Leita í fréttum mbl.is

Hýrnar yfir AfD í Þýskalandi. Kína að lokast inni - og Merkel úti

Viðtal: Utanríkisráðherra Ungverjalands kann Gagn og gaman þjóðanna og saga lands hans er löng og ströng, sérstaklega frá og með Trianon 1920. Hún er lengri en gatslitin smásaga breska ríkisútvarpsins, sem er ónýt í dag, eins og sést hér. De Gaulle er kominn aftur, í mörgum löndum

Þýskaland

Þarna sjáið þið. Angela Merkel er að missa tökin á landsstjórninni og félagar hennar í Bæjaralandi leika sér að henni. Þið hafið enga ástæðu til að kjósa hana og flokk hennar aftur. Enda gerðuð þið það ekki síðast, svo það var rétt með naumindum að flokkur hennar, sá stærsti í landinu, gat myndað ríkisstjórn. Þið kusuð hana ekki vegna þess að ykkur líkaði ekki pólitík hennar. Og pólitík hennar hefur ekki batnað, heldur versnað. Allt hefur versnað. Þó svo að hún fari frá, þá vitum við að þið mynduð ekki kjósa flokk hennar eftir allt það sem hann hefur kallað yfir landið ykkar, Þýskaland. Nú hendist flokkur hennar úr einni krísunni í aðra. Og þetta mun bara versna, skulum við segja ykkur. Það er því ánægjulegt að hvorki Bæjaraland né Merkel í Berlín fengu það sem þau báðu um í gær. Við mætum því til leiks og sláum meirihluta CSU út af laginu í Bæjaralandi í október. Á landsvísu mælumst við með 16,5 prósent fylgi núna. Fyrir níu mánuðum síðan fegnum við 12,6 prósent, þ.e. í kosningunum 24. september 2017. Merkel gat loksins myndað ríkisstjórn þann 14. mars 2018 og aðeins fjórum mánuðum síðar er stjórn hennar við það að springa. Og springa mun hún

Kína

Það styttist í að Donald Trump banni meðlimum í kínverska kommúnistaflokknum að stíga fæti á bandaríska grund. Og þó fyrr hefði verið. Milljón manns frá Kína hafa verið að kaupa sig inn í Norður-Ameríku með peningum sem enginn veit í reynd hvaðan koma. Og þessa dagana er hann Trump að neita kínversku símafélagi um markaðsinngöngu í Bandaríkin. Öll stórveldi mannkynsögunnar hafa verið byggð með því að verjast. Þýskaland varð til með tollum. ESB varð til með tollum. Það er í reynd tolla-kartel. Bretland varð til með tollum og Bandaríkin líka. Þeir sem skilja ekki þjóðarhagfærði skilja ekki Auðlegð þjóðanna. Og tolla mun hann setja á bifreiðar. Allir sem hafa markað í Bandaríkjunum munu flytja framleiðsluna þangað. Það tók bílaframleiðendur ekki nema tvær sekúndur að skilja það, ákveða og samþykkja. Heimurinn er að breytast hratt, en samt ekki. Hann færist í fyrra horf, sem virkaði

Franska Maastricht herferðin ps-maastr92

Mynd: Franska Maastricht herferð sósíalista 1992. Hún snérist um að hræða almenning með Bandaríkjunum og Japan. Evran snérist aldrei um annað. Aðeins 51 prósent Frakka sögðu já

ESB

ESB getur ekki séð um varnir sínar, því þær kosta svo mikið. ESB getur aldrei byggt upp her. Því vantar peninga, demos, ethos og telos. Það á ekki fyrir tvö þúsund kjarnorkusprengjum. Enda myndi enginn í ESB treysta neinum til að hafa þær þar. Þetta er búið spil fyrir ESB. Annað hvort borgar það Trump eða gefst upp. Reyndar er Evrópusambandið gjaldþrota nú þegar. Siðferðilega, efnahagslega og málefnalega. Það sást vel í gær og hefur sést alla daga síðan 2008 og fyrr

Vitið þið af hverju Þýskaland reynir svona mikið að halda ESB saman. Jú, vegna þess að án hins "innra markaðs ESB" er Þýskaland gjaldþrota. ESB er stuðpúðaverk Þýskalands. Þangað fer helmingur útflutnings þess. Án ESB er Þýskaland kaput, því hagkerfi þess sjálfs er svo hnigið. Allir eru orðnir gíslar Þýskalands í ESB. Stuðpúðar þess

Fyrri færsla

Þýskaland snýst gegn Angelu Merkel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband