hann vinur Jóns Ólafs Alaskafara. .Sjá: President of the United States (1869–77) Grant led the Republicans in their efforts to remove the vestiges of Confederate nationalism and slavery during Reconstruction.
https://en.wikipedia.org/wiki/Ulysses_S._Grant
Akkúrat 100 árum síðar eða apríl 1969 til ágúst 1977 bjó ég í Alaska en fékk bakteríuna 10 ára gamall þegar Afi minn gaf mér Alaska bæklinginn frá Jóni Ólafsson en Jón var kennari hans.US government printing office gaf þennan bækling út 1875 svo það hefir verið hraði á þessum ákvörðunum hjá Grant og Jóni. Passar það ekki við sögu Grants. Snöggur að taka ákvarðanir.
Tilviljun eða fyrirfram ákveðið lífs prógram hjá mér ?. :-)
Valdimar Samúelsson, 5.7.2018 kl. 11:07
Valdimar.
Skoðaðu þetta skjáskot:
og
Hér má lesa textann (að minnsta kosti að hluta til): The Papers of Ulysses S. Grant: 1874 - blaðsíða 175-176 (Endorsement)
Alasca-málið (með C)
Gunnar Rögnvaldsson, 5.7.2018 kl. 14:10
Þakka Gunnar og aftur komu upplýsingar sem mig vantaði og það með hraði. Ég var nefnilega að lesa rit Jóna um nýlendu í Alaska en þar einmitt segjast þeir vera að bíða eftir svari frá Grant en þingið gat ekki afgreitt en hefir gert síðar eins og kemur fram í upplýsingum frá þér. Þakka aftur.
Valdimar Samúelsson, 5.7.2018 kl. 15:53
Hah! Mér finnst það nú ansi merkilegt að Jón skuli hafa verið afi Halldórs okkars Jónssonar! Takk fyrir þetta Valdimar. Mér sást þarna yfir hjá þér. Þetta útskýrir kannski hið ramma afl Halldórs.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.7.2018 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.