Leita í fréttum mbl.is

ESB og NATO ekki nóg

SUNNUDAGUR

Hvers vegna Síðari heimsstyrjöldin skiptir máli í dag: Victor Davis Hanson er einn virtasti sagnfræðingur í sögu hernaðar í heiminum og bóndi. Hér útskýrir hann Síðari heimsstyrjöldina og segir frá því hvað kom henni af stað og hvað í nútímanum getur verið skapa svipuð skilyrði fyrir nýjar hörmungar. Hvers vegna Síðari heimsstyrjöldin skiptir máli í dag, er mikilvægt að vita

****

Ismay lávarður útskýrði hlutvert NATO mjög vel: Það var stofnað til að halda Rússlandi úti, Bandaríkjunum inni og Þýskalandi niðri. Staðan á meginlandi Evrópu er hins vegar orðin sú að Rússland er inni, Þýskaland er efst og Bandaríkin að mestu komin út, því þau eru með aðeins 35 þúsund hermenn í Þýskalandi í dag, miðað við 250 þúsund árið 1985. Það voru Bandaríkjamenn sem héldu friðinn á meginlandi Evrópu, en sem Evrópusambandið er nú að rífa í tætlur

Pólland finnur vel fyrir þessari stöðu, því í síðustu viku komst pólska fréttastöðin Onet yfir þá pappíra sem pólska varnarmálaráðuneytið hefur lagt fyrir bandaríska varnarmálaráðuneytið, þess efnis að Pólland greiði allt að tvo milljarða Bandaríkjadala til uppbyggingar á nýrri bandarískri herstöð í Póllandi

Þar sem Þýskaland neitar að uppfylla skuldbindingar sínar við NATO og reynir þannig að veikja varnarbandalagið eins og það getur, þá hefur Pólland snúið sér beint til Bandaríkjanna, því Pólverjar vita að tími fjölþjóðafyrirbæra á meginlandi Evrópu er liðinn, og að þau fyrirbæri eru einnig getulaus og hafa alltaf verið. ESB virkar ekki og NATO virkar ekki, því Þýskaland er þar um borð, og Tyrkland er ekki lengur NATO-ríki nema að nafninu til. Það eina sem dugar í dag er beint samstarf á milli fullvalda ríkja

Pólland er einu sinni enn komið í klemmu á milli Þýskalands og Rússlands. Og Bandaríkin vita það. Ríkisstjórnir Póllands og Rúmeníu funduðu því beint sín á milli í síðustu viku, í fyrsta skipti, um varnarsamkomulag, sem virðist vera í burðarliðnum. Í fyrra gerðu Bretland og Pólland, beint sín á milli, samning um varnarmál. Takið eftir að ekki er um fjölþjóðasamvinnu að ræða, heldur er unnið saman beint. ESB og NATO er ekki nóg

Ég leyfi mér að benda lesendum á tvær nýlegar greinar frá Victor Davis Hanson. Þær eru:

1. The Great German Meltdown

2. The Post-War Order Is Over

Fyrri færsla

Fed setur Deutsche Bank í ruslflokk [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Gunnar og þetta myndband með Viktor er ótrúlegt og satt sem Viktor segir. Þarna kemur greinilega fram hverjir ráða og út af hverju.

Alþjóðavæðingin er allra þjóða mein þar sem allir þessir viðskipta/milliríkjasamningar leiða til stríðs eingöngu til að gera stóru fyrirtækin stærri. Ef Trump gæti brotið þetta/þá niður því betra.  

Valdimar Samúelsson, 3.6.2018 kl. 10:10

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er hreint með ólíkindum hvað Bandaríska stríðsmaskínan er fljót að taka við sér.

Nú þegar Þjóðverjar eru að andæfa aðeins gegn Bandarískum þrýstingi er maskínan ræst á nokkrum dögum og Þýskalandi sem fram að þessu hefur verið besti vinur aðal, er nú úthúðað eins og enginn sé morgundagurinn.

Allt út af því að þeir vilja ekki kaupa Bandarískt gas á uppsprengdu verði og eru ekki áfjáðir í að fórna aurunum sínum í Bandarísku stríðsvélina.

Það er samt svolítið þungt fyrir fæti,af því að Þjóðverjar hafa ekki gert nokkurn skapaðann hlut af sér. Þá er gripið til þess ráðs að reyna að skrifa síðari heimstyrjöldina inn í samtímann. Þetta er samt frekar kauðalegt af því að Þýskaland er nánast herlaust land og hefur ekki sýnt neinn áhuga á að koma sér upp her. En þeir eru séðir kaupsýslumenn og góðir verkmenn.

Pólland og Úkraina eru hættulegu löndin í Evrópu í dag,ekki Þýskaland eða Rússland.

Þó að Merkel hafi sitið á friðarstól mest af sínum stjórnmálaferli,hafa henni orðið á tvenn geigvænleg mistök með skömmu millibili. Ég veit náttúrlega ekki frekar en aðrir hvern fjandann hún var að hugsa.

Stærtu mistökin og og þau sem eru óafturkræf,var þegar hún opnaði landamæri Evrópu upp á gátt fyrir alla sem vildu koma,algerlega eftirlitslaust. Afleiðingarnar af þessu verða langvarandi.

Hin voru þegar hún lét undan þrýstingi Bandaríkjanna og reyndi að innlima Úkrainu í NATO í gegnum bakdyrnar. 

Þessi tvenn mistök eru ástæðan fyrir öllum ófriði sem er í Evrópu í dag.

Það kom berlega í ljós árið 2009 á NATO fundinumm í Búkarest að Merekel var full ljóst að innlimun Úkrainu í NATO var óheillaskref. Það kom síðan í ljós að hún hafði rétt fyrir sér.

Þegar hún síðan reyndi að bakka út með friðarsamningnum í febrúar 2014 ,var það of seint. Bandaríkjamenn kláruðu þá dæmið með aðstoð Úkrainska Nasista. "Fokk the Eu" eins og sagt er.

Síðan reyndi hún aftur með Minsk 1 og 2 ,en hafði ekki einurð til að fylgja þeim samningum eftir. Í stað þess að fylgja þessum samningum eftir af festu ,lætur hún aftur undan og hefur stríð gegn Rússlandi sem Evrópa síðan tapar. 

Nú krefjast Bandaríkjamenn frekari fórna. Dagskipunin er að hætta að versla við Rússland og Iran.Öllum að óvörum er Evrópa orðin fórnarlambið

Evrópskir leiðtogar fara nú í halarófu til Rússlands og biðja um aðstoð. Putin svarar blíðlega en ákveðið að þeir hafi búið til þetta vandamál og það sé þeirra að leysa það. Hann býður samt Frökkum hervernd ef þeir þurfi á að halda.

Afstaða Putins er að þessar þjóðir séu ekki sjálfstæðar og það sé ekki til neins að semja um neitt við þær. Evrópuþjóðirnar hafa glatað öllu trausti í Kreml og sennilega víðar.

Putin er ekkert feiminn við að segja þetta beint í andlitið á þeim. Hann veit sem er að það er ekki til neins að semja um eitthvað við Evrópuþjóðirnar. Þær fara hvort sem er beint til Bandaríkjanna að loknum samningum og spyrja hvort þetta sé í lagi. Ef Bandaríkin segja nei,svíkja þau samningana. Putin bíður því rólegur eftir að Trump fái leifi til að tala við hann. Honum liggur ekkert á.

Það líður Macron sennilega seint úr minni að Cristine Lagarde sat  panelnum í Pétursborg og hló  þegar Putin var að flengja hann.

Á sama tíma var Merkel í Kína og fékk svipuð svör hjá Xi. Xi var augljóslega ekki búinn að gleyma, að nokkrum vikum áður reyndi EU að kaupa sér frið með að lofa að taka þátt í refsiaðgerðum Trumps á Kína. Farðu heim aftur og greiddu úr þessum vandamálum sem þíð hafið komið ykkur í,voru skilaboðin. Ef þið sýnið að það sé til einhvers að tala við ykkur,skaltu koma aftur.

Heimurinn er að breytast ,sem betur fer. Það er smá saman að renna upp fyrir Evrópubúum að það dugar ekki lengur að gera bara eins og þeim er sagt. Þeir geta ekki lengur keyft sér frið með að gera bara eins og Bandaríkjamenn segja þeim. Þeir verða að taka upp sjálfstæða utanríkisstefu,eða með öðrum orðum að mynda einhverja utanríkisstefnu.

Eins og Putin sagði við Merkel fyrir nokkrum árum. "No matter what you do,you will be fucket anyway". Það sem hann átti við var að ef Þjóðverjar mundu setja viðskiftaþvínganir á Rússland ,mundu Rússar taka í lurginn á þeim,ef þeir gerðu það ekki mundu Bandaríkjamenn gera það. Svona fer ef maður selur sjálfstæði sitt.

Borgþór Jónsson, 3.6.2018 kl. 16:06

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Aumingja Gunnar rembist eins og rjūpan við staurinn við að lofsyngja Bandarísk gildi, en Borgþór mætir jafnharðan eins og púkinn á fjósbitanum og rekur sönglið öfugt ofan í hann og gott betur.

Jónatan Karlsson, 4.6.2018 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband